Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.12.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 Ég fæddist ekki fyrr en 28 ára — segir Magnús Þór Sigmundsson, sem nú er „heimavinnandi húsmóðir“ og sendi nýlega frá sér tvær hljómplötur, Crossroads og Óla prik Magnús Þór Sigmundsson hef- ur sent frá sér nýja hljómplötu, sem hann kallar „Crossroads“, en á henni eru níu lög eftir Magnús. Ljóð meó tveimur laganna eru eftir gamlan vin Magnúsar, John O’Connors. Tónlistarmennirnir sem leika á plötunni eru Ásgeir Óskarsson, Skúli Sverrisson, Þor- steinn Jónsson, Þórður Árnason og Vilhjálmur Guðjónsson. Auk „Crossroads” hefur Magnús einn- ig samið lög á nýja Óla prik-plötu sem nýkomin er á markaðinn. Börnin þarfnast foreldranna Magnús Þór fann sér stund aflögu í siðustu viku til að spjalla við blaðamann, en að hans sögn hefur mikið verið að gera undan- farna daga auk þess sem hann sér alfarið um börn og bú á meðan eiginkonan, Sjöfn Páls- dóttir, stundar nám í fósturskól- anum. „Ég er þeirrar skoðunar að börn og foreldrar þurfi að byggja sitt sérstaka samband upp á meðan börnin eru ung og þarfnast foreldranna hvað mest og er aldurinn frá eins til þriggja ára hvað viðkvæmastur fyrir börnin hvað þetta snertir." Þau Magnús og Sjöfn eiga þriggja ára son, Baldvin Þór, og tveggja ára dóttur, Þórunni, en Magnús á einnig tvær unglingsstúlkur frá fyrra hjónabandi, þær Lindu og Ónnu Thelmu. Fyrsta sólóplatan í tíu ár Magnús sagðist ekki hafa gefið út sólóplötu síðan platan „Álfar“ kom út 1976. „Fjölskyldulífið hefur skipt mig miklu meira máli undanfarið heldur en að lifa í eigin tónlistarheimi. Mig hefur oft langað til að gera plötu og oft gert tilraunir til þess en þær gengu einfaldlega ekki upp. Þó hef ég unnið mikið barnaefni síðustu árin með barnauppeld- inu. Maður fær auövitað leið á krökkunum og þau á mér stöku sinnum, en þá tek ég gjarnan upp gítarinn og hverf inn í tónlistina. Eg umbreyti leiða og pirringi yfir í tóna og er þá um leið kominn með ákveðið form á reið- ina, jafnvel fallegt barnalag. Húsmóðurstarfið er geysilega erfitt. Þó hefur mér veist auðvelt að fara inn í minn eigin hugar- heim þótt börnin séu jafnvel prílandi upp á mér. Ég held það hljóti að vera afskaplega erfitt fyrir heimavinnandi „húsmæð- ur“ að standa í slíkum aðstæðum ef þær hafa engin áhugamál að hverfa til.“ Hassneysla gerir engum gott Magnús Þór er nú 37 ára gamall. Hann var búsettur ásamt fyrri konu sinni og börnum í London um fimm ára skeið en fluttist aftur heim árið 1979 og skildu þau hjónin fljótlega þá. „Sambandsleysið milli okkar var orðið það mikið að víð réðum ekki við það auk þess sem áfeng- is- og hassneysla spiluðu inn í. Mér fannst ég aldrei langt sokk- inn og í raun tók það ekki langan tíma að hætta við lyfin. Öðru máli gegndi með að breyta hugs- unarhættinum, sem tók a.m.k. þrjúár. f raun fæddist ég ekki fyrir alvöru fyrr en 28 ára gamall. Ég var ofsalegur „egóisti" fram að þeim tíma og upptekinn af tómri vitleysu — hassneyslu og draum- órum. Tónlistin hjálpaði mér auðvitað að miklu leyti við að yfirstíga þann vanda sem ég hafði sjálfur skapað mér og er ég hugsa til þessa tímabils, finnst mér það eins og óskýr draumur. Maður dofnar smám saman fyrir mannlegum samskiptum. Mér fannst mjög þægilegt að geta lokað mig inni í eigin hugarheimi og samið tónlist mánuðum sam- an, en þegar ég ætlaði að opna aftur og líta til baka, hafði fennt í sporin og ég rataði einfaldlega Magnús Þór Sigmundsson ekki aftur. Ég held að margir listamenn reki sig á að þegar listin er farin að skipta meira máli en lífið sjálft, hlýtur það að leiða til ills. Menn þurfa raun- verulega snertingu við annað fólk, fjölskyldu og vini, en eitur- lyfin eru lítið annað en sjálfs- blekking. í fari flestra er yfirleitt eitt- hvert ósætti við sjálfa sig. Ég var ósáttur við sjálfa mig á þess- um tíma og kveið framtíðinni. Ég vil benda ungum krökkum á að hass er mjög hættulegt efni — miklu hættulegra en fólk ímynd- ar sér. Það er lítið spennandi að standa allt í einu upp eftir nokk- urra ára neyslu og ráða jafnvel ekki við ákveðnar miðstöðvar í taugakerfinu." Krakkar eru harðir dómarar Magnús sagði að sér þætti erfitt að tjá sig öðruvísi en í gegnum tónlist og væru til dæmis barnalögin sem hann hefur verið að fást við að undanförnu ákveð- inn tjáningamiðill milli hans og barnanna. „Krakkarnir eru harð- ir dómarar og tek ég mikið tillit til gagnrýni þeirra við val laga á plöturnar. Ég lét son minn, 3 ára, t.d. velja lögin á „Óla prik“ úr 20-30 lögum sem ég hafði samið áður.“ „Crossroads" eða „Vegamót" kallast nýja plata Magnúsar og er nafnið vel við hæfi þar sem hann hefur breytt sínu fyrra lífs- mynstri yfir í betra horf að eigin áliti. „Á plötunni kemur fram sorg, ákveðin reiði og ýmsar truflandi tilfinningar. Ég á erfitt með að gleyma, en þó fannst mér ég orðinn það öruggur með sjálf- an mig að ég gæti farið út í þessa plötugerð. Eg held ég hafi verið hræddastur við að brjótast út úr skelinni og byrja upp á nýtt. Falskt öryggi fylgir því að vera einn. í dag finnst mér ég vera hamingjusamur maður. Tónlist- in er mér gleði sem ég auðvitað fæ hundleið á annað slagið — stundum held ég jafnvel að ég sé búinn að missa þá innri hvöt sem fylgir því að semja tónlist, en hún kemur alltaf aftur og aftur." Magnús Þór var nú farinn að ókyrrast í sæti sínu enda klukkan að nálgast 23.00 og löng nótt framundan. Taka átti upp mynd- band með honum þar sem hann ætlaði að syngja eitt laga sinna, um kvikmyndagoðið Marilyn Monroe. „Dóttir mín, Linda, ætlar að koma og mála mig fyrir upptökuna en hún er sífellt að tala um hvað ég sé hallærislegur svo ég dreif mig í bæinn í dag og fataði mig upp fyrir upptök- una.“ Texti: Jóhanna Ingvarsdóttir Myndir: Júlíus Sigurjónsson Margt gerist á sæ Bókmenntir Erlendur Jónsson Jón Steingrímsson: KOLAKLÁFAR OG KAFBÁTAR. 186 bls. Vaka — Helgafell. Reykjavík, 1985. Ef gert er ráð fyrir að ritleikni sé ættgeng á Jón Steingrímsson að geta komið fyrir sig orði. Matt- hías Jochumsson var afi hans en Jón Thoroddsen langafi. Faðir Jóns, Steingrímur Matthíasson læknir á Akureyri, sendi líka frá sér bækur þótt aldrei teldist hann neinn atvinnurithöfundur. Að sjálfsögðu átti læknissonur- inn að ganga menntaveginn. En í stað þess að ljúka prófi upp úr 2. bekk réðst Jón í siglingar. Þar með var framtíð hans ráðin. Starfsvett- vangur hans varð síðan á heims- höfunum. Margt gerist á sæ. En kannski þó fleira í höfnum. Hafn- Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Anne-Marie Villefranche: Sælustundir í París. Erótískar minningar frá þriðja ára- tugnum. María Gunnarsdóttir íslenskaði. Forlagið 1985. Anne-Marie Willefranche hefur verið líkt við Anais Nin og er sú samlíking ekki út í bláinn. Eins og undirtitill Sælustunda í París gefur til kynna er hér um að ræða minningar frá þriðja áratugnum. Frá tilkomu minninganna skýrir Jane Purcell í Forsögu að ósæmi- arborg býður sjómanni hvaðeina falt — fyrir peninga! Þar bíða líka hættur ef geyst er farið og varúðar ekki gætt. Eitt sinn mátti skips- höfn Jóns horfa upp á einn félaga sinn rekinn í gegn með hnífi. Skipsfélaganum hafði orðið það á að egna ódæðismann. Styrjaldarárin voru hættutími á sjó — og raunar einnig í landi þar sem ófriður geisaði. Sjómenn nutu þá áhættuþóknunar sem stjórn- málamaður nokkur hafði fundið upp á að kalla »hræðslupeninga«. Þegar styrjöldinni lauk féllu þessir hræðslupeningar niður og sjómenn vöknuðu allt í einu upp við þann vonda draum að þeir voru orðnir láglaunastétt. Þá var tekið til við það sem Jón kallar »aukabúgrein- ina drjúgu«. Gert var út á whiský, sígarettur og spíra. Hlutafélög voru stofnuð um borð með ríkri samkennd og ábyrgðartilfinningu þar sem hugsanleg áhætta var líka legri bók, en hún er dótturdóttir bókarhöfundar, hinnar erótísku konu. Orðið erótík er notað í ís- lensku máli, en til eru á því margar þýðingar, sumar góðar. Að vera kynríkur kæmi til greina. Það skal aftur á móti tekið fram að þýðing Maríu Gunnarsdóttur er lipur og læsileg og ekki klaufsk eins og dæmi eru um þegar þýð- endur glíma við álíka texta. Það verður ekki sagt um texta. Sælustundir í París að í henni sé mikill siðaboðskapur. Jafnréttis- baráttan virðist til dæmis í nokkr- um fjarska. En hér ræður fyrst og fremst gleði andartaksins, gleð- in yfir því að njóta kynlífs. Um leið er þó ýmislegt sagt sem gæti tekin með í dæmið. Og nú var hættan ekki lengur yfirvofandi á hafi úti eins og í stríðinu heldur á hafnarbakkanum. Smyglið kostaði kænsku, hugvit og varúð. Þó það væri hvergi skráð í kjarasamning- um var samið með þá staðreynd í huga, nánast, að menn yrðu að bjarga sér með þessum hætti. Það er að vísu ekki fyrr en í síðustu köflum þessarar bókar að Jón fer að segja frá smyglinu. En hann lofar að segja meira næst: »Frá þeim ævintýrum mun ég greina í síðari hluta þessara sjóferðaminn- inga.« Jón Steingrímsson kynnir sig sem áræðinn mann og skjótráðan. Fremst í bókinni eru nokkrar prakkarasögur frá Akureyri. Jón var snemmagefinn fyrir uppátæki og tilbreytingu. Maður, sem fetar í spor Jóns, má ekki vera of heima- kær. Jón var strax í æsku gæddur nægilegu óþoli og útþrá til að verða farmaður. Það er svo undir manngerð komið hvað farmaður sér og heyr- ir. Og Jón hefur ekki aðeins verið átt rétt á sér í vandamálabókum samtímans. En það er ekki sagt með þrasgjörnum hætti. Anne- Marie Villefranche endurlifir minningar sínar í bókinni og er algjörlega á valdi þess frelsis sem holdið heimtar. Vissulega andinn líka. Sælustundir í París var á sínum tíma talin ósæmileg bók, en er nú sjálfsögð. Hún er lofsöngur til lífs- ins, gleðinnar að fá að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða. Frakkar eiga góða hefð í ritun kynríkra sagna. Ánne-Marie Ville- franche er trú þessari hefð, en virðist hafa lært af öðrum höfund- um, ekki síst Anais Nin. Það er samt engan veginn ljóst. Og líklega þarf að fletta nokkuð vel upp í Jane Purcell í London til þess að komast að hinu sanna um ritverk ömmunnar. Jón Steingrímsson. skjótur að taka ákvarðanir. Hann hefur líka verið röskleikamaður í eftirtekt. Honum er lagið að gera jafnvel hversdagslegustu atvik að viðburðum. Frásögn hans er hröð og andstutt. Og stundum hættir hann frásögn í miðju kafi svo les- andinn geti botnað. Gjarna endar hann sögu á einhverju hnyttiyrði SNÆFUGL SU landaói samtals 172,6 lestum í Bremerhaven á mánu- dag og þriðjudag og fékk fyrir aflann 8.875.000 kr., eða að meðaltali 51,41 kr. á kfló. Meðalverð á þorski á brezka markaðnum er heldur lægra. Aflinn er blandaður, karfi, ufsi, grálúða og þorskur. Á mánudaginn seldi Vöttur SU 49,3 lestir í Grims- by. Heildarverð var 2.273.600 krón- ur, meðalverð 46,02. Hrungnir GK seldi 85,1 lest í Hull á mánudag. Heildarverð var 4.113.700 krónur, sem einhver hefur einhvern tíma látið sér um munn fara. En vilji svo til að ekkert gerist fyllir hann upp í tómið: »Við sigldum fulla ferð á glóðvolgu hafinu fram hjá flugfiskum, hákörlum, sverðfisk- um og hvölum, en fátt gerðist títt fyrr en fór að nálgast miðbaug að sunnan.« Miðað við sína kynslóð hlýtur Jón að teljast nokkuð opinskár og berorður. Líka er hann í takt við jafnaldra í þvi að tala sparlega um nánustu einkamál. Frá giftingar- athöfn, sem var þó nokkuð söguleg, er til að mynda sagt á hálfri blað- síðu. Hjónaefnin urðu samskipa, hann skipverji — hún farþegi, og skruppu í land í Vestmannaeyjum til að fá vígslu hjá fógeta. Síðan borðuðu ungu hjónin »frammi í lúkar, það hitti svo vel á að það var laugardagur og á borðum var kæst skata og vellingur.* Allmargar myndir eru í bókinni, þar með taldar nokkrar skipa- myndir, gamlar. Það eru tilþrif í þessari bók, fjör og hraði. Jón Steingrímsson getur vel talist hafa verið ævintýramaður. Þarna er lýst þeim frjálslegu lifnaðarhátt- um sem sjómenn hafa löngum tamið sér. Þetta eru sjóferðasögur í orðsins fyllstu merkingu. meðalverð 48,34. Skafti SK seldi 135 lestir í Grims- by í gærmorgun. Heildarverð var 6.361.900 kr., eða sem svarar 47,13 kr. á kíló. Þorri SU landaði einnig f Grimsby í gærmorgun og seldi 46,9 lestir fyrir 2.119.700 kr. Meðal- verð á kíló var 45.16 kr. Sólborg SU seldi 40,3 lestir í Hull. Heildar- verð var 1.689.600, sem gerir 41,91 kr. á kíló. Kambaröst SU seldi 145,6 lestir í Hull, fékk fyrir aflann 7.049,700, eða 48,41 kr. á kíló. Holdleg gleði Snæfugl SU seldi vel í Bremerhaven
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.