Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986
3
„Komumst ekki einu sinni á lista
yfir 30 mest seldu plöturnar“
- segir Pétur Grétarsson, meðlimur Smart
bandsins, sem nú á viusælasta lagið á rás 2
LAGIÐ La-líf í flutningi Smart-
bandsins hefur verið í fyrsta
sæti vinsældalista rásar 2 sl.
tvær vikur og i kvðld verður
nýr listi valinn. Lítið hefur
heyrst til þessarar islensku
hljómsveitar, en umrætt lag er
af h^ómplötu, sem kom út fyrir
jólin.
„Við ætluðum okkur auðvitað að
selja grimmt fyrir jólin því við
stóðum algjörlega sjálfir að út-
gáfu plötunnar og það er, eins og
allir vita, nokkuð dýrt fyrirtæki.
Platan hinsvegar kafnaði í öllu
fióðinu svo vinsældimar nú koma
okkur mjög á óvart. Við komumst
ekki einu sinni á lista yfir 30
mest seldu plötumar fyrir jólin,"
sagði Pétur Grétarsson, annar
meðlimur Smartbandsins, í sam-
tali við blaðamann. Félagi hans í
Smartbandinu er Kjartan Ólafs-
son. Plata þeirra er fjögurra laga,
stór 45 snúninga. Kjartan samdi
öll lögin en textar em eftir Illuga
Jökulsson.
Pétur sagði að Smartbandið
hefði orðið til sl. sumar - tveimur
dögum áður en ráðist var í upp-
töku plötunnar. Þeir félagar hafa
aldrei komið opinberlega fram en
Pétur sagði slíkt alls ekki óhugs-
andi er fram liðu stundir. Smart-
bandið er með aðra plötu í bfgerð
sem kemur líklega á markaðinn
að hausti.
„Við emm ekkert popparar
frekar en hvað annað - við höfum
verið að stússast í þessu í mörg
ár enda atvinnumenn í greininni.
Kjartan var m.a. í hljómsveit, sem
bar nafnið „Pétur og úlfamir".
Hann hefur verið í tónsmíðanámi
í nokkur ár í Amsterdam og er
þar enn. Ég kom hinsvegar heim
frá Boston fyrir tveimur ámm þar
sem ég var í slagverksnámi. Síðan
Kjartan Ólafsson
hef ég verið í hinu og þessu - er
kennari í tónlistarskóla Félags
Pétur Grétarsson
fslenskra hljóðfæraleikara og spila
m.a. í „Land míns föður" í Iðnó.
Týndi hundi
og þurfti
að borga
2.014 krónur
ÞAÐ er eins gott fyrir hunda-
eigendur á höfuðborgarsvæðinu
að halda hundum sfnum i skefj-
um og gæta þess vel að þeir
hlaupist ekki á brott. Að öðrum
kosti gæti það orðið þeim dýrt.
Morgunblaðinu er kunnugt um
hundaeiganda f Reykjavfk sem
týndi hundi sínum á skfrdag sl.
Þegar reikningurinn barst honum
frá hundaeftirlitinu í Kópavogi
hljóðaði reikningurinn upp á 2.014
krónur og skiptist hann þannig;
geymslugjald 300 krónur, afhend-
ingarkostnaður 500 krónur, hand-
tökugjald 959 krónur og akstur 255
krónur.
Einar I. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri heiibrigðiseftirlits
Kópavogs, sagði f samtali við blaða-
mann að handtökugjaldið reiknaðist
sem þriggja tíma útkall eftirlits-
manns. A hátfðisdegi þyrfti eigandi
hundsins auðvitað að greiða tíma-
kaup samkvæmt hátíðataxta. Af-
hendingargjaldið reiknaðist einnig
samkvæmt tfmakaupi en þó á mun
lægri taxta en handtökugjaldið og
þar væri einnig um þriggja tíma
útkall að ræða. Einar sagði að
geymslugjald hunds næmi 300
krónum á sólarhring og akstur
eftirlitsmannsins væri reiknað eftir
sérstöku kfiómetragjaldi.
Einar vildi bæta því við að Kópa-
vogsbúar hugsuðu vel um hunda
sína og þeir týndust aðeins í undan-
tekningatilfellum. Hundaeftirlitið í
Kópavogi starfar samkvæmt regl-
um sem settar voru árið 1983 í
kjölfar bæjarstjómarkosninga 1982
en þá var 70% kjósenda á móti
hundahaldi.
Fiskeldisstöð
við Eiðsvík
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum á þriðjudag að veita ís-
lenska fiskeldisfélaginu hf. 29
þúsund fermetra lóð fyrir fisk-
eldisstöð við Eiðsvík. Svæðið sem
hér um ræðir er rétt sunnan við
eiðið út í Geldinganes.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir
við fiskeldisstöðina heQist nú í vor,
en undirbúningsvinna hefur staðið
yfir í vetur. Á landi verða eldisker
til að sjóherða seiði, en stofninn af
rekstrinum verður síðan í eldis-
kvíum úti í sjó á Eiðsvík. Gert er
ráð fyrir að allt að 100 þúsund laxar
geti verið í þessum fyrsta áfanga,
sem fyrirhugað er að reisa og árleg
framleiðsla geti orðið um 300 tonn.
Hér er um mikið landssvæði að
ræða, og er áætlað að gatnagerðar-
gjöld ein nemi um 17 milljónum
króna. > • ■ j :
Með
hverjum
degi
eykst úrvalid af
stórglæsilegum vor-
og sumarfatnaði
mr
KARNABÆR
Austurtraeti 22 — Laugavegi 30 —
Laugavegi 66 Glæsibæ. Simi frá skiptiborði45800
Vorið
er
komið í
Karnabæ
H ■
Umboðsmenn um land allt:
Fataval Keflavík — Mati Hari Akureyri — Nina Akranesi — Ram
Húsavík — Sparta Sauðárkróki — Adam og Evá Vestmannaeyjum
— Eplið Ísafirði — Báran Grindavik — Hornabær Höfn Hornafirði
— Lindin Selfossi — Nesbær Neskaupstað — ísbjörninn Borgar-
nesi — Þórshamar Stykkishólmi — Viðarsbúð Fáskrúðsfirði —
Kaupfélag Húnvetninga Hvammstanga — Kaupfélag Rangæinga
Hvolsvelli — Tessa Ólafsvík — Díana Ólafsfirði — Skógar Egils-
stöðum.