Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 15
Félag farstöðvaeigenda:
Veitir leiðbeiningar
um meðferð talstöðva
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi fréttatíl-
kynning frá Félagi farstöðva-
eigenda:
í fréttum blaða og útvarps
hefur á undanfðmum vikum verið
getið um ferðamenn en þó aðal-
lega sportmenn á jeppum og snjó-
sleðum sem saknað hefur verið
um lengri eða skemmri tíma. í
hveiju tilviki hafa leitarflokkar
farið af stað og lagt dag við nótt
að leita hinna týndu og fjöldi
manns verið í viðbragðsstöðu ef
til stórleitar kæmi.
Oftast er þess jafnhliða getið í
fréttum, að þessir menn hafi ekki
haft með sér nein tæki til íjar-
skipta, svo einkennilegt sem það
er miðað við verðmæti þess tælq'a-
búnaðar sem þessir „Qallagarpar"
nota til ferða sinna og með tilliti
til þess öryggis sem slfkur búnað-
ur veitir og gæti í flestum tilvikum
komið í veg fyrir kostnaðarsama
leit.
Oft er því haldið fram að ijar-
skiptabúnaður sé dýr og ekki á
allra færi að eignast hann. Þetta
er mikill misskilningur. Svonefnd-
ar farstöðvar, almennt kallaðar
FR-stöðvar, eru ódýr tæki sem
veita gífurlegt öryggi, sem marg-
sannað er til sjós og lands. Þessar
talstöðvar kosta 10—15 þúsund
Vélsleðamenn á hálendinu.
krónur og eru þar að auki miklu
langdrægari en aðrar gerðir sem
eru þó miklum mun dýrari, svo
sem VHF-stöðvar.
í öllum þeim tilvikum sem sagt
hefur verið frá í fjölmiðlum síð-
ustu vikur, þar sem leitað hefur
verið manna á flöllum uppi, hefðu
FR-talstöðvar getað komið í veg
fyrir útköll hjálparsveita og létt
óvissu af þeim sem heima biðu.
Félag farstöðvaeigenda á ís-
landi hefur 16 ára reynslu að
baki í notkun og meðferð tal-
stöðva og er reiðubúið að aðstoða
og gefa ráð í þessum efnum
hvenær sem er. Skrifstofa félags-
ins er að Síðumúla 2 í Reykjavík.
Þar er síminn 34100 og þangað
eru allir velkomnir sem vilja
kynna sér þá möguleika sem í
boði eru og henta best í hveiju
tilviki.
Reykhólasveit:
Vonlaust
aðláta
enda ná
saman
— segir Smári Bald-
vinsson bóndi
um kvótann
Miðhúsum.
FRÉTTARITARI hafði samband
við Smára Baldvinsson bónda i
Borg í Reykhólasveit og spurði
hann um kvótann.
Smári sagði að kvóti sinn væri
samtals 207 ærgildi. Það er í sauð-
fé 178 ærgildi, í mjólk 17 ærgildi
og í nautakjöti 12 ærgildi. Skerðing
hjá sér væri 40—50 ærgildi. Aðalat-
vinna Smára er landbúnaður, en
auk hans er hann sláturhússtjóri í
Króksfjarðamesi og er sú vinna
aðeins einn mánuður á ári.
Smári sagði að átta manns væru
í heimili í Borg og þar af sex böm
innan fermingaraldurs. Smári og
Margrét kona hans hafa verið að
rækta og byggja upp á undanföm-
um ámm og leggja gmnninn að líf-
vænlegum búrekstri. Smári sagði
ennfremur að auðvelt væri að leggja
á neikvæðar prósentur en mannlegi
þátturinn virtist hafa gleymst. Erf-
itt er fyrir hann að láta enda ná
saman, en nú virðist það vonlaust.
Sveinn
Minningarsjóður
Theódórs B. Johnson:
Tvær fengu
styrk
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi fréttatil-
kynning frá Háskóla íslands:
Úthlutað hefur verið styrkjum
úr Minningarsjóði Theódórs B.
Johnsons fyrir árið 1986. Tutt-
ugu og þijár umsóknir bámst
að þessu sinni um styrki úr
sjóðnum en tilgangur hans
samkvæmt skipulagsskrá er að
styrkja efnilega og efnalitla
stúdenta einn eða fleiri til náms
við Háskóla íslands eða fram-
haldsnáms erlendis_ að loknu
námi við Háskóla íslands. Að
þessu sinni vom veittir tveir
styrkir kr. 60.000 hvor. Rann-
veig Traustadóttir BA fékk
styrk til að stunda framhalds-
nám við háskóla í Bandaríkjun-
um. Hún hyggst stunda nám á
sviði skipulagningar og stjómun
félagslegrar þjónustu. Sigríður
Siguijónsdóttir BA fékk styrk
til að ljúka cand. mag. prófi í
íslenskri málfræði.
. f
.777/////////
I NTE R NATIONAL
Fullkomið
samræmi
TANGA MINI MIDI MAXI
ÁGÚST ÁRMANN hf. /Nk
UMBOÐS-OG HEILDVERSLUN /\f\
SUNDABORG 24 SÍMI686677^^^^^