Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
78. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR10. APRÍL 1986____________________________________Prentsmiðja Morgiinblaðsins
Norskt atvinnulíf að
lamast í vmnudeilum
Gera átti úrslitatilraun í nótt til að afstýra verkf öllum í Svíþjóð
Ósló og Stokkh&lmi. Frá Jan Erik Laure og Claes von Hofsten, fréttariturum Morjfunblaósins.
Hjúkrunarkonur á norsku
ríkisspítölunum eru í verkfalli
og gera þá kröfu, að þær
verði ekki settar skör lægra
en hjúkrunarkonur, sem
starfa hjá sveitarfélögum.
Segir á spjöldunum, að launa-
munurinn sé frá þremur þús-
undum og upp í 32.000 n.kr.
á ári. Litlar horfur virðast á,
að vinnudeilurnar leysist á
næstu dögum.
NTB/Símamynd
Stefnuræða frönsku stj órnarinnar:
Aukið frjálsræði
í efnahaerslífinu
París. AP. Wn J
Á ÖÐRUM degi átakanna á
norskum vinnumarkaði virtust
engar horfur vera á, að deilurn-
ar leystust með skjótum hætti.
102.000 manns eru í verkfalli
eða verkbanni og í gær var auk
þess farið að segja fólki upp
um stundarsakir hjá fyrirtækj-
um, sem ekki er unnt að reka
vegna ástandsins. I Svíþjóð
kemur til verkfalls nú um miðj-
an dag ef samningar takast
ekki áður. Var búist við nýrri
sáttatillögu í nótt.
Verkföllin og verkbannið hafa
V-Þýskaland;
Líbýumönnum ,
vísað úr landi
Bonn og Washington. AP.
TVEIMUR Ubýskum sendiráðs-
mönnum var í gær visað brott
frá Vestur-Þýskalandi. Eru þeir
grunaðir um aðild að sprenging-
nnni á veitingastað i Vestur-
Berlin i fyrri viku en þá létust
tveir menn og rúmlega 200 slös-
uðust.
í yfirlýsingu stjómvalda um brott-
vísunina segir, að libýsku sendi-
mennimir hafi gerst sekir um óvið-
eigandi athæfi og verið undir eftirliti
í nokkum tíma. Bandaríkjamenn
segjast hafa komist að þvi, að Líbýu-
menn hafí átt aðild að sprengingunni
í Vestur-Berlín og hafa þeir látið
vestur-þýskum stjómvöldum í té
gögn þar að lútandi.
Sjá frétt á bls. 29.
komið mjög illa við byggingariðn-
aðinn í Noregi og málm- og efna-
iðnaðinn og gætir nokkurrar
óánægju innan vinnuveitendasam-
bandsins með verkbannið. Hafa
aðeins 10 fyrirtæki fengið undan-
þágu frá því og sumir atvinnurek-
endur hafa á orði að segja sig úr
vinnuveitendasambandinu til að
geta hafið reksturinn. Ástandið á
hótelum og veitingahúsum er
betra en óttast var og er ástæðan
sú, að á þessum vinnustöðum er
margt ófélagsbundið fólk. Gestir,
sem urðu að hrökklast af einu
hóteli, fengu langflestir inni á
einhverju öðru.
Ríkisstjómin hefur heimild til
að grípa inn í vinnudeilumar og
vísa þeim til kjaranefndar en til
þeirra ráða verður ekki gripið fyrst
um sinn. Sáttasemjari ríkisins
hefur á þessari stundu ekki boðað
til nýs fundar.
í Svíþjóð fara 18.000 skrifstofu-
menn hjá einkafyrirtækjum í verk-
fall klukkan 14 í dag ef ekki verður
samið áður en búist var við, að í
nótt yrði lagt fram nýtt tilboð,
örlítið hærra en það, sem verka-
lýðsfélagið hafði áður hafnað. Þótt
verkfallið muni aðeins ná til
18.000 manna eru þeir valdir
þannig, að atvinnulífið mun lamast
að miklu leyti. Hafa vinnuveitend-
ur svarað með verkbanni á
300.000 manns og kemur það til
framkvæmda sólarhring síðar en
verkfallið. Ef til þess kemur stöðv-
ast sænskur atvinnurekstur fljót-
lega.
JACQUES Chirac, forsætisráð-
herra Frakklands, flutti i gær á
þingi stefnuræðu stjómarinnar
og skýrði frá þeim ráðstöfunum,
sem gerðar verða til að tryggja
efnahagslega endurreisn og þjóð-
félagslegar umbætur. Boðaði
hann einnig mjög hertar aðgerðir
gegn hryðjuverkum.
Chirac sagði, að á næstu dögum
yrðu lagðar fyrir þingið tillögur um
aukið frelsi í efiiahagslífinu, um
ráðstafanir til að draga úr atvinnu-
leysi ungs fólks og um að selja í
hendur einkaaðila þjóðnýtt fyrir-
tæki. Hyggst stjómin koma þessum
málum áleiðis með opinberum til-
skipunum að fengnu samþykki
þingsins.
Tilskipanimar þurfa undirritun
forsetans en Mitterrand hefur lýst
því yfir, að hann muni ekki sam-
þykkja sölu ríkisfyrirtækja, sem
þjóðnýtt vom fyrir 1981, árið, sem
sósíalistar komust til valda. Mitter-
rand mun þó aðeins geta tafíð fram-
gang málanna, þingið sjálft mun
hafa síðasta orðið.
Chirac boðaði stórhertar aðgerðir
gegn hryðjuverkum og sagði, að
sérstök ákvæði um þau yrðu sett inn
t refsilöggjöfina.
Kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum;
„Ekki samstaða um til-
lögu danska þingsins“
- sagði Matthías Á. Mathiesen um fund norrænna utanríkisráðherra í Stokkhólmi
„Á FUNDINUM í dag var fjallað um alþjóðamál, þar á meðal um
afvopnunarmálin, samskipti austurs og vesturs, tun fjárþröng
Sameinuðu þjóðanna og ástandið f Suður-Afríku. Meðal þess, sem
kom til umræðu, var tillagan, sem samþykkt var f danska þinginu
3. þ.m., um að skipuð verði embættismannanefnd til að kanna
möguleika á og gera tillögu um kjarnorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum. Um þessa tillögu var engin samstaða,“ sagði
Matthfas Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, f viðtali við blaðamann
Morgunblaðsins en hann sat í gær fund utanrfkisráðherra Norður-
landa f Stokkhólmi.
maí sl. en hún var um athugun á
kjarnorkuvopnalausu svæði í Norð-
ur-Evrópu, frá Úralfjöllum til
austurstrandar Grænlands, og eins
og kom fram í ræðu formanns
utanríkisnefndar á sínum tíma yrði
um að ræða bann við kjamorku-
vopnum á landi, í sjó og í lofti.
Um þetta yrði samið í víðtækari
„Uffe Ellermann-Jensen, utanrík-
isráðherra Dana, gerði grein fyrir
tillögunni og skýrði stöðu málsins
en tillagan var samþykkt gegn vilja
dönsku stjómarinnar," sagði
Matthías ennfremur. „Við þessar
umræður gerði ég grein fyrir mín-
um sjónarmiðum og vék sérstak-
lega að samþykkt Alþingis frá 23.
afvopnunarsamningum og aðgerð-
um til að draga úr spennu.“
Matthías kvaðst hafa skýrt frá
þvi á fundinum, að í næstu viku
yrðu á Alþingi umræður um utan-
ríkismál og að höfðu samráði við
utanríkismálanefnd væri ekki
hægt að taka afstöðu til þessa máls
á þessari stundu. Sagði hann, að
svipuð afstaða hefði komið fram
hjá utanríkisráðherra Noregs,
Svenn Stray, sem sagði, að norska
ríkisstjómin hefði ekki fjallað um
nýja skýrslu um þetta efni.
„Finnar og Svíar kváðust hins
vegar geta fallist á þessa tillögu
en það kom fram hjá öllum, að
ýmis vandkvæði gætu verið á því
að setja slíkri nefnd starfsreglur
vegna ólíkrar afstöðu Norður-
landaþjóðanna til öryggis- og vam-
armála," sagði Matthías Á. Math-
iesen, utanríkisráðherra. Næsti
fundur norrænu utanríkisráðherr-
anna verður haldinn síðla sumars
í Kaupmannahöfn.
Matthías sagði að síðustu, að
hann hefði að fundinum loknum
rætt við Ellemann-Jensen um
Hatton-Rockall-málið og fyrir-
hugaðan fund embættismanna um
það um næstu mánaðamót. Skýrði
hann út sjónarmið íslendinga og
sagði, að þeir væntu þess, að á
þessum fundi fengist einhver nið-
urstaða. Ella væri hætta á, að
frekari samningaviðræður yrðu til
lítils.
Jacques Chirac