Morgunblaðið - 10.04.1986, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.04.1986, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986 Kveðjuorð: Sr. Jón Thoraren- sen sóknarprestur Að loknum lífsdegi séra Jóns Thorarensen vinar míns hér á jörð, vil ég minnast hans að nokkru frá okkar kynnum. Séra Jón var fæddur í Stórholti, Saurbæ, Dalasýslu, hann kom bamungur suður á Suð- umes að Kotvogi í Höfnum til hjón- anna Ketils Ketilssonar sjávar- og landbúnaðarbónda og Hildar Jóns- dóttur föðursystur sinnar, hjá þeim hjónum var stórt og mannmargt heimili. Árið 1910 þegar Jón Thor- arensen varð 8 ára gamall og hafði verið 3 ár í Kotvogi, voru þar í heimili 13 manns, 8 konur og 5 karlmenn, tvö þeirra fædd á þessari öld. Jón Thorarensen fæddur 1902 og Ásta Þórarinsdóttir fædd 1908. Elstir á heimilinu voru Bjami Guðnason hinn frægi formaður og Ólafur Ólafsson vinnumaður, báðir fæddir 1850. Um þetta fólk hefur séra Jón skrifað prýðilegar frásagn- ir meðal annarra er þar vom á heimilinu. Með þessu fólki ólst séra Jón upp í Kotvogi og nærðist af hini fomu menningu er þar var á boðstólum og þeirra er hann kynnt- ist þar í Höfnum á þeim árum. Snemma komu gáfur Jóns og gjör- hygli í ljós. Hann tók þátt í störfum síns heimilis, bæði til sjós og lands og lærði þar allt sem þeim verkum tilheyrði. Áhugi Jóns og aðhugun á fortíðinni kom snemma til skila hjá honum, bæði úr heimabyggð hans og hvar sem fróðleik var að fá. Kom hann því fljótlega á framfæri er hann fór að gefa út Rauðskinnu 1929 og hélt því áfram um áratuga skeið eftir að hann varð prestur bæði í Hmna í Hmnamannahreppi og í Neskirkju í Reykjavík. Rauð- skinna kom út óbundin í heftum í 3 útgáfum, 4. útgáfan kom út í bandi í 3 bindum 1971 og hét þá Rauðskinna hin nýrri í þeirri útgáiú er viðauki við það sem áður var útgefið. Það er úr Suðumesjaannál séra Sigurðar Br. Sívertsen prests á Útskálum. Em þessi bindi mjög vel gerð og geyma allan fróðleik Rauðskinnu frá upphafi. í formála 1. bindis Rauðskinnu hinnar nýrri, segir séra Jón meðal annars: Það var á heimili prófessors Sigurðar Nordals með ömmu minni Herdísi og Ólínu systur hennar, að þjóð- sagnakvöld vom haldin sem mér verður alltaf ánægja að minnast. Þessi kvöid urðu til þess að ég fór að áeggjan ömmu minnar og Ölínu að safna þjóðsögum og studdu þær systur mig mest og best, meðan þeirra naut við.. Og enn segir séra Jón í formála; frá æskustöðvum mínum á Suðumesjum, safnaði ég fyrst og fremst, naut ég þar Ólafs Ketilssonar óðalsbónda og hrepp- stjóra frá Kalmannstjöm sem var bróðir fóstra míns, báðir vom þeir bræður sagnafróðir og höfðu yndi af þjóðlegum fróðleik sem þeir hafa að líkindum sótt til föður síns, Ketils Danibrogsmanns, sem hafði ágæta frásagnargáfu. Mín fyrstu kynni af séra Jóni vom af Rauðskinnu bókunum hans þær vom alltaf keyptar þegar þær komu út hver af annarri, öll heftin, ég las þær oftar en einu sinni mér til fróðleiks og ánægju. Síðar fékk ég að heyra til séra Jóns þegar hann flutti guðsþjónustur í útvarp- ið, þær reyndi ég að hlusta á, þegar ég gat. Mér fannst alltaf gott að heyra ræður séra Jóns. Hann tengdi vel kristindóminn við það besta er hann hafði lært á uppvaxtarámm sínum úr þátíð og fortíð af menn- ingu og manndómi þeirra tíma- manna. Ekki má gleyma þegar séra Jón las í útvarpið úr bókinni sinni Útnesjarmenn, þar mátti enginn er byijaði að hlusta missa af neinu og hlakkað var einatt til næsta lesturs. Á mínu heimili og eins á heimili nágrannanna hlustuðu allir á lestur séra Jóns af mikilli athygli og ánægju sem við mátti búast, því efni bókarinnar var mjög fróðlegt og skemmtilegt og upplestur séra Jóns afbragðsgóður. Á ámnum 1971—1972 áttum við kona mín heima í Reyjavík í ná- grenni við séra Jón. Þá var hann ennþá starfandi prestur í Neskirlqu. Ég fór oftast í kirkju þegar hann messaði og átti þá eftir messur kost á að tala við hann. Þá kynntist ég séra Jóni persónulega, síðan höfum við haldið vinskap, er ýmist hefur glæðst þegar við hittum hvom annan eða þá að síminn tengdi okkur saman. Öll mín kynni af séra Jóni vora mjög ánægjuleg, hann var alltaf hress og glaður og kunni vel að segja frá til fróðleiks og skemmtunar og kunni eins vel að meta það sem honum þótti gott að sjá og heyra frá öðmm. Tryggð séra Jóns við Suðumesin og þá sérstak- lega við Hafnimar var honum ávallt ofarlega í huga og allur fróðleikur þaðan frá fyrri tíð var hans mesta ánægja, má þar til nefna allan hans áhuga og aðvinnslu að þeim málum í bókum hans á hans löngu lífsævi hér og þar til allra síðustu stundar. Fjómm dögum áður en séra Jón var burt kallaður af okkar heimi hringdi hann til mín í síðasta sinn og sagðist þá vera að skrifa um séra Odd V. Gíslason prest á Stað í Grindavík. Það er bæði mikill og merkilegur fróðleikur sem séra Jón hefur safnað og saman tekið og komið til skila í bókum sínum, bæði frá þeim er hann fræddist af og svo er hann sjálfur tilbjó úr fortíðarheimildum. Eigum við hon- um Suðumesjamenn mikið að þakka fyrir allt hans framlag á þeim vettvangi. Mér þykir afar vænt um að hafa fengið að kynnast séra Jóni Thorarensen, þeim merka presti, fræðimanni og hressandi skemmtilegu viðmóti hans. Ég vil og geta þess að allar bækur sínar að undanskilinni Rauð- skinnu er ég átti áður hefur séra Jón fært mér að gjöf áletraðar og nú síðast sína ágætu bók „Sjósókn" er kom út fyrir síðustu jól. Hjartanlegar þakkir mínar til séra Jóns Thorarensen fyrir hans góðu bókagjafir, vinsemd hans og viðkynningu til hins síðasta. Guðsblessun veri með séra Jóni í hans nýja lífsheimi. Innilegar samúðarkveðjur til frú Ingibjargar, konu séra Jóns, bama þeirra og ættingja. Guðmundur A. Finnbogason Hann var fæddur 31. okt. 1902, í Stórholti,. Saurbæ í Dalasýslu. Foreldrar hans vom Jón bóndi í Stórholti, síðar bæjarfógetaskrifari í Reykjavík. Hann var sonur sr. Jóns í Stórholti, er var sonur Bjama Thorarensen amtmanns og skálds, er var sonur Vigfúsar sýslumanns á Hlíðarenda. Móðir sr. Jóns, Elín Thorarensen, var dóttir Jóns Einars stúdents á Ingunnarstöðum í Geiradal, er var sonur sr. Jóns Péturssonar prófasts í Steinnesi, er mikill ættbogi er kominn frá. Þá er Herdís Andrés- dóttir amma sr. Jóns í móðurætt. Sr. Jón var því ættgöfugur maður, er átti mæta forfeður. Þegar sr. Jón var 5 ára var honum komið til föðursystur sinnar, Hildar Thorarensen í Kotvogi, er var gift Katli Ketilssyni er þar var útvegsbóndi. Var hann þriðji ættlið- ur með því nafni. í áratugi hafði verið mikili útveg- ur í Kotvogi, er gaf auð og velsæld þeim ættmönnum. Þá var mikill húsakostur því þetta var rfkur garður. Húsmóðirin, Hildur, var atgerfískona, vel menntuð. Hún hafði verið í Kvennaskólanum í Reykjavík og vanist bústörfum í Stórholti. Hér átti Jón góða daga og varð brátt eins og sonur þeirra. Vandist hann brátt vinu á sjó og landi. Féll sjómennskan honum vel og fór hann snemma að róa og minntist þess ávallt er hann dró sinn Maríufísk. Kemur það greinilega fram í bók hans, Sjósókn, hve hann var heillað- ur af þessu starfí. Hann réri til fiskjar í 10 sumur og eina vertíð. Jóni var ekki ætluð sjómennska heldur menntabrautin, eins og for- feðmm hans sem vom margir prest- ar. Jón varð stúdent 1924 og fór þá að lesa lyfjafræði um skeið. Er það göfug iðja að hlúa að heilsu manna. Það er ætlun mín, þó að Jón hafí haft ríka hneigð til þessa starfs hafi honum eigi fallið, að vinna innan veggja alla tíð og vera þjónn annarra um langan aldur. En í fyrri daga þótti það kostur er prestar vom hneigðir til lækninga og má ætla að Jón hafí verið einn í þeirra tölu. Hann kaus nú heldur að feta í fótspor forfeðra sinna og fylla flokk prestastéttar. En um þessar mundir mun hafa verið meðal stúdenta áhugi fyrir því að fara í Guðfræðideildina. Af 41 stúd- ent 1924 lásu 17 þeirra guðfræði og luku prófí. Af þeim tóku 15 heilaga vígslu en tveir urðu kennar- ar. Jón lauk prófí vorið 1929. Mun þá eigi hafa verið laust brauð er hann hafði hug á og fór nú í apótek- ið að nýju og vann þar árlangt. En í vordögum 1930 hlaut hann Hmna. Var vígslufaðir hans herra Jón Helgason biskup. Fyrirrennarar sr. Jóns í Hmna höfðu verið hinir mætustu prestar, sr. Kjartan Helgason og þeir feðgar sr. Steindór og sr. Jóhann Briem. Var því komið að góðum akri, vel plægðum og hann fijór til uppskem. Kirkjuhúsið gott og reisulegt, út- kirkja, Tungufell. Menning góð. Verkahringurinn var eigi stór. Sr. Jón sótti nú um Stóra-Núpspresta- ka.ll og var veitt það 1931. En þá skoraði á hann söfnuðurinn í Hmna að vera kyrr og var sr. Jón kosinn að nýju. Hann hafði eigi flutt sig frá Hmna, enda var Stóri-Núpur ekki lengur prestsetur. Hann var í tölu fegurstu prestsetra landsins. Sr. Jón var alls 11 ár prestur í Hmna. Hann mun eigi hafa haft hug til sveitabúskapar, enda orðið erfitt að fá fólk, og leigði bónda með sér á jörðinni. Sr. Jón kvæntist 1. júní 1930 Ingibjörgu Dóróteu Olafsdóttur Hróbjartssonar frá Húsum í Holt- um. Myndarkonu til munns og handa og fríð sýnum er reyndist styrk stoð manni sínum í starfi hans. I Hmna lifði sr. Jón í góðum friði, velmetinn og hlaut hér næði til iðkana í þjóðlegum fræðum. Minnir þetta á forföður hans, Bjarna Thorarensen, er orti mest og best er hann var orðinn amt- maður á Möðravöllum og kominn í lygnan sjó. Kemur hér ættararfur sr. Jóns er minnir á frænda, hans sr. Gísla Skúlason á Breiðabólstað, en hann er talinn meðal fremstu rithöfunda í Þjóðsögum Jóns Árna- sonar að snilli. Sögur hans bera af sumar eins og gull af eiri. Sr. Jón tók nú að safna og skrá- setja þjóðsögur, merkar frásögur úr æfí manna. Mun sr. Jón hafa vand- að þessar frásagnir, sem hann mátti. Má telja safn hans, Rauð- skinnu með merkari bókum í þessari sagnalist. Sr. Jón var fyrirmannlegur í framgöngu, bar sig vel á velli, svip- mikill, og talinn bera vangasvip amtmannsins á Möðmvöllum. Þá var hann raddmaður og hafði góðan framburð, vandaði stólræður sínar og tækifærisræður, sem vænta mátti, og var vel látinn. Sr. Jón gat verið stórlátur og opinskár og beygði sig ekki fyrir frekju manna og duldi þá eigi hug sinn. Það er ætlan mín að mörgum hafí þótt hann sérstæður persónuleiki. Hann var dagfarsprúður, manna skemmtilegastur er hann vildi það við hafa, kom þá fram fróðleikur hans og frásagnargáfa. Hann féll vel í samfélag hreppamanna og átti þar lýðhyli að fagna. Er nú niðji þeirra ættmanna í prestastétt, sr. Þorleifur Kjartan Kristmundsson á Kolfreyjustað, sem ber ættarsvipinn í vexti og framgöngu. Sr. Jón bar ekki guðhræðsluna utan á sér, var hvorki fjálgur í tali né í ræðu, en dulur og viðkvæmur í lund. Hann vildi fólki vel það sem hann mátti án manngreinarálits. Trúmaður er bar lotningu fyrir guðdómnum, en var eigi lærisveinn annarra. Hann hafði verið alinn upp í þeim kristna sið, er hefur mótað heimili vor í aldanna rás. Með trú og von, kærleika og fyrirbænum í lífsstarfinu með ljósi sínu og skugg- um. Sr. Jón lýsir þessu afburða vel í bókinni „Litla skinnið", er segir frá kristnihaldinu á Suðurnesjum og húslestri Kristínar Gísladóttur vinnukonu. „Hún hafði það dýr- mæta starf í Kotvogi. Hún var guðsorðalesari heimilisins árið allt um kring. Alla sunnudaga, helgi- daga, miðvikudaga á föstunni ásamt kvöldlestrum. Þar skipaði Vídalínspostilla höfuðsætið og svo Passíusálmamir á föstunni, Péturs- hugvekjur og kvöldbænir, sem ég man ekki lengur eftir hvem vom. Þetta var mikið verk árið um kring. En hún las afburða vel og hafði ágætan málróm ásamt þreki og úthaldi sem best kom í ljós er hún las hina löngu lestra Vídalíns. Allt heimilisfólk ásamt húsbændum hennar hlustaði með slíkri andagt á lestur hennar að mátti heyra saumnál detta." Segir þessi frásögn Jóns hve stíll hans var fágaður og hveija virðingu hann bar fyrir æskuheimili sínu, með þakkaranda. Nú fóm nýir tímar í hönd, presta- köllum í Reykjavík var fjölgað, að vísu hafði sr. Jón sótt um Amar- bælisprestakall en eigi hlotið kosn- ingu. Mun sr. Jón hafa talið rétt að sækja á önnur mið. Þá bar svo við að þrír bekkjarbræður vom meðal umsækjenda um Hallgríms- sókn, sr. Jón Thorarensen, sr. Jón Auðuns og sr. Jakob Jónsson. Um Nessókn sóttu ennþá fleiri. Þá ákváðu ráðamenn þar að bjóða sr. Jóni í þeirra samfélag og sýnir þetta hvaða álit menn höfðu á honum. Sr. Sigurbjöm Einarsson og sr. Jakob Jónsson hlutu Hallgrímssókn og sr. Jón Auðuns síðar Dómkirkju- sókn. Þannig urðu þeir bræður, prestar í Reykjavík, hver á sínum akri. Hér beið sr. Jóns og safnaðar hans mikið starf. Að efla safnaðar- vitund meðal fólksins, koma upp kirkju Guði til dýrðar og fólkinu til blessunar. Tókst þetta með miklum myndarskap eftir 17 ára starf og vegnaði sr. Jóni hér vel, þótti góður préstur, enda þá maður á besta aldri. Kona hans, Ingibjörg Ólafsdóttir, vann þar mikið og gott starf. Var formaður kvenfélags safnaðarins í 23 ár. Félagið vann mikið og gott starftil heillasöfnuðinum. Frú Ingibjörg stóð við hlið manns síns öll þessi ár og var honum styrk stoð, eins ogprestskonur jafnan. Er sr. Jón kom til Reykjavíkur hélt hann áfram útgáfu Rauð- skinnu, og hóf að rita minningar sínar frá æskuámnum, einkum um mannlífið á Suðumesjum, um þann hluta þess er kallað var Romshvala- nes. Þá einnig um sögu þessara byggða. Þar komu greinilega í ljós eðlisþættir hans í ritverkunum. Mikill fróðleikur og glögg innsýn inn í liðna tíð, samfara skáldgáfu er gera ritin læsileg. Því hafa sögu- iegar skáldsögur sr. Jóns hlotið mikla lýðhylli, og má þar fremsta telja Útnesjamenn, ennfremur Mariönnu og Svalheima. Áttræður samdi sr. Jón rit sitt er hann nefnir „Litla skinnið", hugnæm bók, minningar frá æskuámm hans í Höfnum. Saga útvegsbændanna í Kotvogi, er vom auðugir uri af löndum og lausum aumm. Minnisstæðust frásögnin er föðursystir hans tekur á móti hon- um til fósturs. Ennfremur frásögnin er hann níu ára gamall fer með fóstra sínum Katli að Hvalsnesi. Fóra þeir fótgangandi. Var Ketill þá að líta yfír lendur sínar, Hvals- nestorfuna og kirkjuhúsið er var hans eign og kom nú til að heilsa upp á þegna sína, landseta sína. Preststarf sr. Jóns var orðið 42 ár. Á því hafði honum gefíst mörg blessunarrík stund meðal safnaða sinna er vom honum ógleymanleg- ar. Hefði mátt ætla að sr. Jón sem góðum rithöfundi hefði verið auð- velt að færa þær í letur og þar hefði komið góð bók. Sr. Jón var ekki aðeins listrænn maður í frásagnarstfl heldur hafði hann auga og hneigð til málaralist- ar. Bar heimili þeirra hjóna því glöggt vitni. Sóknarböm í Hmna gáfii þeim hjónum mynd eftir Einar Jónsson er var þeim mjög kær. Prestshjónin sr. Jón og frú Ingi- björg vom gestrisin og alla þá tíð sem kirkja var eigi í prestakallinu fóm athafnir fram á heimili þeirra. Frú Ingibjörg var ættuð úr Holtum í Rangárvallasýslu og af Víkings- lækjarætt. Hjónaband þeirra var ástúðlegt alla tíð. Þeim varð þriggja bama auðið: Hildur, fulltrúi í Hagstofu ís- lands, Elín Karitas, kennari og list- málari og Ólafur stýrimaður. Þá eignaðist sr. Jón áður en hann kvæntist Aðalstein, húsgagnasmið og kennara. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur endurnýjuðust kynni okkar sr. Jóns. Hann hafði á sínum tíma hug á því að ég yrði eftirmaður hans í Hmna. Eg hafði predikað þar og Helgi á Hrafnkelsstöðum hafði sagt að ræða mín væri í anda sr. Jóns. Bauð sr. Jón mér að embætta á páskum í Hmna, myndi ég þá hljóta kosningu. En svo vildi til að tveimur dögum áður hafði ég sótt um brauð norður í landinu og var þar í 40 ár. Við sr. Jón tókum oft tal saman að kvöldi dags, vom þau samtöl okkur andleg hressing. Það er ríkt í manneðli vom að síðast fymast æskusporin og skýr- ast því betur er líða tekur á ævi- kvöldið. Sunnudaginn 23. febr. gerði sr. Jón Thorarensen ferð sína á Suður- nes til þess enn einu sinni að sjá æskuhagana á vertíðinni og hið veglega musteri, Hvalsneskirkju, er Kotvogsbændur létu hlaða. Það vom 75 ár síðan hann kom þar fyrst með fóstra sínum. Þær kyn- slóðir, vom horfnar frá þessum dögum, en allt eins og áður fyrr í húsi Drottins. Andi gamla sóknar- prestsins, sr. Hallgríms Pétursson- ar, sveif þar yfir vötnunum. Ég ætla að margt hafi mnnið upp fyrir gamla prestinum, sr. Jóni, er hafði fylgt huga hans þakklæti til skap- ara allra góðra hluta. Og fyrir þá lífgjöf andans er frelsarinn veitir oss. Hallgrímur Pétursson segir: Krossferli að fylgja þínum fýsir mig Jesú kær. Vægþúveikleikamínum þó verði ég álengdar fjær. Þátrúogþolvill þrotna, þrengiraðneyðinvönd. Reis þú við reyrinn brotna ogréttmérþínahönd. Þetta var sr. Jóns Thorarensen hinsta suðurganga. Skapadægur hans var komið. Hann tók sótt á heimleið og kvaddi þennan heim. Blessuð sé minning hans. Pétur Þ. Ingjaldsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.