Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986 við Grímudansleik að því leytinu að í báðum þessum verkum er tónlistin falleg og fellur vel að smekk almennings, en þó verð ég að segja, að Verdi er aldeilis stór- kostlegur," segir Sigríður Ella Magnúsdóttir, en hún leikur sí- gaunakonuna Azucenu á móti Hrönn Hafliðadóttur. „Þetta er dramatískt mezzo- hlutverk, ákaflega hressilegt hlut- verk, sem gefur manni nóg að gera út alla sýninguna og það kann ég vel að meta. Kerlingin hún Azucena ber reyndar uppi sýninguna, þetta er hennar saga.“ — Óperan er flutt á itölsku, heldur þú að áhorfendur skilji efni hennar? „Örugglega. Að vísu er vissara fyrir áhorfendur að vera búnir að lesa leikskrána áður en sýningin byijar, en tónlistin svíkur engan, hún er stórkostleg og það þarf enginn undirbúning til að geta notið hennar.“ — Hvernig er hlutverk Azuc- enu? „Það er mjög krefjandi, líklega svipað og hlutverk Ulriku, sem ég lék í Grímudansleik, karakterhlut- verk. Bæði þessi hlutverk eru þann- ig að eftir tíu ár ætti ég að geta flutt þau jafnvel betur en í dag. Það er líklega gott að geyma sér svona hlutverk fram á gamals aldur og eiga þá alls kostar í þau.“ — Þú ert siður en svo byrjandi í stórum óperuhlutverkum. Finnst þér leiklist söngvara eitt- hvað ábótavant? „Stundum og stundum ekki. Ég lærði „tekníska" hluti í óperuskól- um og veit því nokkuð um leiklist. En fólk má ekki gleyma því, að söngurinn og tónlistin eru númer eitt í óperum, og þannig á það að vera. Aður skipti ekki máli þótt fólk kynni alls ekkert að leika. Það hefur nú samt breyst sem betur fer. Á svona litlu sviði skiptir leiktúlkunin meira máli en á risastórum sviðum í útlöndum, þar sem áhorfendur sjá varla svipbrigði leikaranna." — Er rétt að tvískipta aðal- hlutverkunum? „Það finnst mér tvímælalaust rétt. Óperuflutningur er í raun allt of sjaldgæfur á íslandi svo að það er ekki nema sjálfsagt að gefa fleir- um tækifæri. Svo er öll samkeppni svo holl og nauðsynleg. Við Hrönn túlkum hlutverkið líklega á mis- munandi máta. Svo geta söngvarar fengið kvef og þá er gott að hafa einhvem til að taka við.“ — Er sýningin góð? „Þetta er „kvalitetsýning“, hún er heildargóð og það er vandað til allra hluta, sjáðu til dæmis búning- ana, leiktjöldin og lýsinguna. Eg veít að fólk fær góða skemmtun á þessari sýningu, hún á við alla sem á annað borð hafa áhuga á tónlist." „Sterkar konur“ „Leonora kemur mér fýrir sjónir sem sterk persóna. Hún stingur í stúf við þá viðteknu skoðun að konur fyrr á öldum hafí verið hug- litlar. Konur voru sterkar. Hlut- skipti Leonoru var að giftast greif- anum, en hún hrífst þess í stað af trúbadomum, farandsöngvara, sem hún kynnist. Eftir það sér hún ekkert annað," segir Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sem leikur Leonom á móti Elísabetu F. Eiríksdóttur. „Söguþráður ópemnnar er mjög flókinn og það kann að vera svolítið erfítt að botna í honum undirbún- ingslaust. Leonora er ástarsagan sem fléttast inn í hina harmrænu frásögn ópemnnar. Leonora brýtur af sér öll bönd og lætur greifann, þann volduga mann, horfa upp á það. Hún er aila tíð samkvæm sjálfri sér og gefur ekkert eftir. í lokin er greifínn búinn að fangelsa elskhuga Leonom og fellst hún á að heitast greifanum ef hann láti elskhugann lausan. Eftir að greifínn hefur gert það tekur Leonora inn eitur, því hún vill ekki ganga á bak orða sinna og hún vill ekki heldur svíkja unn- usta sinn.“ — Telur þú þig hafa náð tökum á hlutverkinu? „Um það verða nú aðrir að dæma. Ég skil Leonoru mjög vel og hef reynt eftir mætti að setja Sigríður Ella Magnúsdóttir í hlutverki Azucenu. Garðar Cortes sem Marico, og Ólöf Kolbrún Harðardóttir sem Leonora. íslenska óperan frumsýnir II Trovatore: Ein stórkostlegasta ópera Verdis Óperan H Trovatore verður frumsýnd hjá íslensku óperunni á föstudaginn. Óperan þykir með þeim stórkostlegustu af óperum Giuseppe Verdis. í henni fara saman ljúfar aríur og mikilfengleg- ir kórar. Flestir ættu að kannast við einhvem hluta tónlistarinnar, hvort sem þeir em óperuunnendur eða ekki, — svo oft hefur hún verið spiluð í útvarpi, sjónvarpi og á myndböndum. Nefna má að efni óperunnar er byggt á ástríðuf ullum harmleik og er meginefni hans örlög og hefnd. Sagan segir frá tveimur herforingjum, Luna og Manrico. Þeir em fjandmenn, ekki aðeins i styrjöld, heldur keppa þeir einnig um ástir sömu konu. Inn i sögima tvinnast örlög sigaunakonu, sem sögð er vera móðir Maricos. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og hljómsveitarstjóri er Gerhard Deck- ert. Æfingastjórar eru Peter Locke og Catherine Williams. Óperan byggist upp á átta atriðum og er því leikmyndin vandaverk, ekki síst á svo litlu sviði sem er í Óperunni. Englendingurinn Una Collins gerði leikmyndina og sá einnig um búninga- hönnun með aðstoð Huldu Kristínar Magnúsdóttur. Saumastofa Óperunn- ar sá um búngagerðina undir stjóm Huldu Kristínar. Er það mál manna að mjög vel hafi tekist til með búninga, t.d. hefur fagfólk álitið að búningar séu allir fengnir erlendis frá, en það er ekki rétt, eins og fram hefur komið. Lýsingunni stjómar David Walters og sýningaratjórar eru Kristín S. Kristjánsdóttir og Ingunn Ósk Stur- laugsdóttir. Aðalhlutverk í Býningunni leika margir af helstu söngvumm íslend- inga. Aðalkvenhlutverkin eru tvö, Leonora og sígaunakonan Azucena. Ólöf Kolbrún Harðardóttir og EKsabet F. Eiríksdóttir skiptast á um að leika Leonom. Sigríður Ella Magnúsdóttir og Hrönn Hafliðadóttir skiptast á um að leika Azucenu. Aðrir helstu leikendur em Kristinn Hljómsveitarstjórinn Gerhard Deckert. Sigmundsson, Garðar Cortes, Viðar Gunnarsson, en þetta er fyrsta meiri- háttar óperahlutverk hans, Elísabet Waage, Stefán Guðmundsson, Sigurð- ur Þórðareon og Snorri Wium. „Eitt af óska- hlutverkunum“ „Leonora brýtur af sér öll bönd vegna ástar sinnar. Hún er tilbúin til að fóma lífí sínu fyrir þann sem hún elskar. Leonora er ákaflega samkvæm sjálfri sér og þar af leiðir að hún kýs frekar dauðann en að bindast öðrum, segir Elísabet Ei- ríksdóttir, en hún leikur Leonoru á móti Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. „Þetta er ákaflega spennandi hlutverk, eitt af óskahlutverkunum í einni af þekktustu óperum heims. Mér fínnst ég skilja þetta hlutverk alltaf betur og betur. Svo er tónlist- in svo ákaflega falleg og heillandi. Mér fínnst hlutverkið ekki erfítt frá tónlistarlegu sjónarmiði, en það er ekki bara söngur heldur einnig leikur og túlkun og hún er marg- breytileg. Ég verð að lýsa tilfínning- um Leonoru á margvíslegan máta og sjaldnast eins frá einu atriði til annars, þetta er sveiflukennd túlk- un. Leonora sýnir dýpstu sorg upp í mikla og fölskvalausa gleði. Til dæmis er misskilningur henn- ar ákaflega sérstæður. Hún heyrir í ástvini sínum og sér skugga manns og hleypur í fang hans, en það er þá greifínn og á þetta horfír elsk- huginn og heidur að hún sé að svíkja sig. Leonora þarf því að sannfæra hann um tilfínningar sínar. Þettí er stórkostlegt atriði. Svo magnast þetta stig af stigi uns Leonora hyggst ganga í klaust- ur því hún heldur að ástvinur sinn sé dáinn. Þá hittir hún hann aftur.“ — Telur þú þig ná góðri túlkun á Leonoru? _Það er annarra að dæma um Viðar Gunnarsson sem Ferrando. það. Ég er sjálf að verða sáttari og sáttari við hlutverkið. En ég verð að segja það, að þar sem söngur er kenndur og raddþjálfun fer fram þarf leiklist að vera stór hluti af þjálfuninni. Það eykur öryggi manna og treystir sviðs- framkomu ekki aðeins fyrir þá sem ætla sér í óperur heldur almennt." Elísabet hefur sungið töluvert af minni hlutverkum í óperum, en fyrsta stóra hlutverk hennar var Amelía í Grímudansleik. — Fá áhorfendur góða skemmtun á óperunni II Trovat- ore? „Það er ekki vafamál. Ég held að fólk eigi eftir að njóta þessarar óperu, uppsetningin er orðin mjög sannfærandi." „Dramatískt mezzo- hlutverk“ „Það má kannski bera óperuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.