Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. AFRÍL1986 Óvenju miklar bókanir í utanlandsferðir: Fólk tekur sumarleyfis- ferð fram yfir nýjan bíl - segir Helgi Jóhannsson framkvæmda- sljóri Samvinnuferða/Landsýnar í FYRRA fóru um 9.400 manns í orlofsferðir á vegum Sam- vinnuferða/Landsýnar, og í ár stefnir í aukningn um að minnsta kosti þúsund manns, að sögn Helga Jóhannssonar forstjóra Samvinnuferða. Fynrtaekið býður nu í fyrsta sinn leiguflug til Mallorka. Þær ferðir seldust upp á tveimur og hálfri viku. Og lítið er laust af sætum til Rimini á Ítalíu og Rhodos í Grikklandi. Samtals er gert ráð fyrir að um 3.600 manns fari á þessa sólar- landastaði á vegum ferðaskrifstofunnar, en um 5.000 í sumar- húsin svokölluðu, einkum í Hollandi og Danmörku. Samvinnuferðir/Landsýn veltu 448 milljónum króna á síðasta ári og skiluðu hagnaði af reglulegri starfsemi upp á tæpar 14 milljónir króna. Tölur Skattstofunnar sýna að ferðaskrifstofan er sú stærsta á landinu og í ár stefnir enn í aukin umsvif. Hvað veldur? Helgi Jóhannsson er ekki í vafa um hvert svarið við þeirri spumingu er: „Okkur er það reyndar ekkert keppikefli að reka stærstu ferða- skrifstofu landsins, en leið okkar til öflugra viðskipta hefur verið gott verð, góð þjónusta, endalaus leit að nýjum leiðum í ferðavali og stuðningur aðildarfélaga skrif- stofunnar með viðskiptum sínum. Það er okkar megineinkenni að reyna sífellt að ryðja nýjar brautir. Fáir höfðu trú á sumarhúsun- um, þegar við byijuðum á þeim á sínum tfma. Reynslan hefur sýnt að sú svartsýni var ástæðulaus. Það fór líka vel í menn þegar við ákváðum að gera fólki úti á lands- byggðinni jafn hátt undir höfði og höfuðborgarbúum, með því að bjóða frítt innanlandsflug. Sama má segja um þá ákvörðun að endurgreiða farþegum okkar í fyrra vegna góðs gengis á árinu og nú síðast með snjallri útfærslu á notkun krítarkorta, sem sannar- lega á eftir að auðvelda viðskipta- vinum að greiða ferðir sínar. Við hófum nú ferðir til Mallorka á Spáni í fyrsta sinn. Margir höfðu enga trú á að það gengi. En hvað gerist? Við seljum upp á innan við 20 dögum. Skýringin er ein- föld. Betri verð en áður hafa sést. Hvað þjónustuna varðar leggj- um við til dæmis mikið upp úr því að hafa marga og góða farar- stjóra. Það eru sjö manns bæði í Hollandi og Rimini, sem hafa það hlutverk að þjóna sem best við- skiptavinum okkar." Helgi Jóhannsson - Nánar um Mallorka-ferðim- ar. Sumir gætu freistast til að álíta að þið væmð að undirbjóða keppinautana til að sölsa undir ykkur markaðinn. Er eitthvað hæft í því? „Alls ekki. Við þurfum ekki hærra verð. Verðlagning okkar á Spánarferðunum styðst við sömu forsendur og í öllum öðrum ferð- um okkar. Markmiðið er einfald- lega að hafa eins lágt verð og skrifstofan mögulega þolir. Við erum ef til vill lægri vegna þess að við náðum hagstæðum samn- ingum, okkur tókst til dæmis að sneiða hjá erfiðustu mánuðunum, apríl, byijun maí og nóvember. Þeir sem urðu að leigja gistingu fyrir allan þennan tíma verða sjálfsagt að taka tillit til þess í sínum útreikningi." - Ár frá ári fjölgar fólki sem fer í orlofsferðir, og það stefnir í aukinn farþegafjölda hjá ykkur í ár. Stangast þetta ekki á við þá staðreynd að efnahagur almenn- ings er mun lakari nú en var fyrir nokkrum árum? „Ég hef haldið því fram að ferðalög íslendinga séu ekki leng- ur bundin kjörum. Fólk er farið að setja ferðalög framar á listann yfir eftirsóknarverða hluti, tekur sumarleyfisferð jafnvel fram yfir nýjan bíl. Fyrir suma eru ferðalög allt að því nauðsyn. Árið í fyrra var metár hjá okkur og það met virðist ekki ætla að standa lengi. Samt spáðu sumir í ferðamála- þjónustunni miklum samdrætti bæði árin. Reynslan hefur afsann- að þetta. Eins hafa auknir ferðamögu- leikar líka haft sín áhrif til að ijölga ferðamönnum. Sumarhúsin til dæmis hafa opnað fjölmörgu fólki nýjan möguleika á að njóta sumarfrísins. Það er kominn upp stór hópur fólks sem hægt er með réttu að kalla „sumarhúsafólk". Þetta sést á þvi að um 60% þeirra 2.600 bókana sem við höfum fengið í sumarhúsin nú þegar, eru vegna fólks sem er að fara í annað eða þriðjasinn." - Það vekur athygli hversu mikið Samvinnuferðir/Landsýn hafa þegar bókað fyrir sumarið. Hvað veldur? „Þetta er rétt. Við höfum á 35 bókunardögum bókað um 6.000 manns. Ég held að þessu valdi einfaldlega breyttur hugsunar- háttur íslendinga. Hér áður fyrr voru menn að „detta inn“ með jafnvel dags fyrirvara. Þetta er nánast úr sögunni, og það er ekki vegna þess að ferðaskrifstofumar hafi reynt að útrýma slíkum við- skiptum. Fólk er bara farið að skipuleggja tíma sinn og fjármál betur. Eg hef að minnsta kosti ekki aðra skýringu." - Þú talaðir áðan um viðleitni Samvinnuferða/Landsýnar til að ryðja nýjar brautir. Er einhverra nýjunga að vænta í bráð? „Ég er mjög spenntur fyrir að útfæra nánar tilraun sem við byijuðum á í sambandi við Spán- arferðimar nú. Við buðum 10% ferðanna með sér-afsláttarkjör- um, en áskildum okkur rétt til að velja hótel. Við sögðum við fólk: Ykkur stendur til boða að fá þriggja vikna ferð til Mallorka með hóteli og hálfu fæði á 20.700 krónur. En við veljum hótelið og þið fáið ekki að vita hvert það verður fyrr en 10 dögum fyrir brottför. Við gáfum þessum „blindu" hótelum nafnið „S/L-hótel“. Þetta var svolítil áhætta, því maður vissi ekki hvemig fólk tæki þessu. En þegar til kom tók ekki nema fimm daga að selja þessi 10%. Við hjá Sam- vinnuferðum/Landsýn höfum áhuga á að útfæra þetta frekar. Og hver veit nema við eigum eftir að koma á óvart með skemmti- legri hugmynd á svipuðum nótum áður en sumri lýkur - því nýjung er nauðsyn," sagði Helgi Jóhanns- son. Líf og land: Reykjavík verði gefinn trjágróður í afmælisgjöf LANDSSAMTÖKIN Líf og land hafa ákveðið að beita sér fyrir því að þeir sem það vilja minnist 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar með því að gefa borginni tijágróður í afmælisgjöf. „Það hlýtur að vera kappsmál allra að fegra og prýða höfuðborg- ina og því vonumst við til þess að landsmenn taki höndum saman og gefi tré,“ sagði Gestur Ólafsson formaður samtakanna. „Sveitarfé- lög, ungmennafélög og átthagafé- lög eiga mörg hver tijálundi sem þau gætu gefið úr og höfum við hugsað okkur að trén verði merkt gefandanum þegar þeim hefur verið komið fyrir í Reykjavík. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta einn- ig gefíð fé í opinn sjóð til almennrar tijáræktar í Iteykjavík." Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri Reykjavíkur sagði að erfitt væri að skipuleggja starfið til hlýtar þar sem ekki væri vitað hvaða tijáteg- undir kæmu til með að verða gefn- ar. Þá er ekki hægt að ákveða endanlega hvaða svæði innan borg- armarkanna yrðu valin til gróður- setningar en svæði í Laugardal framan við íþróttaleikvanginn kæmi til greiná og hluti af svokölluðum Morgunblaðið/Bjami Frá vinstri: Dr. Sturla Friðriksson, Gestur Ólafsson formaður Lifs og lands, Reynir Vilhjálmsson, Kristinn Ragnarsson, Herdis Þorvaldsdóttir, Sigurður Blöndal, Birgir H. Sigurðsson, Jóhann Pálsson og Júliana Erlendsdóttir. Stcndhal PARIS NYIRTISKULITIR Útsölustaðir: Reykjavík: París, Topptískan, Snyrtivörud. Skeifan 15. Garðabær: Snyrtihöllin. Kópavogur: Hrund. Akureyri: Amaró. gasa Virtar vörur fyrir vandaÖ fólk. Dugguvogi 2, s. 686334. Sigtúnsreit. Þá hefur einnig verið rætt um að gróðursett yrði við norðanverða Suðurlandsbraut til móts við skógræktarsvæði sem Skógrækt ríkisins hefur til umráða. „Við munum leggja áherslu á að velja góð svæði til gróðursetningar, þannig að gróðurinn setji fljótt svip sinn á borgina," sagði Jóhann. Þeir sem hafa hug á að gefa tré eru beðnir um að tilkynna það í síðasta lagi 13. maí til garðyrkju- stjóra Reykjavíkur en ákveðið hefur verið áð gróðursetningin fari fram daganna 19. til 25. maí. Fram- kvæmdastjóri þessa átaks er Júl- íanna Erlendsdóttir. Skoðun á spilalokum f iskiskipa; 27 af 107 óvirkir í 27 fiskiskipum af 107, þar sem Siglingamálastofnun gerði sér- staka skoðun á öryggislokum línu- aðar, reyndust lokamir óvirkir. lagf æringar lokanna. „Þetta er allt of hátt hlutfall," sagði Páll Guðmundsson yfirskoð- unarmaður hjá Siglingamálastofn- un. „Það er mjög auðvelt að reyna, hvort þessir lokar eru í lagi og verður því að telja, að hér sé sinnu- leysi sjómanna um að kenna.“ Páll sagði, að skoðunarmenn >g netaspila síðari hluta marsmán- Krafðist stofnunin tafarlausrar gætu ekki alltaf séð við þessu — lokamir væru aðeins um borð 2—4 mánuði á ári, eða meðan bátamir væru á línu- eða netaveiðum, og því væm þeir ekki alltaf uppi þegar komið væri með skipin til aðalskoð- unar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.