Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 10

Morgunblaðið - 18.12.1985, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985 Þessir herramenn tóku hraustlega undir söng jólasveinanna í göngugötunni á sunnudaginn. MorgunblaSið/Skapti Sungið Og trallað með jólasveinunum Akureyri 16. desember. FJÖLMENNT var í göngugötunni á Akureyri um miöjan dag í gær, sunnudag, en þá komu jólasveinar í sína árlegu heimsókn á svalir vöruhúss Kaupfélagsins. Mikið var sungið og trallað — krakkarnir, sem voru í miklum meirihluta, þó pabbi og mamma fjölmenntu líka, tóku vei undir söng sveinanna og kunnu greinilega vel að meta fram- lag þeirra. Jólasveinarnir sem mættu á svalirnar um þrjúleytið sögðu farir sínar ekki sléttar — greindu meðal annars frá því að þeir hefðu orðið viðskila við Kjötkrók og báðu krakkana að hjálpa sér við að kalla á hann. Ekki stóð á viðgrögðum, „Kjöt- krókur, Kjötkrókur" ómaði um miðbæ Akureyrar og fyrr en varði birtist „Krókurinn" á efstu svölum hússins. Hann reyndist léttari á sér en menn hafa haldið síðustu árhundruðin og fór létt með að sveifla sér í kaðli niður til félaga sinna, við mikinn fögn- uð áhorfenda á jörðu niðri. Morgunblaðid/Skapti Kjötkrókur rennir sér fimlega niður af efstu svölum til félaga sinna. Demantur fyrir dömuna Háskóli íslands: Fyrirlestur á vegum félags- vísindadeildar Gull og demantar Kjartan Ásmundsson gullsmidur, Aöalstræti 7, sími 11290. DR. KAORU Yamamoto, prófessor í uppeldisfræði við Ríkisháskólann í Arizona í Bandaríkjunum, flytur fyrirlestur í boði féiagsvísindadeild- ar Háskóla íslands miðvikudaginn 18. desember kl. 17.00 í stofu 102 í Lögbergi. Efni fyrirlestrarins er: „Að vera mennskur: Hvað hefur uppeldis- fræðin um það að segja?“ (On being human: an educational chal- lenge.) Fyrirlesturinn verður flutt- uráensku. Prófessor Yamamoto hefur dvalist á íslandi í haust sem Ful- bright-kennari á vegum Háskóla fslands og Kennaraháskóla ís- lands sameiginlega og leiðbeint um grundvallarþætti í uppeldisfræði- legum rannsóknum. Fréttatilkynning. Dagatöl frá Ffladelfíu FÍLADELFÍA-Forlag hefur gefið út tvenns konar póstkorta-dagatöl fyrir árið 1986. Hverjum mánuði fylgir litmynd með áprentaðri ritningar- grein og þegar mánuðinum lýkur er hægt að nota litmyndina sem póst- kort. Annað dagatalið heitir: „Fögur fyrirheit". Það er 23x11 sm og er gert til að hanga á vegg. Myndirn- ar eru af blómum og textarnir eru uppðrvunarorð úr Heilagri ritn- ir.gu. Hitt heitir „Sælir eru ... “. Þetta dagata! er 18x15 sm og er gert til að standa á borði eða hanga á vegg. Myndirnar eru af börnum og text- arnir sóttir í Fjallræðuna. Æviminningar Einars J. Gíslasonar FÍLADELFÍA forlag hefur gefið út bókina „Einar í Betel“ eftir Einar J. Gíslason forstöðumann. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir um bókina: „Hún hefur að geyma endurminningar Einars frá bernskudögum í Vestmanna- eyjum. Harðri lífsbaráttu ís- lenskrar alþýðu á kreppuárunum, sem Einar tók þátt í allt frá ungl- ingsárum. Einar segir frá mannlífi í Eyjum, minnisverðum persónum og atvinnuháttum. Hann skrifar um sérstæðan fjárbúskap Vest- manneyinga. bátainnflutning, eig- in útgerð, störf fyrir Skipaskoðun ríkisins og Hafnarsjóð Vest- mannaeyja. Einar rekur merkilega trúar- reynslu sína og annarra, sem hann hefur fyrirhitt á lífsleiðinni. Hann greinir frá því hvernig hann varð Athugasemd frá fulltrú- * um Islands í stjórn Nor- ræna hússins í Helgarpóstinum, sem út kom 12. þ.m., er frétt varðandi Norræna húsið sem okkur, er sæti eigum í stjórn hússins af fslands hálfu, finnst nauðsynlegt að leiðrétta. í fréttinni segir, að ýmsir aðilar hafi „undirritað kærubréf til stjórnar Norræna hússins, þar sem kvartað er yfir samstarfsörðug- leikum við Ödegárd og skipulags- leysi í starfsemi hússins". Stjórn hússins hefur ekki borist neitt slíkt kærubréf. Samstarf stjórnar hússins og hins nýja forstjóra, Knuts Ödegárd, hefur verið ágætt, eins og raunar var staðfest á fundi allrar stjórnarinnar í Reykjavík 11. og 12. nóvember síðastliðinn. Þær lausafregnir um málefni Norræna hússins, sem birst hafa í NT og Helgarpóstinum, eiga eflaust rót sína að rekja til þess, að endurskoðun á starfsaðstöðu norrænu sendikennaranna í hús- inu hefur verið til athugunar að undanförnu. Norrænu sendikenn- ararnir hafa frá upphafi haft vinnuherbergi i húsinu. Ekki er ráðgert að gera breytingu á því. Á síðari árum hefur skortur Háskól- ans á kennsluhúsnæði hins vegar valdið því, að allmikil kennsla hefur farið fram í Norræna hús- inu. Starfsemi þess sjálfs hefur hins vegar jafnframt farið mjög vaxandi, sem og önnur norræn starfsemi í húsinu. Þess vegna hefur þar orðið um vaxandi þrengsli að ræða. Á fyrrnefndum fundi í stjórn hússins var því sú ákvörðun tekin, að fara þess á leit við Háskólann, að hann, við fyrstu hentugleika, útvegaði norrænu sendikennurunum kennsluaðstöðu innan vébanda Háskólans. Hefur málið þegar verið rætt við yfir- stjórn Háskólans, sem telur sjálf- sagt að stefna að þessu. Jafnframt hefur stjórn hússins gert ráðstaf- anir til þess, að gerðar verði vissar breytingar á innréttingu hússins, einkum í kjallara þess, næsta sumar, þannig að aðstaða til fund- arhalda batni og starfsfólk hússins fái rýmri og betri aðstöðu, en þrengsli á skrifstofu eru nú baga- leg. Við fulltrúar íslands í stjórn Norræna hússins hörmum, að breytingar varðandi hagnýtingu á húsnæði þess, sem stjórn hússins telur nauðsynlegar og hún ein hefur tekið ákvörðun um og ber ábyrgð á, skuli hafa orðið frétta- efni með þeim hætti sem í reynd hefur orðið. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Guðlaugur Þorvaldsson, Gylfi Þ. Gíslason, Þórir Kr. Þóróarson. EINAR í BETTRL þekktur leikmannaprédikari og gefur innsýn í erfitt hlutverk sálu- sorgarans. Einar segir frá per- sónulegri sorg og sigrum. Lífleg frásögn Einars er krydduð með skemmtilegum sögum af mönnum og broslegum atvikum." Bókin er 180 bls. auk 32 mynda- síðna. Hún var prentuð hjá Prent- stofu Guðmundar Benediktssonar og bundin hjá Arnarbergi. Guðjón Hafliðason hannaði kápu og Guð- mundur Ingólfsson tók kápumynd. BB-77-BB FASTEM3IVIAMICM.UIM SVERRIR KRISTJANSSON HUS VERSLUNARINNAR 6.HÆO LOOM HAF8TEINN BALOVIN8SON HRL~ FASTEION ER FRAMTlO Einbýlishús EINBÝLI — TVÍBÝLI — MIDBR. Sunnanvert á Seltj.nesi 2 X 120 fm einb. Á efri hæö er nú 4ra-5 herb. séríb. Á neöri ca. 70 fm 3ja herb. séríb. og 50 fm tvöf. innb. bílsk. BRÚNASTEKKUR. 160 fm á einni hæö ásamt innb. bílsk. Útsýni. Ýmiskonar eignask. HNJÚKASEL. 230 fm á tveim hæöum. Nýtt fallegt hús. Skipti á minna. Raðhus FOSSVOGUR — RAÐH. Ca. 200 fm á einni hæö með innb. bílsk. Vönduð góð eign. Ákv. aala. Sérhæðir KELDUHVAMMUR HF. Góö 140 fm neöri sórh. með nýlegum innr. Bílsk. ÖLDUSLÓÐ HF. 137 fm neöri sérh. + bílsk. Úts. Góð eign. 5 herb. VESTURBÆR. Til sölu ca. 130 fm mjög vönduö á 3. hæö meö 4 svefnherb. Stórar svalir. Góö sameign. Til greina kemur aö taka 2ja-3ja herb. ib. uppí. FURUGRUND — 3JA + EIN- STAKLINGSÍB. Til sölu góö 3ja herb. ib. á 1. hæö. Suöursv. ib. fylgir einstakl.íb. i kj. Verö 2,5-2,6 millj. __________ 4ra herb. HVASSALEITI. Ca. 110 fm fal- leg íb. á 4. hæö + bílsk. STÓRAGERDI. Ca. 105 fm á 4. hæö + bílsk. EYJABAKKI. Ca. 110 fm á 1. hæö. Sérlóö. Suöursvalir. Góö íb. Laus fljótt. ENGIHJALLI. 120 fm falleg íb. á 7. hæö. Parket. Ákv. sala. 3ja herb. RAUÐARÁRSTÍGUR. 3ja herb. á 2. hæö. Mikiö nýstandsett. FURUGRUND. Ca. 80 fm á 4. hæö. Ákv. sala. MIDVANGUR HF. Ca. 67 fm á 2. hæö. Laus fljótt.__ VID FOSSVOG Í ÁSGARDI. Til sölu ca. 60 fm 2ja herb. íb. á jaröh. Til afh. tilb. u. tróv. um nk. áramót. Fast verö 1550 þús. HVERFISG. Góð 2ja herb. íb. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans!_ ^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.