Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986
17
Jón Þórarinsson skrifar frá Kaupmannahöfn
Guido Páevatalu i hlutverki Papagenás í „Töfraflautunni".
Stig Fogh Andersen (Tamino) og- Birgit Louise Frandsen (Nætur-
drottningin).
„Töfraflauta“ Mozarts í
Konunglega leikhúsinu
Sá sem þetta skrifar hefur
stundum undrast það, hve ger-
samlega tónlistarlíf Kaup-
mannahafnar virðist hafa farið
fram hjá þeim mikla skara ís-
lendinga sem um aldir sótti sér
þangað menntun, meðan Kaup-
mannahöfn var í raun höfuð-
staður íslands og næstum eini
snertipunktur landsmanna við
umheiminn. í riti Bjarna Jóns-
sonar frá Unnarholti, „íslensk-
ir Hafnarstúdentar", teljast
nokkuð á tíunda hundrað ís-
lendinga hafa innritast í Hafn-
arskóla frá 1592 tíl síðustu
aldamóta.
Ætli megi ekki telja á fíngrum
annarrar handar þá sem vitað er
um með vissu að hafí veitt þessum
þætti borgarlífsins teljandi at-
hygli? En í þessu stúdentatali er
raunar ekki getið manna sem hér
voru á 19. öld, a.m.k, að hluta
við tónlistamám, ef þeir vora ekki
innritaðir í háskólann. Kannske
verður þetta greinarefni seinna,
því að nógu er það forvitnilegt,
Tina Kiberg (Pamina) og Stig Fogh Andersen (Tamino).
og furðu fjölskrúðugt var tónlist-
arlífíð í Höfn allan þennan tíma,
þótt e.t.v. hafí það ekki verið
auðsótt auralitlum námsmönnum.
Ekki mundi samanburður á
tónleikahaldi á íslandi og í Kaup-
mannahöfn nú verða Dönum jafn
hagstæður og áður — kannske
alls ekki hagstæður. Ég held að
það sé aðeins á sviði ópera og
balletts sem þeir hafa af einhveiju
veralegu að státa umfram okkur
heima. í Konunglega leikhúsinu
era alls 19 ópera- og ballettsýn-
ingar í mars-mánuði, og liggur
þó öll starfsemi niðri um páskana
(frá og með 27. mars). „Cavalleria
rasticana" og „I pagliacci" verður
sýnd fímm sinnum í mánuðinum.
Ég brá mér á sýningu á „Töfra-
flautunni" nýlega. Þetta er ný
uppsetning sem framsýnd var í
nóvember sl. og er leikstjóri Line
Krogh en hljómsveitarstjóri John
Frandsen. En „Töfraflautan" á
sér langa sögu í Kgl. leikhúsinu,
var fyrst sýnd þar 1826, og er
þetta fímmta uppsetningin þar á
þessari öld. Sumar hinna fyrri
hafa verið á fjölunum í 8-10 ár!
Það er skemmst af þessari sýn-
ingu að segja að hún er að flestu
leyti mjög falleg og ánægjuleg. í
sjálfri sviðssetningunni era mörg
skemmtileg og vel útfærð atriði,
sem bæta það upp þótt annað
komi svolítið raglingslega fyrir
sjónir. Það sakar ekki svo mjög í
þessu verki, þar sem söguþráður
er hvort sem er varla nema blá-
þráður. Stig Fogh Andersen fór
mjög fallega með hlutverk Tamin-
ós, og sama má segja, þótt með
nokkuð öðram hætti væri, um
Tinu Kiberg í hlutverki Pamínu.
Guido Páevatalu og Elsebeth
Lund vora bráðskemmtileg í hlut-
verkum Papagenós og Papagenu,
Christian Christiansen mjög fyrir-
mannlegur Sarastró, þótt ef til
vill skorti örlítið á hina dimmu
dýpt raddarinnar, og Birgit Lousie
Frandsen leiftrandi í hlutverki
Næturdrottningarinnar. Og svo
era hér að sjálfsögðu kór og
hljómsveit leikhússins.
Þessar línur era settar á blað
til þess að vekja athygli íslenskra
óperavina, sem kunna að eiga ieið
um Kaupmannahöfn, á þessari
sýningu. Hún er þess virði að sjá
hana. En iíklega er vissara að
hafa góðan fyrirvara á um útveg-
un aðgöngumiða, því að aðsóknin
hefur verið mjög mikil.
Volvo 340
VERÐ FRÁ KR.
395ML-
MED RIDVÖRN
OG8ÁRA
RIDVARNARÁBYRGD
PS.Ó