Morgunblaðið - 10.04.1986, Síða 36

Morgunblaðið - 10.04.1986, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986 Mæðralaun: Aldursmark hækkar Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðis- og tryggingaráðherra hefur flutt breytingartillögu við frumvarp til breytinga á al- mannatryggingalögum sem felur í sér hækkun á aldursmarki unglinga, sem mæðralaun eru greidd með til einstæðra mæðra. Tillögugreinin hjjóðar svo: „Við 1. málsgrein 15. greinar laganna bætist nýr málsliður svohljóð- andi: Frá 1. júni 1986 hækkar þetta aldursmark i 17 ár og frá 1. janúar 1987 i 18 ár. Það kom fram í framsögu ráð- herrans að hér væri lögð til sam- ræming við aldursmark bamalífeyr- is, sem fyrir nokkrum árum var hækkað í 17 ár og sfðar f 18 ár, en einmitt á þessum árum er út- gjaldaþungi, m.a. vegna náms, hvað þyngstur. Þegar af þeim sökum væri þessi hækkun nauðsynleg. Væri fullt samkomulag í ríkisstjóm- inni um málið. Upphæð launanna væri hinsvegar ekki lagaatriði og breyttust þau með sama hætti og ellilífeyrir almannatrygginga. Þessi breyting á aldursmarki, ein út af fyrir sig, þýðir 9 m.kr. útgjaldaauka ríkissjóðs 1986 og 30 m.kr. út- gjaldaauka 1987. Tillaga þessi er flutt sem breyt- ingartillaga við frumvarp til breyt- inga á almannatryggingalögum, sem tryggingaráðherra flutti ný- lega og felur í áer „styrki til æfinga- meðferðar, þjálfunar eða hjúkmnar vegna afleiðinga alvarlegra, lang- vinnra sjúkdóma eða slysa“. Að- dragandi þess frumvarps var m.a. hugmynd frá Hjúkmnarfélagi ís- lands, að flmmta kafla laga um almannatryggingar verði breytt þann veg, að hjúkmnarstörf fengju sömu stöðu og lækningar og endur- hæfíng, þegar hjúkrunarfræðingar starfa sjálfstætt. í greinargerð segir að komið hafí í ljós „að vem- leg þörf er fyrir heimahjúkrun hér á landi og að engan veginn er hægt að sinna henni frá þeim stofnunum, sem til þess em ætlaðar. — Á sama hátt og læknar starfa að lækning- um utan stofiiana er í fyllsta máta eðlilegt að hægt sé að reka hjúkmn utan stofnana, þannig að sjúkra- tryggingar taki þátt í greiðslu Akveðins kostnaðar." í ræðu ráðherra drap hann á hugmynd, sem hann hafði sett fram á fundi Öldmnarfélags Islands, að hugað væri alvarlega að möguleik- um á dagvistun aldraðra, sem mikil eftirspum er eftir, í heimahúsum. Frumvarp sjávarútvegsráðherra: Frumvarp sjávarútvegsráðherra felur í sér nyög róttæka breytingu á fjárhagslegu skipulagi sjávarútvegsins. Róttæk breyting á fjárhags- skipulagi sjávarútvegsins FRUMVARP sjávarútvegsráð- herra um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarút- vegsins var lagt fram á Alþingi ígær. I athugasemdum við frum- varpið kemur fram, að í árs- byrjun 1985 skipaði sjávarút- vegsráðherra nefnd með aðOd samtaka sjómanna og útvegs- manna og þingflokka tíl að end- urskoða gOdandi iög og reglur um sjóði sjávarútvegsins og lög- bundnar greiðslur tengdar fisk- verði. Auk þess skyldi samhengið milli þessara lagafyrirmæla og skiptaverðs sjávarafla og þar með aflahluta sjómanna tekið tO rækOegrar skoðunar. Markmið endurskoðunarinnar Stj órnarfrum varp um dráttarvexti Stjómarfrumvarp um dráttar- vexti kom fram á Álþingi i gær. í greinargerð frumvarpsins seg- ir, að ýmis atriði varðandi drátt- arvexti, s.s. um upphafstima dráttarvaxta og dráttarvexti að þvi er varðar erlenda mynt, hafi valdið vafa og deOum og þvi beri nauðsyn tíl að settar verði lagareglur um dráttarvexti, bæði ákvörðun þeirra og önnur atriði. í frumvarpinu eru settar fram tillögur að lagareglum um það hvemig ákveða skuli dráttarvexti af fjárkröfum á sviði flármunarétt- ar, upphafstíma dráttarvaxta o.fl. Vegna sérstöðu skaðabótakrafna em þær kröfur teknar sérstaklega fyrir og gerðar tillögur að reglum bæði um hæð vaxta og dráttarvaxta svo og upphafstíma dráttarvaxta. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir því, að dómstólum verði í undan- tekningartilvikum veittar heimildir til að breyta dráttarvöxtum eða upphafstíma þeirra,- ef sérstakar aðstæður mæla með því. Ákvæði frumvarpsins em miðuð við það, að gerðar verði breytingar á gild- andi lögum um samningsgerð, umboð og ógilda löggeminga, en frumvarp um það efni liggur fyrir Alþingi. Framvarpið er samið af Benedikt Sigurjónssyni, fyrrv. hæstaréttar- dómara, og Viðari Má Matthíassyni, hdl., í samvinnu við viðskiptaráðu- neytið og Seðlabanka íslands. var þríþætt: Að gera fjárstrauma og tekjuskiptingu innan sjávarút- vegsins einfaldari og skýrari; að stuðla að sanngjamri skiptingu tekna innan sjávarútvegsins og koma f veg fyrri að sjóðakerfíð og tekjuskiptingarreglur dragi úr hag- kvæmni f uppbyggingu og rekstri sjávarútvegsins. Meginefni frumvarpsins er, að allir millifærslusjóðir og greiðslur utan skipta við fískkaup verði lagð- ar niður, en í staðinn komi einföld lög um skiptaverðmæti sjávarafla, sem ákveðið hlutfall skiptaverðs af hráefnisverði. í kjölfarið hækki fískverð þannig að það verði raun- vemlegt heildarverð og sýni allar greiðslur fyrir fískinn, sem nú fara eftir ýmsum leiðum ýmist innan eða utan skipta frá fískvinnslu eða sjóð- um. Jafnframt verði sett í lög ákvæði um greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins til þess að tryggja ömggar heimtur á lífeyrisiðgjöldum sjómanna, vátryggingaiðgjöldum fískiskipa, vöxtum og afborgunum af stofnlánum útvegsins og fram- lögum til samtaka sjómanna og útvegsmanna. í þessu skyni verði haldið eftir 15% af aflaandvirði við veðsetningu framleiðslunnar. Þessar greiðslur skuli koma af heildarandvirði aflans til útgerðar, en snerti ekki skiptin. Hér yrði því eingöngu um greiðslufyrirkomulag að ræða en ekki íhlutun í tekjuskipt- inguna. Sérreglur gildi um smábáta undir 10 brúttólestum, m.a. þannig að aðeins verði haldið eftir 10% af aflaverðmæti þeirra. Þá verði sett í lög ný ákvæði um ráðstöfun þess §ár, sem varið er á Qárlögum til endurgreiðslu á upp- söfnuðum söluskatti til sjávarút- vegs, á þann veg að það renni til þeirra greina, þar sem skatturinn safnast upp, einkum fískvinnslunn- Stuttar þingfréttir: Málum miðar áfram Fundað var í báðum þingdeild- um f gær. í neðri deild vóru samþykkt lög sem heimila stað- festingu íslands á alþjóðareglum til að koma f veg fyrir árekstra á sjó. Stjómarfrumvörp um fjár- öflun til vegagerðar, Búnaðar- málasjóð og loks um veð vóru afgreidd til þriðju umræðu og væntanlega til efri deildar á kvöldfundi. Haldið var áfram umræðu nm stjórnlagafrumvarp Ólafs Þ. Þórðarsonar (F. Vf.). í efri deild var frumvarp um ríkis- endurskoðun samþykkt til neðri deildar. Fmmvarp um afnám einka- sölu á eldspýtum og vindlingapapp- ír, fmmvarp um tollskrá, frumvarp um talnagetraunir vóm afgreidd til þriðju umræðu og hugsanlega til síðari þingdeildar á kvöldfundi. Mælt var fyrir stjómarframvörpum um stofnlánadeild landbúnaðarins, lausaskuldir bænda og heimild til að framleiða áfengi innanlands til útflutnings og dreifíngar innan- lands eftir sömu reglum og innflutt áfengi sætir. í efri deild var talsverður skoð- anaágreiningur um talnagetraunir. Meirihluti viðkomandi þingnefndar leggur til að framvarpið verði samþykkt en Eiður Guðnason (A.-Vl.) og Stefán Benediktsson (Bj.-Rvk.) vilja að því verði vísað til rikisstjórnar. Helgi Seljan (Abl.-Al) spurðist fyrir um, hvort fmmvarpið um framleiðslu áfengis hefði stuðning ríkisstjómarinnar allrar. Fram kom í svari íjármálaráðherra að engin athugasemd hafi verið gerð í ríkis- stjóminni um frumvarpið, sem væri stjómarframvarp. Helgi óskaði eftir því að leitað yrði umsagnar áfengis- vamaráðs um málið. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (Kl.-Rvk.) og Ragnar Amalds (Abl.-Nv) kváðust ekki myndu styðja fmmvarp um afnám einka- réttar ríkisins til að selja eldspýtur og vindlingapappír, þar eð það þýddi tekjutap fyrir ríkissjóð. í dag er síðasti dagur, samkvæmt nýjum þingsköpum, til að skila málum, sem fá eiga meðferð á þessu þingi, án þess að leita þurfí afbrigða fyrirþeim. ar, í stað þess að fara um Aflatrygg- ingasjóð í mynd verðuppbóta til útgerðar eins og nú tíðkast. Það er forsenda þessara laga- breytinga, að gerður verði viðbót- arkjarasamningur milli sjómanna og útvegsmanna þar sem útvegs- menn taki á sig skuldbindingar áhafnadeildar Aflatryggingasjóðs að greiða bátasjómönnum faeðis- dagpeninga, auk þess sem skipta- prósenta á öllum bátum undir 240 brl. hækki um u.þ.b. 1%-stig, til þess að tiyggja sem næst óbreyttan aflahlut sjómanna á þeim, eftir breytinguna. Samningsaðilar hafa lýst vilja sínum til þess að gera slík- an samning eins og lýst er í fylgi- skjali 1. Sjóðakerfíð og lögbundnar greiðslur utan skipta tengdar físk- verði er í reynd fjórþætt. í þessu frv. em gerðar tillögur um breyting- ar á þremur þessara þátta: I fyrsta lagi er nú lagt 5,5% útflutningsgjald á nær allan fiskút- flutning. Þetta fé, sem áætlað er að nemi um 1500 m.kr. þetta ár, rennur til Aflatryggingasjóðs (56%), til Tiyggingasjóðs fískiskipa og Úreldingasjóðs (23%), til Fisk- veiðasjóðs og Fiskimálasjóðs (18,8%), til sjávarrannsókna og framleiðslueftirlits (1%) og til sam- taka sjómanna og útvegsmanna (1,2%). I frv. er lagt til, að útflutnings- gjöldin verði lögð niður og hér eftir fái fískvinnslan ( hendur allt and- virði útflutningsins. Sjávarútvegs- fyrirtækin standi síðan sjálf undir öllum kostnaði af starfsemi sinni fyrir eigin reikning án millifærslu- sjóða. í frv. er Iagt til, að útflutnings- gjöldin verði lögð niður og hér eftir fái fískvinnslan f hendur allt and- virði útflutningsins. Sjávarútvegs- fyrirtækin standi síðan sjálf undir öllum kostnaði af starfsemi sinni fyrir eigin reikning án millifærslu- sjóða. í öðru lagi hefur Aflatrygg- ingasjóður að undanfömu haft til ráðstöfunar auk tekna af útflutn- ingsgjaldi framlag úr ríkissjóði sem endurgreiðslu á uppsöfnuðum sölu- skatti. Þetta framlag er á fjárlögum 1986 600 m.kr., og hefur mnnið til að standa undir verðuppbótun úr verðjöfnunardeild, fæðisdagpening- um sjómanna og öðram greiðslum úr Aflatryggingasjóði. Bætur úr Aflatryggingasjóði hafa síðustu ár í vaxandi mæli verið ákveðnar í beinu hlutfalli við aflaandvirði og virðist því eðlilegast að taka þær inn í sjálft fiskverðið. Hlutverk bæði hinnar almennu deildar og verðjöfnunardeildar sjóðsins breytt- ist mjög eða hvarf jafnvel, þegar upp var tekin ný fískveiðistefna, sem byggist á aflamarki sem aðal- reglu. Löggjafínn hefur reyndar þegar sett bráðabirgðaákvæði í þessa átt í lög, þar sem bætur úr hinni almennu deild Aflatrygginga- sjóðs skulu greiddar f hlutfalli við aflaverðmæti. í frv. er lagt til, að Aflatrygg- ingasjóður sjávarútvegsins verði lagður niður og tekjustofnar hans færðir í farveg viðskipta milli fyrir- tækja. Um fæðispeninga sjómanna gegnir öðm máli og hafa samnings- aðilar fallist á að taka þann þátt málsins inn í kjarasamninga, sbr. fslq'. 1, sem virðist hinn æskilegi vettvangur fyrir slík ákvæði. í þriðja lagi hafa á sfðari ámm verið sett lög, sem ákveða, að til- teknar greiðslur fyrir físk skuli vera utan við hlutaskiptin. Hér er annars vegar um að ræða greiðslur í Stofn- fjársjóð fískiskipa (10% ofan á verð við heimalandanir, 16% af söluverði við landanir erlendis), en hins vegar sérstakan kostnaðarhlut útgerðar (29% ofan á verð við heimalöndun en 6% af söluverði erlendis). Af sérstökum kostnaðarhlut koma 101/2% til skipta á bátum undir 240 brl. en 6Vi% á skipum yfír 240 brl. Þessi lagaákvæði fela í reynd í sér breytingu á hlutaskiptum, en ekki fjárstrauma utan við viðskiptin milli fyrirtækja eins og útflutningsgjöld- in. í frv. er lagt til að þessar greiðsl- ur utan skipta verði aflagðar, og gert hreint borð í hlutaskiptum. í fjórða lagi hefur Verðjöfnun- arsjóður fiskiðnaðarins áhrif á það, sem til skipta er innan sjávarút- vegsins. Hann hefur þó mikla sér- stöðu, þar sem honum er eingöngu ætlað að færa tekjur milli tfmabila en ekki milli aðila innan sjávarút- vegsins. I frv. em ekki gerðar tillögur um breytingar á starfsemi Verðjöfnun- arsjóðs, en nefndin hyggst fjalla um hana síðar. Svavar Gestsson: Námsleyfi launafólks Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) flytur tillögu til þingsálytkunar sem felur rikissljórninni, verði hún samþykkt, „að láta semja frumvarp tíl laga um rétt launa- fólks til námsleyfa". Miðað skal við að Iaunafólk geti reglulega fengið rétt til námsleyfa vegna verkmenntunar, þjálfunar, al- menns náms og endurmenntun- ar. Stofna skal sjóð til að standa undir kostnaði við námið sjálft og til þess að bæta launatap á meðan á námsleyfi stendur. Með tillögunni er birt samþykkt sambandsstjómar ASÍ um launað námsfrí frá í október 1985 og fleiri fylgigögn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.