Morgunblaðið - 10.04.1986, Page 47

Morgunblaðið - 10.04.1986, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1986 47 Réfíur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Prestur reyndi að leiða þræl Bakk- usarréttan veg: „Dæmi veit ég þess að menn hafa orðið blindir afþví að drekka áfengi, “ segir klerkur. „Það er alveg öfugt með mig," segir drykkjumaðurinn, þegar ég er drukkinn, þá sé ég tvöfalt. “ - íslensk fyndni - Góð tíðindi voru það fyrir ncytendur þegar yóst var að snjöll frétt ýtti á áhrifamikinn hátt við kjötmatinu. Seljendur „nautakjöts" hafa í gegn um árin treyst á blindni kaupenda við kjötmat, en ósjaldan hafa neyt- endur séð tvöfalt þegar þeir hafa reynt að matreiða úr „kostgæt- inu“ vænan málsverð. Verslaðu við kjötkaupmann sem þú getur treyst og fáðu hann til að velja gott nautakjöt í þennan einfalda góða rétt sem er: Austurlensk nautasteik '/«bolli matarolía 400 gr. nautasteik - fíle eða - lundir 1 púrrulaukur 1 hvítlauksrif 500 gr. rófur eða næpur 1 bolli heitt vatn 2 teningar kjötkraftur 1 tesk. salt 2 matsk. kínversk soya 2 matsk. kartöflumjöl 'A bolli vatn Þessi óvenjulega samsetning af rófum eða næpum og nautakjöti kemur mjög þægilega á óvart. Laukur og soya felur bragðið á grænmetinu svo jafnvel hinir mat- vöndustu borða það með velþóknun. Annar kostur ekki veigaminni er að eldun tekur aðeins 15 mínútur. Hafíð allt tilbúið áður en eldun hefst. 1. Kjötið er skorið í þunnar ræmur og þerrað. Ljósi hluti púrru- lauksins er skorinn í þunnar sneiðar. Hvítlaukurinn er saxað- ur niður. Rófur eru afhýddar, skornar eftir endilöngu í femt og sneiddar þunnt. Kjötkraftur- inn er leystur upp í heitu vatn- inu. 2. Matarolían er hituð á pönnu. Kjötið er brúnað á báðum hliðum í heitri olíunni (u.þ.b. 3 mín.), púrru- og hvítlauk er bætt út í og stöðugt hrært í á meðan. Síðan eru rófur settar með kjöt- inu ásamt kjötkrafti, lok sett á pönnuna og látið sjóða í 5 mín. Soyu og salti er bætt við og soðið í 5 mín. til viðbótar. Sósan er jöfnuð með kartöflumjöli hrærðu út í vatni. Með þessum rétti er ágætt að bera fram soðin gijón, hrásalat, kjamgott brauð og ferska ávexti í ábæti. Verð á hráefni 400 gr. alikálfa- 200,00 kjöt rófur púrrulaukur '/2 pk. gijón kr. 19,50 23,00 16,60 kr. 259,10 Nautakjöt hefur hér á landi venjulega verið metið í einn flokk. Víða erlendis er kjötið flokkað í marga flokka. í Bandaríkjunum t.d. em flokkamir 6 og er nokkur verð- munur á flokkum. Þar er gæðaflokkurinn (Prime) af sérstaklega fóðruðum nautgrip- um. Kjötið er vel rautt, fíngert, meyrt fitusprengt, bragðmikið, og umlukið hvítu fitulagi. Annar er valflokkur (Choice). Þar er kjötið örlítið dekkra, magrara en fitu- sprengt en meyrt og safaríkt. Þriðji flokkur (Good) er svipaður en þó dekkri og ekki eins fitusprengt, fitulagið er þunnt og gulleitt. I Qórða flokk (Standard) fellur kjöt af ungum gripum í lélegum gæða- flokki. Kjötið hefur mjög þunnt fitulag og nær ekkert fitusprengt. Ekki veður treyst á mýkt kjötsins og bragðgæðin em upp og ofan. Þessi 4. gæðaflokkur virðist likjast talsvert því betra sem íslenskum neytendum er almennt boðið til sölu í versiunum. Væntanlega gera gefnar upplýs- ingar mönnum auðveldara með að meta við innkaup hvort kjötið sé af gæðagripnum frá Nesi, tarfinum frá Hofi eða gömlu Skjöldu. Nú nálgast óðum sá tími að huga þarf að garðlöndum. Þá þarf að hyggja að útsæði. Allir reyndir kartöf luræktendur velja útsæði af kostgæfni. Við bjóðum \ úrvals útsæði - frá ósýktu svæði. ÚTSÆÐIÐ SEM GEFUR UPPSKERU Þær eru frískar stöllurnar GULLAUGA, HELGA og PREMIER. Sérstaklega valið útsæði - tveir stærðarflokkar - í 10 kg og 25 kg pokum. EGGERT KRISTJÁNSSON HF. Sundagarðar 4 sími: 685300 | 5 cc O

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.