Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMttJDAGUR 10. APRÍL1986 Sigurður bætir við sig í spjótkastinu SIGURÐUR Einarsson spjótkast- ari úr Ármanni setti íslandsmet í spjótkasti um helgina f Missouri er hann kastafli 77,10 metra. Sigurflur vann mótifl og í öðru sœti varð Tanzaníumaðurinn Malekwa Zakayo með 72 metra, en hann kastaði gamla spjótinu 89 metra tœpa í fyrra, eða örlitlu lengra en Sigurður. Arangur Sigurðar er einn sá bezti í heiminum, aðeins er vitað um einn spjótkastara, sem kastað hefur lengra, en þess ber að geta að mótin fara ekki í gang af alvöru fyrr en í maí. Einar Vilhjálmsson UÍA mun t.d. ekki keppa fyrr en í maílok, en Morgunblaðið veit til þess að hann hefur kastað nýja spjótinu um og yfir 80 metrana á aefingum. Vésteinn Hafsteinsson HSK sigraði í kringlukasti á öðru mótinu í röð, nú með 63,40 metrum, en fyrir viku kastaði hann 63,98 metra og er greinilega í góðri aefingu. Eggert Bogason FH kastaði kringlu 55,50 metra og sleggju röska 54 Islandsmótið í borðtennis: Fyrri hlutanum lauk um helgina FYRRI hluti íslandsmótsins í borðtennis fór fram í Laugardals- höll um síðustu helgi og var þá að mestu keppt í yngri aldurs- flokkum. Keppt var í fjölmörgum flokkum og var keppnin bæði spennandi og jöfn. í tvíliðaleik drengja á aldrinum 15—17 ára sigruðu þeir Valdimar Hannesson og Kjartan Briem úr KR en í tvíliðaleik sveina, sem er flokkur borðtennismanna sem eru yngri en 15 ára, sigruðu Árni G. Hercules tapaði Frá Tryggva Htibner, fróttaritara Morgunbladsins á Spáni. HERCULES, lið Péturs Póturs- sonar, er nú svo gott sem fallið í 2. deildina hér á Spáni. Liðið tapaði fyrir Valencia með þremur mörkum gegn einu og er nú f næst neðsta sæti með 21 stig. Neðstir eru Celta með 12 stig og Valencia er næst fyrir ofan Hercules með 23 stig en þrjú lið falla í deildinni. Arinbjarnarson og Pétur Úlfsson úr Stjörnunni. í tvíliðaleik stúlkna yngri en 17 ára sigruðu þær Katrín Harðar- dóttir og Anna Sigurbjörnsdóttir og í tvenndarkeppni unglinga unnu Jón Karlsson úr Erninum og María Sigmundsdóttir úr Víkingi. [ einliðaleik hnokka — piltar sem eru yngri en 10 ára — sigraði Hörður Birgisson úr UMSB og í einliöaleik öldunga vann Pétur Stephensen úrVíking. A sunnudeginum var keppni haldið áfram í Höllinni og þá var keppt í einliðaleik. Hjá drengjun- um, 15—17 ára, vann Gunnar Valsson úr Stjörnunni, Kjartan Briem úr KR vann flokk 13—15 ára sem kallast sveinaflokkur, og Halldór Björnsson úr Stjörnunni vann piltaflokkinn. Hjá stúlkunum sigraði Anna Sigurbjörnsdóttir úr Stjörnunni í flokki 15—17 ára. Fjóla María Lár- usdóttir úr UMSB vann meyja- flokkinn, sem er 13—15 ára, og félagi hennar úr UMSB, Sigurborg Ólafsdóttir, sigraði í sínum flokki sem kallast telpnaflokkur og þar keppa telpur á aldrinum 10—13 ára. Dómaramál: Kjartan hættur Akureyn. KJARTAN Tómasson knatt- spymudómari hefur ákveðið að hætta að dæma f knattspyrnu. „Flautan er komin upp í læstan skáp,u sagði hann f samtali við Morgunblaðið. Kjartan hefur dæmt í 1. deildinni í þrjú ár og hann var í 15 manna hópnum sem átti að dæma í sumar. Nú hefur hann hins vegar ákveðið að hætta aiveg aö dæma og ástæðan eru persónulegar. Sæti Kjartans í 15 manna hópn- um tekur Ólafur Lárusson úr KR en hann var varamaður fyrir 1. deildina. metra. íris Grönfeldt UMSB kastaði spjóti á mótinu 52,56 metra, en hún hefur lengst kastað um 54 metra í vor. Kristjáni Harðarsyni tókst illa upp í langstökkinu, stökk 7,05 metra, og varð að hætta keppni í miðjum klíðum. Ragn- heiður Ólafsdóttir keppti í boð- hlaupum, hljóp 800 og 1200 metra spretti, en millitimar voru ekki teknir. I báðum greinum vann skólasveitin sigur. Frjálsíþróttafólkið í Alabama hefur verið sigursælt á mótum í vor. Kvennalið skólans sigraði í stigakeppni bandaríska háskóla- meistaramótsins innanhúss, sem er nýafstaðið, og einnig vann það svæðismeistaramótið. Skólaliðið hefur aldrei áður sigrað í þessum mótum og að sögn Þráins Haf- steinssonar, sem er einn af þjálfur- um skólaliðsins, eru skólayfirvöld í sjöunda himni með árangurinn. Kvenna- og karlalið skólans hefur aldrei verið sterkara og er búizt við að þau verði í hópi þriggja þeirra stigahæstu á utanhússmóti háskólanna ívor. • Sigurður Einarsson bætti enn árangur sinn í spjótkastinu og kastaði 77.10 m. um síðustu helgi. Vorboðinn Ijúfi: Víðavangshlaup IR haldið Í71. sinn VÍÐAVANGSHLAUP ÍR, sem er elzta frjálsíþróttakeppni lands- ins, verður háð samkvæmt venju á fyrsta sumardag, fimmtudaginn 24. aprfl nk. Er þetta 71. árið f röð sem hlaupið verður haldið, en það hefur aldrei fallið niður frá þvf það fór fyrst fram, árið 1916. Hlaupið hefur f riti verið nefnt vorboðinn Ijúfi. Hlaupið hefst kl. 14 og verður hlaupin svipuð leiö og undanfarin ár, byrjað í Hljómskálagarði, síðan farið út í Vatnsmýri og eftir stóran hring þar komið til baka inn í Hljómskálagarð og loks endað í Tjarnargötu gegnt Tjarnarbíói. Vegalengdin er um 4 kílómetrar. Keppt er um mikil verðlaun í hlaupinu, sem er bæði einstakl- ingshlaup og sveitakeppni. í sveitakeppninni er keppt í 3ja, 5 og 10 manna sveitum karla, 3ja manna sveit kvenna, 3ja manna sveit 30 ára og eldri í karlaflokki, einnig í 3ja sveina sveit og loks í 3ja meyja sveit, en það er nýjung í hlaupinu. Sveinar og meyjar eru keppendur 16 ára og yngri. í öllum sveitakeppnunum er keppt um veglega bikara, sem Morgunblaðið gefurtil hlaupsins. Sigurvegari hlaupsins hlýtur Morgunblaðsbikarinn til varðveizlu í eitt ár. Handhafi hans nú er Sig- urður P. Sigmundsson FH, sem sigraði í hlaupinu í fyrra. Enn- fremur verða veitt verðlaun fyrstu þremur körlum og konum í mark, einnig fá elztu keppendur af báð- um kynjum sérverðlaun. Þá verður að þessu sinni tekið upp það ný- mæli að veita fyrstu þremur svein- um og fyrstu þremur meyjum verð- laun. Loks verða ýms sérverðlaun IBR athugar með tryggingu fyrir alít reykvískt íþróttafólk veitt fyrir þátttöku í hlaupinu og við útdrátt um þau eiga allir kepp- endur að standa jafnt að vígi. Að keppni lokinni verða kepp- endum og starfsfólki boðnar veit- ingar í IR-húsinu við Túngötu. Væntanlegir keppendur þurfa að skrá sig til þátttöku í síðasta lagi sunnudaginn 20. apríl hjá Guð- mundi Þórarinssyni (s. 10082) og er þátttökugjald kr. 200. Anderlecht er enn efst ANDERLECHT er nú með tveggja stiga forskot f belgfsku 1. deild- inni f knattspyrnu. Liðið sigraði Lierse á heimavelli um helgina með þremur mörkum gegn engu. Arnór Guðjohnsen lék ekkl með Anderlecht. Waterschei, lið Ragnars Mar- geirssonar, vann sinn sjötta leik á keppnistímabilinu er þeir sigruðu Beerschot á heimavelli, 2-1. Wat- erschei er nú í næst neðsta sæti með 21 stig. Úrslit leikja í Belgíu um síðustu helgi voru þessi: Anderlecht — Lierse 3-0 Waterschei — Beerschot 2-1 Lokeren — Ghent 1 -3 FC Antwerpen — FC Liege 1 -0 FC Mechlin - RWDM 3-2 Beveren — Cercle Brugge 2-1 FC Brugge — FC Seraing 2-1 Standard Liege — Kortrijk 0-0 ÞEGAR tryggingasamningur Sjóvá og félags 1. deildar leik- manna var kynntur blaðamönn- um á föstudaginn og við skýrðum frá f blaðinu á laugardaginn vakti það athygli að svo virðist sem Reykjavfkurborg sé eina bæjarfé- lagið á iandinu sem hefur verið með slysatryggingar fyrir íþrótta- menn. íþróttabandalag Reykja- víkur hefur greitt 9.380 krónur á mánuði til slasaðra íþróttamanna en það er sama upphæð og Tryggingastofnun rfkisins greiðir. Reykvfskir fþróttamenn standa að þessu ieyti betur að vígi en fþróttamenn annars staðar að af landinu. Júlíus Hafstein formaður ÍBR sagði í samtali við Morgunblaðið að nú væri Sjóvá að athuga fyrir íþróttabandalagið hvort hág- kvæmara væri að ÍBR tryggði alla reykvíska íþróttamenn, svipað og félag 1. deildarleikmanna gerir á komandi keppnistímabili. „Ef iðngjöldin af slíkri tryggingu væru svipuð upphæð og það sem íþróttabandalagið greiðir slösuð- um íþróttamönnum í Reykjavík ár hvert þá getum við alveg eins borgað iðngjaldið og tryggt allt okkar íþróttafólk þannig," sagði Júlíus Hafstein. I kvöld EINN leikur verður f Reykja- vfkurmótinu í knattspyrnu í kvöld og verður að vanda leikið á gervigrasvellinum og hefst leikurinn klukkan 20.30. Það eru Valur og ÍR eigast við. sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.