Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986 17 Jón Þórarinsson skrifar frá Kaupmannahöfn Guido Páevatalu i hlutverki Papagenás í „Töfraflautunni". Stig Fogh Andersen (Tamino) og- Birgit Louise Frandsen (Nætur- drottningin). „Töfraflauta“ Mozarts í Konunglega leikhúsinu Sá sem þetta skrifar hefur stundum undrast það, hve ger- samlega tónlistarlíf Kaup- mannahafnar virðist hafa farið fram hjá þeim mikla skara ís- lendinga sem um aldir sótti sér þangað menntun, meðan Kaup- mannahöfn var í raun höfuð- staður íslands og næstum eini snertipunktur landsmanna við umheiminn. í riti Bjarna Jóns- sonar frá Unnarholti, „íslensk- ir Hafnarstúdentar", teljast nokkuð á tíunda hundrað ís- lendinga hafa innritast í Hafn- arskóla frá 1592 tíl síðustu aldamóta. Ætli megi ekki telja á fíngrum annarrar handar þá sem vitað er um með vissu að hafí veitt þessum þætti borgarlífsins teljandi at- hygli? En í þessu stúdentatali er raunar ekki getið manna sem hér voru á 19. öld, a.m.k, að hluta við tónlistamám, ef þeir vora ekki innritaðir í háskólann. Kannske verður þetta greinarefni seinna, því að nógu er það forvitnilegt, Tina Kiberg (Pamina) og Stig Fogh Andersen (Tamino). og furðu fjölskrúðugt var tónlist- arlífíð í Höfn allan þennan tíma, þótt e.t.v. hafí það ekki verið auðsótt auralitlum námsmönnum. Ekki mundi samanburður á tónleikahaldi á íslandi og í Kaup- mannahöfn nú verða Dönum jafn hagstæður og áður — kannske alls ekki hagstæður. Ég held að það sé aðeins á sviði ópera og balletts sem þeir hafa af einhveiju veralegu að státa umfram okkur heima. í Konunglega leikhúsinu era alls 19 ópera- og ballettsýn- ingar í mars-mánuði, og liggur þó öll starfsemi niðri um páskana (frá og með 27. mars). „Cavalleria rasticana" og „I pagliacci" verður sýnd fímm sinnum í mánuðinum. Ég brá mér á sýningu á „Töfra- flautunni" nýlega. Þetta er ný uppsetning sem framsýnd var í nóvember sl. og er leikstjóri Line Krogh en hljómsveitarstjóri John Frandsen. En „Töfraflautan" á sér langa sögu í Kgl. leikhúsinu, var fyrst sýnd þar 1826, og er þetta fímmta uppsetningin þar á þessari öld. Sumar hinna fyrri hafa verið á fjölunum í 8-10 ár! Það er skemmst af þessari sýn- ingu að segja að hún er að flestu leyti mjög falleg og ánægjuleg. í sjálfri sviðssetningunni era mörg skemmtileg og vel útfærð atriði, sem bæta það upp þótt annað komi svolítið raglingslega fyrir sjónir. Það sakar ekki svo mjög í þessu verki, þar sem söguþráður er hvort sem er varla nema blá- þráður. Stig Fogh Andersen fór mjög fallega með hlutverk Tamin- ós, og sama má segja, þótt með nokkuð öðram hætti væri, um Tinu Kiberg í hlutverki Pamínu. Guido Páevatalu og Elsebeth Lund vora bráðskemmtileg í hlut- verkum Papagenós og Papagenu, Christian Christiansen mjög fyrir- mannlegur Sarastró, þótt ef til vill skorti örlítið á hina dimmu dýpt raddarinnar, og Birgit Lousie Frandsen leiftrandi í hlutverki Næturdrottningarinnar. Og svo era hér að sjálfsögðu kór og hljómsveit leikhússins. Þessar línur era settar á blað til þess að vekja athygli íslenskra óperavina, sem kunna að eiga ieið um Kaupmannahöfn, á þessari sýningu. Hún er þess virði að sjá hana. En iíklega er vissara að hafa góðan fyrirvara á um útveg- un aðgöngumiða, því að aðsóknin hefur verið mjög mikil. Volvo 340 VERÐ FRÁ KR. 395ML- MED RIDVÖRN OG8ÁRA RIDVARNARÁBYRGD PS.Ó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.