Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986
49
Dalvik:
Góð rekstrarafkoma
Sparisjóðs Svarfdæla
Dalvfk.
LAUGARDAGINN 15. mars sl.
var aðalfundur Sparisjóðs Svarf-
dæla haldinn á Dalvík. Þar með
Iauk 102. starfsári sjóðsins sem
stofnaður var 1. mai árið 1884.
Árið var sparisjóðnum hagstætt
eins og glöggt kemur fram þegar
litið er á þróun helstu stærða
ársreiknings.
Það var sparisjóðshaldarinn Frið-
rik Friðriksson sem lagði þennan
reikning fram og er þetta hans
frumraun hvað stjórn og rekstur
Sparisjóðsins varðar en hann tók
við stjóm hans um áramótin
’84—’85. í skýrslu Friðriks sem var
allítarleg kom fram að innlán jukust
1984 var stofnaður sjóður á vegum
Sparisjóðsins er hlaut nafnið Menn-
ingarsjóður Svarfdæla og er meg-
intilgangur hans að styrkja menn-
ingarmál í byggðum Svarfdæla.
Þrír menn skipa stjóm hans, einn
tilnefndur af aðalfundi Sparisjóðs-
ins og er hann jafnframt formaður
sjóðsstjómar. Tveir eru tilnefndir
af Dalvíkurbæ og Svarfaðardals-
hreppi. Formaður, Þorgils Sigurðs-
son, gerði á aðalfundinum grein
fyrir úthlutun að þessu sinni og er
hún svofelld: Sundskáli Svarfdæla
kr. 150.000, — til viðhalds og
endurbyggingar, Orgelsjóður Dal-
víkurkirkju kr. 70.000 og Heilsu-
gæslustöð Dalvíkur vegna kaupa á
hjartalínurita kr. 50.000. Samþykkt
var að leggja í Menningarsjóðinn á
þessu ári kr. 500.000 sem kemur
þá til úthlutunar árið 1987.
A aðalfundinum var ný stjóm
Sparisjóðsins kosin. Sú breyting
varð í stjómarkjöri að Þorgils Sig-
urðsson sem setið hefur í stjóm
undanfarið ár náði ekki kjöri en í
hans stað var Halldór Jónsson bóndi
kjörinn. Aðrir i stjóm em Hjörtur
Þórarinsson, Óskar Jónsson, Bald-
vin Magnússon og Valdimar Braga-
son sem jafnfram er formaður
stjómarinnar. í stjóm Menningar-
sjóðsins var Hilmar Daníelsson
kosinn í stað Þorgils Sigurðssonar
sem gaf ekki kost á sér til frekari
stjómarstarfa.
Fréttaritarar
Viltu standa þig betur?
Mundu þó
eöa
AAagnaE
Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777
Friðrik Friðriksson
úr 94,6 millj. króna í 137,6 milljónir
króna eða um 45,5% en hækkun
lánskjaravísitölunnar var 35,6%.
Inneignir spari§áreigenda voru í
árslok tæpar 120 millj. króna á
hinum ýmsu tegundum innláns-
reikninga en þar að auki eru á
hlaupa- og gíróreikningum 17,7
millj. króna. Útlán jukust um 13,1%.
Lánsfé sparisjóðsins í sjóði, við-
skiptareikningi í Seðlabankanum
og öðrum óbundnum bankainni-
stæðum nam 13,4 millj. kr. f árslok
og hafði aukist um 13,1 millj. kr.
á árinu. Eigið fé sjóðsins 31. des.
1985 eru 27,5 millj. kr. eða 15,4%
af niðurstöðutölu efnahagsreikn-
ings en þessi hlutfallstala var 11,9%
í árslok 1984. Rekstrarhagnaður
samkvæmt rekstrarreikningi nemur
5,4 millj. króna og er hann færður
til hækkunar á varasjóði. Fullyrða
má að árið 1985 sé eitt hagstæðasta
í sögu Sparisjóðs Svarfdæla og
þessi mikli rekstrarhagnaður styrk-,
ir til muna eiginíjárstöðu sjóðsins.
Á 100 ára afmælisfundi árið
Alþýðubandalagið:
Framboðslist-
inn á Seltjamar-
nesi ákveðinn
FRAMBOÐSLISTI Alþýðubanda-
lagsins í bæjarstjórnarkosning-
unum á Seltjarnarnesi hefur
verið ákveðinn. Listann skipa:
1 .Guðrún K. Þorbergsdóttir,
framkv.stjóri, Barðaströnd 5.
2. Svava Stefánsdóttir,
félagsráðgjafi, 'Ijamarbóli 4,
3. GunnlaugurÁstgeirsson,
menntaskólakennari, Sæbóli.
4. Ragnhildur Helgadóttir,
skólasafnsvörður, Sæbraut 6.
5. Guðmundur Hafsteinsson,
vélstjóri, Hofgörðum 25.
6. Þórunn Björgúlfsdóttir,
innanh.arkit., 'Ijamarstfg 14.
7. Egill Sigurðsson,
ljósmyndari, Bollagörðum 17.
8. Edda Kjartansdóttir,
nemi, Skeijabraut 9.
9. Sigursveinn Magnússon,
tónlistarmaður, Melabraut 30.
10. Sæunn Eiríksdóttir,
fulltrúi, Hofgörðum 7.
11. Bjöm Pétursson,
kennari, Skólabraut 15.
12. Jensey Stefánsdóttir,
skrifstofum., Vallarbraut 19.
13. Álfrún Gunnlaugsdóttir,
dósent, Skeijabraut 9.
14. Njörður P. Njarðvík,
rithöfundur, Skeijabraut 3.
Nei,nei,nei!
Ekki borða auglýsinguna!
Það er alveg óþarfi að borða auglýsinguna.
Þú getur með lítilli fyrirhöfn eldað þessa
ljúffengu fiskrétti úr frystu ýsuflökunum frá
R.A. Péturssyni hf. Þau fást í flestum mat-
vöruverslunum í handhægum 400 gr.
pakkningum og eru roðlaus og beinlaus.
Aftan á pakkningunum eru uppskriftir af
dýrindis fiskréttum sem auðvelt er fyrir
hvern sem er að matbúa.
Framleiöandi:
R.A. Pétursson hf.
Ytri-Njarðvík
fsland
Sími 92-3225