Morgunblaðið - 10.04.1986, Page 58

Morgunblaðið - 10.04.1986, Page 58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR I0.APRÍL 1986 58 \>0& ersogt ai gaeludd/r Likist eÁQervdUm Sinum." Aster... / ° -c/Im .. . að gefa henni það sem hún þráði. Það var í lagi þó þú drykkir kampavínið úr skónum hennar, en að skófla i þig majonesinu Ég er hér til að fylgjast með með greiðslukortinu var ekki vali hans! fyndið! HÖGNIHREKKVÍSI • þETTA ER H0MPOR/6NEKW HESTOR.I " Draumar og stilliáhrif „Draumgjafinn, sá sem sambandið er við, er oftast ibúi annars hnattar." Það læra börnin ... Draumur er ávallt sambandseðl- is. I draumi lifum vér það sem annar maður reynir. Draumgjafinn, sá sem sambandið er við, er oftast íbúi annars hnattar. Draumar eru ein helsta leið vor til að öðlast vitneskju um lífíð á öðrum stjömum. I svefni emm vér hlaðnir líforku. I draumi er sú hleðsla enn áhrifa- meiri en í draumlausum svefni. Því betra sem draumasambandið er, því meiri lífmagnan veitir svefn- inn oss. Allir þekkja mismun svefnmagn- anar í góðum draumi, eða vondum. Fegurstu draumum fylgir mikil líf- magnan og vellíðan. Þetta er mjög algeng reynsla hvers manns. Sjálfir ráðum vér, hver og einn, ekki draumum vorum. Þar koma til áhrif umhverfísins, fjöldans, og þeirra, sem vér höfum nánust samskipti við. Hér er að verki lífafl- svæði fjöldans. Draumar eru einskonar spegil- mynd þess aldarfars eða þeirrar líf- emisstefnu, sem ríkjandi er meðal mannkyns jarðar vorrar, því draum- ar mótast að nokkru af stilliáhrifum eins á annan. Stilliáhrif fjöldans ráða miklu um það, hver verður draumgjafí vor, og þar með einnig hvort draumsam- bandið verður upp á við eða niður á við. Mikilvægt er að njóta góðra stilli- áhrifa, þannig að enginn hugsi illa hver til annars, en allir vel. Ham- ingja vor er mjög komin undir hugsunum annarra. Fegrun draumlífs fyrir bætt stilli- áhrif, er ein af undirstöðum far- sælla lífs, því fagrir draumar og fróðlegir eru árangur bættra líf- sambanda við lengra komna lifend- ur annarsstaðar í þessum stóra heimi stjamanna. Yngvar Agnarsson Heiðraði Velvakandi. Eitt af því, sem sagt er að hafi miður holl áhrif á uppvaxandi æsku landsins, er slæmt fordæmi hinna fullorðnu. Það er t.d. þýðingarlítið fyrir fullorðna fólkið að telja sig beijast gegn tóbaks- og áfengis- neyzlu, ef það neytir slíkra efna sjálft. Sama máli gegnir um þá, sem em í ábyrgðarstörfum. Það em t.a.m. ekki trúverðug orð læknis, sem skrifar innfjálgar greinar um dýrðir dreifbýlisins, en fæst ekki til að dveljast þar sjálfur stundinni lengur, þótt gull sé í boði, eða kennara um óhollustu tóbaks, ef hann neytir þess sjálfur, ellegar tillögur þingmanns um spamað, en fer sjálfur til Grænhöfðaeyja, Mex- íkó og Evrópulanda á kostnað skatt- borgara. Og hvað sagði ekki séra Hall- grímur Pétursson forðum: Hvað höfðingjamir hafast að, hinir meina sér leyfist það. Virðingarfyllst, með þökkum fyrir birtingu. Sigrún Gunnarsdóttir Víkverji skrifar Mjög er það misjafnt, hvað fyrirtæki og stofnanir leggja mikið af mörkum til þess að greiða götu þeirra, sem ekki em allir vegir færir. Sem betur fer sjást þess vaxandi merki að tilvera hreyfi- hamlaðs fólks gleymist ekki, þegar ný mannvirki em smíðuð. Og mörg gömul og rótgróin fyrirtæki og stofnanir hafa gert sérstakt átak til að breyta húsakynnum sínum þannig, að þeir, sem hreyfíhamlaðir em, geti farið þar um, ekki síður en hinir, sem heilir em. Því miður em þó enn of margir staðir þar sem hreyfihömluðum em allar bjargir bannaðar eða þeim gert svo erfítt fyrir, að þeir geta ekki rekið erindi sín hjálparlaust. Sjúkrasamlag Reykjavíkur við Tryggvagötu er stofnun, sem við- mælandi Víkverja hefur þurft að sækja til. Til þess að ná fundi hluta starfsfólks þar, er ekki um annað að ræða en fara stiga, sem þeir, sem em hreyfihamlaðir, geta illa eða alls ekki farið um. Satt bezt að segja ætti þessi stofnun fremur að vera gott fordæmi um viðhorf til sjúkra heldur heldur en hitt sagði þessi viðmælandi Víkveija. Annar viðmælandi Víkveija af yngri kynslóðinni lýsti sér- stakri ánægju sinni með það fram- tak að seta íslenzkt tal inn á kvik- myndina um Ronju ræningjadóttur. Sagðist hann vona að áfram yrði haldið á þessari braut. í framhaldi af ánægju hinna yngri spunnust umræður í hópi þeirra eldri, sem viðstaddir vom. Kom í ljós, að ánægjan var ekki minni í þeim hópi og reyndar kom þar fram sú skoð- un, að fooreldrar ættu að fjölmenna á þessa kvikmynd til að leggja sitt af mörkum svo íslenzkt tal í kvik- myndum af þessu tagi verði regla, en ekki undantekning. XXX Ekki er vafí á því að verðkann- anir Verðlagsstofnunar vekja athygli vaxandi athygli fólks og metur Víkveiji það svo af umræðum manna í lqölfar birtinga á niður- stöðum þessara verðkannana. Ein slík verðkönnun birtist í Morgunblaðinu á þriðjudaginn og af fyrstu viðbrögðum, sem Víkveija hafa borizt, er ljóst að mesta at- hygli vekur sá verðmunur sem var á sömu vöranni í hinum ýmsu verzl- unum. Af dæmum, sem nefnd vom í fréttatilkynningu Verðlagsstofn- unar, var slíkur munur allt upp í 157%. Þá hafa viðmælendur Víkveija einnig sagt, að þeim hafí komið á óvart sá rriikli verðmunur sem var á vöramerkjum sömu vömtegundar. Þótt ljóst sé, að gæði hafí sitt að segja hvað verð vöm áhrærir þá reyndist verðmunurinn allt að 291% á dýrasta hrísgijónamerkinu og því ódýrasta og fleiri dæmi vom nefnd um yfír 200% verðmun í til- kynningu Verðlagsstofnunar. Einn viðmælandi Víkveija tók svo djúpt í árinni að segja, að hann hefði ekki fyrr en nú veit fyrir sér vömverði. Ekki af því að hann hefði haft ótakmarkað fé handa í milli, heldur vegna þess að verðbólgan hafí rænt hann verðskyninu. Nú væri svo að sjá að verðbólgan væri á undanhaldi og þá kæmi í ljós, að það gæti vel borgar sig að velta vömverðinu fyrir sér. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.