Morgunblaðið - 10.04.1986, Page 42

Morgunblaðið - 10.04.1986, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986 Landssamoand sjálfstæðiskvenna „Metnaðurer nauðsynlegur 1 starfi og pólitík“ íj. Rætt við Maríu E. Ingvadóttur formann Hvatar Maria Elínborg Ingvadóttir, viðskiptafræðingur, tók við formennsku í Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna i Reykjavík, síðast- liðið haust af Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra. María, sem er Akureyringur, er tveggja barna móðir og starfar sem deildarstjóri hagdeildar Sambands íslenskra samvinnufélaga. Eftirfarandi viðtal við Mariu var tekið á skrifstofu Hvatar i Valhöll á laugardagsmorgni skömmu eftir að listi Sjálfstæðis- flokksins fyrir borgarstj órnarkosningamar í vor var birtur. I prófkjöri flokksins í haust voru fleiri konur meðal þátttak- enda en nokkru sinni áður. Aðeins ein þeirra, Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi, náði þeim árangri að hún skipar öruggt sæti á framboðslista flokksins. Hvað segir þú um þessa niðurstöðu? „Úrslit prófkjörsins urðu okkur vonbrigði að þessu leyti. Ég held að flestir stuðnings- menn flokksins hafí fyrir próf- kjörið fundið meiri meðbyr með konum en oftast áður. Mjög margar hæfar sjálfstæðiskonur tóku þátt í kosningunni, það er staðreynd. Nú sítja fjórar sjálfstæðiskon- ur í borgarstjóm Reykjavíkur af tólf fulltrúum flokksins. Tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins í borgarráði eru konur, þær Ingibjörg Þ. Rafnar og Hulda Valtýsdóttir. Ingibjörg gaf ekki kost á sér til endurkjörs í borgarstjóm og Hulda náði ekki ömggu sæti í prófkjörinu fyrir næsta kjörtímabil borgar- stjómar. Margir hæfír einstakl- ingar komu til greina í efstu sætin. En reynslan í haust mun leiða til þess að skipulegri vinnu- brögð verða tekin upp hvað varðar framboðsmál kvenna, hvort sem prófkjör verða áfram meginreglan eða ekki.“ Vinnan að auknum hlut kvenna í ábyrgðarstöðum á vegum flokksins, — er það starf fyrst og fremst verkefni kvenna- hreyfíngarinnar? „Það hlýtur að vera flokknum í heild til góða að konur skipi ábyrgðarstöður á vegum hans og innan flokksins í sama mæli og karlar. Stjómmálaflokkur er ekki annað en þverskurður af þjóðfélaginu. Fyrir því þarf að vera skilningur." Undanfarin ár hefur félagið að mestu leyti fjallað um málefni sem varða konur, hlut kvenna á vettvangi stjómmálanna, jafn- rétti kynjanna ekki síst á vinnu- markaðnum og málefni fjöl- skyldunnar. Er ekki kominn tími til þess að kvennahreyfíngin hætti að taka þessa málaflokka „að sér“ og geri flokkinn í heild ábyrgan fyrir þeim? „Stefna flokksins í þessum María E. Ingvadóttir. málaflokkum er skýr í ályktun- um landsfunda. Hvöt starfar á breiðum gmndvelli. Þó svo að við höfum áhuga á svokölluðum kvenna- málefnum, megum við ekki ein- skorða okkur við þau. Við viljum láta til okkar taka í öllum mál- efnaflokkum. Meðal okkar em konur úr atvinnulífínu, við- skiptalífinu, konur með mikla reynslu og margvíslega mennt- un. Auðvitað höfum við skoðanir og áhuga á fleiru en jafnréttis- málum, skóla- og dagvistarmál- um. Nú fara fleiri konur í fram- haldsnám en áður og fleiri láta til sín taka á opinbemm vett- vangi. Ég held að innan nokk- urra ára verði það vandamál úr sögunni að konum og körlum sé mismunað með launum og að karlar munu ekki lengur eiga greiðari leið til áhrifastarfa en konur. Það er engin skömm að því að hafa metnað og reyndar nauðsynlegt, hvort heldur sem er í starfí, félagsmálum eða póli- tík. Karlmenn vinna leynt og Ijóst að því að ná fram markmið- um sínum, því ættu konur ekki að starfa eins? Konur eiga ekki að hika við að viðurkenna fyrir alþjóð að þær vilji gjaman komast til áhrifa í stjómmálum eða vinna sig upp í starfi. Hér dugir engin hæverska, það tekur tíma að ná settu marki, og það er ekki nóg að konan viti sjálf hvers hún er megnug, hún þarf að sannfæra aðra um það líka og gera öllum ljóst hvert hún stefnir." Innan flestra stjómmála- flokka em starfandi sérstakar kvennafylkingar. Er tímabært að leggja þessi sérfélög kvenna niður? „Nei, það er engu minni þörf nú en áður á sérfélögum kvenna innan stjómmálaflokkanna. Þessi sérfélög eru aðeins einn möguleiki af mörgum fyrir konur sem vilja starfa í stjórn- málaflokki, og sú staðreynd að félagskonur í Hvöt em um 1400 talar sínu máli. Hvöt á fulltrúa í öllum helstu ráðum og nefnd- um flokksins. Ég er ekki viss um að konur væm jafn margar þar ef aðeins væm blönduð fé- lög, nema að innan þeirra væri þá unnið samkvæmt einhvers- konar kvótakerfí." Er Hvöt „skóli“ fyrir konur í stjómmálum? „Við viljum að konur líti á félagið sem vettvang til að koma sér á framfæri í stjómmálum, vettvang sem konur vilja starfa á, og þar sem þær geta komið hugmyndum sínum á framfæri. Við viljum stuðla að því að þær fái tækifæri til að vinna í mál- efnanefndum í samræmi við þeirra áhugasvið. Ég held að það þurfí að byggja upp sjálfstraust kvenna, því að það er númer eitt að konur Iíti á sig sem jafn- ingja karla. Ef þær gera það ekki sjálfar, þá gerir enginn það. Við þurfum líka að læra að treysta öðmm konum. Konur virðast kröfuharðari í garð annarra kvenna en karla. Þær hugsa ekki út í það, að með því em þær að leggja stein í sína eigingötu." Hvað er framundan í starfí félagsins? „Við ætlum að efla Hvört enn frekar, þannig að félagið og starfsemi þess höfði til sem flestra kvenna. Hvort sem um er að ræða fullorðnar konur sem em að fara aftur út á vinnu- markaðinn, heimavinnandi hús- mæður, ungar konur sem em að stíga sín fyrstu skref í félags- starfí eða virkar konur úr at- vinnulífínu. Félagið verður að vera áhugavert fyrir allar þessar konur. Haldnir em áhugaverðir fundir, námskeið og ráðstefnur. En það er nauðsynlegt að félags- konur taki enn meiri þátt í störf- um félagsins og séu virkari í flokksstarfínu. Við verðum að láta meira í okkur heyra, koma skoðunum okkar út fyrir veggi Valhallar, þannig að fólk út í bæ viti um okkar þátt í flokks- starfinu. Okkar markmið er að gera þann þátt Hvatar ónauðsynleg- an að gæta hagsmuna kvenna innan flokksins. En það er ekki erfitt að setja sér markmið, mun ’ erfiðara er að fínna réttu leiðina til að ná þeim. Við viljum hvetja konur til að nota þ’á möguleika sem þær hafa og grípa þau tækifæri sem gefast. Ef þær gera það, verður þess ekki langt að bíða að í störf og stöður veljist hæfasta fólkið, án tillits til kynferðis." „Framtíðin í okkar höndum“ í haust kom út bókin „Fram- tíðin i okkar höndum'* á veg- um Hvatar og Landssam- bandsins. Ritstjóri bókarinnar var Bessí Jóhannsdóttir, sagn- fræðingur. Bókin hefur verið kynnt í fjölmiðlum, en tilefni útgáfunnar var lok kvenna- áratugar Sameinuðu þjóð- anna. 15 sjálfstæðismenn skrifa greinar í bókina, sem er til sölu í Valhöll og í nokkr- um bókabúðum. Hér á eftir fara setningar úr nokkrum greinum, valdar af handahófi. „Sumarið 1985 var skýrt frá því í Ríkisútvarpinu að Gor- basjoff leiðtogi Sovétmanna teldi kominn tíma til að hætt yrði að framleiða alls konar vaming þar í landi sem fólk vildi alls ekki eignast! Og viti menn í staðinn á að hcfja framleiðslu á vörum sem fólkið vill! Það er hulin ráðgáta hvernig maðurinn ætlar sér að fara að þessu nema helst hann hugsi sér að notast við frjálsan markað til að koma upplýsingum um þarfír neyt- enda á framfæri við framleið- endur. Ef Sovétmenn eru að kikna á miðstýringunni því skyldum við þá vera að elta þá útí kviksyndi ofstjórnar?" Úr grein Árdísar Þórðardóttur „Hálfur er hauður und hvötum.“ „Við viljum að þjóðfélag okkar byggist á einstaklingun- um og við lítum á heimilið sem grundvallareiningu þjóðfélags- ins. Við skulum því hafa það að leiðarljósi þegar við ijöllum um samskipti og samstarf heim- ila og skóla, að það er heimilið sem er tilgangurinn og skólinn sem er tækið, — en ekki öfugt,“ úr grein Eiríks Ingólfssonar „Foreldraábyrgð og tengsl heimilaogskóla." „Sú hugmyndafræði sem kvennaframboðin byggja á, hefur ýmis ákveðin einkenni heildarhyggju. Þessi heildar- hyggja kemur fyrst og fremst fram þegar talað er um „sameig- inlegan reynsluheim kvenna", V rétt eins og fámennur hópur kvenna geti ákveðið og skil- greint skoðanir kvenna yfír- leitt..." Úr grein Margrétar Jónsdóttur „Sérframboð kvenna á kvennaáratug". „Miðað við handbærar upp- lýsingar um námsval kvenna er ekki að sjá að mikil áhersla sé lögð á að hafa þar áhrif með tilliti til framtíðarmöguleika þeirra, og dreifast þær, jafnt langskólagengnar, faglærðar eða ekki, á mun færri starfs- greinar en karlar, og enda jafn- an í láglaunahópnum, þrátt fyrir aukna menntun . . . Ég tel að við megum engan tíma missa til þess að koma í veg fyrir að konur, sem hópur, lúti í lægra haldi á vinnumarkaðnum vegna kynferðis síns. Samkeppni um störf á eftir að aukast enn meir og eftirspum verður mest eftir tæknimenntuðu fólki og sér- hæfðum starfsmönnum . ..“ Úr grein Oddrúnar Kristjánsdóttur, „Konur og vinnumarkaðurinn.“ Nýrfram kvæmdastj óri LS og Hvatar Nýlega tók Eygló Halldórsdóttir við starfí framkvæmdastjóra Hvatar og Landsambands sjálf- stæðiskvenna af Huldu Ólafs- dóttur. Hulda fór til starfa hjá Islandslaxi hf. og eru henni þökkuð velunnin störf hjá flokknum. Eygló Halldórsdóttir hefur sl. ár unnið við almenn skrifstofustörf í Reykjavík og í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.