Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986 3 „Komumst ekki einu sinni á lista yfir 30 mest seldu plöturnar“ - segir Pétur Grétarsson, meðlimur Smart bandsins, sem nú á viusælasta lagið á rás 2 LAGIÐ La-líf í flutningi Smart- bandsins hefur verið í fyrsta sæti vinsældalista rásar 2 sl. tvær vikur og i kvðld verður nýr listi valinn. Lítið hefur heyrst til þessarar islensku hljómsveitar, en umrætt lag er af h^ómplötu, sem kom út fyrir jólin. „Við ætluðum okkur auðvitað að selja grimmt fyrir jólin því við stóðum algjörlega sjálfir að út- gáfu plötunnar og það er, eins og allir vita, nokkuð dýrt fyrirtæki. Platan hinsvegar kafnaði í öllu fióðinu svo vinsældimar nú koma okkur mjög á óvart. Við komumst ekki einu sinni á lista yfir 30 mest seldu plötumar fyrir jólin," sagði Pétur Grétarsson, annar meðlimur Smartbandsins, í sam- tali við blaðamann. Félagi hans í Smartbandinu er Kjartan Ólafs- son. Plata þeirra er fjögurra laga, stór 45 snúninga. Kjartan samdi öll lögin en textar em eftir Illuga Jökulsson. Pétur sagði að Smartbandið hefði orðið til sl. sumar - tveimur dögum áður en ráðist var í upp- töku plötunnar. Þeir félagar hafa aldrei komið opinberlega fram en Pétur sagði slíkt alls ekki óhugs- andi er fram liðu stundir. Smart- bandið er með aðra plötu í bfgerð sem kemur líklega á markaðinn að hausti. „Við emm ekkert popparar frekar en hvað annað - við höfum verið að stússast í þessu í mörg ár enda atvinnumenn í greininni. Kjartan var m.a. í hljómsveit, sem bar nafnið „Pétur og úlfamir". Hann hefur verið í tónsmíðanámi í nokkur ár í Amsterdam og er þar enn. Ég kom hinsvegar heim frá Boston fyrir tveimur ámm þar sem ég var í slagverksnámi. Síðan Kjartan Ólafsson hef ég verið í hinu og þessu - er kennari í tónlistarskóla Félags Pétur Grétarsson fslenskra hljóðfæraleikara og spila m.a. í „Land míns föður" í Iðnó. Týndi hundi og þurfti að borga 2.014 krónur ÞAÐ er eins gott fyrir hunda- eigendur á höfuðborgarsvæðinu að halda hundum sfnum i skefj- um og gæta þess vel að þeir hlaupist ekki á brott. Að öðrum kosti gæti það orðið þeim dýrt. Morgunblaðinu er kunnugt um hundaeiganda f Reykjavfk sem týndi hundi sínum á skfrdag sl. Þegar reikningurinn barst honum frá hundaeftirlitinu í Kópavogi hljóðaði reikningurinn upp á 2.014 krónur og skiptist hann þannig; geymslugjald 300 krónur, afhend- ingarkostnaður 500 krónur, hand- tökugjald 959 krónur og akstur 255 krónur. Einar I. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri heiibrigðiseftirlits Kópavogs, sagði f samtali við blaða- mann að handtökugjaldið reiknaðist sem þriggja tíma útkall eftirlits- manns. A hátfðisdegi þyrfti eigandi hundsins auðvitað að greiða tíma- kaup samkvæmt hátíðataxta. Af- hendingargjaldið reiknaðist einnig samkvæmt tfmakaupi en þó á mun lægri taxta en handtökugjaldið og þar væri einnig um þriggja tíma útkall að ræða. Einar sagði að geymslugjald hunds næmi 300 krónum á sólarhring og akstur eftirlitsmannsins væri reiknað eftir sérstöku kfiómetragjaldi. Einar vildi bæta því við að Kópa- vogsbúar hugsuðu vel um hunda sína og þeir týndust aðeins í undan- tekningatilfellum. Hundaeftirlitið í Kópavogi starfar samkvæmt regl- um sem settar voru árið 1983 í kjölfar bæjarstjómarkosninga 1982 en þá var 70% kjósenda á móti hundahaldi. Fiskeldisstöð við Eiðsvík BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að veita ís- lenska fiskeldisfélaginu hf. 29 þúsund fermetra lóð fyrir fisk- eldisstöð við Eiðsvík. Svæðið sem hér um ræðir er rétt sunnan við eiðið út í Geldinganes. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við fiskeldisstöðina heQist nú í vor, en undirbúningsvinna hefur staðið yfir í vetur. Á landi verða eldisker til að sjóherða seiði, en stofninn af rekstrinum verður síðan í eldis- kvíum úti í sjó á Eiðsvík. Gert er ráð fyrir að allt að 100 þúsund laxar geti verið í þessum fyrsta áfanga, sem fyrirhugað er að reisa og árleg framleiðsla geti orðið um 300 tonn. Hér er um mikið landssvæði að ræða, og er áætlað að gatnagerðar- gjöld ein nemi um 17 milljónum króna. > • ■ j : Með hverjum degi eykst úrvalid af stórglæsilegum vor- og sumarfatnaði mr KARNABÆR Austurtraeti 22 — Laugavegi 30 — Laugavegi 66 Glæsibæ. Simi frá skiptiborði45800 Vorið er komið í Karnabæ H ■ Umboðsmenn um land allt: Fataval Keflavík — Mati Hari Akureyri — Nina Akranesi — Ram Húsavík — Sparta Sauðárkróki — Adam og Evá Vestmannaeyjum — Eplið Ísafirði — Báran Grindavik — Hornabær Höfn Hornafirði — Lindin Selfossi — Nesbær Neskaupstað — ísbjörninn Borgar- nesi — Þórshamar Stykkishólmi — Viðarsbúð Fáskrúðsfirði — Kaupfélag Húnvetninga Hvammstanga — Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli — Tessa Ólafsvík — Díana Ólafsfirði — Skógar Egils- stöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.