Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986
5
Þjóðarátak gegn krabbameini - þín vegna;
Hátt á annað þúsund
manns safna á laugardag
LANDSSÖFNUN Krabbameins-
félags íslands, „Þjóðarátak gegn
krabbameini — þín vegna“, fer
fram á laugardag og sunnudag
nk. Aðalsöfnunardagumn verð-
ur laugardagurinn 12. aprQ, en
þá verða öll heimili á landinu
heimsótt og leitað eftir framlög-
um.
Þessa dagana er verið að dreifa
um allt land fræðslubæklingi um
krabbamein, sem er prentaður f
80.000 eintökum. Einnig hefur
fræðslusýning um krabbamein verið
á ferðinni, og hún sett upp á mörg-
um stöðum á landinu.
Við undirbúning söfnunarinnar
hefur unnið stór hópur karla og
kvenna úr JC-hreyfíngunni, ýmsum
kvenfélögum og öðrum félagasam-
tökum. A laugardag er talið, að hátt
á annað þúsund manns starfí að
söfnuninni.
Öllu landinu er skipt niður í
umdæmi og eru þau sex talsins.
Hveiju umdæmi er síðan skipt niður
í sex söfnunarhverfí, og eru nokkrar
stöðvar í hveiju hverfí.
Allt söfnunarfólk ber merki söfn-
unarinnar, notuð eru sérstök kvitt-
anahefti, merkt átakinu, og á ekki
að leika nokkur vafí á því, að full-
trúar Krabbameinsféiagsins séu á
ferðinni. Fjármunum verður þegar
að kvöldi söfnunardags komið f
góða geymslu, og verður ekki ljóst
fyrr en í næstu viku hver árangur-
inn verður.
Miðstöð þjóðarátaksins og yfír-
stjóm verður í húsi Krabbameins-
félagsins, Skógarhlfð 8.
Forsíða fræðslubæklingsins, sem
dreift er í 80 þúsund eintökum.
546 ör-
yrkjaleyfum
úthlutað
SAMKVÆMT tQlögum Úthlutun-
amefndar bifreiða til öryrkja
mun fjármálaráðuneytið á næstu
dögum tilkynna þeim öryrkjum
sem í ár verður veitt eftirgjöf
aðflutningsgjalda vegna bif-
reiðakaupa, segir f frétt frá fjár-
málaráðuneytinu.
Að þessu sinni var 546 öiyrkja-
leyfum úthlutað sem er áþekkur
fjöldi og úthlutað hefur verið á
undanfömum árum. Fjárhæð eftir-
gefínna gjalda af 530 bifreiðum var
ákveðin allt að kr. 25.000,- af
hverri bifreið en full eftirgjöf vegna
16 bifreiða samkvæmt sérstakri
heimild tollskrárlaga.
Forseti
Islands
gerist
sjálfboðaliði
FORSETI íslands, Vigdis
Finnbogadóttir, hefur látið
skrá sig sem sjálfboðaliða i
landssöfnun Krabbameins-
félagsins undir kjörorðinu
„Þjóðarátak gegn krabba-
meini — þín vegna“, sem fram
fer á laugardag og sunnudag
næstkomandi.
Þessi söfnun fer fram sömu
daga á öllum Norðurlöndum, og
eru þjóðhöfðingjar allra land-
anna vemdarar þessa átaks,
hver í sínu landi.
ítölsku vínin:
Ekki hefur
dregið úr
eftirspurn
„VIÐ höfum ekki orðið varir við
að dregið hafi úr sölu ítalskra
vina eftir að þessi umræða kom
upp, hvað sem síðar kann að
verða,“ sagði Birgir Stefánsson,
verslunarstjóri i áfengisútsöl-
unni við Snorrabraut, er hann
var spurður hvort fréttaflutning-
ur af eitruðum, itölskum vínum
að undanfömu hefði dregið úr
eftirspurninni.
í öðrum áfengisútsölum, þar sem
Morgunblaðið gerði samsvarandi
könnun, voru svörin þau sömu, að
ekki hefði orðið vart við að menn
hefðu breytt neysluvenjum sínum
af þessum sökum. Afgreiðslumaður
í einni útsölunni sagði, að viðskipta-
vinir spyrðu talsvert út í þessi mál,
og hefðu þau jafnvel í flimtingum,
en svo virtist sem umræðan hefði
ekki hrætt neytendur ítalskra vína
til að breyta út af neysluvenjum
sínum.
Dalvík:
Geysistón-
leikar í kvöld
Karlakórinn Geysir og Gamli
Geysir halda söngskemmtun í
Dalvikurkirkju í kvöld, fimmtu-
dagskvöld, og hefst hún kl. 20.30.
A söngskránni eru lög úr öllum
áttum, kóramir syngja hvort í sínu
lagi og síðan er samsöngur beggja
kóranna. Stjómendur eru Ami
Ingimundarson, sem stjómar
„Gamla Geysi" og Michael John
Clarke. Undirleikari er Þórgunnur
Sumarleyfisstaðurinn
Cap d’Agde á
Miðjarðarhafsströnd
Frakklands er sann-
kölluð sólarleyfis-
paradís. Úrval gerir
allri fjölskyldunni kleift
að komast þangað fyrir
viðráðanlegt verð með
því að bjóða mjög
ríflegan barnaafslátt:
10-75% afslátt af
fullorðinsverði.
Verðdæmi
í júlí greiða hjón með
tvö börn (2-11 ára) í
allt kr. 108.900,-. Þ.e.
aðeins kr. 27.225,— á
mann.
Hjón með 3 börn 2-11
ára og eitt barn 12-15
ára greiða kr.
150.790,- Þ.e. aðeins
kr. 25.130,- á mann.
Aukavika kostar
aðeins frá kr. 3.000,-
Innifalið í verði er
flugfar, akstur milli
flugvallar og gististaðar
úti, gisting í glæsilegu
íbúðahóteli og tslensk
fararstjórn.
eru aó sdíasí upp/
Brottfarir eru 11. júlí,
2. júlí og 13. ágúst.
UPPSELT er í fyrstu
ferðina. 2. júlí eru enn
laus sæti og nokkur
laus sæti eru í
ferðirnar 23/7 og 13/8.
Ef þig langar að sleikja
sólina í ævintýraheimi
Cap d’Agde í sumar
ættirðu að hafa
samband við okkur og
bóka ferð sem allra
fyrst.
SENN VERÐUR
UPPSELT í ALLAR
FERÐIR.
Allar nánari upplýsing-
ar veita sölu- og
umboðsmenn um land
allt.
Ferdaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. Simi (91) 26900
FÍRÐfíSKRIFSmaN ÚRVAL
Ingimundardóttir.
G0H FÚLK / SÍA