Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 4
4 MOfiGUNBLAjJIÐ, FIMMTUPAGUK fy. APjíÍL, 198$ Umhverfismálaráð: Vill stofna lánasjóð til lagfæringar gamalla húsa Þörfin lengi legið í loftinu, segir formaður ráðsins UMHVERFISMÁLARÁÐ Reykjavíkurborgar hefur lagt fyrir borgarráð tillögu um stofnun lánasjóðs vegna lagfæringa og endurbyggingar gamalla húsa sem hafa varðveislugildi. Á fundi borgarráðs sl. þriðjudag hlaut tillagan jákvæða umfjöllun, en afgreiðslu málsins var frestað að beiðni fuUtrúa Kvennaframboðs- Á fundi umhverfísmálaráðs 2. apríl sl. var tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlut- ans. Hún er svohljóðandi: „Umhverfísmálaráð samþykkir að fara þess á leit við borgarráð, að kannaðir verði möguleikar á því, að stofnaður verði sérstakur lánasjóður á vegum borgarinnar til aðstoðar þeim, sem hyggjast lagfæra/endurbyggja gömul hús sín, sem hafa að mati þar til kvaddra fagmanna.verulegt varð- veislugildi." Minnihlutinn sat hjá og óskaði sérstakrar bókunar. „Það hefur legið í loftinu, að nauðsynlegt væri að stofna lána- sjóð á vegum borgarinnar, sem ætlað væri það hlutverk að styðja og styrlqa þá, sem vilja endurbæta gömul hús sín og koma þeim í varanlegt horf, þegar um er að ræða hús sem hafa ótvírætt varð- veislugildi að mati þar til kvaddra fagmanna," sagði Hulda Valtýs- dóttir formaður umhverfismála- ráðs í samtali við Morgunblaðið. Hulda sagði, að skiptar skoðan- ir væru oft um byggingar- og menningarsögulegt varðveislu- gildi húsa og blandaðist jafnvel persónulegt og tilfinningalegt mat inn í þær umræður. Um það væri ekki nema gott eitt að segja, en hins vegar væru þessi varðveislu- mál mjög háð fjárhag einstaklinga og fjárframlögum frá hinu opin- bera og þá færu málin að vandast. „Að mínu mati hefur Reykja- víkurborg staðið vel að varðveislu gamalla og merkra húsa í eigu borgarinnar án þess þó að seilast um of í vasa skattgreiðenda," sagði hún. „Hins vegar eru fjár- framlög frá ríkinu til þessara mála ekki til að státa af. Stundum er engu líkara en landsfeður vilji helst gleyma þessum þætti í sögu okkar og helst má hann út. En það yrði óbætanlegt tjón ef stórar eyður kæmu í byggingarsögu okkar vegna vanhugsaðra skyndi- ákvarðana. Mörg þessara gömlu húsa okkar, sem enn standa, njóta sín ekki sem skyldi vegna vanhirðu og niðumíðslu og þar má sjálfsagt kenna um ýmist ríki, sveitar- stjómum eða einstaklingum. En um leið og þessum gömnlu húsum er sýndur sómi með viðeigandi vönduðum vinnubrögðum við endurbætur er eins og Óskubuska rísi úr stónni. Þess em fjölmörg dæmi,“ sagði Hulda. Hún varaði við því, að of geyst væri farið í endurbyggingu gam- alla húsa, hún væri yfirleitt kostn- aðarsöm og því væri eðlilegt að sveitarfélög og ríki fæm með gát í þeim efnum. Að sögn Huldu hefur í Reykja- vík framtil þessa vantað yfirsýn yfir gömul hús með varðveislu- gildi, en að fmmkvæði núverandi meirihluta í umhverfísmálaráði hefur verið ráðinn sérstakur starfsmaður á vegum Árbæjar- safns til að safna upplýsingum og gögnum um hús í Reykjavík sem vom byggð fyrir 1920. Hún sagði, að það verk væri nú langt komið og á gmndvelli þeirra upplýsinga væri síðan hægt að taka ákvörðun um varðveislu bæði einstakra húsa og heild- Hulda Valtýsdóttir stæðrar götumyndar. „Og það er eðlilegt og rökrétt framhald af þeirri vinnu, að hugmyndin um þennan lánasjóð kemur upp á borðið í umhverfísmálaráði," bætti hún við. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfísmálaráði samþykktu tillöguna 2. apríl sl. en fulltrúar minnihlutans treystu sér ekki til að greiða henni atkvæði og sátu hjá, að því er virðist af fordild einni saman. Tillagan var síðan lögð fyrir borgarráð 8. apríl og fékk jákvæð- ar undirtektir. En fuiltrúi Kvenna- framboðsins, sem er áheymarfull- trúi í borgarráði, bað um frest á málinu á milli funda og var orðið við þeirri beiðni," sagði Hulda Valtýsdóttir að lokum. Þrjú raðsmíðaskipanna seld á rúmar 170 milljónir Eitt boðið út að nýju - kostnaður ríkissjóðs vegna þessa um 150 milljónir króna RÍKISVALDIÐ hefur nú lagt til við skipasmíðastöðvar þær, sem eru með raðsmíðaskipin svoköll- uðu í smiðum, að tekið verði ákveðnum tilboðum í þrjú þeirra, en eitt verði boðið út að nýju. Áætlaður kostnaður ríkissjóðs vegna sölu skipanna fjögurra er um 150 milljónir króna. Fimmta raðsmíðaskipið var byggt á Seyð- isfirði og hefur verið selt til Grindavíkur og hóf það veiðar fyrir nokkru. Tvö þessara skipa eru hjá Slipp- stöðinni á Akureyri og lagt er til að gengið verði til samninga við Særúnu hf. á Blönduósi um sölu á öðru þeirra. Tilboðsupphæð er 173,4 milljónir króna og var það hæsta tilboðið. Lagt er til að hitt skipið verði selt Útgerðarfélagi Kópaskers að uppfyllfym vissum skilyrðum. Tilboðsupphæð er 172 milljónir króna. Hæsta tilboð í það skip var 186 milljónir, en frá því var fallið. Loks er lagt til að skipið hjá Þorgeir og Ellert á Akranesi verði selt Ljósavík í Þorlákshöfn. Tilboðsupphæð er 177,6 milijónir króna. Hæsta tilboð í það skip var 190 milljónir króna frá Siglunesi í Grundarfirði, en það var metið óraunhæft. Hæsta tilboð í ijórða skipið, sem er hjá Stálvík, var 161 milijón króna og var það metið of lágt og því lagt til að það yrði boðið út að nýju. Þau skilyrði við samninga voru sett, að eigið framlag kaupenda, 15% af tilboðsverði, yrði ekki lánsfé til að greiðslugeta við afborganir og vexti skertist ekki. Einnig var það metið við yfirferð rekstraráætl- ana, að við hráefnisöflun þessara skipa til vinnslu í landi skorti 4 til 5 milljónir króna næstu 5 árin á verðlagi þessa árs tii hallalauss rekstrar og tilbjóðendum gert að auka eigið framlag um þá upphæð á tímabilinu. Loks var viðskipta- bönkum viðkomandi fyrirtækja gert að meta möguleika fyrirtækjanna til að standa við útborgun. í ljós kom að Útgerðarfélag Kópaskers uppfyllti þau skilyrði ekki að öllu leyti og á eftir að kippa því í lag. Þar sem sala skipanna hefur af ýmsum ástæðum dregizt verulega á langinn og á þau safnazt óeðlileg- ur sjármagnskostnaður var sett heimild fyrir ríkisstjómina á láns- §árlög til að taka á sig þann hluta kostnaðar, sem væri umfram sölu- verð. Samanlagður kostnaður við smíði þessara flögurra skipa er áætlaður 838,2 milljónir króna, en samanlagt söluverð þeirra þriggja skip, sem nú verða seld er 523 milljónir króna. Miðað við svipað verð á síðasta skipinu er mismunur- inn því um 150 milljónir. Kostnaður við smíði skipanna á Akureyri er 200,7 og 204,9 milljónir, skipsins á Akranesi 219,4 og 213,8 á Stálvík- ur skipinu. Siglufjörður: Prófkjöri sjálfstæðis- manna lokið Sifflufirði.>( PROFKJÖR Sjálfstæðismanna fór fram 4. og 5. apríl sl. Alls tóku 165 manns þátt í prófkjör- inu. Sextán voru í kjöri og fengu þessir flest atkvæði: 1. sæti Bjöm Jónasson sparisjóðsstjóri með 149 atkvæði, 2. sæti Axel Axelsson aðalbókari með 146 atkvæði, 3. sæti Guðmundur Skarphéðinsson framkvæmdastjóri _ með 125 at- kvæði, 4. sæti Ómar Hauksson framkvæmdastjóri með 130 at- kvæði, 5. Birgir Steindórsson kaup- maður með 85 atkvæði, 6. Kristrún Halldórsdóttir húsmóðir með 83 atkvæði, 7. sæti Ingibjörg Halldórs- dóttir læknaritari með 73 atkvæði, 8. sæti Rósa Rafnsdóttir húsmóðir með 62 atkvæði, 9. Haukur Jónas- son skipstjóri með 55 atkvæði. Fréttaritari. Hraði verð- bólgunn- ar 5,4% KAUPLAGSNEFND hefur reiknað vísitölu framfærslu- kostnaðar miðað við verðlag í aprilbyijun 1986. Reyndist hún vera 166,20 stig eða 9,61% hærri en í marsbyijun 1986, segir í frétt frá Hagstofunni. Sfðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærsiukostnaðar hækkað um 25,8%. Hækkun vísi- tölunnar um 0,61% á einum mánuði frá mars til apríl svarar til 7,6% árshækkunar. Undanfama þtjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,33% og jafngildir sú hækkun 5,4% verðbólgu á heilu ári. Af hækkun vísitölunnar nú stafa 0,3% af hækkun húsnæðisliðs vísi- tölunnar, 0,1% stafa af hækkun á verði fatnaðarvöru, 0,1% af hækkun á verði landbúnaðarafurða og 0,4% hækkun á verði bensínlítra, sem olli 0,3% Iækkun visitölunnar. Þá má geta þess að lækkun á verði eggja olli rúmlega 0,2% lækkun vísitöiunnar, og vó upp örlitlar verðhækkanir á matvörum, öðrum en landbúnaðarvörum. Vaka og Stígandi mynda meirihluta: Hagsmunir stúdenta verða ávallt látnir sitja í fyrirrúmi - segir Eyjólfur Sveinsson formaður stúdentaráðs FJÓRIR AF fimm fulltrúum umbótasinna sem náðu kjöri í stúd- entaráði Háskóla íslands, hafa stofnað nýtt stúdentafélag, Stíg- anda og gengið til samstarfs við Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og myndað meirihluta með þeim í stúdentaráði. Að sögn Eyjólfs Sveinssonar formans Vöku og nýkjörins for- mans stúdentaráðs, buðu umbóta- sinnar vinstrisinnum og Vöku til viðræðna um samstjóm fylking- anna þegar að loknum kosningum til stúdentaráðs. Megin markmið viðræðnanna var að lögð yrði frekari áhersla á félagsmál og jákvæða hagsmunabaráttu stúd- enta. Umbótasinnar gerðu það að grundvallarskilyrði að pólitík yrði haldið utan við málefni stúdenta og að menn einbeittu sér að mál- efnalegum umræðum. Þessu höfnuðu vinstri menn og sögðu að málefni stúdenta, væru og gætu aldrei verið annað en póli- tísk. Vaka og umbótasinnar ákváðu að halda viðræðum áfram og komust að samkomulagi um þau málefni og verkefni, sem brýnt væri að vinna að á næsta ári. „Vaka er rekin í dag á ópólitískum grunni,“ sagði Eyjólfur. „Og munu hagsmunir stúdenta ávallt verða látnir sitja í fyrirrúmi." Á félagsfundi umbótasinna sem haldinn var að loknum viðræðum þeirra við Vöku, var samþykkt að ganga til samstarfs við Vöku en þó voru nokkrar athugasemdir gerðar við málefnasamninginn og stjóminni því sett það skilyrði að bera hann aftur undir félagsfund eftir frekari viðræður við Vöku. Samkomulag náðist um að breyta málefnasamningnum í samræmi við athugasemdir, sem fram komu, og því var boðað til fundar í Félagi umbótasinna. „Þá virtist sem aðrir aðilar hefðu náð yfirhönd í félaginu," sagði Eyjólf- ur. „Því samstarfinu var hafnað á þeim fundi. En Qórir af fimm fulltrúum umbótasinna töldu að hagsmunir stúdenta hefðu ekki legið til grundvallar þessari ákvörðun og ákváðu að stofna nýtt stúdentafélag, Stíganda, og ganga til samstarfs við Vöku á grundvelli þess málefnasamnings sem fyrir lá. Gylfí Ástbjartsson formaður umbótasinna sagði af sér og hefur nú tekið við for- mennsku I stúdentafélaginu Stíg- anda.“ Eyjólfur sagði að þeir, sem þama hefðu náð saman teldu ljóst að þessi niðurstaða væri í sam- ræmi við vilja meirihluta stúdenta í Háskóla íslands. „Fyrsta og brýnasta verkefnið, sem vió Morgunblaðifl/Emilla. Eyjólfur Sveinsson formaður stúdentaráðs Háskóla íslands. munum beita okkur fyrir, em málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna og verður tekið á þeim með festu," sagði Eyjólfur. „Við teljum okkur geta fært rök fyrir því að flest það, sem komið hefur fram um breytt lög lána- sjóðsins sé óskynsamlegt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.