Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR iQ.'APRÍL 1986 Suður-Afríka: Handtóku skæru- liða sem þjálfað- ir voru í Líbýu # Jóhannesarborg, Suður-Afríku. AP. ÖRYGGISSVEITIR hafa handtekið tvo skæruliða, sem þjálfaðir voru í Líbýu og sendir til Suður-Afríku til að myrða kunna blökkumanna- leiðtoga, að því er Louis Nel, aðstoðarupplýsingamálaráðherra, sagði á fundi með fréttamönnum í Höfðaborg í gær. Nel sagði, að mennimir væru félagar I hópi skæruliða, sem kölluðu sig Alafrísku samtökin, og hefðu þeir verið handteknir síðustu helg- ina í marsmánuði. Nel sagði, að skæruliðamir hefðu komið með líbýskri flugvél til Tanzaníu og haldið þaðan til Bots- wana, áður en þeir hefðu komið til Suður-Afríku. Hann vildi hvorki tilgreina nánar, hvar þeir hefðu verið handteknir né hversu fjöl- mennir þeir hefðu verið. Þó greindi hann frá því, að þriðji maðurinn hefði verið handtekinn með þeim, en vildi ekki upplýsa, hver hann væri. Nel sagði, að stjómvöld í Suður- Afríku hefðu vitneskju um nöfn sumra þeirra blökkumannaleiðtoga, sem ætlunin hefði verið að ráða af dögum, en ekki væri talið tímabært að láta það uppi. Að sögn lögreglunnar var Henry Fazzie, kunnur baráttumaður gegn aðskilnaðarstefnunni og forgöngu- maður viðskiptabanns blökku- manna í Port Elizabeth, handtekinn ígær. í „heimalandinu" Bophuthats- wana réðust her og lögregla með táragasi og skothríð gegn hópum svartra ungmenna, eftir að jarðar- för 11 manna, sem öryggissveitir skutu til bana fyrir hálfum mánuði, hafði verið bönnuð. Fréttamenn bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar CBS kváðust hafa séð lögreglumenn láta bar- smíðamar dynja á 40 ungmennum á lóð lögreglustöðvar í næsta þorpi. Ófríð flugvél Boeing-flugvélaverksmiðjurnar hafa smíðað nýja mannlausa flugvél, sem ætlað er m.a. að brúka til eftirlitsflugs, veðurkönnunarflugs, njósnaflugs og landamæraeftirlits. Flugvélin verður mannlaus á flugi og fjarstýrð frá jörðu. í texta með myndinni segir að flugvélin sé heldur ófrýnileg á að líta. Myndin var tekin á Moses Lake—flugvellinum í Washington. Peres í opnunarræðu á flokksþingi Verkamannafloksins: Ibúar Gaza-svæðis- V estur-Þýskaland: A-þýskur hagfræð- ingur biðst hælis Bonn, Vestur-Þýskalandi. AP. KUNNUR austur-þýskur hagfræð- ingur ákvað nýlega, er hann var á ferð í Austurríki, að snúa ekki heim aftur og hefur hann beðið um hæli sem flóttamaður í Vestur- Þýskalandi, að því er vestur-þýskt aðstoðardeildarstjóri hagfræðideildar Vísindaakademíunnar í Austur-Berl- ín frá 1982 og þar til hann gerðist landflótta. ins fái sjálfstíórn TelAviv.AP. SHIMON Peres, forsætisráð- herra ísraels, lagði til í opnunar- ræðu á flokksþingi Verkamanna- flokksins á þriðjudag að fyrsta skrefið í að veita Palestínumpnn- um, sem væru undir sljóm ísra- ela, frekari völd yrði að veita íbúum Gaza-svæðisins sjálfsíjórn i eigin málum. Leiðtogar Palestínumanna hafa fagnað tillögu Peresar, en hægri sinnaðir aðiljar í stjóm hans hafna ráðagerðinni. Peres hvatti Hussein, Jórdaníu- konung, til að hefja friðarviðræður og sagði að ísraelar væru reiðubún- ir að ræða allar hugmyndir til að miðla málum á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum. Moshe Arens, sem er háttsettur íhaldsblaðið Die Welt í Bonn sagði, að hagfræðingurinn, dr. Harry Maier, hefði beðist hælis 27. mars sl. Sagði blaðið, að Maier hefði verið aðstoðar- forstjóri Efnahagsvísindastofnunar Austur-Þýskalands frá 1975-82 og 11 farþegar slösuðust í Sabena-vél Boston. AP. ELLEFU farþegar meiddust um borð í vél frá belgíska flugfélag- inu Sabena aðfaranótt þriðju- dags, þegar vélin lenti inn í hvirf- ilbyl á leiðinni frá Detroit. Talsmaður flugfélagsins sagði að fólk hefði hruflast og fengið skrám- ur og meiðst á hálsi og í baki. Enginn væri þó alvarlega slasaður. Vélin lenti á Loganflugvelli við Boston fjörutíu og fímm mínútum síðar. Hún var á leið til Brussel. Um borð voru 70 farþegar og átta manna áhöfn. Heildarliagvöxtu r í heiminum 3,1% í ár Washington, AP. LÆGRA olíuverð og lægri vextir munu verða til þess að auka heims- framleiðsluna á vörum og þjónustu um 3,1% á þessu ári og 3,3% á árinu 1987. Kom þetta fram í hagspá, sem Alþjóða gjaldeyrissjóður- inn lét frá sér fara í gær. Hagvöxturinn mun þó verða hvergi nærri sá, sem hann var í byijun 8. áratugarins og kann jafnvel að verða minni í fátækum löndum en hann var þá. Þjóðir Rómönsku Ameríku verða hundruðum milljarða dollara og t.d. að standa undir mikilli vaxta- munu því eiga þeim mun minna byrði vegna skulda sinna, sem nema aflögu til þess að fjárfesta í nýjum Hætt að vernda Marcos Washington. AP. TALSMAÐUR bandarísku leyni- þjónustunnar skýrði frá því í dag, að hætt væri að veita Ferdinand Marcosi, fyrrverandi Filippseyjafor- seta, vemd, en hann hefur verið undir stöðugri vemd leyniþjón- ustunnar frá því hann kom frá Hawaii. Ákvörðun um að veita Marcosi vemd leyniþjónustunnar var tekin til bráðabirgða samkvæmt sérstakri heimild sem veitir Bandaríkjafor- seta leyfí til að ákveða að vemda „tigna erlenda gesti“. framleiðslugreinum. Er talið, að aukning framleiðslu og tekna í þessum heimshluta eigi aðeins eftir að verða 1,6% á þessu ári - minna en nemur fólksfjölguninni - og 3,5% árið 1987. Á árunum 1968 - 1977 var meðal hagvöxtur í heiminum í heild 4,5% og 6,2% í fátækari löndum heims. „Arið 1985 olli nokkrum vonbrigð- um með tilliti til hagvaxtar," segir í skýrslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. „Þenslan varð minni í iðnaðarlönd- unum, en gert hafði verið ráð fyrir og heimsverzlun jókst aðeins lítil- lega af þeim sökum. Raunvemlegar útflutningstelqur þróunarlandanna stóðu í stað og það dró úr hagvexti hjá þeim. Þetta gerði síðan skulda- vandamálið enn erfiðara viðfangs." innan Likud-bandalagsins, sagði að tillögur Peresar gætu leitt til þess að hryðjuverkastarfsemi Palestínu- manna gegn ísraelum færðist í aukana og spurði: „Síðan hvenær hafa þjóðir verið viðurkenndar? Ríki viðurkennir annað ríki, hvar er þjóð viðurkennd?" Hanna Siniora, fréttastjóri dag- blaðsins A1 Fajr í Jerúsalem, sem er hlynnt Frelsissamtökum Palest- ínumanna, sagði að þetta væri skref í rétta átt hjá stjóminni og sérstak- lega ætti Peres heiður skilinn. Fjármálaráðherra ísraels, Yitz- hak Modai, bauðst í gær til að segja af sér, ef það gæti orðið til þess að leysa úr vandanum, sem spratt upp þegar Peres krafðist þess að Modai yrði vikið frá vegna gagmýni síðastnefnds á stjómina. Yitzhak Shamir, leiðtogi Likud- bandalagsins, sagði að Modai yrði ekki rekinn og fínna yrði málamiðl- unarlausn á málinu og var bent á að Modai gæti sest í annan ráð- herrastól. Af því verður þó ekki, þar sem Modai sagði á blaðamanna- fundi í gær að hann myndi ekki vilja taka að sér annað ráðherra- embætti en það, sem hann nú gegnir. ERLENT VŒ> FLYTJUM OKKUR UM SET / / / / Tónabíó OG FACIM NYTT SIMANUMER: Skipholt 50c Skipholt Við höfum opnað á nýjum stað að Skipholti 50c, gegnt Tónabíói. Við munum áfram keppast við að veita sem besta þjónustu og bjóðum eldri viðskipta- vini sérstaklega velkomna á nýja staðinn. Snyrtifr- æðingurinn María Kristmanns hefur nú gengið til liðs við okkur og mun því stofan hér eftir heita Hárgreiðslu- og snyrtistofan Safír. Veríð velkomin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.