Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10, APRÍL1986 23 félags íslands og lögfræðinga yfír- leitt um þá leið sem hér um ræðir. í sjötta lagi er hér um að ræða gamalt en virðulegt hús með merka sögu að baki, sem skapar Hæsta- rétti íslands þá ytri umgjörð sem honum sæmir sem æðsta dómstól Jón Sveinsson. núverandi starfsemi flyst úr húsinu en húsnæði Hæstaréttar nú er með öllu óviðunandi. Telur stjómin að hér gefíst tækifæri til að bæta úr brýnni húsnæðisþörf Hæstaréttar. Sómir húsið sér vel sem aðsetur æðsta dómstóis þjóðarinnar jafn- framt því sem líklegt er að ekki þurfi að gera á því miklar breyting- ar vegna starfsemi réttarins." Af framangreindu er ljóst að verulegur áhugi er fyrir því meðal dómara, lögmanna og lögfræðinga að Safnahúsið við Hverfísgötu verði gert að dómhúsi Hæstaréttar ís- lands til frambúðar. VII. Helstu rök Með tilliti til þess sem sagt er hér að framan eru helstu rökin fyrir því að Hæstiréttur íslands fái Safnahúsið við Hverfísgötu til af- nota þessi: f fyrsta lagi eru þrengsli og núver- andi starfsaðstaða æðsta dómstóls þjóðarinnar ólíðandi öllu lengur og tími til kominn að þar verði breyting á. í öðru lagi hentar Safnahúsið Hæstarétti Islands mjög vel að allri innri gerð. í þriðja lagi þarf litlar breytingar eða endurbætur að gera á Safna- húsinu svo unnt sé að nýta það til fulls fyrir Hæstarétt. Fullnægja má friðunarkröfum með notkun réttar- ms á húsinu. í fjórða lagi er staðsetning hússins afar góð. I flestum réttarríkjum er á það lögð áhersla að æðsti dóm- stóll ríkisins sé staðsettur miðsvæð- is þannig að þegnamir eigi gott með að vera í nánum tengslum við hann og geti auðveldlega og hindr- unarlaust fylgst með meðferð mála og uppkvaðningu dóma. í fimmta iagi er samstaða meðal Dómarafélags íslands, Lögmanna- sjöunda lagi væri unnt að nota núverandi húsnæði Hæstaréttar ís- lands við Lindargötu fyrir Stjómar- ráð íslands, er það losnaði, en húsið er samtengt Amarhvoli svo sem kunnugt er. Unnt væri að byggja á milli núverandi dómhúss að Leik- fímihúsi Jóns Þorsteinssonar, sem nú er einnig í eigu ríkisins og nýta síðar allt það húsnæði sem þannig fengist fyrir stjómarráðið. VIII. Gagnrök Helstu rökin gegn þeirri skipan sem tillagan gerir ráð fyrir em létt- væg. Helst má nefna þessi: í fyrsta lagi yrði með samþykkt tillögunnar endanlega horfíð frá því að Hæstiréttur verði með í byggingu dómhúss fyrir alla hér- aðsdómstólana í Reykavík, þegar að því kemur. í raun tel ég slíkt kost en ekki ókost, þar sem Hæsti- réttur á að mínu mati að standa einn og sér og algjörlega óháður öðmm dómstólum og í mátulegri öðru lagi yrði endanlega horfíð frá þeirri hugmynd að gera Safna- húsið að aðsetri fyrir forsætisráðu- neytið eða forseta íslands eins og aðeins hefur verið bryddað upp á. Tel ég einnig slíkt kost en ekki ókost ef hægt væri að koma í veg fyrir það. Kemur ekki til greina í mínum huga að flytja forsætisráðu- neytið úr stjómarráðshúsinu við Lækjartorg, þó væri nema vegna sögu hússins. Nóg er og að hafa ráðherrabústaðinn við Tjamargötu og veislusali ríkisins við Borgartún 6 fyrir móttökur viðhafnargesta. Væri að minni hyggju algjör sóun á sölum Safnahússins ef gera ætti þá að veislu- og móttökusölum eins og aðeins hefur heyrst meðal veislu- glaðra íslendinga. Aðsetur forseta íslands á að vera á Bessastöðum um ókomna tíð. Ber að styrkja og efla þann sögufræga stað. Út í hött er að mínu mati að hugsa sér Safnahúsið sem aðsetur eða skrifstofur forseta íslands. Þörfín fyrir bæði forsætisráðuneyt- ið og forseta íslands er einnig hverfandi og ekki í nokkurri líkingu við þarfir Hæstaréttar íslands. í þríðja lagi yrði horfíð frá þeirri hugmynd að gera Safnahúsið að aðsetri Borgarbókasafnsins í Reykjavík. Er rétt að benda í því sambandi að þrátt fyrir þá stað- reynd að húsið hafí verið byggt sem bókasafnshús fullnægir það ekki ströngustu kröfum sem gerðar em til slíkra húsa í dag. Þannig er t.d. ekki ein einasta lyfta í húsinu, hvorki fyrir almenning né til flutn- ings á bókum og skjölum. Húsið er sögufrægt og merk eign allrar þjóðarinnar, og á að notast í þágu hennar allrar. í fjórða lagi hefur því verið haldið fram að Safnahúsið væri of stórt fyrir hæstarétt. Sú fullyrðing er röng í veigamiklum atriðum eins og þegar hefur verið lýst hér að framan, ef virtar em þarfir réttar- ins. Segja má þó að dómurinn þurfí ekki þegar í stað á að halda öllum þeim skjalageymslum sem í húsinu em. Þær má hins vegar með góðu móti nota áfram að hluta fyrir aðrar ríkisstofnanir ef vill. Þá má geta þess að Dómarafélag íslands hefur enga aðstöðu í dag. Færi vel á því að' félagið fengi aðstöðu í húsi Hæstaréttar íslands. í fimmta lagi hefur aðeins heyrst að með notkun hússins til annars en safnahúss yrði friðun þess ekki virt. Svo sem rakið er hér á undan í V. kafla þarfnast húsið sáralítilla breytinga að mati þeirra sem til þekkkja verði húsið dómhús Hæsta- réttar íslands. Að sjálfsögðu verður allar breytingar og endurbætur að vinna í samvinnu við húsfriðunar- nefnd skv. þjóðminjalögum. Ótti að þessu leyti er því með öllu ástæðu- íaus. Er og engum betur treystandi til að virða lög og reglur hvað þetta snertir en Hæstarétti íslands. Að því leytinu til getur húsið ekki verið í betri umsjá. IX. Lokaorð Ég hygg að ýmsu megi fá áorkað ef haldið er á málum af góðum vilja, áræði og stórhug. Er það von mín að Alþingi beri gæfu til að fylgja þessu máli eftir á þann hátt sem þjónar best hagsmunum Hæstaréttar íslands, æðsta dómstól þjóðarinnar. Að lokum geri ég að mínu upp- hafsorð Hannesar Hafstein, ráð- herra, í ræðu er hann flutti þegar homsteinn safnahússins var lagður 23. september 1906 og áður er vitnað til, en þau eru svohljóðandi: „Hálfnað er verk þá hafíð er, segir gamalt máltæki. Það er svo jafnan um öll nauðsynjamál og góð fyrirtæki, að aðalerfíðleikamir em í byrjuninni, enda „varðar mest til allra orða, að undirstaðan rétt sé fundin." En sé undirstaðan fundin og hymingarsteinninn lagður í fullri meðvitund um tilgang og takmark, í einlægum vilja og einbeittri trú á málefnið, þá lánast að jafnaði að ljúka því sem eftir er.“ Höfundur er lögmaður á Akranesi og varaþingmaður Framsóknar- flokks fyrir Vesturlandskjör- dæmi. VORUVAL VIÐ VESTURHOFNINA Sjóstangaveiði og handfæra- búnaður í úrvali Handfæravindur með stðng. Færeyskar handfæravindur. Sjóveiðistangir með hjóli. Dælur — drekar — handblys — svifblys — björgunarvesti — siglingaljós — Barco — öryggisleiðari og yfirleitt allur skoðunarbúnaður sem þú þarft. Sjálflýsandi pilkar, sjóspúnar og pilkar í úrvali. Nælonlínur, sigurnaglar, handfæraönglar með gervibeitu, handfæra- sokkur margar gerðir, blýtog, flottog, kolanet, rauðmaga- net, grásleppunet, netaflot. Skoðunarbúnaður í allar stærðir skipa. Ánanaustum, Grandagarði 2, sími 28855. NVRSKODA FRAKR.139.900 JOFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 i z • jiivii mí-ouu /i V J/l? A « á* Þóra Dal, auglysingastofa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.