Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL1986 37 Ríkismat sjávarafurða: Betri fiskur eftir páska en fyrir þá „Gullfiskabúrið“ varhugavert TALSVERÐUR munur var á verðmætum á hvert klló þess netafisks, sem landað var í vik- unni fyrir páska og eftir páska, samkvæmt upplýsingiim Frétta- bréfs ríkismats sjávarafurða. í vikunni fyrir páska var meðal- verð á hvert kUó 12,48 krónur, en 13,58 krónur í vikunni eftir páska. Helzta skýring þessa er sú, að í síðari vikunni var nær eingöngu um einnar nætur fisk að ræða, en í fyrri vikunni var meira af fiskinum dregið tveggja nátta. í úttreikningum ríkismatsins er miðað við núgildandi lágmarksverð verðlagsráðs sjávarútvegsins, en Breyting á áfengislögum: Lögreglustjórar veiti leyfi í stað dómsmálaráðherra JÓN Helgason dómsmálaráð- herra lagði í gær fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á áfengislögunum nr. 82 frá 1969. í athugasemd við frumvarpið segirm.a.: Frumvarp þetta felur í sér þá meginbreytingu að ákvörðunarvald um útgáfu leyfa til áfengisveitinga á veitingastað er lagt í hendur lögreglustjóra í stað dómsmálaráð- herra. Jafnfram er gert ráð fyrir því að óheimilt verði að gefa út slfkt leyfi nema viðkomandi sveitarstjóm mæli með leyfísveitingu, en nú er óheimilt að veita leyfi ef hlutaðeig- andi bæjarstjóm eða sýslunefnd er leyfísveitingu mótfallin. Rétt þykir að flytja ákvörðunar- vald um 'útgáfu leyfa þessara til staðbundinna lögreglustjóra að fengnum meðmælum sveitarstjóm- ar sem í hlut á. Með frumvarpinu, ef að lögum verður, er aukin ábyrgð lögð á sveitarstjómir í landinu, en ákvörðunarvaldi því sem dómsmála- ráðherra hefur nú haldið innan lögreglustjórnarinnar. Jafnframt er tekið fram að við ákvörðun um leyfísveitingu skuli lögreglustjóri hafa hliðsjón af tilgangi áfengislag- anna sem fram kemur í 1. gr. þeirra, þ.e. „að vinna gegn misnotkun áfengis í landinu og útrýma því böli, sem henni er samfara." Haldið er því skilyrði að veitinga- staður skuli vera fyrsta flokks að þvf er varðar húsakynni, veitingar og þjónustu. Til að meta það hvort veitingastaður telst fyrsta flokks og til að tryggja samræmt mat um land allt er gert ráð fyrir starfsemi matsnefndar áfengisveitingastaða svo sem verið hefur. Fyrirlestur hjá MÍR SOVÉSKI sagnfræðingurinn, Vladimír Sogrín, flytur fyrirlest- ur í húsakynnum MÍR, Menning- artengsla Islands og Ráðstjórn- arríkjanna, á Vatnsstíg 10 fimmtudagskvöldið 10. apríl kl. 20.30. Ræðir fyrirlesarinn um þau mál, sem efst eru á baugi í Sovétríkjun- um á sviði innanríkis- og utanríkis- mála nú að nýafstöðnu 27. þingi sovéska kommúnistaflokksins. Ger- ir hann grein fyrir störfum flokks- þingsins í stórum dráttum, fjallar um helstu ákvarðanir þess og svarar fyrirspumum. Sýnd verður stutt kvikmynd að loknum fyrirlestrin- um, sem túlkaður verður á íslensku. Ollum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfír. (Úr fréttatilkynningu) Model 79 gefur út myndabækling Kynningarfundur í Broadway I kvöld í dag, 10. apríl, munu Model 79 gefa út nýjan myndabækling og eru þar á skrá 62 módel. 1 tilefni af þvi verður haldin há- tíð í Broadway í kvöld þar sem bæklingurinn verður kynntur, segir í frétt sem hlaðinu hefur borist. Tízkusýning verður þar og koma 60 model fram, auk dansara frá Dansstudiíói Sól- eyjar, en það er einmitt Sóley Jóhannsdóttir sem setur þessa sýningu upp ásamt Cornelius Carter. Model 79 hafa notið liðsstjórnar Sóleyjar undan- farinár. Módel 79 var stofnað árið 1979 og vom stofnendur 13 að tölu; allt sýningarfólk með mikla reynslu að baki. hvorki tekið tillit til greiðslna sjóða né kostnaðarhlutdeildar. Sam- kvæmt því var í vikunni fyrir páska landað 5.247,3 lestum að verðmæti 65.464.000 krónur, meðalverð 12,48. I vikunni eftir páska var landað 4.631,2 lestum að verðmæti 62.875.000 krónur, meðalverð 13,58. í fréttabréfí ríkismatsins segir, að hefði aflinn, sem landað var í vikunni fyrir páska, verið sömu gæða og fískurinn í vikunni eftir páska hefði verðmæti hans orðið 71.258.334 krónur eða 5.794.334 krónum meira en ella. I fréttabréfinu er bent á það, að talsverð brögð hafí verið að því, að sjómenn lönduðu lélegasta fískinum undir á bflana, en betri fískinn settu þeir efst. Þetta gæti haft mjög mikil áhrif á niðurstöður mats- manna, tækist það. Þess vegna væru menn þessa dagana í ferðum milli verstöðva til að koma í veg fyrir slíkt. Um þetta segir svo í fréttabréfínu: „Ef sjómenn vilja blekkja matið með undirlöndunum, koma þeir sér gjaman upp svoköll- uðu gullfiskabúri. Þá eru beztu fískamir, það em gullfiskamir, settir í sér stíu, sem kölluð er gull- fískabúrið. Fiskamir í gullfískabúr- inu em síðan settir efst á hvem bflpall í þeirri von að þeir lendi í sýninu í stað annarra lakari. Þegar fískinum er raðað með þessum hætti ofan á bílpallinn er það kallað að skreyta." í vikunni fyrir páska fór hæst hlutfall landaðs físks í 1. flokk á Tálknafirði, 84%, en landaður afli var aðeins 13,1 lest. Næsthæst hlutfall í 1. flokk var á Hellissandi, 82%, en þar var landað 289,9 lest- um. A öðmm stöðum var þetta hlutfall frá 42% upp í 79%. Mun hærra hlutfall flsksins fór í fyrsta flokk í vikunni eftir páska. Hæst var það á Grundarfírði, 88%, og á flestum öðmm stöðum um eða yfír 80%. Morgunblaðið/Árni Sæberg. Ólafur Jónsson forstöðumaður Tónabæjar og Þorgeir Ástvalds- son forstöðumaður rásar 2 innsigla samkomulagi um samvinnu þessara tveggja aðila um Músíktilraunir ’86. Músíktilraun- ir ’86 hefjast í Tónabæ í kvöld SAMVINNA hefur tekist með Tónabæ og rás 2 um Músíktilraun- ir ’86 en músíktilraunir eru hugsaðar sem tækifæri fyrir unga tónlistarmenn til að kom á framfæri frumsöndu efni óháð ríkj- andi sölulögmálum hljómplötumarkaðarins. Að sögn Ólafs Jónssonar for- Þá verður sigurhljómsveitinni stöðumanns Tónabæjar hefur tryggð verkefni hjá Reykjavíkur- áhugi aldrei verið meiri á Músíktil- raunum og endurspeglaði það þá grósku sem væri lifandi rokktón- list á íslandi. Ekkert er til sparað að þessu sinni til að gera Músiktilraunir ’86 sem glæsilegastar úr garði og er hlutur rásar 2 þar stór og nær hápunkti á úrslitakvöldi músiktil- rauna ’86 með beinni utsendingu frá kl. 20—24 að sögn Ólafs. Til mikils er að vinna með sigri í Músíktilraunum og má þar af nefna að þrjár efstu hljómsveitir fá 20 stúdíótíma hver og útgáfu á hluta efnisins á hljóðsnældum. borg í 6 mánuði, þ. á m. á 17. júní, afmælishátfðinni f ágúst og í félagsmiðstöðvum borgarinnar. Alls verða 3 undanúrslitakvöld á fímmtudögum í aprfl og verða sérstakir gestir á hveiju þessara kvölda. Possibillies ríða á vaðið í kvöld. Hljómsveitin Strákamir kemur fram 17. aprfl, sigurvegar- ar Músiktilrauna frá því í fyrra Gypsy koma fram 24. apríl og á úrslitakvöldinu 25. apríl verða gestir kvöldsins Rikshaw. „Hver veit nema við séum að skapa sigurvegara í Eurovision söngkeppninni árið 2000,“ sagði Ólafur að lokum. Egilsstaðir: Skógræktarfélag Austur- lands heldur fræðslufund Egfilsstöðum. Skógræktarfelag Austurlands efnir til fræðslufundar í Vala- skjálf á Egilsstöðum nk. laugar- dagskvöld kl. 20. Þar munu Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri ríkisins, Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands, og Bene- dikt Bjömsson, garðyrkjumaður, flytja erindi um skógrækt í nútíð og framtíð og sýna litskyggnur. Fræðslufundur þessi er haldinn f samvinnu við Garðyrkjufélag Fljótsdalshéraðs en áhugi manna á skógrækt og garðrækt hvers konar fer nú ört vaxandi hér um slóðir að sögn Orra Hrafnkelssonar, for- manns Skógræktarfélags Austur- lands. Orri sagði í stuttu spjalli við tíðindamann Morgunblaðsins að gróðursetningar á upphéraði und- angengna áratugi hefðu fært mönn- um heim sanninn um gildi skóg- ræktar og nú stæðu yflr á úthéraði Rangt nafn NAFN eins frambjóðanda Alþýðu- flokksins í Reylqavík misritaðist í blaðinu í gær. Var það nafn Emilíu Samúelsdóttur, sem skipar 27. sætið. Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á þessum mistökum. tilraunir með ræktun víðitegunda. Að sögn Orra verða ný jarðræktar- lög kynnt á fundinum auk laga- fmmvarps um skógrækt er nú ligg- ur fyrir Alþingi. Skógræktarfélag Austurlands vinnur nú að því að fá lagðan veg að Eyjólfsstaðarskógi á Völlum og væntir að í náinni fram- tíð verði þar ákjósanlegt útivistar- svæði en skógræktarfélagið á Ey- jólfsstaðarskóg. í lok fundarins á laugardagskvöld verður efnt til skemmtidagskrár og munu félagar félagi Harmonikkuunnenda á ur Héraði dansi. meðal annars leika fyrir Ólafur Endanleg niðurstaða í Krossanesi: Pétur hættir Akureyri. PÉTUR Antonsson er hættur störfum sem forstjóri síldarverk- smiðjunnar í Krossanesi. Hann hefur lagt inn uppsagnarbréf sitt i annað sinn og kvaddi í gær starfsfólk í verksmiðjunni. Eins og Morgunblaðið greindi frá á sínum tíma var gert samkomu- lag um það milli stjómar verksmiðj- unnar og Péturs að hann léti af störfum. Stjórnarmönnum verk- smiðjunnar snerist síðan hugur, uppsagnarbréf Péturs var óform- lega ógilt og margt benti til þess að hann yfírgæfí ekki fyrirtækið, eins og Morgunblaðið greindi frá í fyrradag, „en það gekk ekki saman með aðilum," eins og heimildarmað- ur Morgunblaðsins komst að orði í gær. Skv. heimildum blaðsins gátu stjómarmenn ekki sætt sig við þau atriði sem Pétur setti fram sem skilyrði fyrir áframhaldandi vem. Morgunblaðið veit að í dag verður haldinn fundur í stjóm Krossaness- verksmiðjunnar þar sem málið verð- ur endanlega afgreitt og er reiknað með að fréttatilkynning verði gefín út um málið eftir þann fund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.