Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 64
...MEÐA
NOTUNUM.
0 Iðnaðartanlúnn
-mitína baoid
tfgtmÞIfifeife eh«^«ha.
FIMMTUDAGUR10. APRÍL 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
„Hef sungið
þindarlaust
síðan 1913“
- segir Hallgrímur Sigtryggsson 91 árs,
annar bassi í Karlakór Reyjavíkur
„ÉG VEIT mörg dæmi þess, að söngvarar, sérstaklega þeir sem
syngja dýpri raddirnar, hafa haldið röddinni mjög lengi. Og
danskur óperusöngvari frægur, reyndar tenór, komst ekki á
tindinn fyrr en eftir fimmtugt — varð þá hetjutenór og söng
nýög lengi.u Sá, sem mælir þessi orð, er Hallgrimur Sigtryggsson,
91 árs gamall, og syngur um þessar mundir á söngskemmtunum
með „eldri flokki“ Karlakórs Reykjavíkur í tilefni 60 ára afmælis
kórsins. Hallgrímur er einn af stofnfélögum kórsins og sá eini
sem enn syngur opinberlega.
„Ég fæddist f Eyjafírði og
byrjaði að syngja á Akureyri 1913
— söng þá sóló í lagi — og hef
sungið þindarlaust síðan," segir
Hallgrimur, „oftast annan bassa
en þó stundum fyrsta.
Eg var alltaf í kórum á Akur-
eyri meðan ég var þar. Til Reykja-
víkur flutti ég 1918, var byijaður
í kór þrem dögum eftir að ég kom
og hef sungið síðan með ýmsum
kórum hér.“
Eins og áður er sagt var Hali-
grímur einn af stofnfélögum
Karlakórs Reykjavíkur 3. janúar
1926. Hann söng áður með Karla-
kór KFUM og ýmsum kórum
öðrum, m.a. kirkjukórum. Hann
var með í að stofna Samband ís-
lenskra karlakóra 1928.
Hallgrímur hefur sungið undir
stjóm fjölmargra kórstjóra eins
og nærri má geta, t.d. Páls ísólfs-
sonar, Sigfúsar Einarssonar, Jóns
Halldórssonar og Sigurðar Þórð-
arsonar.
Morgunblaðið/Bjami
Hallgrímur Sigtryggsson, fyrir miðju, syngur með félögum sfnum
á afmælistónleikum í Langholtskirkju í gærkvöldi.
„Nei, nú held ég maður hljóti
að hætta," segir Hallgrímur þegar
hann er spurður hvort hann hygg-
ist halda áfram að syngja. „Eg
trúi því ekki að ég syngi oftar á
tónleikum." Samkvæmt því verða
síðustu forvöð að heyra þennan
aldna söngvara i Langholtskirkju
í kvöld kl. 8.30 og á laugardaginn
kl. 14.30.
Flugleiðir segjast hafa
boðið lægra en Aniarflug-
Samningnrinn í Alsír nánast í höfn,
segja Arnarflugsmenn
ALLAR líkur eru á þvf að Amarflug undirriti samning við Air
Algerie á laugardaginn um pílagrfmaflug þar nú í sumar, að sögn
Agnars Friðrikssonar forstjóra Amarflugs. Agnar sagði í samtali
við Morgunblaðið f gærkvöldi, að aðeins ætti eftir að ganga frá
nokkrum tæknilegum viðaukum við samninginn og yrði því verki
líklega lokið fyrir laugardag.
Verðmæti samningsins hljóðar
upp á tæplega 300 milljónir króna,
og fær Amarflug um 40 milljónir
^greiddar fyrirfram hálfum mánuði
áður en flugið hefst 23. júlí nk.
Flugið mun standa til 6. september.
Fimm flugvélar verða notaðar við
pflagrímaflugið og alls munu starfa
við það um 160 manns, mest íslend-
ingar. Agnar sagðist vilja taka það
fram að hann teldi ekki að Alsír-
menn hefðu tekið tilboði þeirra
vegna þess að það væri lægra en
önnur, heldur fyrir það að þeir hefðu
góða reynslu af áreiðanleika Amar-
flugs og þær vélar sem félagið
hygðist nota til flugsins hentuðu
vel.
Sigurður Helgason forstjóri
Flugleiða sagði í gærkvöldi að hann
vissi ekki betur en rammasamning-
ur Flugleiða við Air Algerie, sem
var bæði um pflagrímaflugið og
áætlanaflugið, væri í fullu gildi.
„Því er hins vegar ekki að leyna
að við höfum orðið fyrir nokkrum
þrýstingi undanfama daga frá Als-
írmönnum að lækka tilboð okkar
vegna lægri tilboða frá öðrum aðil-
um. En til þess höfum við ekki verið
tilbúnir, því við förum ekki út í
áhættusamt leiguflug nema hafa
tölverða ágóðavon. Við fljúgum
ekki bara til að fljúga," sagði Sig-
urður.
Steinn Logi Bjömsson, annar af
fulltrúum Flugleiða í viðræðum við
Alsírmenn, kom heim frá Alsír í
gærkvöldi. í samtali við Morgun-
blaðið sagði hann að Alsírmenn
hefðu gert Flugleiðum þann kost
að lækka verðið verulega eða vera
út úr myndinni ella: „Það verð sem
Alsírmenn nefndu var svo lágt að
það hefði leitt til fyrirsjánlegs taps
að taka því. En þar eð við höfðum
gert ráðstafanir um að taka tvær
vélar á leigu til verkefnisins ákvað-
um við að bjóða þær fram á um
það bil 20% lægra verði en gert er
ráð fyrir í rammasamningnum.
Alsírmenn höfnuðu því og sögðu
að verðið væri enn alltof hátt,“
sagði Steinn Logi.
Steinn Logi sagði að upphaflegt
verðtilboð Flugleiða fyrir leiguflug-
ið væri í kringum 300 milljónir
króna, eða svipað og samningur
Amarflugs hljoðar upp á, að sögn
Agnars Friðrikssonar. Samt fannst
fulltrúum Air Algerie 20% lækkun
Flugleiða á hluta verkefnisins ekki
nærri nógu mikii. Steinn Logi var
spurður hvemig á þessu gæti stað-
ið:
„Ég verð að játa að ég skil þetta
ekki fullkomlega. Annaðhvort er
það verð sem Amarflugsmenn
segjast fá fyrir samninginn ekki
rétt, eða Alsírmenn hafa logið að
okkur, sem mér fínnst ótrúlegt. Við
spurðum fulltrúa Air Algerie hvað
hefði gerst síðan við skrifuðum
undir upphaflega samkomulagið og
þeir sögðu: Við viljum helst vinna
með ykkur, en við höfum fengið
lægra tilboð og verðum að taka
þvi ef þið em ekki tilbúnir til að
lækka ykkar," sagði Steinn Logi
Bjömsson.
Agnar Friðriksson sagði að sá
samningur Amarflugs og Air Alg-
erie sem lægi í loftinu væri ein-
göngu um pflagrimaflugið. „Við
buðum í áætlunarflugið líka, en
Alsírmenn hafa ekki viljað ræða það
fyrr en búið væri að ganga frá
samningnum um pflagrímaflugið.
Þær umræður munu því væntan-
lega heQast í næstu viku,“ sagði
hann.
Hálsasveit:
14 þúsund
kjúklingar
drápust í
eldsvoða
Hálsasveit.
í GÆR kom upp eldur í hænsna-
búinu að Hýrumel í Hálsasveit
um kl. 18.00. Húsið varð alelda
á skömmum tíma og fékkst
ekkert við hann ráðið.
Mikinn mannfjölda dreif að til að
taka þátt í slökkvistarfínu og tók
um fjórar stundir að ráða niðurlög-
um eldsins. Fjórtán þúsund kjúkl-
ingar vom í búinu en ekki náðist
að bjarga neinum út.
Kjúklingamir og húsið vom
tryggð. Talið er að kviknað hafi f
út frá rafmagni.
Bemhard.
Ríkið hyggst
gefa Reykja-
vík hluta
sinn í Viðey
FRAM hefur verið iagt stjómar-
frumvarp sem heimilar ríkis-
stjóminni að afhenda Reykjavík-
urborg að gjöf og til eignar og
umráða eignarhluta ríkisins í
Viðey i Kollafirði, þar með talin
hvers kyns mannvirki. Afhend-
ingin er bundin þvi skilyrði að
Reykjavíkurborg taki að sér og
kosti verodun þeirra minja sem
era á eynni og afhentar era.
Skal sú veradun vera i samræmi
við fyrirmæli þjóðminjalaga og i
samráði við þjóðminjavörð.
Reykjavíkurborg er óheimilt að
selja þennan eignarhluta eða láta
hann af hendi nema til ríkisins.
Hætti borgin að annast eignarhlut-
ann á þann hátt sem að framan
segir fellur hann undir ríkið að nýju
endurgjaidslaust.
í athugasemdum segir að tilefni
frumvarpsins sé 200 ára afmælis-
hátíð Reykjavíkurborgar, en 18.
ágúst nk. verða liðnar tvær aldir
frá þvf að Reykjavíkurborg fékk
kaupstaðarréttindi.
Fimm sólir á lofti
Eyrarbakka.
UM hádegisbilið sl. þriðjudag
sáust 5 sólir á lofti frá Eyrar-
bakka. Himininn var heiðskir
og sól hátt á lofti en út frá sólu
var þokuhringur yfir himin-
hvolfið. Á undan sólu og eftir
var að sjá hnetti á hringnum,
sem ljómuðu í öllum regn-
bogans litum, svo skært að
erfitt var að horfa á þá með
berum augum. Á sama hring á
vesturlofti voru aðrir tveir
hnettir, hvítir og talsvert dauf-
ari.
Bilið milli hnattanna, sem sáust
í sólarátt, virtist svipað og bilið
milli þeirra sem sáust undan sólu
á vesturlofti. Þegar sól sést með
tvo fylgihnetti kallast það að sól
sé í hjálmböndum og hnettimir
næst sólu heita Gíll og Úlfur.
Gamalt orðtæki segir: , Sjaldan
er Gfll fyrir góðu nema Úlfur á
eftir renni," og í vísu segir, „Sjá-
ist í vestri sólir þijár/ sýnir það
veðrið mjúka/ ef þær skína skært
í ár/ skammt mun verða til §úka.“
Þama er átt við að ef þær skíni
skært sé skammt í snjókomu.
Skýringin á þessu fyrirbrigði
sem sást frá Eyrarbakka og víðar
á Suðurlandi, er ljósbrot í mjög
háum skýjum og er sjaldgæf sjón.
óskar