Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 33
33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRIL1986
Lgur
ðínni
ekki leiða hugann að upplýsinga-
skyldu yfirvalda skólamála við
námsmenn. Litlar eða engar upplýs-
ingar eru til staðar fyrir ungt fólk
þegar það tekur ákvörðun um hvort
og þá í hvaða nám það ætlar. Og
engar upplýsingar eru til um fram-
tíðarmöguleika, þörf þjóðfélagsins
fyrir menntun. Upplýsingar um
þetta gætu skipt sköpum og á
meðan þær eru ekki fyrir hendi
renna margir blint í sjóinn þegar
þeir velja námsbraut. Þeir gera það
áfram, þó full endurgreiðsla lána
og vextir verði tekin upp.
Abyrðin ekki síður
stjórnvalda
Um áraraðir hafa stjómvöld
beint ungu fólki í bóknám, enda
verknám látið sitja á hakanum.
Áherslan hefur verið á langskóla-
nám og skipulag menntakerfísins
hér á landi er þannig að fólk lýkur
námi seinna en hjá mörgum öðmm
þjóðum. Tveggja ára nám við há-
skólann þekkist ekki, en þó er
þörfin fyrir hendi. Ein ástæða þess
að lánasjóðnum hefur verið nauð-
synlegt að fá aukið fjármagn er
fjölgun námsmanna í langskóla-
námi. Þingmenn og yfírmenn
menntamála ættu að leiða hugann
að þessu atriði þegar þeir glíma við
vanda LÍN. „Maður líttu þér nær.“
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins
lítur fram hjá þessu og reynir ekki
að leita skýringa á mikilli fjölgun
lánþega.
Óli Björn Kárason
„Ég óttast hins vegar
að margir forustumenn
Sjálfstæðisflokksins
geri sér ekki grein fyrir
því hversu viðkvæm
málefni lánasjóðsins í
raun eru. I marga mán-
uði hafa margir þeir er
þiggja aðstoð sjóðsins
borið kvíðboga fyrir
framtíðinni, alveg á
sama hátt og sá er sér
fram á, að ef til vill
kunni hann að missa
lífsviðurværi sitt.“
Annað atriði sem kann að skýra
aukna ásókn í námslán er versnandi
afkoma almennings. Margir for-
eldrar sem áður gátu með einum
eða öðrum hætti stutt við böm sín
eiga þess ekki kost nú.
Þá er einnig skylt að benda á
þá staðreynd að stjómvöld á hveij-
um tíma hafa gert lánasjóðnum að
taka sífellt meiri lán til að standa
undir lánveitingum til námsmanna.
Þannig hefur vandanum verið velt
á undan sér.
Friðrik gleymir einnig mikilvægu
atriði í þessu sambandi. Fæstir
námsmenn (að minnsta kosti þeir
sem stunda nám hér á landi) taka
námslán. Innan við 40% stúdenta
við Háskóla íslands taka lán, marg-
ir aðeins einu sinni eða tvisvar á
meðan þeir eru í læri og þá til að
endar nái saman. Þannig hefur
lánasjóðurinn gert mörgum kleift
að stunda samfellt nám, er annars
hefðu þurft að hverfa a.m.k. tíma-
bundið frá námi.
Það skal einnig fullyrt hér að
langflestir þeirra er njóta aðstoðar
lánasjóðsins borga lán sín til baka.
Eg hef ekki yfírlit yfir það hvaða
námsmenn geti líklega ekki staðið
full skil að námi loknu. Mér segir
svo hugur að það séu fyrst og
fremst þeir sem farið hafa utan og
einnig þeir er stunda vinnu að námi
loknu sem er illa launuð, stundum
fer þetta saman. En hvers vegna
leggja menn það á sig að sækja
skóla í fjarlægu landi? Astæðurnar
eru margar, en í fæstum tilfellum
verður þetta nám stundað hér. Það
kann einnig oft að borga sig fyrir
ríkið að borga námsmanni fyrir að
stunda nám erlendis fremur en
leggja út í kostnað við að mennta
hann hér heima. Góð menntun þjóð-
ar verður ekki metin til fjár. -
Þriðja atriðið sem Friðrik nefnir
sem rök fyrir breytingunum benda
til þess að hann þekki ekki að fullu
reglur er gilda um aðstoð lánasjóðs-
ins. Þegar námsmaður stundar nám
erlendis getur hann fengið aðstoð,
annars vegar vegna skólagjalda og
hins vegar vegna framfærslu. Lán
vegna skólagjalda t.d. í Bandaríkj-
unum geta aldrei orðið hærri en
6000 dollarar á ári, nema þegar
um framhaldsnámn er að ræða. Það
er einnig þak á framfærsluláni,
mismunandi eftir löndum. Og í
flestum tilfellum þurfa námsmenn
að fjármagna nám sitt að auki með
öðrum hætti. Þá dylgjar Friðrik um
það að námsmenn geri í því að taka
eins há lán og þeir geta, óháð því
hvort þeir þurfa þeirra með eða
ekki, og reyni að komast hjá því
að standa full skil við sjóðinn.
Það er firra að halda því fram
að stúdentar leggi stund á langt
nám, í dýrum skólum, ef völ væri
á sama en ódýrara námi og jafn-
góðu, annars staðar. Að ganga út
frá slíku eins og varaformaður
Sjálfstæðisflokksins gerir, ber ekki
vott um skilning heldur hroka í
garð námsmanna.
Afleiðingar flumbru-
gangsins
Það hefur verið undarlegt að
fylgjast með því hvemig þingmenn
og þá sérstaklega Sverrir Her-
mannsson, menntamálaráðherra,
hefur haldið á málefnum lánasjóðs-
ins. Afleiðingamar em ekki síður
alvarlegar fyrir Sjálfstæðisflokkinn
en stúd-enta. Og það er umhugsun-
arefni fyrir þingmenn hans, hvers
vegna fylgi flokksins meðal há-
skólamenntaðra manna er jafn lítið
og nýleg skoðanakönnun Hagvangs
bendir til. Það hlýtur einnig að vera
áhyggjuefni fomstumanna Sjálf-
stæðisflokksins að hafa orðið þess
valdandi að upp úr samvinnu Vöku
og félags Umbótasinnaðra stúdenta
slitnaði og myndaður var meirihluti
þeirra síðamefndu og vinstri manna
í Stúdentaráði, eingöngu vegna
flumbmgangs þeirra í lánamálum.
Og í veganesti á kosningaári gefa
þeir Alþýðubandalaginu sigur í
kosningum til Stúdentaráðs.
Afleiðingarnar em einnig þær
að þær breytingar sem mennta-
málaráðherra og þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins leggja svo mikla
áherslu á ná ekki fram að ganga.
í þessum efnum var betur heima
setið en af stað farið. Þetta ber að
harma, vegna þess að vissulega er
ýmislegt sem miður fer í skipulagi
lánasjóðsins.
Ég óttast hins vegar að margir
fomstumenn Sjálfstæðisflokksins
geri sér ekki grein fyrir því hversu
viðkvæm málefni lánasjóðsins í
raun em. I marga mánuði hafa
margir þeir er þiggja aðstoð sjóðs-
ins borið kvíðboga fyrir framtíðinni,
alveg á sama hátt og sá er sér fram
á, að ef til vill kunni hann að missa
lífsviðurværi sitt. Davíð Oddsson,
borgarstjóri, varaði við að gripið
væri til harkalegra aðgerða, er
gætu kollvarpað framtíðaráformum
námsmanna, í ræðu á aðalfundi
Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík 28. janúar síðastliðinn.
Davíð sagði þar meðal annars:
„En menn mega ekki fara að telja
sér trú um, að námslán sé forgeng-
inn fjársjóður, ef þau endurgreiðast
ekki að fullu." Og þetta er einmitt
kjami málsins.
En lánasjóðurinn skiptir ekki
aðeins lánþegana sjálfa miklu, held-
ur einnig aðstandendur þeirra og
það unga fólk, er hyggst ganga
menntaveg í framtíðinni. Með öðr-
um orðum, tugþúsundir íslendinga
eiga beint eða óbeint hlut að máli.
Það er því grátbroslegt þegar vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins segir
í niðurlagi umræddrar ræðu að það
sé markmið forustumanna flokksins
að haga málum þannig að sæmileg-
ur friður sé um landsmálin á meðan
að baráttan í komandi sveitarstjóm-
arkosningum stendur yfír.
Það verður ekki séð hvemig frið-
ur á að ríkja um hugmyndir þing-
manna Sjálfstæðisflokksins eftir
það sem á undan er gengið. I mörg
ár hefur í mörgu verið gott and-
rúmsloft á milli einstakra þing-
manna flokksins og forustumanna
Vöku og oft verið um gott samstarf
að ræða, en þó umfram allt gagn-
kvæmur trúnaður. Mér segir hins
vegar svo hugur að forsendur þessa
séu að bresta, ef þær eru þá ekki
brostnar.
Höfundur er blaðamaðurá Morg-
unblaðinu og fyrrverandi formað-
ur Vöku, félags Iýðræðissinnaðra
stúdenta.
GJÖLD HINS OPINBERA í OECD RÍKJUM
% HLUTFALL AF VERGRI LANDSFRAMLEIÐSLU
MEOALTAL 1980-1983
0 10 20 30 40 50 60%
SAMNEYSLA
ÍSLAND
DANMÖRK
FINNLAND
NOREGUR
SVÍÞJÓÐ
OECD. EVR.
BANDARÍKIN
OECD. ALLS
o 10 20 30\
SUNDURLIÐUN GJALDA
TEKJU- ^FJÁRMAGNS-
TILFÆRSLUR UTGJÖLD
0 20% 0 5 10%
ÖNNUR ÚTGJÖLD
0 10 15%
0 10
0 5 10%
I
^FJÁRMAGNSÚTGJÖLD SAMANSTANDA AF
VERGRI FJÁRMUNAMYNDUN OG
FJÁRMAGNSTILFÆRSLUM.
15%
landsframleiðslu var 34,1% 1982
en 33,1% 1984. Meðalskatthlutfall
1980-84 var 32,4% samanborið við
32,6% 1973-1980. Hlutfall skatta
samtals af heildartekjum hins opin-
bera var 96,2% 1982 en 95,1%
1984.
Framangreindar tölur em úr
upplýsingariti Þjóðhagsstofnunar,
„Búskapur hins opinbera 1980-
1984“ (febrúar/1986).
Heildarútgjöld hins opinbera em
greind í sex meginflokka: sam-
neyzlu, framleiðslustyrki, tekjutil-
færslur, fjármunamyndun, fjár-
magnstilfærslur og vexti. Sam-
neyzlan er veigamesti þátturinn,
nemur 52% heildarútgjalda að
meðaltali 1980-84. Hlutur fram-
leiðslustyrkja var 9,9% á þessu ára-
bili. Tæplega þrír fjórðu hlutar
þeirra gekk til landbúnaðar. Tekju-
tilfærsla til heimila og samtaka nam
14,6% af heildarútgjöldum (4,6%
af landsframleiðslu). Meginhlutur
hennar, eða 82%, fór um almanna-
tryggingakerfíð. Fjármunamyndun,
en þar vóm stærstu liðir samgöngu-
mál og menntamál, nam 14,6%
heildarútgjalda (4,8% af lands-
framleiðslu). Fjármagnstilfærslur
til innlendra aðila nema 8,3% heild-
arútgjalda. Síðasti flokkurinn,
vaxtagjöld, em 4,1% útgjalda 1984
(vóru 2,8% 1980-82).
I heild námu útgjöld hins opin-
bera sem hlutfall af vergri lands-
framleiðslu: 34% 1982, 36,2% 1983
og 32,5% 1984.
Samneyzluútgjöld, sem hér em
17,4% af landsframleiðslu, hafa
svipað hlutfall og í öðmm OECD-
ríkjum. Hlutfall samneyzluútgjalda
er hinsvegar hærra meðal hinna
Norðurlandanna, en hermálaútgjöld
em þar með talin í samneyzlu og
vóm, ein sér, að meðaltali 2,7% af
landframleiðslu þeirra 1980-83.
Fjármagnsútgjöld hins opinbera
em hærri hér en á hinum Norður-
löndunum, 6,9% af landsframleiðslu
að meðaltali á þessu árabili hér á
móti 5,6% að meðaltali hjá öðmm
ríkjum Norðurlanda.
Skatttekjur standa fyrir 96,0%
af tekjum hins opinbera hér en
85,8% að meðaltali hjá öðmm
Norðurlandaþjóðum.
í tilvitnuðu riti Þjóðhagsstofnun-
ar kemur fram að hlutur tekna og
heildarútgjalda hins opinbera er
mun lægri hér en á hinum Norður-
löndunum. Sömuleiðis er hann
nokkm lægri en meðal helztu iðn-
ríkja heims.
Prestkosning-
ar á Seltjam-
amesi 4. maí
PRESTKOSNINGAR verða á Seltjamamesi 4. mai nk. og verður
kosið í kirkjunni. Umsóknarfrestur rann út 25. marz.
Þessir sóttu um embættið:
Séra Ólafur Jóhannsson fram-
kvæmdastjóri KFUM og KFUK í
Reykjavík.
Séra Solveig Lára Guðmunds-
dóttir aðstoðarprestur í Bústaða-
sókn í Reykjavík.
Séra Vigfús Þór Ámason sóknar-
prestur á Siglufírði.
Kynningarguðsþjónustur um-
sækjenda verða í safnaðarheimili
kirkjunnar næstu þijá sunnudaga,
kl. 14 alla dagana. Guðsþjónustun-
um verður útvarpað á FM-bylgju
98,7 mh.
13. apríl prédikar séra Vigfús
Þór Amason.
20. apríl prédikar séra Ólafur
Jóhannsson.
27. apríl prédikar séra Solveig
Lára Guðmundsdóttir.
Kosningarétt hafa Seltimingar
sem em í Þjóðkirkjunni og vom á
íbúaskrá 1. desember sl. og náð
hafa 16 áraaldri.
Kjörskrá liggur frammi á bæjar-
skrifstofum Seltjamamesbæjar og
er fólk hvatt til að athuga hvort
það er á kjörskrá. Kæmfrestur
rennur út 23. apríl.
í fréttatilkynningu frá sóknar-
nefnd Seltjamamess segir m.a.:
Seltjamames hefur verið sér-
stakt prestakall síðan 19. ágúst
1963, en það var ekki fyrr en 9.
nóvember 1974 að Seltjamames-
sókn var stofnuð og síðan hefur
verið þar þróttmikið sjálfstætt safn-
aðarstarf undir fomstu Neskirkju-
presta.
Guðsþjónustur og bamastarf
hefur verið reglubundið. Einnig
hefur verið haldið uppi samkomum
og ferðalögum með eldra fólki. Sér-
stakir dagar hafa risið hærra en
aðrir, svo sem kirkjudagar safnað-
arins, sem hafa verið sterk samein-
ing íbúanna hið innra sem ytra. Á
þessum dögum hefur farið fram
íjölbreytt dagskrá og fjáröflun til
kirkjubyggingarinnar.
Bygging kirkjunnar hófst í maí
1982. Nú að tæpum fjórum ámm
liðnum er allt safnaðarstarfið flutt
inn í hluta neðri hæðar, sem vígður
var á síðustu jólum. Vonir standa
til að efri hæðin verði tekin í notkun
að tveimur ámm liðnum.
Ráðuneytis-
stjóri hingað
til viðræðna
VESTUR-Þjóðverinn Dr Van
Geldera, ráðuneytisstjóri í mat-
væla- landbúnaðar- og skógrækt-
arráðuneytinu í Vestur-Þýzka-
landi, kemur hingað til lands 16.
apríl næstkomandi til viðræðna
um fiskveiðar hér og frá Þýzka-
landi.
Með honum í förinni er MÖckl-
inghoff, ráðuneytisstjóri. Þeir munu
ræða við Halldór Ásgrímsson, sjáv-
arútvegsráðherra, Þórhall Ásgeirs-
son, ráðuneytisstjóra í viðskipta-
ráðuneytinu, og fulltrúa útgerðar,
Þórhall Helgason. Þeir munu svo
skoða Hafrannsóknastofnun og
Granda hf. og halda héðan af landi
18. aprfl.