Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 22
____________________MORGUNBLADIQ,^IJ(tMT»BA-G^R( 10. ;APfifcjl9j*S____ Safnahúsið verði dómhús Hæstaréttar Islands eftirJón Sveinsson I. Inngangur Fyrir nokkru átti undirritaður þess kost að flytja á Alþingi svo- fellda tillögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að gera Safnahúsið við Hverfisgötu í Reykjavík að dómhúsi fyrir Hæstarétt íslands er starfsemi Landsbókasafns og Þjóðskjalasafns flyst úr húsinu. Alþingi felur ríkis- stjóminni jafnframt að hefja sem fyrst undirbúning að nauðsynlegum breytingum á húsinu svo að það fái þjónað sem best hlutverki sínu sem dómhús Hæstaréttar íslands." Fyrir liggur að þjóðskjala,=afn flytur innan tíðar úr Safnahúsinu við Hverfísgötu í húsakynni Mjólk- ursamsölunnar að Laugavegi 162 í Reykjavík, sem núverandi mennta- málafaðherra hefur haft forgöngu um kaup á af stórhug og framsýni. Einnig er ljóst að Landsbókasafnið flytur áður en langt um líður í þjóð- arbókhlöðuna, þó að fyrirsjáanleg sé nokkur bið þar á, vonandi þó ekki nema 2—3 ár í mesta lagi. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um framtíðamotkun þessa virðulega og merka húss sem ég hygg að hæfi Hæstarétti íslands vel. Því er þessi tillaga flutt. II. Núverandi húsnæði Hæstaréttar íslands Hæstiréttur íslands hefur lengi búið við alls ófullnægjandi húsakost og aðbúnað. Er vinnuaðstaða dóm- ara og starfsfólks vægast sagt slæm og langt frá því að teljast boðleg æðsta dómstól réttarríkis. Dómsalur réttarins er að visu ágæt- ur en ÖU önnur aðstaða til lftillækk- unar, hvort heldur eru skrifstofur dómara og annars starfsfólks, skjalageymslur eða annað. Er hreint með ólíkindum hversu þröngur húsakostur Hæstaréttar er og kotlegur á allan hátt. Fullyrði ég að ekkert ráðuneyta stjómarráðsins búi við jafnslæman húsakost og aðbúnað, þó að á þeim vettvangi sé oft kvartað. Hvet ég þá sem um þetta efast að kynna sér þessi mál af eigin raun. Hefur oft verið bent á laka aðstöðu dómsins hvað snertir mannafla, húsnæði, vinnuaðstöðu og nútíma tækjakost. Á sumar ábendingar um mannafla hefur verið hlýtt en aðrar alls ekki. Þann- ig hafa störf Hæstaréttar íslands gengið betur á seinni ámm eftir §ölgun dómara og starfsliðs. Þrengsli og slæmur aðbúnaður hefur hins vegar stöðugt aukist. Ber að hafa í huga í þessu sambandi að dómsvaldið er einn af þremur hymingarsteinum íslenskr- ar stjómskipunar ásamt löggjafar- valdi og framkvæmdavaldi. Að öllum þessum þáttum verður að huga vel. Til umræðu er nú framtíðarhúsnæðismál Alþingis og stöðugt er verið að bregðast við húsnæðismálum einstakra þátta framkvæmdavaldsins. Þætti dóms- valdsins hefur hins vegar verið illa sinnt í gegnum árin. Er skemmst að minnast ályktunar Alþingis frá 29. apríl 1977 um undirbúning að byggingu dómhúss yfír héraðs- dómstólana í Reykjavík, rannsókn- arlögreglu ríkisins og embætti ríkis- saksóknara. Engan árangur þeirrar samþykktar sjáum við enn hvað varðar héraðsdómstólana, nú tæp- um 9 árum síðar. Ein af grundvallarforsendum þess að dómstóll vinni á skjótan, skilvirkan og skipulegan hátt er að hann búi við góð starfsskilyrði og gott húsnæði. i flestum ef ekki öllum menningarrikjum er æðstu dómstólum sýnd sú virðing að búa sem best að þeim í hvívetna. Mætti hér nefna mörg dæmi um virðuleg og glæsileg dómhús á Norðurlönd- um, í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Er tillaga sú sem hér um ræðir skref í þá átt að koma húsnæðismálum og annarri starfs- aðstöðu Hæstaréttar íslands í það horf er honum sæmir og í þá umgjörð er æðsti dómstóll ríkisins á skilið. Er víst að Safnahúsið við Hverfísgötu í Reykjavík uppfyllir þessar kröfur. III. Safnahúsið Saga Safnahússins er samtengd sögu og menningu þjóðarinnar. Er bygging hússins nátengd upphafs- skeiði innlendrar landstjómar eftir síðustu aldamót. Má því segja að húsið sem slfkt beri glöggt merki um innlent framtak og þá reisn er íslenska þjóðin þráði og stefndi að á fyrstu árunum eftir aldamótin síðustu. Er homsteinn var lagður að hús- inu sunnudaginn 23. september 1906 á ártíðardegi Snorra Sturlu- sonar hafði Hannes Hafstein ráð- herra m.a. þetta að segja um bygg- ingu hússins: „Samkvæmt gamalli venju verð- ur lögð niður í gmndvöll hússins skýrsla um byggingu þess. Hún er rituð á bókfell, sem ásamt gildandi bankaseðlum og póstmerkjum verð- ur sett í loftþjett blýhylki, og hljóðar þannig. Hús þetta er byggt handa lands- bókasafni og landsskjalasafni ís- lands samkvæmt lögum um stofnun byggingarsjóðs og byggingu opin- berra bygginga, staðfestum 20. dag októbermánaðar 1905 og er hym- ingarsteinninn lagður á dánaraf- mæli Snorra Sturlusonar 23. sept- embermánaðar 1906, á fyrsta rikis- sijómarári Fredriks konungs hins 8. Ráðherra Hannes Hafstein. Landritari Klemens Jónsson. For- setar Alþingis Eirikur Briem, Július Hafsteen, Magnús Stephensen. Byggingamefnd kosin af Alþingi: Guðmundur Bjömsson, Jón Jakobs- son, Tryggvi Gunnarsson. Teikning gerð af Magdalh Nielsen bygging- armeistara. Verkið framkvæmt af Félaginu Völundur. Umsjónarmað- ur við bygginguna F. Kjörboe bygg- ingameistari. Bókavörður lands- bókasafns settur Jón Jakobsson. Skjalavörður landsskjalasafnsins dr. Jón Þorkelsson. Ætlast er til að aukið sé við bygginguna eftir þörfum síðar. Mennt er máttur." Var húsið tekið í notkun 1908 en þann 28. mars 1909 er húsnæðið var formlega að fullu tilbúið til afnota sagði Jón landsbókavörður Jakobsson meðal annars í ræðu: „Að síðustu skal ég taka það fram, að bygging þessi markar nýtt tímabil í byggingarsögu íslands: gleðilegt að geta sagt það, að veg- legasta og vandaðasta steinhús Sssa lands er byggt eingöngu af endingum, undir forsjá íslenskra manna: því nær hvert handtak er íslenskt á húsi og munum. Vonandi að landsjóður hætti að byggja nokkra opinbera byggingu úr tré.“ Svo sem fram kemur hér á undan hefur verið vandað til hússins á allan hátt og þjóðin lagt metnað sinn í að gera það sem best úr garði. Er húsið byggt af mikili fyrirhyggju og myndarskap, reisn og virðuleik. IV. Nýting í þágu Hæstaréttar Islands Undmn sætir hversu vel Safna- húsið virðist geta þjónað kröfum Hæstaréttar hvað innra skipulag og alla hönnun snertir. Stærsti salur hússins, núverandi lestrarsalur Landsbókasafns hentar einkar vel sem aðaldómsalur með möguleikum á aðstöðu fyrir dóm- ara, ritara, málflutningsmenn og síðast en ekki síst góðri aðstöðu og nægu rými fyrir áhugasama áheyr- endur, laganema og almenning. Skiptir hið síðasttalda ekki litlu máli í opnu lýðræðisþjóðfélagi. Öllu þessu má koma fyrir án vemlegra breytinga. Þá getur t.d. lestrarsalur þjóð- skjalasafns komið að góðum notum sem vinnuherbergi dómara ogýmsir möguleikar em á að vera með annan minni dómsal en aðalsalinn vegna deildarskiptingar Hæstarétt- arnú. Nauðsynlegt er einnig fyrir Hæstarétt að hafa í sinni umsjá fullkomið og aðgengilegt lagabóka- safn, en forsenda góðra dóma er m.a. að dómarar eigi þess kost að afla sér upplýsinga og fróðleiks á auðveldan hátt af lagabókum og úr dómasöfnum innlendum sem er- lendum. Ýmsir möguleikar em á að koma slíku safni fyrir með góðu og viðunandi móti á einum stað. Má m.a. nota innréttingar hússins í þessu skyni. Annarri aðstöðu réttarins er jafn- framt unnt að koma í gott horf, svo sem skrifstofum dómara, ritara og annars starfsliðs auk almennrar skrifstofuaðstöðu og afgreiðslu, sem nauðsjmlegt er hverjum dóm- stól. Loks er þess að geta að skjala- geymslur em í húsinu nægar. Er brýnt fyrir Hæstarétt að hafa yfír- ráð yfír geymslum vegna málsskjala réttarins sem nauðsynlegt er að varðveita. Þá þarf rétturinn á að- „Er hreint með ólíkind- um hversu þröngiir húsakostur Hæstarétt- ar er og kotlegur á all- an hátt. Fullyrði ég að ekkert ráðuneyta stjómarráðsins búi við jafnslæman húsakost og aðbúnað, þó að á þeim vettvangi sé oft kvartað. Hvet ég þá sem um þetta efast að kynna sér þessi mál af eigin raun.“ stöðu að halda til útgáfu Hæstarétt- ardóma, vinnslu þeirra, geymslu og dreifingu. V. Breytingar — Friðun hússins Ljóst er að gera þarf á húsinu nokkrar breytingar innandyra eða öllu heldur endurbætur og lagfær- ingar fremur en breytingar, vegna starfsemi dómsins. Breytingar þær sem hér um ræðir em af þeim, sem skoðað hafa húsakynnin taldar óvemlegar enda verður að gæta þess vel að húsið haldi sem best upphaflegri gerð jafnt innandyra sem utan. Húsið er friðað svokallaðri A-friðun skv. þjóðminjalögum nr. 52 frá 1969 með ráðherrabréfí dagsettu 14. desember 1973. Skv. þessu er húsið friðað í heild og allar breytingar á því óheimilar nema samþykki húsfriðunamefndar komi til. Húsið getur því ekki nýst nema vissum stofnunum í þjóðfélaginu. Stendur húsið að mínu mati næst Hæstarétti íslands hvað notkun snertir enda mjög litlu sem hreyfa- þarf innan dyra til að þjóna kröfíim réttarins. Utandyra þarf engu að breyta. Virðist húsið í mörgum til- vikum nánast sniðið að þörfum Hæstaréttar, þó að það hafi í upp- hafí verið byggt fyrir allt aðra starfsemi. VI. Sérfræðiálit Ýmsir sem kunnugir eru dómstól- um og réttarfari hafa bent á Safna- húsið við Hvefísgötu sem framtíðar- aðsetur Hæstaréttar íslands og jafnframt lýst yfír stuðningi sínum við að húsið verði tekið til slíkra nota. Núverandi formaður Dómara- félags íslands, Ásgeir Pétursson bæjarfógeti í Kópavogi hefur um langt skeið verið hvatamaður þessa. Við setningu dómaraþings 22. nóv- ember 1985 sagði hann m.a.: „Hér er rétt að minnast þess að margir hafa verið og eru enn þeirrar skoðunar að best færi á því að hæstiréttur fái hús Landsbóka- safnsins við Hverfísgötu, þegar safnið flytur í nýju þjóðarbókhlöð- una. Mér sýnist rétt að haldið verði áfram að vinna að undirbúningi þess að málið komist á það stig að forráðamenn dómstóla, kannski í samvinnu við Dómarafélag íslands, geti tekið stefnumarkandi ákvarð- anir. Þegar þær liggja fyrir er rétt að þetta félag stuðli eftir megni að framkvæmdum." Þann 19. desember 1985 ályktaði stjóm Dómarafélags íslands um málið en í ályktun stjómarinnar segir m.a.: „Samkvæmt stjómarskrá vorri em þættir ríkisvaldsins íslenska þrír, sjálfstæðir hver gagnvart öðr- um, en veita hver öðmm aðhald og eftirlit. Þeir em löggjafarvald á hendi Alþingis, framkvæmdavald á hendi forseta og ríkisstjómar og dómsvald á hendi dómstóla. Hæsti- réttur íslands er æðsti handhafi dómsvaldsins. Það er í anda stjóm- arskrár vorrar og í samræmi við það gróna viðhorf þjóðarinnar, að hér skuli vera réttarríki, þar sem traustir og óháðir dómstólar veiti borgurunum réttarvemd og tryggi skipulagsbundið og siðað samfélag, að æðsta dómstól þjóðarinnar sé búin sæmandi umgjörð, við hæfi en þó í hófi. Slík ytri umgjörð er Landsbókahúsið gamla, fögur en þó hófleg bygging í hjarta höfuð- staðar landsmanna. lengi hefur það verið borgarprýði og eigi mun vit- undin um það, að þar sitji Hæsti- réttur íslands, rýra veg þess húss og ásýnd í augum þeirra er leið mun eiga um miðborg Reykjavíkur á komandi áratugum. Það er skoðun Dómarafélags ís- lands að nú þegar þurfi að taka endanlega ákvörðun um að safna- húsið við Amarhól skuli verða dóm- hús Hæstaréttar. Að vísu er fyrir- sjáanleg nokkurra ára bið á því að Landsbókasafn flytji sig um set og húsnæðisvandi Hæstaréttar brýnn. Dómarar vom þrír, er fyrst var dómþing sett í dómhúsinu við Lind- argötu hinn 21. janúar 1949. Nú em þeir átta. Fjöldi mála hefur margfaldast. En eina sjáanlega lausnin á hús- næðismálum Hæstaréttar, önnur er Safnahúsið, væri bygging nýs dóm- húss, sem varla yrði lokið á undan Þjóðarbókhlöðu." Síðar í sömu ályktun segir og. „Stjómin rninnir ennfremur á tillögu dr. Armanns Snævarr, er samþykkt var á aðalfundi Dómara- félags íslands í nóvember 1984 og birt var í dagblöðum, þess efnis, að gerðar verði hið allra fyrsta úr- bætur á húsnæðismálum Hæsta- réttar og fleiri dómstóla í landinu." Þann 8. janúar sl. tók stjóm LMFÍ undir ábendingar Dómarafé- lags ísland með svofelldri sam- þykkt: „Stjóm LMFI tekur undir ábend- ingar Dómarafélags íslands um að Safnahúsið við Hverfísgötu verði gert að dómhúsi Hæstaréttar þegar ISAMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.