Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986
ÚTVARP/SJÓNVARP
í vargaklóm
Hafá menn tekið eftir hinu
sérstæða myndmáli þriðju-
dagsspennuþáttar sjónvarpsins:
Bird of Prey( en sá þáttur nefnist
á íslensku: I vargaklóm. Það er
sérstakt við myndmál þessa þáttar
að þar er gjaman blandað saman
grafískum tölvumyndum og lifandi
myndum þannig að fyrr en varir
er áhorfandinn horfinn inní „hugar-
heim“ tölvunnar, ef svo má segja.
Hygg ég að hér sé um nýstárleg
vinnubrögð að ræða og í fullu
samræmi við meginefni þessarar
frábæru þáttaraðar en þar er
skyggnst inn í undirheimaveröld
tölvusvikanna. Ég veit til þess að
tölvufræðingar hérlendis hafa farið
á sérstök námskeið þar sem mönn-
um er kennt að veijast tölvusvikum.
Væri ekki ástæða til að ræða þessi
mál öll í ríkisfjölmiðlunum, við
eigum jú flest mikið undir því að
tölvan sé mötuð af samviskusemi?
Já eÖa nei?
í fjölmiðlarabbi Guðmundar
Heiðars Frímannssonar er barst
okkur af öldum Ijósvakans frá Rú-
vakinu rétt eftir fréttir þriðjudags-
kvöldið var, kom fram nokkuð
hvassyrt og vel rökstudd gagnrýni
á óvönduð vinnubrögð ákveðinna
blaðamanna er skrifuðu á sínum
tíma um hið svokallaða „Sjallamál"
á Akureyri. Það er ekki mitt að
gagnrýna blaðamenn en þar sem
mér er ætlað að lýna starfsmenn
ríkisfjölmiðlanna þá vil ég feta í
fótspor Guðmundar Heiðars Frí-
mannssonar og lýsi hér með yfír
að mér fundust vinnubrögð frétta-
manna sjónvarpsins er þeir brugðu
sér vestur á Bolungavík í fyrradag
að skoða hina frægu lágmarks-
launahækkun bæjarstjómar og
verkalýðsfélagsins — vægast sagt
óvönduð og nánast klaufaleg. Eg
vil nú freista þess að rökstyðja
þessa fullyrðingu mína. í fyrsta lagi
þá vil ég taka fram að mér fannst
sjálfsagt að þeir sjónvarpsmenn
skryppu vestur að kynna sér hina
landsfrægu ákvörðun Bolvíkinga að
hækka lágmarkslaunin til móts við
framfærsluvísitölu en hitt fannst
mér öllu verra þegar einn úr hópi
atvinnurekenda á staðnum var
tekinn á beinið og hann þráspurður
hvort hann ætlaði ekki að hækka
lágmarkslaunin í fyrirtækinu í anda
ákvörðunar bæjaryfirvalda og
verkalýðsforystunnar á staðnum.
Það lá við að blessuðum manninum
væri stillt upp við vegg og hann
neyddur til að játa að hann ætlaði
nú ekki að greiða áfram þau lág-
markslaun er nýlega var samið um
af aðilum vinnumarkaðarins. Svona
vinnubrögð eru forkastanleg að
mfnu mati eða telja menn siðferði-
lega rétt að stilla einum ákveðnum
einstaklingi er fæst við atvinnu-
rekstur þannig upp við vegg, og
það frammi fyrir alþjóð? Þessi
ákveðni einstaklingur á ekki sök á
því að atvinnurekendur og verka-
lýðsforystan samdi nýlega um
smánarleg lágmarkslaun. En hann
var í rauninni dreginn þama fram
fyrir alþjóð sem einskonar málsvari
hinna smánarlegu lágmarkslauna
sem greidd eru á landi voru. Þeir
sem raunverulega bera ábyrgðina á
því að lágmarkslaun eru jafn hrika-
lega lág og raun ber vitni um hér
á voru gjöfula landi eru forystu-
menn verkalýðs og atvinnurekenda
og þó kannski einkum hagfræðing-.
amir er lömdu saman samningana.
Fréttamaðurinn hefði átt að spyija
þessa valdamiklu menn að því
HVERNIG þeir hafí hugsað sér að
framfleyta fólki á undir tuttugu
þúsund krónum á mánuði. Ég veit
að það er ætíð gaman fyrir frétta-
menn að skjótast um loftin blá í
góðu veðri en þegar komið er niðrá
jörðina gildir hið fomkveðna að
ekki skal skutla mistilteini.
ÓlafurM.
Jóhannesson
Umstarf
sjúkrahúsprests
■H Þátturinn í
30 dagsins önn er á
dagskrá rásar
eitt eftir hádegi í dag og
ber að þessu sinni yfír-
13
Gylfi Jónsson umsjónar-
maður þáttarins.
skriftina Um kirkju og trú.
„Ég mun ræða við sjúkra-
húsprestinn á Borgarspít-
alanum, séra Sigfínn Þor-
leifsson í þessum þætti,"
sagði stjómandi þáttarins,
Gylfí Jónsson, í samtali við
Morgunblaðið. „Hann hef-
ur nýlega tekið við starfí
sem sjúkrahúsprestur á
spítalanum. Við ræðum um
samband sjúkrahúsprests
og sjúklings, og hvemig
starf sjúkrahúsprestsins
fellur inn í starfsemina á
spítalanum.
Þá ræði ég einnig við
Sigurlín Gunnarsdóttir,
hjúkrunarforstjóra á Borg-
arspítalanum. Hún lýsir
m.a. gildi þess frá sjónar-
hóli hjúkrunarfólksins að
prestur í fullu starfí sé
starfandi við spítalann."
í þættinum Listagrip verður m.a. fjallað um tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands.
Listagrip
— þáttur um listir og menningarmál
17
■i Listagrip, þátt-
40 ur um listir og
menningarmál
er á dagskrá rásar eitt í
kvöld. „Eg mun að venju
fjalla um næstu sinfónfu-
Fimmtudagsleikritið:
Auglýsingin
- eftir Natalínu Ginzburg
■■■■ Leikritið Aug-
QfkOO •ýsin&in verður
— flutt á rás eitt í
kvöld. Auglýsingin er eftir
Natalíu Ginzburg og er í
þýðingu Alberts Aðal-
steinssonar. Leikstjóri er
Inga Bjamason. Elena,
sem er ungur stúdent í
heimspekinámi, er að leita
að herbergi þar sem hún
getur lesið í ró og næði.
Hún fær herbergi hjá Ther-
esu, fráskilinni konu, sem
hefur lifað í stormasömu
hjónabandi. Elena lendir
fljótlega í hlutverki sálu-
sorgara Theresu, sem enn-
þá elskar Lórenzo, fyrrver-
andi eiginmann sinn. Þegar
Lórenzo kemur óvænt í
heimsókn eru örlög Elenu
ráðin.
Leikendur eru: Anna
Kristín Amgrímsdóttir,
Anna Kristín Amgríms-
dóttir.
Sigrún Edda Bjömsdóttir,
Þorsteinn Gunnarsson og
Alda Amardóttir.
Þorsteinn Gunnarsson
Tæknimenn em Ást-
valdur Kristinsson og
Óskar Ingvarsson.
tónleika," sagði Sigrún
Bjömsdóttir er hún var innt
eftir efni þáttarins.
„Krist-
ín Pálsdóttir kvikmynda-
gagnrýnandi þáttarins
mun væntanlega fjalla um
eitthvað af þeim kvikmynd
um sem verið er að sýna í
kvikmyndahúsunum og
Halldór B. Runólfsson
myndlistargagnrýnandi
mun ræða um málverka-
sýningar sem opnaðar hafa
verið undanfarið.
Um ann-
að efni þáttarins get ég lítið
sagt að svo stöddu þar sem
um beina útsendingu er að
ræða en væntanlega verða
nokkur viðtöl í þættinum,
sagði Sigrún.
UTVARP
Fimmtudagur
10. apríl
7.00 Veðurfregnir. Fréttir
Bæn.
7.15 Morgunvaktin
7.20 Morgunteygjur
7.30 Fréttir. Tilkynningar
8.00 Fréttir. Tilkynningar
8.15 Veöurfregnir
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barn-
anna: .Katrín og Skvetta"
eftir Katarinu Taikon. Einar
Bragi les þýðingu sína (10).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir
10.10 Veðurfregnir. Tónleikar
10.25 Lesið úr forystugreinum
dagblaðanna.
10.40 „Égmanþátíö"
Hermann Ragnar Stefáns-
son kynnir lög frá liönum
árum.
11.10 Morguntónleikar.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar
12.20 Fréttir
12.45 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 I dagsins önn - Um
kirkju og trú. Umsjón: Gylfi
Jónsson.
14.00 Miðdegissagan:
„Skáldalif í Reykjavík" eftir
Jón Óskar. Höfundur les
fyrstu bók: „Fundnir snilling-
ar" (8).
14.30 Áfrívaktinni
Sigrún Sigurðardóttir kynnir
óskalög sjómanna (Frá
Akureyri.)
15.15 Frá Vesturlandi. Um-
sjón: Ásþór Ragnarsson.
15.40 Tilkynningar.Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnlr.
16.20 „Fagurt galaði fuglinn
sá." Sigurður Einarsson
kynnir.
17.00 Barnaútvarpið
Stjórnandi: Kristín Helga-
dóttir.
17.40 Listagrip. Þáttur um list-
ir og menningarmál. Um-
sjón: Sigrún Björnsdóttir.
Tónleikar. Tilkynningar.
'/8.45 Veðurfregnir Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.50 Daglegtmál
Sigurður G. Tómasson flytur
þáttinn.
20.00 Leikrit: „Auglýsingin"
eftir Nataliu Ginzburg. Þýð-
andi: Albert Aðalsteinsson.
Leikstjóri: Inga Bjarnason.
Leikendur: Anna Kristín
Arngrímsdóttir, Sigrún Edda
Björnsdóttir, Þorsteinn
Gunnarsson og Alda Arnar-
dóttir. (Leikritið verður end-
urtekiö nk. laugardagskvöld
kl. 20.00).
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orö kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Fimmtudagsumræöan.
Stjórnandi: Hallgrímur Thor-
steinsson.
23.30 Túlkun í tónlist. Rögn-
valdur Sigurjónsson sér um
þáttinn.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
FIMMTUDAGUR
10. apríl
10.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Ásgeir Tómas-
son og Kristján Sigurjóns-
son.
12.00 Hlé
14.00 Spjallogspil
SJONVARP
I
19.15 Ádöfinni.
Umsjónarmaöur Karl Sig-
tryggsson.
19.25 TuskutígrisdýriöLúkas.
(Tygtigeren Lukas). Nýr
finnskur barnamyndaflokkur
í þrettán þáttum um ævintýri
tuskudýrs sem strýkur að
heiman. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir. (Nordvision
— Finnska sjónvarpið).
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.40 Unglingarnir i frumskóg-
FOSTUDAGUR
11. apríl
Umsjónarmaður Jón Gúst-
afsson. Stjórn upptöku
Gunnlaugur Jónasson.
21.10 Þingsjá.
Umsjónarmaöur Helgi E.
Helgason.
21.25 Kastljós.
Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður Helgi H.
Jónsson.
21.55 Ságamli.
(Der Alte). 3. Sér grefur gröf
Þýskur sakamála-
myndaflokkur i fimmtán
þáttum. Aðalhlutverk: Sieg-
fried Lowitz. Þýðandi Krist-
rún Þóröardóttir.
22.55 Seinni fréttir.
23.00 Kynslóðabiliö.
(Taking Off). Bandarísk bíó-
mynd frá 1971. Leikstjóri
Milos Forman. Aðalhlut-
verk: Lynn Carlin, Buck
Henry, Linnea Heacock og
Tony Harvey. Larry og Lynn
eiga eina dóttur barna á
gelgjuskeiði. Dóttirin hverf-
ur að heiman og foreldrarnir
hefja leit að henni, staðráðin
i að reyna að brúa kynslóða-
bilið. Þýðandi Kristmann
Eiðsson.
00.35 Dagskrárlok.
Stjórnandi: Ásta R. Jóhann-
esdóttir.
15.00 Ótroönar slóðir
Halldór Lárusson og Andri
Már Ingólfsson stjórna
þætti um kristilega popp-
tónlist.
16.00 i gegnum tiðina
Þáttur um íslenska dægur-
tónlist í umsjá Jóns Ólafs
sonar.
17.00 Gullöldin
Guðmundur Ingi Kristjáns
son kynnir lög frá sjöunda
áratugnum.
18.00 Hlé
20.00 Vinsældalisti hlustenda
rásartvö
Páll Þorsteinsson kynnir tíu
vinsælustu lög vikunnar.
21.00 Qestagangur
hjá Ragnheiði Daviösdóttur.
22.00 Rökkurtónar
Stjórnandi: Svavar Gests.
23.00 Þrautakóngur
Spurningaleikur í umsjá Jón
atans Garðarssonar og
Gunnlaugs Sigfússonar.
24.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar í þrjár
mínútur kl. 11.00, 15.00
16.00og 17.00.
SVÆÐISUTVORP
RETKJAVÍK
17.03—18.00 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
— FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.