Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 35
r MORGUNBLAEHÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986 35 Kvennaflokkurinn: „Vil frekar hafa stælta vöðva en allt í skvapi“ „ÉG ER skíthrædd við hinar stelpurnar. Mér líst vel á keppn- ina en fæst orð hafa minnsta ábyrgð," sagði Marta Unnars- dóttir. Hún er ein af keppendum í þyngri kvennaflokknum, þar sem keppni verður mjög tvísýn. Orð hennar koma því ekkert á óvart. Marta keppti á kraftlyftingamóti fyrir stuttu og var þá nefnd sterk- asta kona landsins. Hún byijaði að æfa vaxtarrækt af alvöru fyrir tveimur árum og þykir nú líkleg til afreka. En það ætla fleiri sér sigur. „Ég tel mig standa vel að vígi, hef æft stíft frá áramótum og var áður komin með góðan grunn. Katrín og Marta verða aðal keppinautamir. Það kemur í ljós hvort ég luma á einhverju umfram þær,“ sagði Steinunn Agnarsdóttir en hún keppti fyrir tveimur árum. Katrín Gísladóttir er ekki ókunn vaxtar- rækt. Hún keppti á íslandsmótinu í fyrra. „Það var meira til gamans. Nú stefni ég á sigur," sagði Katrín. Aðspurð um hvort kvenfólk tapaði kvenlegri ímynd með vaxtarræktar- þjálfun sagði Katrín: „Það finnst mér ekki. Ég vil frekar hafa stælta vöðva en allt í skvapi. Maður styrk- ist á þessu, en það má ekki æfa frarn úr hófi.“ í léttari kvennaflokknum þykir Rósa Ólafsdóttir sigurstrangleg. „Ég hef aldrei verið jafngóð og núna. Ég ætlaði að keppa í fyrra en eignaðist barn á keppnisdaginn. Ólíkt öðrum keppendum þá hef ég verið að þyngjast að undanfömu en það er allt í lagi, ég hef bara verið að bæta við mig vöðvum," sagði Rósa. íslandsmeistari karla Sigurður Gestsson var í góðu formi f fyrra, en verður örugglega vöðvamelri núna. „Sýni það besta fel veiku hliðarnar“ — seg-ir Sigurður Gestsson „ÉG TEL mig eiga góða möguleika á íslandsmeistaratitlinum. Ég veit ekki hvernig Jón Páll er í dag. Þó hann sé stór og mikill þá verður hann líka að vera í góðu formi. Það breytir engu fyrir mig þó hann sé með. Ég geri mitt besta og hvort það nægir verður bara að koma í ljós,“ sagði Sigurður Gestsson. Hann varð Islandsmeistari í fyrra og hefur nú fengið harðan keppinaut, fyrrum íslandsmeist- ara, Jón Pál Sigmarsson. Þeir keppa í sitt hvorum þyngd- arflokknum en líklegt er að þeir komi til með beijast um hvor verður Urslitin f léttari unglingaflokki til- kynnt f fyrra og Ivar Hauksson ofsakátur. Hann hefur æft stíft sfðan og slöngvað í sig átta þús- und hitaeininga fæðu svo vikum skiptir. ekkert vatn innbyrða eða vökva, en þannig koma vöðvamir betur í ijós. Auk þess að þjálfa vöðvana hef ég æft framkomu og farið í ljós til að ná útlitinu hraustlegu," sagði ívar. r íslandsmeistari yfir heildina í karla- flokki. „Ég færist upp um þyngdar- flokk í ár, iendi m.a. á móti Magn- úsi Óskarssyni. Ég verð fyrst að vinna hann til að keppa um heildar- sigurinn. Ég er búinn að æfa stíft frá því á síðasta móti, hef ekkert stoppað en ég byrjaði í vaxtarrækt fyrir fimm árum," sagði Sigurður. „Þetta kostar þrotlausar æfingar sem maður þróar með sjálfum sér og sömuleiðis kappkostar maður að fæðið sé rétt. Þegar fram á svið er komið reynir maður að sýna það besta sem líkaminn hefur til að bera, felur veiku hliðamar. Allir hafa sína veiku punkta. Ég hef sjálfur búið til „posur" eða tekið úr erlendum blöðum og tvinnað saman við músík." Sigurður er Akureyringur og þaðan mun samheldur hópur vaxt- arræktarmanna koma til keppni á höfuðborgarsvæðinu. „Við emm staðráðnir í að standa okkur. Við eigum góða keppendur í tveimur flokkum, m.a. Kára Elísson og Sævar Símonarson. Síðan eru ungl- ingamir góðir og það er alltaf von á sigri, a.m.k. þar til keppnin er búin,“ sagði Sigurður. Þaö veröur tekist á um íslandsmeistaratitlana. Kvenkeppendumlr Steinunn Agnarsdóttir, Rósa Ólafs- dóttir og Katrfn Gfsladóttir gantast hér við Júlfus Guðmundsson og GuAmund Bragason. Stúlkurnar höfAu betur að sjálfsögðu. Bón- og þvottastöðin hf. Sigtúni 3, Sími14820. Bón- og þvottastöðin hf. Sigtúni 3 AUGLÝSIR: Bif reiðaeigendur, vitið þið að það tekur aðeins 15 mínútur aö fá bílinn þveginn og bónaðan, ótrúlegt en satt. Ath. eftirfarandi: Mótttakan er í austurenda hússins, þar er bíllinn settur áfæriband og leggur síöan af staö í ferö sína gegnum húsiö. Eigendur fylgjast með honum. Fyrst fer bíllinn í hinn ómissandi háþrýstiþvott, þar sem öll lausleg óhreinindi, sandur og því um líkt, eru skoluð af honum, um leið fer hann í undirvagnsþvott. Viöskipta- vinir eru mjög ánægðir með þá þjón- ustu, því óhreinindi safnast mikið ffyrir undir brettum og sílsum. Síöan er hann þveginn meö mjúkum burstum (vélþvottur), þar á eftir kemur handþvotturinn (svampar og sápa.) Hægt er aö sleppa burstum og fá bílinn ein- göngu handþveginn. Næst fer bíllinn í bónvélina og er þar sprautað yffir hann bóni og síöan herði. Að þessu loknu er þurrkun og snyrting. 8 bílar eöa fleiri geta veriö í húsinu í einu, t.d. einn í móttöku, annar í háþrýstiþvotti, þriöji í handþvotti o.s.frv. Bfll, sem þveginn er oft og reglulega, endist lengur, endursöluverð er hærra og ökumaður ekur ánægðari og örugg- ari á hreinum bíl. Tíma þarf ekki aö panta. Þeir sem koma með bílinn sinn í fyrsta skipti til okkar undrast hvað margt skeður á stuttum tíma (15 mínútum). Opið mánudaga - föstudaga 08.00 -18.40. Laugardaga 09.00 -16.40.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.