Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 25
gefíð t skyn að hreppsnefnd treysti á 17 milljóna framlag frá ríkissjóði á árinu. Að lokum er í greininni klykkt út með því að ekki hafí verið tryggt nægjanlegt fé til fram- kvæmdanna og að málið hafí ekki verið kynnt íbúum hreppsins. Allur þessi ósannindavaðall á sér að sjálfsögðu enga stoð í veruleik- anum en er einungis lymskulegt áróðursbragð hagsmunasamtak- anna, gert til þess að rugla íbúa Bessastaðahrepps. Á grundvelli þessa ósanninda- áróðurs, sem borinn hefur verið í hvert hús í sveitarfélaginu, gengu nokkrir forystumenn „hagsmuna- samtakanna" á fund hvers einasta kjósanda í hreppnum og ginntu þá að skrifa undir áskorun til hrepps- nefndar um frestun á framkvæmd- um við íþróttahúsið. Vinnubrögð af þessu tagi eru vel þekkt frá þeim öflum, sem hér standa að verki, en hafí það dulist Álftnesingum þar tii nú hver þau öfl eru er ljóst orðið að „Hagsmuna- samtök Alþýðubandalagsins í Bessastaðahreppi" hafa nú týnt sauðargærunni í öllum þeim bægslagangi, sem þau hafa viðhaft í upphafí kosningabaráttunnar, en úlfurinn stendur nú andspænis hreppsbúum með allt niður um sig. Ekki eru tök á að rekja íþrótta- hússmálið hér í smáatriðum, það verður gert á öðrum vettvangi, en örfá atriði skulu nefnd. Hreppsnefnd hefur í einu og öllu farið eftir upphaflegum samþykkt- um sínum um framkvæmdir á skólalóð Álftanesskóla og hefur allt iq'örtímabilið unnið að málinu í samvinnu við skólastjóra, skóla- nefnd og sveitarstjóra, en allir þessir aðilar hafa lýst þeirri skoðun að næsta verkefni sveitarfélagsins sé bygging íþróttahúss og sund- laugar. Sjálfstæðismenn í hrepps- nefnd ætla sér nú að hefjast handa úm bygginguna. Byggt verður eftir upphaflegri teikningu Guðmundar Kr. Kristinssonar, sem er íþróttahús með félagsaðstöðu l.lOOm2 að stærð, eða u.þ.b. helmingi minna en fulíyrt er í fréttabréfí hagsmuna- samtakanna. Fullbúnar teikningar hússins hafa nú legið frammi í tæp tvö ár og margsinnis verið kynntar hreppsbúum á borgarafundum og í fréttabréfum, auk þess sem þær hafa hangið uppi á hreppsskrifstof- unum um langt skeið. Félagasam- tökum hefur einnig verið kynnt málið. Stefnt er að því að ljúka aliri steypuvinnu og uppsetningu sund- laugar, ásarnt hluta af búningsað- stöðu nú í sumar. Áætlaður bygg- ingarkostnaður við þennan hluta verksins er um 9 milljónir króna og á fjárhagsáætlun fyrir árið 1986 eru ætlaðar 10 milljónir í verkið. Aðeins er gert ráð fyrir 1,5 milljóna króna lántöku, en til samanburðar má nefna, að á síðasta ári tók hreppsnefnd 2,5 milljónir að láni til Álftanesskóla, en það lán verður greitt upp á árinu, eins og fram kemur í fjárhagsáætlun. Þó það sé ekki í verkahring nú- verandi meirihluta í hreppsnefnd að ákveða byggingarhraða þykir það óeðlilegt að ætla að byggingu íþróttasalar, búningsaðstöðu og sundlaugar verði lokið á næstu 3 árum, og er þá tekið mið af þeim fjármunum, sem sveitarsjóður hefur lagt í fjárfestingar á liðnum árum. Aldrei hefur verið minnst á það einu orði í hreppsnefnd að taka lán til þessa verkefnis umfram það sem eðlilegt getur talist og samræmi við það sem tíðkast hefur við slíkar framkvæmdir í Bessastaðahreppi á liðnum árum. Heildarkostnaður við ofangreint verkefni er áætlaður kr. 35.000.000,- Niðurlag Bygging íþróttahúss m/félagsað- stöðu á Álftanesi er áreiðanlega draumur flestra íbúa hreppsins. Þar býr mikið af ungu fólki með böm og unglinga, sem það hefur þurft að sjá á eftir til nágrannabyggð- anna í leit að afþreyingu í tóm- stundunum. Ekki skal sú þjónusta nágranna okkar vanþökkuð, en allir skynsamir menn sjá hvílík hætta það er, að senda böm og unglinga „á puttanum", 5 km leið, í misjöfn- um veðrum og náttmyrkri, til að MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1986 25 > sinna áhugamáium sínum á sviði íþrótta og annarrar hollrar félags- starfsemi. Það er gleðileg staðreynd, að sjálfstæðismenn skuli nú vera í fylkingarbijósti þeirra afla í Bessa- staðahreppi, sem stefna að fram- fömm og uppbyggingu í sveitarfé- laginu, og byggð er á ömggri fjár- málastjóm þeirra á liðnum árum. Og andstæðingurinn er „Hags- munafélag Alþýðubandalagsins í Bessastaðahreppi", kreddufast og staðnað afturhald, sem fram að þessu hefur ekki aðhafst annað í hreppsmálum en að bera ósannindi inn á hvert heimili í hreppnum. Sjálfstæðismenn í Bessastaða- hreppi em nú að ganga frá stefnu- skrá sinni fyrir sveitarstjómarkosn- ingamar að vori og munu nú á næstu vikum efna til margra funda með íbúum hreppsins og kynna hana. Þar verður að fínna mál, sem varða alla íbúa hreppsins, s.s. skóla- mál, áætiun í gatnagerð, tillögur um úrbætur á hitaveitu, sem Iétta munu útgjöld heimilanna vemlega, bygging íþróttahússins í áföngum, auk ótal annarra þarfra mála. Allar verða þessar áætlanir studdar rök- um, sem byggðar em á fjárhags- getu sveitarfélagsins, en ekki sleggjudómum og fáfræði, sem svo augljóslega hefur komið fram í málflutningi „hagsmunasamtak- anna“ til þessa. Af öllu framansögðu er ljóst, að íbúar Bessastaðahrepps hafa um tvo kosti að velja við sveitarstjóm- arkosningamar nú í vor. Sá fyrri, og betri, er áframhaldandi styrk stjóm sjálfstæðismanna, þar sem ráðdeild, en framfarasinnuð upp- byggingarstefna ræður ríkjum. Hinn kosturinn er „Hagsmuna- samtök Alþýðubandalagsins í Bessastaðahreppi", sem steypa mundi yfír hreppsbúa óráðsíu og eyðslustefnu, sem vel er þekkt úr þeim herbúðurn, og á stærsta þátt í skuldasöfnun Islendinga á liðnum ámm og er ekki enn bitið úr nálinni með það. Þegar íbúar Bessastaðahrepps hafa kynnt sér stefnu sjálfstæðis- manna í komandi kosningum og vinnu þeirra að hreppsmálum á liðnum ámm, er undirritaður ekki í nokkmm vafa um glæsilegan sigur flokksins í komandi kosningum. Höfundur er verslunamiaður. þj ónustufyrirtækj a Hérlendis og erlendis hefur orðið mikil fjölgun á fyrirtækjum í þjónustugreinum, t. d. á sviði auglýsingagerðar, ferðaþjónustu, vaktþjónustu, bankastarfsemi og hugbún- aðargerðar. Eðli þjónustufyrirtækja er um margt frábrugðið eðli annarra fyrirtækja. Þjónusta er óefnisleg framleiðsla sem erfitt er að framleiða á lager og oft á neysla hennar sér stað samhliða framleiðslu. Þetta takmarkar aðlögunarhæfni þjónustufyrirtækja að breytingum á eftirspurn. Á námskeiðinu er lögð höfuðáhersla á hagræna stýringu og uppbyggingu þjónustu- fyrirtækja. Efni: ■ Þjónustuhugtakið ■ Meginskilyrði árangurs í stjórnun þjónustufyrirtækja ■ Kostnaðarbygging og skipting í fastan og breytilegan kostnað ■ Verðlagning á þjónustu, gæði og kostnaður ■ Samkeppni og samkeppnistækni ■ Eftirspurn, markaðshlutun og möguleikar á beitingu söluráða ■ Þáttur starfsfólks í þjónustufyrirtækjum Leiðbeinendur Þátttakendur Tími og staður Gísli Arason og Námskeiðið er ætlað 14.-17. apríl Jóhann Magnússon, stjórnendum kl. 13.30-17.30 rekstrarráðgjafar í þjónustufyrirtækjum Ánanaustum 15 og þjónustustarfserni Stjórnunarféldg íslands Ánanaustum 15 ■ Sími: 6210 66 YASHICA Heimilis tölvan Kr. 9.900.- Tölvunni fylgir: • leiðbeiningabók á íslensku • forrit með íslenskum stöfum • ritvinnsluforrit Eigum einnig fjölbreytt úrval af leikjum og forritum fyrir MSX tölvur. Nú geturðu nýtt þér tölvuna þína tilfulls. HANS PETERSEN HF " ~ ~ 7~ \ • > " .1 - r : ' ' ’ • ■“ GLÆSIBÆ SÍMI 82590 AUK.91.61 . . ................................ -——------------------------------- - ------ - -------—1 OCTAVO/SlA 28.21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.