Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986
+
„Ég kann ekkert annað
en selja fisk núorðið“
Spjallað við Jón Olgeirsson eiganda
umboðsfyrirtækisins Fylkis o g
ræðismann íslands í Grimsby
Hvað dettur íslendingnm helst í hug þegar minnst er á Grimsby
á Englandi? Sennilega ísfiskur — og togarar. íslensk fiskiskip
hafa löngum selt afla sinn í Grimsby og Hull og hin síðari ár
hefur fiskur jafnframt veríð sendur utan i gámum með flugvélum.
En ekki er hægt að selja allan þennan fisk nema einhver hafi
milligöngu milli islensku seljendanna og hinna bresku kaupenda.
Sá maður, sem lengst hefur staðið i því, er Jón Olgeirsson, sem
nú er ræðismaður Islands í Grimsby og rekur jafnframt umboðs-
sölu, Fylkir Ltd., fyrir islenskan ísfisk.
Jón er 41 árs gamall, kjörsonur
Þórarins Olgeirssonar, sem lengi
var skipstjóri og útgerðarmaður í
Grimsby, og seinni konu hans,
Guðrúnar Zoega frá Reykjavík.
Þórarinn lést 1969 en Guðrún er
enn á lífí og býr í Reykjavík.
Jón Olgeirsson var á ferð á ís-
landi á dögunum í viðskiptaerind-
um en gaf sér þó tíma til þess
að spjalla við blaðamann Morgun-
blaðsins.
Hvemig byijuðu afskipti Jóns
af fisksölumálum?
„Ég ólst upp við þetta," segir
hann. „Faðir minn rak útgerðar-
fyrirtækið Renovia ásamt Joe
Little. Ég fór fyrst á sjóinn einn
míns liðs fímm ára. Pabbi bað
góðan skipstjóra, Markús Guð-
mundsson á togaranum Jóni for-
seta, fyrir mig og með honum fór
ég til íslands, svo kynni mín af
sjónum hófust snemma.
Það var svo þremur árum
seinna, að Páll Aðalsteinsson skip-
stjóri á togaranum Andanes bauð
mér í þriggja vikna veiðiferð á
íslandsmið og með í för var stjúp-
sonur hans, þremur árum eldri
en ég. Þetta var árið 1953. Ferðin
hafði mikil áhrif á mig og kveikti
í mér áhuga á sjónum. Við komum
heim með 150—160 tonn og seld-
um þau á góðum markaðsdegi
fyrir 8.000 £. Páll kemur svo að
máli við föður minn og fullyrðir,
að ég hafi ekki orðið sjóveikur og
hafí unnið vel í lestinni — mér
var ekki hleypt á dekkið. Síðan
dregur hann upp fimm punda seðil
og réttir mér. Mig rak í rogastans
vegna þess að þetta var stórfé í
augum átta ára sveinstaula —
jafngildir sennilega um 100 pund-
um í dag. En þetta var sem sagt
mín fyrsta þóknun fyrir fisksölu.
Ég fór svo aftur á sjóinn í
sumarleyfum þegar ég var 11, 12
og 13 ára.
Til þess að gera langa sögu
stutta, þá lauk ég prófi inn í há-
skóla og hafði lagt aðaláherslu á
tungumál. En þá kom pabbi að
máli við mig og sagði: „Ég er
búinn að mennta þig í tvö ár og
nú skalt þú fara að vinna. Þú
ferð ekki í háskóla. Ég er orðinn
það fullorðinn, að ég þarf á þér
að halda við útgerðarreksturinn."
Og þar með var stefnan tekin.
Pabbi leyfði mér reyndar að
fara til Emsts Stabel konsúls í
Cuxhaven til þess að komast betur
inn í þýskuna. Þar var ég í þijá
mánuði. Síðan var ætlun mín að
fara til Frakklands ári seinna, en
þá slasaðist pabbi illa í bílslysi svo
að ég átti ekki heimangengt.
Ross-útgerðarfyrirtækið keypti
Renovia árið 1960 og ég fór að
vinna hjá Ross á Englandi
1964—1967. Þá fór ég til starfa
hjá Ross Steers Fisheries Ltd. í
St. John’s á Nýfundnalandi en það
var í eigu Ross-fyrirtækisins. Við
vorum búnir að ná upp góðri
framleiðslu, en ári eftir að ég kom
til Nýfundnalands hrapaði verð á
þorskblokk niður úr öllu valdi og
grundvellinum var þar með kippt
undan rekstrinum. Ég fór því
aftur heim til Englands og fór að
vinna með Páli Aðalsteinssyni hjá
Boston Deep Sea Fisheries. Hann
var þá hættur sjómennsku og
kominn í land.
Pabbi deyr svo 1969. Við Páll
störfuðum saman út árið 1970 en
þá fórst hann í bílslysi og varð
harmdauði öllum sem þekktu
hann.
Svo er það 1972, að Boston
Deep Sea Fisheries, sem var í eigu
einnar fjölskyldu, er skipt upp á
milli fjölskyldumeðlimanna. Einn
þeirra kom til mín og bauð mér
að stofna með sér umboðsfyrir-
tæki sem ég ræki og þar með var
Fylkir kominn á laggimar."
— Hvenær varðst þú ræðis-
maður íslands í Grimsby?
Jón Olgeirsson
„Það var þetta sama ár, 1972,
að Níels P. Sigurðsson þáverandi
sendiherra í London, bað mig að
vera vararæðismaður, vegna þess
að Carl Ross ræðismaður og eig-
andi Ross-fyrirtækisins vildi ekki
blanda sér í þorskastríðið vegna
útfærslunnar í 50 mílur, sem þá
stóð yfir, en hélt þó ræðismanns-
stöðunni. Það var svo 1976 þegar
mest gekk á í víraklippingunum
vegna 200 mílna útfærslunnar,
að Ross sagði af sér og ég var
skipaður ræðismaður. Sama ár
lauk þorskastríðinu og ég eignað-
ist Fylki að fullu."
— Komst ekki skriður á ís-
fisksölu íslendinga á Englandi
þegar Bretar og íslendingar höfðu
samið frið?
„Ekki var það nú alveg strax.
Það var löndunarbann á fslensk
fiskiskip í þeim höfnum þar sem
þau höfðu venjulega seit: Grims-
by, Hull og Fleetwood, og kom
það illa við íslendinga. Eg hóf
samstarf við Landssamband ís-
lenskra útvegsmanna og Félag
slenskra botnvörpuskipaeigenda.
Við Kristján Ragnarsson, Vilhelm
Þorsteinsson og Ágúst Einarsson
áttum ótal fundi með hinum og
þessum fulltrúum til þess að fá
löndunarbanni aflétt í Grimsby og
það tókst eftir langa mæðu árið
1978. Banni hafði verið aflétt
nokkru áður í Fleetwood og Hull.
Þegar þessum hindrunum hafði
verið rutt úr vegi, var hægt að
he§a eðlileg viðskipti á ísfisk-
mörkuðunum.
Ég var eini umboðsmaðurinn
fyrir Íslendinga í upphafi. Þá var
mikil eftirspum eftir íslenskum
fiski og markaður góður. Allt
lagðist á eitt: togarafloti Breta
var að ganga úr sér og útgerð
hans að ieggjast niður að mestu,
staða pundsins var sterk og afli
allgóður á íslandsmiðum."
— Hefurðu fengið að sitja einn
að þessum markaði?
„Það stóð ekki lengi. Umboðs-
aðili minn í Hull var Boyd Line
Ltd. en J. Marr Ltd. í Fleetwood.
Það var svo upp úr 1980, að J.
Marr ákvað að ráða eigin mann
til þess að sjá um umboðssölu,
Pétur Bjömsson, og hafði hann
aðsetur í Hull. Fyrirtækin voru
því orðin tvö á markaðinum — við
í Grimsby og þeir í Hull. Við selj-
um áfram fyrir milligöngu Boyd
Line í Hull og J. Marr hefur
umboðsaðila í Grimsby."
— Er samkeppni ekki æskileg
í þessari grein?
„Jú, jú. Markaðurinn fór
stækkandi og ég tel samkeppni
eðlilega og æskilega þama sem
annars staðar.
Það vom sem sé tveir aðilar
sem sáu um söluna þar til í árs-
byrjun 1985. í febrúar það ár
byijar Þórleifur Ólafsson, fyrmm
starfsmaður minn, að selja ísfisk
á vegum ákveðins hóps manna
og um þá starfsemi er stofnað
fyrirtækið Stafnes Ltd. en umsvif
þess hafa aldrei orðið mikil. Síðan
hefur J. Marr farið út í sjálfstæða
umboðssölu og ráðið Baldvin
Gíslason til þeirra hluta og sl.
haust yfirtók Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna með tilstyrk dóttur-
fyrirtækis síns, Iceland Freezing
Plants Ltd., Brekkers Ltd. í Hull,
gamalt fyrirtæki sem hefur haft
mikil viðskipti við SH og er með
deild sem sér um sölu ísfisks —
aðallega frá írlandi og Skotlandi.
Þegar SH tók við þessu fyrirtæki,
var ákveðið að bjóða aðilum Sölu-
miðstöðvarinnar aukna þjónustu.
Til þess var ráðinn Aðalsteinn
Finsen, sem starfaði áður hjá mér.
Skjmdilega em því orðnir fimm
aðilar um þann markað sem tveir
höfðu fyrir rúmu ári. Það er of
margt að mínu mati. Það fer varla
hjá því að þeim eigi eftir að fækka
aftur."
— Hvenær hófst flutningur ís-
fisks í gámum til Bretlands?
„Það var árið 1982 og náði
hámarki í júlí og ágúst í fyrra.
Það var eðlileg þróun. Afli var
góður, skreið seldist ekki og
pundið var að styrkjast. Þessi
fískur var að jafnaði nýrri og betri
en annar ísfiskur. Mönnum hætti
til að vera of lengi á veiðum til
þess að fylla skipin — það var
auðvitað hagstæðara að sigla eftir
því sem farmurinn var stærri —
og því var fiskurinn ekki alltaf
nógu góður þegar hann kom á
markað. Nú geta þeir verið úti í
3—4 daga, skutlað aflanum í gám
uppi á Islandi, gáminum í flugvél
og haldið síðan aftur til veiða.
Þannig kemur fiskurinn miklu
ferskari á markaðinn. Þá eru
umboðslaunin lægri fyrir sölu á
gámafiski en þeim sem kemur
með skipum, því snúningar í kring
um hann eru miklu minni. Ég
hafði svolítið gaman af því, þegar
þeir hjá J. Marr lýstu þvi yfir, að
þeir ætluðu að lækka umboðslaun
fyrir gámafísk úr 3% í 2%. Þau
voru nefnilega 2% frá upphafí
hjá mér. Aftur á móti eru umboðs-
laun fyrir skipafisk breytileg —
fara eftir því hve mikið þarf að
hafa fyrir sölunni," segir Jón.
Hjá Fylkir Ltd. starfa nú 9
fastráðnir menn auk nokkurra
sem sjá um að losa gámana.
Umsvifin eru allmikil því eitt árið
seldi Fylkir íslenskan fisk fyrir
16 milljónir og 700 þúsund pund
eða rúman milljarð íslenskra
króna á núgildandi gengi. Að
sjálfsögðu kemur aðeins lítið brot
af því fé í hlut fyrirtækisins en
megnið kemur Islendingum til
góða. Það hefur líka komið fyrir
að Jón hefur þurft „að lifa á þeirri
fitu sem hann hefur safnað i góðu
árunum", eins og hann kemst að
orði.
En hvað segir Jón Olgeirsson
um framtíð ísfisksölu fslendinga
til Bretlands?
„Meðan menn vilja sigla verður
einhver til að kaupa,“ segir hann.
„Það er ljóst, að markaður verður
góður út þetta ár hvað sem seinna
verður. Salan ræðst af svo mörgu
— hvemig freðfiskmarkaðurinn í
Bandaríkjunum verður, hvort
frystitogurum fjölgar, hvemig
Evrópubandalagslöndin veiða í
Norðursjó, hvemig pundið stendur
gagnvart dollaranum, afla ís-
lenskra skipa og fiskveiðistefnu
'íslenskra stjómvalda, svo eitthvað
sé nefnt."
— Ætlarðu að halda fisksölu
lengi áfram?
„Ætli ég lafí ekki í þessu svo
lengi sem mér endist líf og heilsa
og einhveijir em til að selja og
kaupa. Ég kann hvort eð er ekkert
annað nú orðið," segir þessi frum-
heiji í íslenskri ísfisksölu og bros-
ir.