Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 75
MÖRGÚNBLÁSIÐ, MfÐVIKUÐ'ÁGtfftm ÖESÉWÉER lite 75 ' " " " JJ AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS r\y ujswnfof um'u ir Skattleggjum utanlandsferðir Það er engum vafa undirorpið að almenningur í landinu vill sparnað í ríkisrekstri. Þ6 finnst mörgum að ekki eigi að spara hjá sér heldur hinum. Víða má þó fara betur með eignir okkar en gert er. Það er t.d. vandséð réttlætið í því að ausa fé í dagblöð, sem fólk vill ekki lesa, eða í Sinfóníuhljómsveit, sem tiltölulega sárafáir vilja sjá eða heyra enda þótt aðgöngumiðar séu niðurgreiddir af almannafé. Að sjálfsögðu á mönnum að vera frjálst að koma saman og leika á hljóðfæri, en þeir hinir sömu verða bara að standa straum af öllum þeim kostnaði, sem af því leiðir, ekki hinir. Með hið pólitíska út- varpsráð höfum við ekkert að gera, við erum með vel hæfa menn til að stjórna þeim málum. Sama má segja um umferðarráð og þá ekki hvað síst með tilliti til þess að hverskonar afglöpum, óhöppum og slysum í umferðinni fer sífellt fjölgandi í stað fækkandi. Á þessu sviði eigum við nokkuð góða og vel búna lögreglu, sem getur sem best annast þessi mál. Koma þarf á einum sameiginlegum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn. Gjörbreyta þarf úthlutun úr atvinnuleysis- tryggingasjóði, þar bendir margt til að um ranglæti sé að ræða og misnotkun og mismunun. Ekki má gleyma bankaöngþveitinu. Auk þeirra ráða, sem hér eru að framan talin má í fullri alvöru taka til athugunar að fækka ráðum og nefndum í stórum stíl. Vart verður séð hvaða tilgangi það þjónar að þingmenn séu að flækjast út um allan heim og það verður að teljast eðlilegt að frá því sé skýrt hvað svona ferðalög kosta skattgreið- endur og þá ekki síður hver séu laun þeirra sem sitja í ráðunum og nefnunum. Skattleggið utanlandsferðirnar, það er hreinn óþarfi að taka erlend lán til að láta fólk eyða í þessum skemmtireisum en þá sem heima sitja borga þær. Skattleggið miklu meira en nú er gert, olíufélögin, tryggingafélögin, verkalýðsfélög- in, kaupfélögin og SÍS og önnur þau fyrirtæki, sem virðast vera í vandræðum með hvernig á að festa það fé sem þau taka af almenningi. Hætta verður að ausa peningum í ýmsa útgerðarmenn og bændur og einkum þá, sem hvorki virðast geta gert út eða búið svo nokkurt vit sé í. Hætta verður að telja ein- hverja bátaeigendur eiga allan fiskinn í sjónum, jafnvel þótt þeir nenni ekki að standa í því að veiða hann en selji hann bara úti i ball- arhafi. Við eigum hann öll. Ef það er talið að áríðandi sé að rækta upp hálendi íslands þá er rétt að skylda þá sem þykjast eiga það allt til ódeilu að annast það sjálfa og bera kostnaðinn af því. Hér hefur verið getið um nokkur atriði af fjöldamörgum, sem þarf að breyta til hins betra. í næstu kosningum er vonandi að lands- menn verði búnir að öðlast þann þroska sem til þess þarf að velja stjórnendur sem þora að gera það sem rétt er og sanngjarnt. Kjósandi. spurt og svarad I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINSI Hvenær er ódýrast að hringja? Lítil- mótlegur rógur Fjölmiðlar hafa rætt mikið um Albert Guðmundsson ráðherra undanfarnar vikur. Það er auðvit- að ekki neitt tiltökumál, þótt rætt sé opinberlega um stjórnmála- mann. Það ætti að þykja sómi fyrir fjölmiðla að ræða um sína mestu menn og gera sér ljósa þýðingu þeirra fyrir landið okkar. En það hefur verið rætt um stjórmálamanninn Albert Guð- mundsson á þann hátt, að það er fjölmiðlu til stórkostlegrara minn- kunnar. Það hefur verið leitast við að gjöra hann ómerkilegan, mann- orði hans stolið, rifin niður sú mikla virðing sem fólkið ber fyrir honum sem sínum besta og heiðar- legasta stjórnmálamanni. Mann- orðsstuldur, rógur og lygi hafa dunið á honum og hans nánustu í fjölmiðlum og frá stjórnmálaand- stæðingum á Alþingi og víðar og fáir hafa orðið til þess að leggja honum af einlægni liðsyrði. Aðeins ein rödd hefir birst eftir Ludvig Hjálmtýsson í Morgunblaðinu í dag. Fjölmiðlar innanlands og utan rógbera og hrópa hver í kapp við annan. Hinum miklu hæfileikum Al- berts Guðmundssonar er gleymt og það er farið með hann eins og enginn hafi neitt við hann að virða. Rógberar, nemið nú staðar, það er nóg komið. Spurt: Jóhanna Viðarsdóttir hafði samband við Velvakanda og vildi gjarnan vita hvernig væri háttað skrefatalningu Pósts og síma og hvernær væri ódýrast að hringja. Svarað: Velvakandi hafði samband við Jóhann Hjálmarsson blaðafulltrúa Pósts og síma og leysti hann greið- lega úr spurningum Jóhönnu. „f símtali innan sama svæðið (91 í þessu tilviki) telur skrefateljar- inn á 6 mínútna fresti. Að meðal- tali eru eitt og hálft skref í símtali þegar miðað er við meðallengdina 3 mínútur. Þegar svarað er jafn- gildir það einu skrefi og siðan getur næsta skref reiknast á 0-6 mín. og eftir það á 6 mín. fresti. Þetta gildir frá kl. 8-19 mánud.- föstud. Á öðrum tímum og frá kl. 19 á föstud. til kl. 8 á mánud. eru engin tímamörk á símtali innan sama svæðis og auk þess aðeins hálft gjald fyrir langlínusamtöl innan- lands. Helgarsímtöl gilda aðeins um föstud.— mánud. samkvæmt ofan- greindu, en ekki um helgidaga og aðra frídaga sem ekki eru á laug- ard. eða sunnud. (t.d. jól, annan í páskum, 17. júní o.s.frv.) Hagkvæmast er því að hringja á tímabilinu kl. 19—8 virka daga og um helgar. f símaskránni á bls. 4 og bls 24 eru ennfremur upplýsingar sem veita svör við spurningum um skrefatalningu oggjöld." Gætum að rafmagninu ALDREI verður nógsamlega áréttað að gæta vel að öllu því, er að rafmagni lýtur. Víða leyn- ast hættur og rafmagnsslys eru hin alvarlegustu. Því ættu þeir, sem ekki hafa vit á að forðast að fikta við rafmagnstæki, en leita þess i stað til fagmanna. Viðgerð sem framkvæmd er í góðri trú getur hæglega misfar- ist á þann veg að ekki verði um bætt. Gæta verður þess að raf- tenglar séu ekki ofhlaðnir, raf- magnssnúrur allar yfirfarnar og gengið þannig frá jólaljósum að ekki stafi eldhætta af. Njótum undirbúnings jólanna með slysalausum dögum. Georges Karell Bordaux Herrasnyrtivörur í há-gæðaflokki frá Frakklandi fást á eftirtöldum stöðum: Apótekiö Borgarnesi Asakaffi Grundarfiröi Garöars Apótek Háaleitis Apótek Hárgreiöslustofa Grétu Stykkishólmi Rakarastofa Austurbæjar Rakarastofa Dúdda og Matta Hótel Esju Rakarastofa Dóra Langholtsvegi 128 Klippotek Eddufelli Rakarastofa Villa Þór Armúla 26 Rakarastofan Haddur Nóatúni 17 Rakarastofan Hárborg Laugavegi 168 Rakarastofan Hótel Loftleiöum Rakarastofan Hótel Sögu Rakarastofan Miöbæ Snyrtivöruverslunin Nana Breiöholti Söluskáli Esso Grundarfiröi Söluturninn Leirubakka Versl. Hvammur Ólafsvík Versl. Jón og Stefán Borgarnesi Versl. Kassinn Ólafsvík Einkaumboö á íslandi Bergvís sf. Dreifing: Gulls ígildi, sími 35400. Jólagjöfin íár 2.000.- Hvítir, rauöir, áklæöi, tré. BVSGA6NABÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410 Helgi Vigfús8on
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.