Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 28
íí<28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986 --- ■ - -- Ekkert lát á of- beldinu í Punjab Amritsar, Indlandi. AP. ÖFGASINNAÐIR sikhar myrtu tvo hindúa og særðu auk þess tvo til viðbótar, er þeir réðust með vélbyssuskothríð á hveitimyllu skammt fyrir utan Amritsar. Morðingjarnir komust undan og leitar lögregla þeirra nú ákaft. Lögregla handtók 200 herskáa sikha og hindúa í gær og hafa þá ails sex hundruð manns verið hand- tekin undanfama þtjá daga, einkum sikhar. Einn lögreglumaður lést í gær af sárum sínum, eftir árás herskárra sikha á dómshús í borg- inni Jullundur, en sex lögreglumenn féllu þá í árásinni. Útgöngubann ríkir ennþá í borg- unum Batala og Hoshirapur, auk sjö annarra borga, eftir að herskáir hindúar höfðu skorað á trúbræður sína að efna til allsheijarverkfalls til þess að mótmæla ástandinu í Punjab. Um 145 herskáir Hindúar í samtökunum Shiv Sena eða Her Guðs voru teknir í vörslu lögreglu. Að minnsta kosti 91 meðlimur í samtökunum særðist, margir þeirra alvarlega, er lögregla gerði árás á höfuðstövar samtakanna á þriðju- dag. Félagar í hreyfíngunni eru í hungurverkfalli vegna árásarinnar. Samtökin þjálfa hindúa í meðferð vopna, til þess að þeir séu færir um að beijast við hryðjuverkamenn sikha. Kanada orðið álit- legft viðskiptaland fyrir Grænlendinga Veður víða um heim Usast Hasst léttskýjaó Akureyri 4 Amsterdam 4 8 skýjað Aþana 14 27 heiðskfrt Barcelona 13 skýjað BerKn 4 S rignlng Brussel 0 10 skýjað Chicago 8 15 skýjað Dublin 3 7 heiðskfrt Feneyjar 11 rigning Frankfurt 7 15 skýjað Qenf 4 15 heiðskfrt Helsinki +1 6 heiðskfrt Hong Kong 22 25 skýjað Jerúsalem vantar Kaupmannah. 0 8 heiðskfrt Las Palmas 17 alskýjað Ussabon 4 11 rlgning London 3 10 helðskfrt LosAngeles 12 21 skýjað Lúxemborg 5 rign./súld Malaga 16 léttskýjað Mallorca 14 hálfskýjað Miami 18 31 skýjað Montreal S 8 skýjað Moskva 0 5 skýjað NewYork 12 24 skýjað Osló +2 10 skýjað Parfs 5 9 skýjað Peking 8 20 skýjað Reykjavík 8 alskýjað RfódeJaneiro 20 32 heiðskírt Rómaborg 17 23 skýjað Stokkhólmur vantar Sydney 18 24 skýjað Tókýó 10 22 heiðskírt Vfnarborg 11 24 heiðskfrt Þórshöfn 3 skýjað Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, GENGISFALL kanadíska dollar- ans gagnvart dönsku krónunni nam 30%& á síðustu tólf mánuð- um og hefur haft í för með sér, að Kanada er nú orðið álitlegt viðskiptaland fyrir Grænlend- inga. Verslanir samvinnumanna, „Brugsen", í Nuuk, beina innkaup- um sínum æ meira til Kanada og innkaup þeirra í Danmörku minnka að sama skapi, að sögn grænlenska útvarpsins. Forstjóri Brugsen í Nuuk, Jörgen Pedersen, segir, að kanadíska flugfélagið, sem flýgur á leiðinni Frobisher Bay-Nuuk, f réttaritara Morgunblaðsins. reikni flutningsgjöldin eftir þyngd en ekki umfangi. Af þeirri ástæðu sé í mörgum tilvikum ódýrara að fá vörur með flugi frá Kanada en sjóleiðina frá Danmörku. Á ársfundi Grænlandsbanka á þriðjudag kom m.a. fram, að þess hefur greinilega orðið vart í gjald- eyrisdeild bankans, hversu mikil aukning hefur orðið í viðskiptum Grænlendinga við Kanada og ís- land. Kanadísk vika verður í Nuuk dagana 17. til 22. apríl nk. og verður sendiherra Kanada þar meðal gesta. Á flótta undan sprengingu Tíu manns biðu bana og yfír 100 manns særðust er sprengja sprakk í borginni Jounieh í Líbanon á þriðjudag. Sprengingin var það öflug, að bifreið, sem sprengjunni hafði verið komið fyrir í, rifnaði í tætlur og veggir hrundu í tveimur stórum skrifstofubyggingum, sem næst stóðu. Mynd þessi sýnir föður ásamt þremur dætrum sínum flýja staðinn, þar sem sprengingin varð, en hún varð um hádegisbil nærri ijölfömu torgi í miðri borginni. Waldheim hættir ekki við forsetaframboð Ásökunum heimsráðs gyðinga vísað á bug Vínarborg, AP KURT Waldheim vísaði í dag á bug öllum orðrómi um, að hann hygðist draga sig út úr kosninga- baráttunni um forsetaembættið í Austurriki og hætta við fram- boð sitt. Kom þetta fram í viðtali við vestur-þýzka blaðið Bild í gær. Flokkur Waldheims, Þjóðar- flokkurinn, vísaði einnig í dag á bug ásökunum talsmanns Heimsráðs gyðinga þess efnis, að hann hefði vitað um, að þús- undir gyðinga voru fluttir i út- rýmingarbúðir nazista frá þvi svæði, þar sem Waldheim gegndi herþjónustu i heimsstyijöldinni siðar. Israel Singer, framkvæmdastjóri Heimsráðs gyðinga, skýrði svo frá í gær, að komið hefðu fram nýjar sannanir fyrir vitneskju Waldheims um flutninga á gyðingum í útiým- ingarbúðimar. Sagðist Singer hafa undir höndum skjal, sem sýndi, að Waldheim væri „lygari". Á fundi með fréttamönnum lagði Singer þetta skjal fram. Er það dagsett Komst fjöldi nazista undan til Astralíu? Sydney; Ástraiíu. AP. SAMTÖK ástralskra gyðinga skýrðu frá því í dag að þau hefðu áhyggjur af því, hversu margir stríðsglæpamenn nazista hefðu fengið skjól í Ástralíu og byggju þar í góðu yfirlæti. Talsmaður samtakanna, sem telja um hundrað þúsund félaga inna vébanda sinna, Jeremy Jones, sagði að samtökin vildu að rannsókn yrði framkvæmd en það væri hlutverk rikisstjórnar Ástralíu að safna nöfnum yfir grunaða. Því væri ekki að Ieyna, að það væri athyglisvert hversu oft Ástralía væri nefnd í skjölum um nazista sem hefðu komist undan. Jones sagði í viðtali við Assoc- iated Press-fréttastofuna, að Ástralfa væri sannkölluð paradís fyrir nazista vegna þess að þar hefði verið tekið við ógrynni evr- ópskra flóttamanna á fyrstu árun- um eftir seinni heimsstyijöldina og nazistar hefðu komist fyrir- hafnarlaust til landsins í þeim flaumi. Á árunum 1945—1952 komu 170.543 flóttamenn til Ástralíu og hefðu hvergi verið fleiri ef Bandaríkin væru undanskilin. Jones sagði, að margir nazistanna hefðu látizt vera heimilislausir og á þessum árum hefði ekki verið gengið hart eftir vegabréfum, þar sem svo margir hefðu af eðlilegum ástæðum glatað öllum sínum skjölum og plöggum í stríðinu. Hann sagði að án efa væru margir þessara manna enn á lífí og sumir í áhrifastöðum og væri talan 150 áreiðanlega ekki of há. Talsmaður innflytjendaráðu- neytis Ástralíu, Shris Hupford, sagði aðspurður að ríkisstjómin myndi hleypa af stokkunum rann- sókn á málinu ef það fengi eitt- hvað í hendumar að styðjast við. Málið kemur nú upp vegna þess að Mark Aaron, blaðamaður við ástralska ríkisútvarpið, hefur ný- lega lokið umfangsmikilli athugun á því hvort nazistar hefðu komist undan til Ástralíu og hann heldur því fram að sumir þeirra hafí starfað í landinu sem gagnnjósn- arar fyrir Sovétríkin. 15. júlí 1944 og ritað á þýzku. Hefði það verið sent af yfírmanni þýzka herins á Austur-Eyjahafi til þýzkra herdeilda, sem höfðu bæki- stöðvar nærri Saloniki, en þar var Waldheim staðsettur. Texti bréfsins er m. a. þessi: „Brottflutningur gyðinga: í lok júlí fari fram brottflutningur gyðinga, sem ekki eru af tyrknesku þjóðemi, frá öllum svæðum, sem lúta her- stjóminni." Singer sagði, að óljost væri, hvort tilgangurinn með bréfínu hefði verið að láta herdeildimar í Saloniki vita um brottflutninginn eða óska eftir því, að þær tækju þátt í honum. Sagði Singer þessa tvíræðni stafa af því, að vissar setningar bréfsins mætti þýða á mismunandi hátt. „Ég túlka þessar setningar á miídari veginn, það er að Waldheim frekari vissi en tók þátt í þessum brottflutningi," sagði Singer. Michael Graff, framkvæmda- stjóri Þjóðarflokksins í Austurríki, lýsti í dag ásökunum Singers í garð Waldheims sem „óheiðarlegum róg- burði." Skoraði hann á Edgar M. Kurt Waldheim Bronfmann, forseta Heimsráðs gyðinga, að koma í veg fyrir frekari „svívirðingar" af hálfu Singers. Gengi gjaldmiðla London. AP. Bandaríkjadollar lækkaði gagnvart öllum helztu gjald- miðlum heims í gær nema sterl- ingspundinu. Er talið, að orðróm- ur um, að fimm stærstu iðnríki heims, hygðust lækka vexti sína enn frekar, ættu mestan þátt í þessu. Dollarinn hækkaði aftur, eftir að vestur-þýzkir embættis- menn á fundi ríkjanna fimm, sem fór fram í Washington á þriðju- dag, gáfu til kynna, að á fundin- um hefði ekki hefði verið rætt um nauðsyn á frekari lækkun dollarans. Síðdegis í gær kostaði pundið 1,4640 dollara í London (1,4745), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 2,3255 vestur-þýzk mörk (2,3380), 1,9500 svissneskir frankar (1,9700), 7,3925 franskir frankar (7,4500), 2,6325 hollenzk gyllini (2,6330), 1.591,50 ítalskar iírur (1.600,50), 1,3817 kanadískir doll- arar (1,38345) og 179,83 jen (181,45). Verð á gulli lækkaði og kostaði það 337,00 dollara únsan (337,50).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.