Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986
Heildarafli fyrsta
fjórðung þessa árs
532.031 lest
Heildarafli landsmanna fyrsta fjórðung þessa árs varð 532.031
lest, en var á sama tíma í fyrra 496.303 lestir. Munurinn er þvi
35.728 lestir og liggur að mestu í auknum afla þorsks og annars
botnfisks. Þorskaflinn nú er 24.466 lestum meiri enn í fyrra. Mars-
mánuður í ár varð hins vegar nokkuð lakari en i fyrra. Nú veiddust
alls 109.974 lestir, en 132.855 á siðasta ári. Munurinn er 22.881 lest
og liggur hann nær allur i meiri loðnuafla í marsmánuði í fyrra.
Þorskafli báta í marsmánuði nú var 36.181 lest, en 57.650 í fyrra.
varð 36.225 lestir, sem er 3.109
lestum minna en í sama mánuði í
fyrra. Annar botnfiskafli nam
10.569 lestum sem er 1.287 lestum
minna en í fyrra. Loðnuaflinn nú
Skipaður Skatt-
stjóri Vestur-
landsumdæmis
STEFÁN Skjaldarson lögfræð-
ingur hefur verið skipaður af
fjármálaráðherra til að gegna
embætti skattstjóra Vesturlands-
umdæmis frá og með 1. júlí
næstkomandi.
Fjármálaráðuneytið auglýsti
stöðu skattstjóra Vesturlandsum-
dæmis lausa til umsóknar þann 12.
febrúar síðastliðinn, eins og segir í
frétt frá ráðuneytinu. Umsóknar-
frestur um stöðuna rann út þann
28. febrúar. Auk Stefáns Skjaldar-
sonar sótti Kjartan Jónsson lög-
fræðingur um stöðuna. Þriðji um-
sækjandinn óskaði nafnleyndar.
Heildarafli bátanna varð 85.598
lestir nú en var í fyrra 111.670,
eða 26.072 lestum meiri. Þorskafli
togara nú var 9.400 lestir. Af öðrum
botnfíski 14.976 ogsamtals 24.376.
í sama mánuði í fyrra var þorskafli
togaranna 11.829 lestir, en af öðr-
um botnfíski 9.356 og samtals
21.185. Afli togara nú er því 3.191
lest meiri. Heildarþorskaflinn í
mánuðinum varð 45.625 lestir eða
5.535 lestum minna en í fyrra, en
afli af öðrum botnfíski var 25.545,
4.333 lestum meiri nú.
Fyrstu þrjá mánuði ársins var
heildaraflinn 532.031 lest, eða
35.728 lestum meiri en f fyrra.
Þorskaflinn er alls 118.025 lestir,
24.466 lestum meiri en í fyrra.
Þorskafli báta varð 68.984 lestir
og togara 49.041 lest. Af öðrum
botnflski öfluðust 57.899 lestir,
8.748 lestum meiri en í fyrra. Bátar
fengu nú 26.746 lestir af öðrum
botnfísktegundum en þorski og
togarar 31.153 lestir. Loðnuafli
þetta tímabil nú varð 345.222 lest-
ir, 652 lestum meiri en á síðasta ári.
Verðlagning á appelsínusafa:
Verðlagsstofnun telur
ekki ástæðu til aðgerða
VERÐLAGSSTOFNUN telur að verðlagning á appelsínusafa og
appelsínuþykkni til neytenda hafi verið með þeim hætti að ekki sé
ástæða til aðgerða af hálfu stofnunarinnar. Þessi niðurstaða Verð-
lagsstofnunar kemur í kjölfar nákvæmrar athugunar á upplýsingum
sem bárust frá fyrirtækjunum Sól hf. og Mjólkursamsölunni.
í frétt frá Verðlagsstofnun segir
að hún hafí fyrir skömmu ’oskað
eftir gögnum varðandi þróun inn-
kaupsverðs á hráefni í appelsínu-
safa hjá fyrirtækjunum Sól hf. og
Mjólkursamsölunni vegna fréttar
um að heimsmarkaðsverð á appel-
sínusafa hefði lækkað verulega á
síðastliðnum tveimur árum. Eftir
nákvæma athugun á upplýsingum
þessara fyrirtækja hafl stofnunin
komist að fyrrgreindri niðurstöðu.
Jafnframt segir að erlent inn-
kaupsverð á hráefni í appelsínusafa
hafí lækkað allnokkuð frá árinu
1984. Hins vegar hafl breytingar á
gengi dollarans og verðhækkanir á
umbúðum valdið því að heildsölu-
verð á appelsínusafa lækkaði ekki.
Verðlagsstofnun hyggst fylgjast
með þróun innkaupsverðs á appel-
sínusafa á næstunni og beita sér
fyrir því að frekari verðlækkun á
hráefnum komi fram í lægra verði
til neytenda.
Iðnaðarbankahlaupið fer fram á sunnudaginn. Stóru brúðurnar Óskar og Emma eru farin að hita
upp fyrir hlaupið og náðist þessi mynd af þeim þar sem þau þeystu um Breiðholtið. Óskar og
Emma ætla að hlaupa með þeim yngstu í kringum Tjörnina og veita síðan öllum viðurkenningu
að loknu hlaupi.
Iceland Seafood Ltd í Bretlandi:
Tvöfaldaði söluna _
fyrsta ársfjórðunginn
ICELAND Seafood Ltd., sölu-
skrifstofa Sambandsins í Bret-
landi tvöfaldaði söluna á mark-
aðssvæði sinu að magni til fyrsta
fjórðung þessa árs og þrefaídaði
að verðmætum í krónum talið.
Markaðssvæði söluskrifstofunn-
ar er Bretlandseyjar og Vestur-
Evrópa.
Salan þennan tíma nú nam 4.200
lestum að verðmæti 6,4 milljónir
punda (360 milljónum króna). Á
sama tíma í fyrra var salan 2.200
lestir að verðmæti 2,3 milljónir
punda. Miðað við gengi í dag var
salan í krónum talið 110 milljónir
k róna og söluaukning því um 250
milljónir króna. Enginn verksmiðju-
rekstur er hjá Sambandinu í Bret-
landi og allar afurðir, sem fyrirtæk-
ið selur þar eru pakkaðar í íslenzk-
um flskvinnslustöðvum.
Benedikt Sveinsson er fram-
kvæmdastjóri söluskrifstofunnar og
samkvæmt upplýsingum hans var
í marzmánuði selt fyrir 2,1 milljónir
punda, sem er þrisvar sinnum meira
en í sama mánuði í fyrra. Á fyrstu
þremur mánuðum þessa árs seldi
skrifstofan frysta rækju fyrir 1,5
milljónir punda og var það um
tvisvar sinnum meira í magni talið
en þrisvar sinnum meira í verðmæt-
um miðað við sama tíma í fyrra.
Að öðru leyti er söluaukningin borin
uppi af mikilli aukningu á sölu
frystra þorskflaka. Meiri þ orskafli
á íslandsmiðum og sterk staða
pundsins hafa leitt til þess, miklum
mun meira var framleitt af físki
fyrir Bretland fyrstu mánuði þessa
árs en á sama tíma í fyrra.
Stykkishólmur:
Margir hyggja á
grásleppuveiðar
Sjóbirtingsveiðitíminn hófst 1.
apnl síðastliðinn og er það dagur
sem margir veiðimenn bíða spenntir
eftir. Fyrir aðra er það 1. maí og
bleikja í Elliðavatni, en enn aðrir
láta sig hafa það að bíða fram á
sumar. Erfítt var um vik fyrir sjó-
birtingsveiðimenn fyrstu dagana
vegna kulda, en sljákkað hefur í
kuldanum með þeim afleiðingum
að menn sýna meiri þrautseigju og
þolinmæði við veiðamar. Erfítt er
að fá tölur um sjóbirtingsveiði, þvf
einhverra hluta vegna þykir sá
ágæti fískur ekki boðlegur í
veiðibækur að öllu jöfnu. Eina leiðin
sem sýnist fær er að frétta frá
munni manna sem hafa skellt sér
eða vitað um harðjaxla sem annað
hvort veiddu eða veiddu ekki. Hér
rekjum við þau munnmæli sem
heyrst hafa.
Veiði byijaði vel í bæjarlæk
þeirra í Hveragerði, en hann er
alltaf jafn volgur þótt kuldaboli bíti
veiðimenn og frysti línur þeirra í
stangarlykkjunum. Þama veiddust
á fímmta tug sjóbirtinga að minnsta
kosti fyrsta daginn og góð reytings-
veiði hefur verið síðan. Er þetta ein
besta byijun í Varmá/Þorleifslæk í
þó nokkur ár. Sumt af fískinum sem
veiðst hefur hefur verið góður físk-
ur, allt upp í 3—4 pund. Þetta er
oft dijúgur veiðistaður og síðsum-
ars má jafnvel búast við laxi á
þessum slóðum.
Þá hafa nokkrir fískar veiðst á
Rangársvæðinu og fyrir þá sem
hafa áhuga á því að komast í vor-
veiði af þessu tagi er líklegra
hægara um vik á þessu svæði en f
Hveragerði. Best að ræða við Aðal-
bjöm Kjartansson á Hvolsvelli. Sjó-
birtingurinn se_m hér veiðist er
gjaman vænn. Á seinni ámm hefur
sjósilungi fíölgað nokkuð á þessu
fallega vatnasvæði og em það góð
tíðindi, en þama var einu sinni
rosaveiði, eða áður en menn ákváðu
að reyna laxrækt sem hefur að
mestu farið út um þúfur.
Þá hefur Morgunblaðið frétt af
góðri veiði í Vatnamótum Fossála,
Geirlandsár og Skaftár á síðustu
dögum, hollin hafa verið að fá
40—50 fiska hvert, margt af því í
vænni kantinum. Þama veiðast
stundum með stærstu sjóbirtingum
hvers sumars, en enn hefur sá stóri
ekki sýnt sig. í Hörgsá á Síðu,
Grenilæk, Tungufljóti og Eldvatni
hefur og einhver veiði verið, en tölur
liggja ekki fyrir.
Við þetta má bæta, að sjóbirt-
ingsveiði er einnig leyfð í nokkmm
ám á Vesturlandi, einkum í Laxá í
Kjós og nöfnu hennar í Leirársveit.
Þetta hafa jafnan verið fremur
umdeildar veiðar vegna þess að þær
taka dijúgan toll af hoplaxinum
sem oft er að leita til sjávar eftir
veturinn á þessum tíma.
Stykkíshólmi.
GRÁSLEPPUVEIÐIN hér er í
aðsigi. Það fer ekki á milli mála,
menn eru að útbúa báta sína og
net og hugsa sér nú til hreyfings.
Nú mun bætast mjög við þann
flota sem þessa veiði stundar,
margir bátar keyptir í bæinn
bæði hraðskreiðir og venjulegir
enda hefir þessi veiði gefið
mörgum góðar atvinnutekjur
undanfarin ár.
Það fer ekki á milli mála að
mörgum þykir ekki gott að nýta
aðeins hrognin og sjá svo allt annað
fara í sjóinn aftur og grotna engum
til gagns. Og þó eitthvað sé hengt
upp og látið síga er það ekki nema
brot af þeim ósköpum sem fer til
spillis. Ég man þá tíð þegar allt var
nýtt og hveljur og annað af glá-
sleppunni var hirt og soðið og gefið
búpeningi og þóttu kýr græðast
mjög af þessari fæðu, enda voru
þær mjög lystugar þegar þessi
ágæta fæða var á boðstólum. Þetta
þarf að athuga.
Margt annað sem fer til spillis
mætti nýta og það fer ekki framhjá
neinum að nú er mikill áhugi fyrir
að hirða og nýta sem best allt sem
fískast og hefír þessi hugsun farið
vaxandi eftir því sem lengra hefír
liðið. Hann er ekki lítill maturinn
sem hent er eða sá sem er látinn
afskiptalaus og ekki nýttur og er
það ábyggilegt að mörg sjávardýr
verða nýtt til matar í framtíðinni
sem nú er gengið framhjá.
En sem sagt. Nú er það gráslepp-
an og keppnin um að ná sem mest-
um hrognum enda verðmæt. Það
er því von okkar að þessi vertíð
megi ganga vel og skapa verðmæti
áfram fyrir þjóðarbúið. Árni
Skoðun á skipsskjölum:
19 bátar af 139 án
haffærisskírteinis
STARFSMENN Landhelgisgæsl-
unnar skoðuðu skipsskjöl og
fleira í 139 bátum á sl. ári. í ljós
kom, að 19 bátar, eða 13,7%,
höfðu ekki gilt haffærisskírteini
um borð. Þessum bátum var vís-
að til hafnar umsvifalaust.
Um borð í 9 þessara báta var
ekkert haffærisskírteini en 10 skip
voru með ógild skírteini. Að sögn
Magnúsar Jóhannessonar siglinga-
málastjóra er allt of algengt, að
skip hafí ekki haffærisskírteini.
Ýmist eru þau skilin eftir í landi
eða eigendur trassa hreinlega að
færa skip sín til skoðunar.
Þá var einnig kannað ástand
umdæmisbókstafa skipanna, skipa-
skrámúmera og bjarghringja. Á 11
skipum af þessum 139 reyndust
umdæmisbókstafír illlæsilegir,
ástand skipaskrámúmera var yfír-
leitt gott en ástand bjarghringja
34 skipa reyndist slæmt, um borð
í 54 var það sæmilegt en aðeins
47 skip höfðu björgunarhringi í
góðu lagi. Þar sem björgunarhringir
voru í ólagi, vantaði á þá endur-
skinsmerki og ljós voru óvirk. Sagði
siglingamálastjóri, að þetta væri
alls óviðunandi.