Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBIAÐIP, FIMMTIJPAbUR 10. APRÍL1986
S VFÍ gengst
fyrir öryggis-
fræðslu
sjómanna
SLYSAVARNAFÉLAG íslands
hyggst efna til námskeiða fyrir
sjómenn, dagana 15—18. april og
21.—25. apríl n k. Fjallað verður
um helstu þætti öryggismála, svo
sem endurlifgun og skyndihjálp,
meðferð ýmissa björgunartælga
um borð i skipum og i höfnum,
flutning með þyrlum, lög og
reglur um búnað skipa svo og
brunavamir og slökkvistörf,
segir i frétt frá félaginu.
Leiðbeinendur á námskeiðinu
verða frá SVFÍ, Landssambandi
slökkviliðsmanna, Landhelgisgæsl-
unni, Siglingamálastofnun og Láf-
fræðistofnun Háskólans.
Þess má geta að fyrri námskeið
um öryggismál sjómanna, sem
SVFI hefur gengist fyrir, hafa verið
Qölsótt og færri komist að en vildu.
Upplýsingar varðandi námskeið-
in verða gefnar á skrifstofu SVFÍ.
Albönsk kvikmynda-
vika í Regnboganum
DAGANA 12. til 16. apríl verður
haldín albönsk kvikmyndavika i
Regnboganum í Reykjavík og
mun það vera í fyrsta sinni, sem
albanskar kvikmyndir eru sýnd-
ar opinberlega á Islandi.
Á laugardag klukkan 7 verður
sýnd litmynd frá árinu 1982, sem
ber heitið Mannkostir. Sunnudag á
sama tíma verður sýnd svart/hvít
mjmd frá 1979, sem heitir Valmúar
í múmum. Á mánudag klukkan 7
verður sýnd myndin Grammófónn
hershöfðingi, þriðjudag á sama tíma
myndin í leynum og miðvikudag
16. apríl verður svo endursýnd
einhver myndanna.
Allar myndimar eru í fullri lengd
og með enskum texta.
Gísli Jónsson, leikstjóri, Jane E.
ánægð með kvöldið.
MorgunDiaoio/JAS
House og Guðmundur Steinsson höfðu fulla ástæðu til þess að vera
Stundarfriður í New York
New York. Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
LEIKRITIÐ Stundarfriður eftir Guðmund Steinsson var flutt i fyrsta
skipti í New York síðastliðinn mánudag. Bandarísku leikurunum var
klappað lof i lófa og margar spumingar dundu á höfundi og leik-
stjóranum Gísla Jónssyni að Iokinni s ýningu.
„A Brief Respite", eins og leikrit-
ið heitir á ensku, var þýtt af þeim
Peter Kitson og Martin Regal og
virtist það einróma álit viðstaddra
að þýðingin sé sérlega vel heppnuð.
Um það bil 70 manns voru viðstadd-
ir upplestur leikritsins og lét einn
af þeim sem tóku þátt í umræðum
þess getið, að atburðarás leikritsins
gæti alveg eins átt sér stað í Cleve-
land.
Annar áhorfandi tók undir það
að Stundarfriður sé „algilt" að efni
til, en kvartaði yfir þessum áberandi
„norræna drunga" í því, vildi jafnvel
líkja ástandinu við hlutina eins og
þeir hljóti að ganga fyrir sig í hel-
víti.
Bandarísku leikaramir sátu í
stólum á sviðinu, og það vantaði
því alla sviðsetningu, leikmuni og
hljóð. Guðmundur Steinsson kvaðst
hafa haft áhyggjur af sviðsetning-
unni, en fannst leikritið hafa komið
ágætlega út í flutningi. Undirtektir
áhorfenda staðfesta það álit.
Ég skildi ekki föðurinn, sagði einn
áhorfenda. Það er skiljanlegt, vegna
þess að hann er að látast, svaraði
Guðmundur. Hann segir eitt og
gerir annað, lifir í mótsögn við
hugsjónir sínar, eins og við flest
raunar gerum. Áhorfendur vom
sammála um að Guðrún væri
glætan í leikritinu, hálmstráið sem
gefst, þrátt fyrir að bijálsemi hinna
yfirskyggi ástarþrá hennar.
Menn veltu fyrir sér hvort Stund-
arfriður væri of kaldhæðnisleg frá-
sögn af lífí fólks. Nei, ég er að sýna
þama ákveðinn lífsmáta, sagði
Guðmundur Steinsson, sýna hlutina
eins og þeir em. Áhorfandi nokkur
sagði að sér fyndist þama tekið á
ýmsu í einkalífínu, sem fólk reynir
í lengstu lög að fela eða hylma yfír.
Jane E. House, sem stjómar leik-
listardeild Vestur-Evrópu-stofnun-
arinnar við Columbia-háskólann í
New York, kynntist verkum Guð-
mundar fyrir rúmu ári og ákvað
að bjóða honum þátttöku í norrænni
leiklistarhátíð sem stofnunin gengst
fyrir um þessar mundir.
Gísli Jónsson, sem er vestur-
íslenskur leikari, kynntist verkum
Guðmundar Steinssonar fyrir þrem-
ur ámm. Hann kvaðst hafa trú á
því að Stundarfriður verði íyrr en
síðar tekinn til sýningar í einhveiju
Off-Broadway-leikhúsi í New York
eða leikhúsi utan stórborgarinnar.
N emendatónleik-
ar á Isafirði
NÆSTKOMANDI föstudags-
kvöld, 11. apríl, kl. 20.30, heldur
Hulda Bragadóttir píanótónleika
á vegum Tónlistarskóla ísafjarð-
ar í Alþýðuhúsinu á ísafirði.
Hulda er 21 árs gamall ísfírðing-
ur, dóttir hjónanna Bám Einars-
dóttur og Braga Þorsteinssonar.
Hún hefur stundað píanónám við
Tónlistarskóla ísafjarðar frá 9 ára
aldri — að undanskildu einu ári, sem
hún var skiptinemi erlendis — fyrst
hjá Sigríði Ragnarsdóttur, en síðan
hjá Ragnari H. Ragnar, og er hún
enn nemandi hans. Hulda lýkur
væntanlega stúdentsprófí frá
Menntaskólanum á ísafírði nú í
vor, bæði á tónlistarbraut og mála-
og samfélagsbraut, en hún hyggur
á framhaldsnám í tónlist næsta
vetur.
Hulda hélt opinbera einleikstón-
leika vorið 1983, en auk þess hefur
hún komið fram á vegum Tónlistar-
skólans ótal sinnum ogjafnan vakið
mikla athygli fyrir leik sinn.
Á efnisskrá tónleikanna á föstu-
dag era ýmis þekkt píanóverk:
frönsk svita nr. 6 í E-dúr eftir J.S.
Bach, sónata í D-dúr KV576 eftir
W.A. Mozart og styttri verk eftir
Scarlatti, Grieg, Chopin og De-
bussy.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og öllum heimill.
Furugrund — 3ja herb. + herb. í kjallara
Góð 3ja herb. íbúð á 1. hæð + aukaherb. í kjallara.
Nesvegur — sérhæð — laus
5 herb. íbúð á 1. hæð. Sérhiti. Sérinng. Bílskúrsréttur.
Bjargarstígur — 3ja herb. — laus
Mjög snyrtileg 3ja herb. ibúð.
Álfaskeið — 2ja herb. — bílskúr
2ja herb. íbúð í góðu standi.
Vantar — vantar
Einbýlishús í gamla bænum, raðhús og flestar gerðir eigna í Háa-
leiti, Laugarneshverfi, Heimum, Vogum og víðar. Sérstaklega 3ja
herb. íbúð í vesturbæ Rvík og 4ra herb. íbúð í Garðabæ eða
Hafnarfirði.
„Sex í sama rúmi“
á f östiidag'skvöldum
Vegna Qölda áskorana um
breyttan sýningartíma á gaman-
leiknum vinsæla Sex í sama rúmi,
sem sýndur hefur verið á miðnætur-
sýningum, hefur verið ákveðið að
hafa sýningar á fostudagskvöldum
klukkan 20:30 í Austurbæjarbfói.
Mikið hefur verið um, að fólk hafi
skorað á Leikfélagið að sýna gam-
anleikinn fyrr að kvöldinu en verið
hefur, enda er hér um kjöma fjöl-
skylduskemmtun að ræða, segir í
frétt frá félaginu.
STÓRKOSTLEGT ÚTSÝNI0G GLÆSILEIKI
í ÍBÚÐARHVERFIFRAMTÍÐARINNAR — GRAFARVOGI
2ja herb. 68,2 fm. Verð frá kr. 1580 þús.
Veðdeildarlán 994 þús.
Greitt v./samn. 250 þús.
Eftir2mán. 100þús.
Eftirstöðvar á 12 mán. 236 þús.
FAST
VERÐ
Hffgt crað (á ibuðimar á
freimur byggingattigum:
A HúsWgengia»ðulanásjur.l
sameign. án leppa á Uigjhúsi
tbúðinwmeðhiUlógnogotnum.
vélilifad göll. lóð gióf)öfnuð
B. Hús kágengið »ð uUn ásvnt
samcijjn, w leppa í slígahúsi
Ibúðmur blbúnv til mnrtttmgí
og málmngu, lóð grébótouð.
Allar upplýaingar hjá
JÖKLAFOLD
37-39
MWSORQ 'V,
ljrkJ«nt»U2(NýJ«Bté-hú»lnu)5.hjeð | I
S 25590-21682-18485
HONNUOtN
éSttJKNlS-
tö
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
SÍM116620
Miðasaia í Iðnó opin
kl. 14-20. Sími: 16620.
Forsala til 5. maí.
Kl. 10-12 og 14-16
virka daga.
Sími 13191.
Sjá bíósíðu:
Sýningar á næstunni
11. sýn. í kvöld kl. 20.30.
Uppselt.
12. sýn. laugard. kl. 20.30.
Örfáir nrtiðar eftir.
13. sýn. fimmtud. kl. 17. apríl
kl. 20.30. Uppselt.
14. sýn. sunnud. 20. apríl
kl. 20.30. Uppselt.
15. sýn. miðvikud. 23. aprfl
kl. 20.30.
16. sýn. laugard. 26. apríl
kl. 20.30.
17. sýn. fimmtud. 1. maí
kl. 20.30.
18. sýn. sunnud. 4. maí
kl. 20.30. Uppselt.
MlNSFOfiUR
114. sýn. föstud. kl. 20.30.
Uppselt.
115. sýn. sunnud. kl. 20.30.
116. sýn. þriðjud. kl. 20.30.
117. sýn. miðvikud. kl. 20.30.
118. sýn. föstud. 18. apríl
kl. 20.30. Örfáir miðar eftir.
119. sýn. laugard. 19. apríl
kl. 20.30. Örfáir miðar eftir.
120. sýn. þriðjud. 22. apríl
kl. 20.30.
121. sýn. fimmtud. 24. apríi
kl. 20.30. Örfáir miðareftir.
122. sýn. föstud. 25. apríl
kl 20.30.
123. sýn. sunnud 27. apríl
kl. 20.30. Örfáir miðar eftir.
124. sýn. miðvikud. 30. apríl
kl. 20.30.
125. sýn. föstud. 2. maí kl. 20.30.
126. sýn. laugard. 3. mai
kl. 20.30.
sex
I SAMA
RUVfl
Nýr sýningartími
Vegna fjölda áskorana um
breyttan sýningartíma þá mun
Leikfétagið sýna hinn vinsæla
gamanleik Sex í sama rúmi
föstudag ki. 20.30 í Austur-
bæjarbíói.
Miðasala opin kl. 16—23. Sími
11384.
Velkomin í leikhúsið!