Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, KIMMTUDAGUR IO. APRÍL1986 Dagbjartur Gríms son - Minning í dag verður elsku afí okkar, Dagbjartur Grímsson, borinn til grafar. Afi var alltaf kátur og hress og alltaf tilbúinn að bregða á leik með okkur. Það sem honum datt í hug að gera til að skemmta okkur og öðrum hefði fáum dottið í hug og alltaf kom hann öllum til að hlæja með uppátækjum sínum. Við vitum að þangað sem leið hans liggur núna mun honum líða vel. Við munum minnast hans með söknuði og þegar við hugsum til hans munu minningamar ávallt vekja gleði í hjörtum okkar. Dæi, Pétur, Jón Björgvin Kristín og Tanja. Í dag kveðjum við góðan vin, Dagbjart Grímsson eða Dæja eins og hann var ævinlega kallaður. Minningamar þyrpast fram í hug- ann frá liðnum samverustundum. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir nítján ámm er við réðum okkur til starfa á eitt af bamaheimilum bogarinnar. Þar störfuðu margar ágætiskon- ur og ein þeirra var Ema kona Dæja. Tókust strax með okkur mjög >náin kynni sem aldrei hefur borið skugga á síðan. Þar sem hópurinn var ekki stór kynntust makar okkar fljótt, og getum við án þess að lasta nokkum þakkað Dæja það. Hinn einstaki hæfíleiki að geta sameinað ólíkustu manngerðir, leiddi til þess að hann varð strax sjálfkjörinn „formaður" hópsins. Frábært skap- íyndi, bjartsýni, jákvætt lífsviðhorf og hreint ótrúlegt skopskyn hreif jafnvel þá allra dýpst þenkjandi. Allar þær fjölmörgu ferðir sem famar vom um óbyggðir landsins em okkur öllum ógleymanlegar. Fjallgöngur þar sem undirritaðar siluðust hægt og bítandi upp enda- lausar Qallshlíðamar, en komust þó ávallt á toppinn að lokum, þakka þær fyrst og fremst dyggilegum stuðningi Dæja, hann nánast hélt okkur gangandi með sínum ein- stöku gamansögum og hermilist. Þá vom kvöldvökumar ekki síðri, við varðeld, söng og harmonikku- undirleik, en Dæi var jafnvígur á nær öll hljóðfæri. Þannig mætti lengi telja, en þessar línur eiga aðeins að vera smá þakklætisvottur að leiðarlokum. Elsku Ema og fjölskylda. Þetta síðastliðna ár í veikindum Dæja, hefur verið mikil raun fyrir ykkur öll, en bjartsýnin og trúin á lífið ásamt óskertu skopskyni hans nán- ast fram á síðasta dag, hefur veitt og mun veita ykkur mikinn stuðn- ing. Guð blessi ykkur og styrki. Hrafnhildur og Olga Að morgni þess 2. apríl sl. lést á Grensásdeild Borgarspítalans Dagbjartur Grímsson. Það er alltaf jafn átakanlegt þegar menn á bezta aldri falla frá, jafnvel þótt aðdragandi geti verið nokkur og ljóst að hveiju dregur. Dagbjartur var búinn að kenna sér þess sjúkdóms í nokkur ár sem hann lést af aðeins 54 ára. Dag- bjartur var fæddur hér í Reykjavík 30. marz 1932. Hann ólst upp með systkinum sínum hjá móður sinni og stjúpa, móðir hans lifír enn í hárri elli. Dagbjartur var að öllu jöfnu kallaður Dæi, eða Dæi Gríms. Hann var strax á unglingsámm sínum skemmtilegur og áberandi meðal sinna jafnaldra, hraustlega byggð- ur, kvikur, frakkur og mátulega stríðinn. Var ekki laust við að margur strákurinn hefði beyg af honum á sama tíma sem þeir litu upp til hans sökum þess hve hisp- urslaus, ákveðinn og hraustur hann var. Dæi hóf ungur að leika knatt- spymu. Hann gekk í Fram og lék með félagi sínu í öllum áldursflokk- um og varð sigurvegari með sínum félögum í flestum mótum. Hann var afar vinsæll á vellinum, enda kátur og stundum svolítill prakkari. ís- landsmeistari var hann í meistara- flokki árið 1962. Hann lék ávallt í framlínu, enda einstaklega fótfrár, svo fáir gátu haldið í við hann á sprettinum enda gerði hann ávallt mikinn usla í vamarlínu mótheij- anna og ekki var óalgengt að beztu vamarspilamir í liði mótheija væm settir honum til höfuðs. Dæi var valinn til að leika með úrvalsliðum og landsliðum í knattspymu. Sem dæmi var hann einn af þeim sem var valinn í landsliðið sem tók þátt í heimsmeistarkeppninríi 1960, þá lék liðið gegn Frökkum og Belgum. Þrátt fyrir að íslenska landsliðið tapaði sínum leikjum þá stóð Dæi Gríms uppi sem sigurvegari eftir keppnina vegna þess að hann var valinn fljótasti kantmaðurinn í keppninni og fékk hann viðurkenn- ingu þar að lútandi. Oft kom það fyrir á æfíngum eða í vina hópi þegar galsi og gleði var í mann- skapnum að Dæi sagði sem svo. „Heyrið þið strákar, hver var það aftur sem var valinn fljótastur kantmaðurinn þama í heimsmeist- arkeppninni um árið?“ Það stendur einnig enn óhaggað hans viður- kennda markamet, skorað af einum manni í einum og sama leiknum í meistaraflokki í opinberu móti, sjö mörk. Eftir að Dæi hætti að leika með keppnisliðum Fram tók hann þátt í leikjum með eldri félögum, eða eins og þeir em nefndir, „Old Boys“. Þar sýndi hann að lengi lifír í gömlum glæðum. Var þá oft gaman að sjá bregða fyrir gömlum töktum á vellinum og ekki vantaði stflinn. Það var í kringum 1958 sem nokkrir félagar úr Fram tóku sig saman og hófu innanhússæfíngar í íþróttasal Austurbæjarskólans. Dæi var einn af þeim sex sem lét sig aldrei vanta á æfíngar uns hann varð að hætta sökum áfalls sem hann varð fyrir, sennilega hefur það verið byijunin á sjúkdómi hans sem áfallinu olli, þótt engan óraði fyrir því þá. Það er vitað að hann saknaði þess mjög þegar hann gat ekki lengur verið þátttakandi í þessum æfíngum, það fundu félagamir þegar hann spurði hvort allir mættu ennþá. Enn Dæi var í fleiru góður en í knattspymu. Hann var framúr- skarandi billjard-spilari og var hann f fremsta flokki í mörg ár í þeirri íþróttagrein og oftsinnis íslands- meistari í billjard. Einnig var hann mjög góður bridgespilari og tók hann þátt í mörgum opinberum mótum. Hann stóð fyrir mörgum keppnismótum í bridge í felags- heimili Fram og fékk gamla góða Framara, sem þóttu vænt um að fá tækifæri að koma aftur til gamla góða félagsins sem þátttakendur í því sem fram fór, en nú er skarð fyrir skildi, því þessi annars ágætu spilakvöid féllu niður þegar Dæi gat ekki lengur beitt sér fyrir þeim. Þá er ótalinn áhugi hans fyrir skák-íþróttinni, þar var hann einnig mjög liðtækur þótt ekki hafi hann lagt fyrir sig þá íþrótt sem hinar. Dæi var ávallt góður félagsmaður, sannur Framari. Hann var meira en liðtækur í öllum þáttum félags- lífsins. Hann var músíkalskur vel og spilaði ágætlega á harmonikku. Hann hafði gaman af því hvar sem hann kom ef til var hljóðfæri á staðnum, sbr. orgel eða píanó, að setjast við það og spila nokkur eldflörug lög, við almenna hrifningu viðstaddra. Þetta var svo græsku- laust og óvænt að fólk hreifst með fjörinu og galsanum. Þá gat Dæi verið óborganlegur. Lengst af starfaði Dæi sem sendibílstjóri. Hann átti marga góða fasta viðskiptavini, enda eftirstótt- ur til starfa sökum dugnaðar og lipurðar og ekki síst fyrir áreiðan- legheit og trúmennsku. Þeir sem einu sinni fengu hann til starfa vildu gjaman hafa hann aftur. Það er ekki ofsagt, að hann var vinsæll meðal starfsfélaga sinna sem ann- arra. Þrátt fyrir veikindi var áhug- inn fyrir knattspymunni og öðmm íþróttum ávallt fyrir hendi hjá honum, meðan mátti. Það var ánægjulegt að hitta Dæja á lands- leik á laugardalsvellinum sl. haust. Erfítt var að sætta sig við og trúa hversu veikur hann var f raun og vem, en samt var ánægjulegt að sjá og fínna hversu hann naut þess að vera kominn aftur á völlinn, en þetta var í sfðasta sinn. Alveg fram á síðustu stundu fylgdist hann með íþróttaþáttunum í sjónvarpinu og naut hann þess að horfa á ensku knattspymuna með einum sinna gömlu góðu félaga sem heimsótti hann á laugardögum til að horfa með honum á þessa þætti. Ungur kynntist Dæi Emu Jóns- dóttur. Það er haft fyrir satt að þau hafí hist fyrst í sandkassanum á leikvellinum þegar þau vom 7 ára og má segja að þau hafí haldist í hendur upp frá því. Þau ólu upp tvær fósturdætur sem urðu þeim báðum til mikillar ánægju og gleði. Nú þegar Dæi er allur rýnum við hin út í tómið, fátækari. Við félagamir úr Austurbæjar- skólanum ásamt öllum þorra Fram- ara sem þekktu Dagbjart, vottum Emu, fósturdætmm og ættingjum okkar innilegustu samúð. Við kveðjum Dæja á sama hátt og svo oft áður; sjáumst. Hörður Pétursson raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Stofnlánadeild landbúnaðarins Laugavegi 120,105 Reykjavík Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1987 þurfa að berast Stofnlánadeild land- búnaðarins fyrir 15. september næstkom- andi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýs- ing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðu- nautar, svo og veðbókarvottorð. Þá skal fylgja umsókn búrekstraráætlun til 5 ára og koma þarf fram hverjir væntanlegir fjármála- möguleikar umsækjanda eru. Þeir sem hyggjast sækja um lán til dráttar- vélakaupa á árinu 1987 þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember nk. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næstkomandi. Búnaðarbanki íslands Stofnlánadeild landbúnaðarins. Verslun óskast til kaups Við viljum gjarnan kaupa verslun við Lauga- vegínn. Margt kemur til greina. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt: „P — 05602“. Þagnmælsku heitið. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Naustabúð 3, Hellissandi, þinglesinni eign Jóns Bergmanns Jónssonar, fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs og Ásgeirs Thoroddsen hdl., á eigninni sjálfri þriöjudaginn 15. april 1986 kl. 11.00. Sýslumaður Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. Þorskkvóti Óska eftir að kaupa 50 tonna þorskkvóta. Staðgreiðsla. Uppl. í símum 92-4547, 92-7605 og 92-1351. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 6.. 9. og 15. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á Skúla- götu 5, neðri hæð, Stykkishólmi, þinglesinni eign Teits Guðnasonar og Maríu Ólafsdóttur, fer fram eftir kröfu Gísla Baldurs Garðarssonar hdl. og Hafsteins Baldvinssonar hrl., á eigninni sjálfri mánudaginn 14. apríl 1986 kl. 14.00. Sýslumaður Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík Vorfagnaður félagsins verður haldinn í Domus Medica, laugardaginn 12. april og hefst kl. 21.00. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skemmtinefndin. Ungt sjálfstæðisfólk! Samband ungra sjálfstæöismanna gengst fyrir sameiginlegum vinnu- fundi formanna aðildarfélaga og ungra frambjóðenda fyrir sveitar- stjórnarkosningar laugardaginn 19. apríl í Valhöll aö Háaleitisbraut 1. Ætlunin er aö ræöa komandi kosningar og vinna að sameiginlegu dreifibréfi fyrir ungt fólk. Erfitt hefur reynst að fá fullnægjandi upplýs- ingar um frambjóðendur um land allt fyrir þessar kosningar, þar sem víða hafa framboöslistar ekki verið samþykktir og birtir. Frambjóð- endur á aldrinum 18-35 ára sem ekki hefur enn verið haft samband við eru því beðnir um að snúa sér til skrifstofu SUS i Valhöll í sima 82900. Annað áhugasamt ungt sjálfstæöisfólk er boðlð velkomið á þennanvinnufund. Skráning í síma 82900. Samband ungra sjálfstæðismanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.