Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL1986
63
Tap United
á heimavelli
EFTIR tap á heimavelli, 1:2, gegn
Chelsea i gærkvöldi eru mögu-
leikar Manchester United á enska
meistaratitlinum hverfandi. Liðiö
hefur 68 stig eftir 37 leiki, en
Everton og Liverpool hafa 70 stig,
Everton eftir 35 leiki, en Uverpool
eftir 36 leiki. Chelsea hefur 66
stig eftir 35 leiki og West Ham
hefur nú 63 stig eftir 33 leiki.
Önnur lið eiga vart möguleika á
titlinum.
Jesper Olsen skoraði mark Un-
ited í gærkvöldi úr víti en Kerry
Dixon gerða bæði mörk Chelsea.
I gærkvöldi gerðu einnig Oxford
og Watford jafntefli, 1:1, og New-
castle og Aston Villa jafntefli, 2:2.
Aldridge skoraði fyrir Oxford og
McClelland fyrir Watford og Billy
Whitehurst og Paul Gascoigne
fyrir Newcastle en þeir Tony Daily
og Steve Hunt fyrir Aston Villa.
Heppnissigur
Vestur-Þjóðverja
Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fróttarftara Morgunblaðsins I Þýskalandi.
VESTUR-Þjóðverjar unnu heppn-
issigur á Svisslendingum, 1:0, f
landsleik í knattspyrnu f Bern f
Sviss f gærkvöldi. Búlgarar sigr-
uðu Dani með þremur mörkum
gegn engu í Sofia og Brasilfa
sigraði Austur-Þýskaland, 3:0.
Það var gamla kempan, Diter
Höness, sem skoraði eina mark
Vestur-Þjóðverja með skalla í fyrri
hálfleik. Höness lék nú að nýju
með landsliðinu eftir langt hlé. Svo
skemmtilega vill til að Höness
hefur skoraö f öllum þremur leikj-
um sínum með landsliðinu. Fyrst
tvö mörk gegn Wales og svo eitt
mark gegn íslendingum 1979.
Búlgaría sigraði Danmörku, 3-0,
í síðasta heimaleik sínum fyrir
heimsmeistarakeppnina í Mexíkó
í sumar. Öll mörkin voru gerð í
seinni hálfleik. Nasko Sirakovgerði
tvö og Velichow eitt.
Mörk Brasilíu gerðu Muller og
Alemao í fyrri hálfleik og Careca í
seinni hálfleik. Leikurinn fór fram
íRíó.
Sigurgegn Dönum
- tryggðu sér sigur
er 18 sek. voru eftir
ÍSLENSKA ungiingalandsliðið f
körfuknattleik sigraði Dani,
87:86, f Evrópukeppni unglinga-
landsliða í Frakklandi f gærkvöldi.
íslendingar skoruðu tvö síðustu
stigin úr vftaskotum er 18 sek-
úndur voru til leiksloka og
tryggðu sór sigur.
íslendingar höfðu ávallt frum-
kvæðið í fyrri hálfleik og var mesti
munur 13 stig og þeir leiddu með
fjórum stigum í hálfleik. í seinni
hálfleik var nokkurt jafnræði meö
liðunum og er tvær mínútur voru
til leiksloka komust Danir fjögur
stig yfir. Islensku strákarnir gáfust
ekki upp og er 18 sekúndur voru
til leiksloka fengu íslendingar tvö
vítaskot er staðan var 85:86 fyrir
Dani. Magnús Matthíasson tryggði
síðan íslenska liðinu sigur meö
því að skora úr báðum skotunum.
Besti leikmaður íslands í þess-
um leik var Guðmundur Bragason
og var hann einnig stigahæstur
• Magnús Helgi Matthíasson
tryggði íslendingum sigur er
hann skoraði úr tveimur vftaskot-
um er 18 sekúndur voru til leiks-
loka.
með 25 stig. Magnús H. Matth-
íasson skoraði 23 og Kristinn Ein-
arsson 18.
Frakkar unnu Finna einnig með
einu stigi, 74:43. Islendingar leika
síðasta leik sinn á mótinu við
Frakka í kvöld.
• Sigurjón Guðmundsson skorar hér eitt af 7 mörkum sínum gegn
Breiðabliki f gærkvöldi. Stjarnan sigraði í æsispennandi leik.
Morgunblaöið/Bjarni
Ármann, Stjarnan
FH og Víkingur
í undanúrslit
FH, Stjarnan, Ármann og Vfkingur
leika í undanúrslitum bikarkeppni
karla í handknattleik. Vfkingur
sigraði Þór frá Vestmannaeyjum,
31:21, í Eyjum, Stjarnan sigraði
Breiðablik. 30:28, eftir framleng-
ingu og Armann sigraði Hauka
einnig eftir framlengingu í gær-
kvöldi.
Leikur Stjörnunnar og Breiða-
bliks var mjög jafn og spennandi
og var jafnt á flestum tölum. Stað-
an í hálfleik var 15:14 fyrir Stjörn-
una og er hálf mínúta var til loka
venjulegs leiktíma var Breiðablik
yfir, 25:24. Stjarnan skoraði síðan
sigurmarkið nokkrum sekúndum
fyrir lok venjulegs leiktíma og
tryggði framlengingu. Þar var
Stjarnan síðan sterkari og sigraði
með því að skora síðustu tvö
mörkin á síðustu mínútunni.
Þorgils Óttar
ekki til Leverkusen
ÞORGILS ÓTTAR Mathiesen,
landsliðsmaður f handknattleik,
hefur ekki áhuga á að leika með
vestur-þýska 2. deildarliðinu
Leverkusen næsta vetur. Lever-
ÆT
„Oþolandi hvernig reynt
er að bjóða í leikmenn11
„ÞAÐ ER gjörsamlega óþolandi
hvernig forráðamenn sumra
fyrstudeildarliðanna hafa ftrek-
að reynt að krækja f leikmenn
frá okkur með gylliboðum,"
sagði Olafur Friðriksson, for-
maður knattspyrnudeildar Vfk-
ings í samtali við Morgunblaðið
ígær.
„Andri Marteinsson er besta
dæmið", sagði Olafur. „Fyrst
reyndi Björn Arnason, þjálfari
Þórs á Akureyri, ítrekaö að fá
hann norður, en svo tók steininn
úr rétt fyrir leikinn gegn Val á
Reykjavíkurmótinu, þegar Gor-
don Lee, þjálfari KR, hefur sam-
band við Andra og lofar honum
öllu fögru ef hann komi til KR.“
„Það er ekkert að því að leik-
menn skipti um félag. En þaö er
löngu kominn tími til að liöin
hætti aö bjóða leikmönnum gull
og græna skóga, sem ekkert býr
á bakvið þegar á reynir, fyrir að
skipta um félag. Eg tala nú ekki
um þegar mót eru byrjuð, eins
og Reykjavíkurmótið nú,“ sagði
Olafur.
„Ég veit aö þetta er alltaf aö
gerast og þessi tvö félög sem ég
nefndi eru sjálfsagt ekkert verri
en önnur hvað þetta varðar. En
mór finnst kominn tími til að
íþróttahreyfingin vakni og láti af
þessum leik. Þetta er ekki til
annars en að skapa ríg milli félag-
anna og sundra þeim innanfrá,"
sagði Olafur að lokum.
Ólafur Friðriksson.
kusen er á höttunum eftir línu-
manni og hafði þjálfari liðsins
samband við Þorgils Óttar f gær.
„Ég reikna ekki með að leika
með Leverkusen næsta vetur eins
og staðan hjá mér er núna. Ég
hafði hugsað mér að klára við-
skiptafræðinámið næsta haust og
svo er fóturinn spurningarmerki.
Þjálfarinn sagðist þó ætla að hafa
samband við mig aftur eftir fjórar
vikur," sagði Þorgils Óttar í samtali
við Morgunblaðið í gær.
RENOLD
kedjur
tannhjól
og girar
Hannes Leifsson var marka-
hæstur Stjörnumanna með 8 mörk
og Kristján Halldórsson, Svafar
Magnússon og Jón Þórir Jónsson
gerðu sex mörk hver fyrir UBK.
Þór stóð í Víkingum í fyrri hálf-
leik og jafnt á flestum tölum upp
í 10:10. Vikingartóku síðan leikinn
í sínar hendur og juku jafnt og þétt
muninn og unnu verðskuldað.
Sigbjörn Óskarsson var marka-
hæstur Þórara með 11 mörk og
Elías Bjarnhéðinsson skoraði 4.
Guðmundur Guðmundsson og
Steinar Birgisson skoruöu flest
mörk Víkinga eöa 7. Guðmundur
Albertsson gerði sex.
Ármann sigraði síðan Hauka í
Hafnarfirði, 24:23, eftir framleng-
ingu. Staðan að loknum venjuleg-
um leiktíma var 20:20.
Á
Iðnaðarbankahlaupið:
Frestur
út vikuna
ÞEIR hjá Iðnaðarbankanum hafa
ákveðið aö framlengja frestinn til
að tilkynna þátttöku í hlaupinu á
sunnudaginn þannig að þeir sem
enn eru að velta þvf fyrir sár hvort
þeir ættu að vera með hafa frest
út þessa viku til að tilkynna þátt-
töku.
Seinni hluta dags í gær höfðu
400 manns tilkynnt þátttöku
þannig að það stefnir í mjög fjöl-
J mennt hlaup á sunnudaginn.
þjÓN,USTA
p*- BEVNS
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8
SÍMI 84670 ^