Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986 Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Fram kemur á veðurtunglamynd, sem barst Veðurstofu Islands fyrir hádegi sl. laugardag, að gifur- legar fjallabylgjur voru yfir landinu vestanverðu daginn, sem TF-ORM fórst í Ljósufjcílum. Eins og fram kemur á meðfylgjandi mynd, sem stækkuð er út úr veðurtunglamyndinni, má sjá bylgjurn- ar. Ná þær frá Snæfellsnesi langt norður fyrir Vestfirði. Talið er m.a. að TF-ORM hafi lent í öflugn niðurstreymi í fjallabylgju; veðurskilyrðum sem myndast geta hlémegin við fjöll í hvassviðri. Flugvélanotkun í innanlandsflugi: Skiptar skoðanir um flugvélategundir Veðurþjóiiustu við flugið ábótavant, segir Helgi Jónsson Forsvarsmenn áætlunar- og leiguflugfélaga annarra en Flug- leiða voru í gær inntir álits á þeim ummælum Péturs Einarsson- ar, flugmálastjóra, í Morgunblaðinu þess efnis að spurning væri hvort veijandi væri að nota bæri aðrar flugvélar á lengri leiðum í farþegaflugi innanlands en þær sem flogið gætu ofar veðri, þ.e. flugvélar með jafnþrýstan farþegaklefa og hverfilhreyfla. Svörin fara hér á eftir: Guðmundur Hafsteinsson, deild- arstjóri innanlandsdeildar Amar- flugs, sagði þær flugvélar, sem flugmálastjóri ræddi um, vera ótvírætt betri við ýmis veðurskil- yrði. Þær hefðu möguleika á að fara upp fyrir veður, en svo væri 'ekki endilega í öllum tilvikum og eiga mætti von á veðurskilyrðum þar sem svona vélar lentu einnig í vandræðum. Til skamms tíma hefði hins vegar ekki verið að- staða á flugvöllum fyrir flugvélar af þessu tagi og væri útilokað að fljúga með slíkum flugvélum til ýmissa áætlunarflugvalla Arnar- flugs. Guðmundur sagði það ekki í deiglunni að Amarflug fengi sér flugvélar eins og flugmálastjóri ræddi um. Miðað við þau fargjöld sem em í gildi og þann kostnað sem er við flugrekstur taldi hanr. flugfélögin ekki myndu hafa bol- magn til að kaupa svona vélar, því þær væm tvisvar til þrisvar sinnum dýrari en þær flugvélar, sem notaðar væm. „Þetta er það sem flesta dreymir um og við átt- um svona vél og og vomm með aðra til reynslu fyrir nokkmm ámm. Við höfðum að mörgu leyti góða reynslu af þeim, en sú sem við áttum var þó ekki nógu hent- ug,“ sagði Guðmundur. „Ég er sammála flugmálastjóra að því leyti að við þyrftum að geta verið með betri og aflmeiri flugvélar," sagði Stefán Friðleifs- son, flugstjóri hjá Flugfélagi Austurlands. „Það er stóri draum- urinn að geta eignast flugvélar með hverfilhreyfla og þrýstings- jafnaðan farþegaklefa, en ástand- ið er hins vegar þannig að það hefur enginn efni á flugvélum af þessu tagi. Við emm með í deiglunni að selja aðra Piper Navajo-vél okkar kaupa Piper Chieftain, sem er stærri og öflugri. Það er miklu minna mál en að kaupa flugvél eins og flugmálastjóri talar um, en er samt dæmi upp á 4—5 milljónir króna, sem er mikið fyrirtæki fyrir flugfélag eins og okkar. Dæmið gengi aldrei upp með skrúfuþotu. Það hefiir verið rætt hvort skylda ætti menn til að hafa tvo flugmenn á minni vélunum. Auð- vitað væri það til bóta og yki á öryggið, en slík krafa væri dauða- dómur fyrir t.d. okkar flugfélag. Þar með væri einu sætinu færra fyrir farþega og rekstrarkostnað- ur ykist stómm," sagði Stefán. „Falskt öryggi í skrúfuþotum“ „Þessi ummæli em í sjálfu sér óskiljanleg og það er heldur ekki gaman að standa undir tilfínn- ingaskrifum eins og birtust í leið- ara Morgunblaðsins í morgun. Svona skrif þjóna engum tilgangi nema gera okkur öllum lífíð leitt og setja beig að því fólki sem þarf að fljúga og sleppur ekkert við það. Það gerir skaðan meiri að það skuli vera flugmálastjóri sem mælir svo,“ sagði Sigurður Aðalsteinsson, flugstjóri hjá Flug- félagi Norðurlands. „I fyrsta lagi er ekki nokkur gmndvöllur fyrir rekstri svona flugvéla, það höfum við reynt hjá Flugfélagi Norðurlands. Við eig- um svona flugvél en það er enginn kaupandi að sætum í henni, þau em of dýr. í öðm lagi er það engin lausn að vera með flugvél með túrbínuhreyflum og jafn- þrýstibúnaði. Það má segja að í flestum tilfellum stuðli maður að meira öryggi en þær em engin trygging. Þvert á móti er það falskt öryggi og í því sambandi vil ég minna á atvikið þegar Flug- leiðafokkerinn var nærri farinn við Akranes, einmitt í svipuðum veðurskilyrðum og virðast hafa verið á flugleið TF-ORM. Auðvitað viljum við allir vera á sem beztum flugvélum og stefn- um að því. Flugvélamar í dag em miklu betri en þær vom fyrir t.d. 20 eða 30 ámm. En það er al- rangt, sem haldið er fram í leiðara Morgunblaðsins, að búnaður litlu flugvélanna sé verri en í Fokker Friendship-flugvélum Flugleiða. Það er alrangt og hefur ekki við neitt að styðjast," sagði Sigurður. „ÞotuhreyfU1 verri í ókyrrð“ „Á lengri leiðum em skrúfuþot- ur æskilegar, það er gott að geta verið hærra yfír ijalllendi, en þær leysa ekki allan vanda og við munum nú eftir því að fyrir nokkr- um ámm var Fokker nærri farinn í jörðina við Akraíjallið af sömu ástæðu og flugvélin fórst í Ljósu- fjöllum," sagði Helgi Jónsson, forstjóri Leiguflugs Helga Jóns- sonar í Reykjavík, sem m.a. á og rekur 10 sæta skrúfuþotu. Helgi sagði skrúfuþotur hag- kvæmari og ömggari á ýmsum leiðum. Hins vegar væri enginn vandi leystur með slfkum flugvél- um. Hann sagði t.d. að ef þotu- hreyfíll lenti í mikilli ókyrrð gæti hreinlega slökknað á honum. Hverfilhreyfill væri að því leyti til verr settur en benzínhreyfíll. „Þetta er ekki svo einfalt mál, eins og ætla mætti af ummælum flugmálastjóra, og ekki hægt að tala bara annars vegar um skrúfu- þotur með jafnþrýstibúnaði og hins vegar um flugvélar búnar venjulegum bulluhreyfli. Til dæmis em flugvélar með bullu- hreyflum, sem í er forþjappa, algengar og þær komast upp fyrir veður enda þótt þær séu ekki þrýstijafnaðar. Einnig em til flug- vélar með þrýstijafnaðan klefa en með bulluhreyfla, sem flogið geta upp fyrir veður og átti ég eina slíka. Möguleikamir í flugkosti em margir og ekki allt fengið með þrýstijöfnuðum skrúfuþotum. Það verður aldrei smíðuð sú flug- vél sem veður hefur ekki áhrif á. Einfaldast er að leysa vandann með því að hætta flugi. Stór vél leysir engan vanda og flugvélar af öllum stærðum og gerðum hafa farizt um heim allan vegna veð- urs. „Veðurþjónustan veikur hlekkur“ Veðurþjónustan er veikur hlekkur í flugmálum okkar. Að morgni sl. laugardags fór ég, sem venja er, á Veðurstofu íslands til að sækja veðurkort og fá upplýs- ingar um veðurútlit. Þar sá ég nýtt veðurtunglakort sem sýndi greinilega fjallabylgjumar yfír landinu. Það er hins vegar ekkert gert til að vara flugmenn við þessu. Alls staðar annars staðar, þar sem er góð veðurþjónusta fyrir flug, sér veðurstofa um að afla upplýsinga um skýjahæð, ís- ingarmyndun og aðrar hættur, sem kunna að leynast í lofti. Biðji maður um upplýsingar um skýja- hæð hér getur skakkað jafnvel 10 þúsund fetum. Það er einfalt að fá slíkar upplýsingar frá flug- vélum á flugi og safna þeim á veðurstofuna, en það er ekki gert. í þessu efni þarf að gera stór- átak," sagði Helgi Jónsson. Flugleiðir vilja viðræður um hlutafé Á FUNDI stjórnar Flugleiða í gær var lagt fram bréf fram- kvæmdastjóra Arnarflugs, þar sem skýrt er frá því að níu aðilar hafi lýst því yfir að félag, er þeir hyggjast stofna, sé reiðubúið til þess að kaupa ný hlutabréf í Arnarflugi að upphæð 60 millj. kr., og að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Eitt skilyrðanna er það, „að nú- verandi hlutafé í félaginu verði fært niður í 10% af nafnverði þess eða, óski núverandi hluthafar þess heldur, verði samið við þá um kaup hlutafé þeirra fyrir 10% af nafn- verði“. Stjóm Flugleiða samþykkti að fela stjórnarformanni og forstjóra að heíj'a þegar í stað viðræður um þessar tillögur við aðra núverandi hluthafa Amarflugs. Jafnframt var samþykkt að eiga viðræður við stjómvöld um aðra þætti þessa máls. Stjóm Flugleiða taldi nauðsyn- legt að lagðir verði fram endurskoð- aðir reikningar Arnarflugs hf. fyrir árið 1986. Þj óðarbókhlaðan: Stj órnarfrumvarp um þjóðarátak SVERRIR Hermannsson, menntamálaráðherra, lagði í gær fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um þjóðarátak til bygg- ingar Þjóðarbókhlöðu. Frum- varpið gerir ráð fyrir því að byggingu Þjóðarbókhlöðunnar í Reykjavík ljúki á þremur árum og verði fjár til þess aflað með álagningu sérstaks eignarskatts í þijú ár, frá 1987 til 1989. í greinargerð ráðherra með frumvarpinu segir, að til að ljúka byggingu hússins á næstu þremur ámm þurfí 360 milljónir króna á núgiidandi verðlagi, þ.e. 120 millj. kr. á ári. Samkvæmt frumvarpinu skal leggja 0,25% eignarskatt á þann eignarskattsstofn manna, sem er umfram 1,6 milljónir króna. Skatt- skylt mark skal breytast samkvæmt þeirri skattvísitölu, sem í gildi verð- ur hveiju sinni gjaldaárin. Ekki verður eignarskattur þessi lagður á eignir manna, sem orðnir em 67 ára eða eldri fyrir upphaf hlutaðeig- andi gjaldárs. Ennfremur skal leggja 0,25% skatt á eignarskatts- stofn lögaðila og þeirra aðila sem takmarkaða skattskyldu bera. Menntamálaráðherra sagði f samtali við Morgunblaðið í gær, að hér væri ekki um nýja skattheimtu að ræða, þar sem sá sérstaki eignar- skattur, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, væri með sama sniði og ætti að gefa af sér sömu tekjur og eign- arskattsauki samkvæmt lögum nr. 48/1985, sem lagður er á eignar- skattsstofíi gjaldaárin 1985 og 1986. Hér væri heldur ekki um háar upphæðir að tefla í hveiju tilviki. Ráðherra sagði, að enda þótt fmm- varpið væri flutt sem stjómarfmm- varp væri hann sannfærður um að það nyti almenns fylgis á Alþingi. Dregið í happ- drætti SVFI DREGIÐ hefur verið í íbúðahapp- drætti Slysavamafélags Islands. Vinningar komu upp á númerin: 11231, 117336, 132917, 146387, 187263, 190464 og 199381. Morg- unblaðið birtir þessi númer án ábyrgðar, en í frétt SVFÍ segir, að það þakki landsmönnum veittan stuðning. Stúlkan sem lést af völd- um asmalyfs UNGA stúlkan í Reykholtsskóla, sem lést eftir að hafa tekið inn stóran skammt af asmalyfi sl. mánudag, hét Aslaug Arnars- dóttir, fædd 15. mars 1968. Hún var til heimilis að Álfheimum 13 í Reykjavík. Hinar stúlkumar fjórar í skólan- um, sem einnig tóku inn lyfið, em nú úr allri hættu og á góðum bata- vegi. Rúnar Guðjónsson sýslumaður í Borgamesi sagði að rannsókn málsins hefði ekki leitt neitt í ljós sem benti til að um refsivert athæfi væri að ræða. Andrés Eyjólfsson íSíðumúla látinn LÁTINN er Andrés Eyjólfsson frá Síðumúla í Hvítársíðu, fyrr- um alþingismaður Mýrasýslu. Andrés skorti tæpar 7 vikur i tírætt en hann var fæddur á Kirkjubóli í Hvitársiðu 27. maí 1886. Andrés varð búfræðingur frá Hvanneyri árið 1911 og hóf búskap í Síðumúla 1912. Hann hætti bú- skap árið 1957 en átti heima í Síðu- múlatilæviloka. Jaftiframt búskap í Síðumúla var Andrés innanþingskrifari á Alþingi árin 1922-24 og 1928-35, skjala- vörður Alþingis 1935—51 og þing- maður Framsóknarflokksins í Mýrasýslu 1951—56. Andrés var oddviti Hvítársíðuhrepps 1925-1966. Kona Andrésar var Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Mjóadal í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Hún lézt 1974. Þeim varð fimm bama auðið og em þau öll á lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.