Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ.TIMMTUDAGUR 10. APRÍL1986
Bundin sparibók heitir hún bókin sem bindur fé bitt
í hóflegan tíma, veitir þér um leið ríflega ávöxtun
og er einungis fáanleg hjá Sparisjóði vélstjóra.
SB\RISJOÐUR VEISIJORA
IBOBCARTUM18 SiM 28577!
Fjöldi skólabarna fylgdist með skemmtiatriðunum á skólaskemmtuninni. Morgunbiaðifl/Skapti Haiigrfmsson
Starfsvika í Glerárskóla á Akureyri
Akureyri.
Þessi litli snáði skoðaði áhugasamur gamla bæinn og það sem
honum fygldi.
STARFSVIKA var nýlega hald-
in í Glerárskóla á Akureyri og
lauk henni með sýningu á vinnu
nemenda og skólaskemmtun
þar sem nemendur sýndu ýmis
skemmtiatriði.
Nemendur unnu í mörgum hóp-
um á starfsvikunni - leiksmiðja
var starfrækt svo og tónsmiðja,
myndasmiðja og eldsmiðja, en svo
nefndist sú „smiðja“ þar sem
stunduð voru matreiðslustörf af
miklum móð, bakaðar pönnukök-
ur og fleira góðgæti.
Meginþemað í starfsvikunni er
þjóðtrú Islendinga og hafa nem-
endur fengist við ýmislegt henni
tengt. Sýning á verkum nemenda
bar þessa glögglega merki svo og
ýmis atriði á skemmtidagskránni,
Ólafur Liljurós tók til að mynda
sporin á sviðinu.
Tónlistin dunaði i skólanum
þessa viku, útvarpsstöð var starf-
rækt, skólablað var gefíð út og
selt og krakkamir höfðu greini-
lega mjög gaman af öllu saman.
Meðfylgjandi myndir voru teknar
á starfsvikunni.
Gilitrutt tók á móti gestum sem komu að
Glérárskólanum! Tröilkerling sem krakk-
arnir höfðu búið til og stóð úti á tröppum.
„Þar kom út ein önnur...“ Ólafur Lijjurós tók sporin
ásviðinu.
H0FUDK0STIR
NÝJU BÓKARINNAR
IRU HÁIRVEXTIROG
STUnUR BINDITÍMI
L
Fyrirliggjandi í birgðastöð
Sæ- og seltuþolnar.
Hálfhart efni í þykktum frá 0.8 mm -10 mm.
Plötustæröir 1250 mm x 2500 mm.
SINDRA
STÁLHF
Borgartúni 31 sími 27222
Austur-Barðastrandarsýsla:
Prestskosning
var á sunnudag
— Atkvæði verða talin í dag
Miðhúsura.
PRESTKOSNING fór fram í
Austur-Barðastrandarsýslu
sunnudaginn 6. mars. Umsækj-
andi var einn, séra Bragi Bene-
diktsson, félagsmálastjóri i
Hafnarfirði.
í Reykhólasveit voru 150 á kjör-
skrá og þar- af kusu 82, eða um
55%. I Geiradalshreppi voru 61 á
kjörskrá og 39 kusu, eða um 65%.
í Gufudalssveit kusu 10 af 31, sem
á kjörskrá voru, eða 31%. í Flateyj-
arhreppi voru 16 á kjörskrá og þrír
kusu eða um 19%. Enginn hefur
fasta búsetu í Múlahreppi og er
hann því ekki talinn með, en nokkr-
ir af hreppsbúum dvelja þar á
sumrum.
Samkvæmt þessum tölum eru á
kjörskrá alls 258 og þar af kusu
134, eða um 52% og ætti því kosn-
ing að vera lögmæt. Talið verður á
Biskupsstofu á fimmtudaginn.
Þess má geta að kosningatími
er ekki góður, því að enginn má
greiða atkvæði utan kjörstaðar og
er bæði skólafólk og fólk í atvinnu
annars staðar sem getur kosið með
góðu móti. í Flateyjarhreppi eru
nú 6 fullorðnir heima og gat fólkið
í Skáleyjum kosið, en fólkið í Flatey
var með flensu og komst ekki á
kjörstað.
Sveinn