Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 43
iiMORGUNBLAÐIÐ; FIMMWDAGUR10: APRÍL1986 ÍH3 Ný þingmál: Listamannalaun skattfrjáls „Gólf “ á lágmarkslaun Meðal nýrra þingniála, sem fram eru komin, er frumvarp tíl laga um skattfrelsi listamanna- launa, frumvarp um lágmarks- laun („gólf“ á lægstu laun), fyrir- spurn um umfang skattsvika og svar við fyrirspum um markaðs- öflun búvöm. Skattfrelsi listamanna- launa Tveir þingmenn Framsóknar- flokks, Haraldur Ólafsson og Jón Kristjánsson, flytja frumvarp þess efnis, að það verði „aimenn regla að íslenzkir listamenn þurfí ekki að greiða skatt af verðlaunum, listamannalaunum, heiðurslaunum og viðurkenningum sem þeir fá í fonni fjárveitinga“. í greinargerð segir efnislega að kjör listamanna séu með þeim hætti að þeim eigi að koma að fullum notum það litla sem ríkið leggur þeim til í formi styrkja og viður- kenninga. Lágmarkslaun Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (Kl.-Rvk.) flytur frumvarp til laga um lágmarksiaun. Frumvarpsgrein- in hljóðar svo: „Óheimilt er að greiða lægri grunnlaun fyrir 40 dagvinnustundir á viku en sem nemur framfærslukostnaði ein- staklings, samkvæmt mánaðarleg- um útreikningi Hagstofu íslands." í ákvæði til bráðabirgða segin „Þar til útreikningur framfærslu- kostnaðar einstaklings liggur fyrir skulu grunnlaun ekki vera lægri en 30 þúsund krónur á mánuði fyrir 40 dagvinnustundir á viku og breyt- ast í samræmi við breytingar á vísi- töiu framfærslukostnaðar." Sala íslenzkra búvara utan Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, hefur svarað fyrirspum frá Davíð Aðalsteinssyni (F.-Vl.) um markaðsöflun fyrir íslenzkar búvör- ur. í svari ráðherra kemur fram að Kvennalistinn: Heilbrigðisfræðslu- ráð verði sett á fót TVEIR þingmenn Kvennalistans, Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um heilbrigðisfræðsluráð, sem ann- ast skal fræðslu er miðar að því að koma i veg fyrir sjúkdóma ogslys. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að í ráðinu eigi sæti 21 fulltrúi, sem heilbrigðisráðherra skipi til 4 ára í senn. Ráðið skal funda a.m.k. fjór- um sinnum á ári og fulltrúamir velja úr sínum hópi þriggja manna framkvæmdanefnd. Þá skal ráðið ráða framkvæmdastjóra og starfs- fólk eftir þörfum. Starfsemin skal kostuð af ríkinu. í greinargerð flutningsmanna er bent á, að almennri heilbrigðis- fræðslu hafi í ýmsu verið ábótavant hér á landi og sú fræðsla, sem haldið sé uppi, sé of tilviljanakennd og háð framtakssemi fárra áhugas- amra aðila, er hafl of lítil tengsl sín á milli. Þær segja brýnt, að samræma og skipuleggja aukna heilbrigðisfræðslu og telja að í því skyni sé nauðsynlegt að stofna sér- stakt heilbrigðisfræðsluráð. Réttaróvissu um söluskatt eytt: Söluskattur verði greiddur af eigin þjónustu fyrirtækja STJÓRNARFRUMVARP nm breytingu á lögum um söluskatt var lagt fram á Alþingi fyrr í vikunni. Frumvarpið gerir ráð fyrir því, að eigin þjónusta eða starfsemi innan fyrirtækja eða stofnana skuli teljast söluskatts- skyld, sé þjónusta þessi sölu- skattsskyld við sölu til annarra. í greinargerð frumvarpsins kem- ur fram, að nokkrir úrskurðir ríkis- skattanefndar á undanfömum árum hafí leitt til efasemda um gildi þeirrar meginreglu gildandi sölu- skattslaga, að söluskatt skuli greiða af andvirði seldrar vöru og verð- mæta, endurgjaldi fyrir hvers konar starfsemi og þjónustu, úttekt til eigin nota o.fl. Þau mál séu nú fyrir dómstólum og megi vænta þess að alllöng bið verði eftir niðurstöðu. Hagsmunir þeir sem í húfi séu, bæði ríkissjóðs og ijölmargra þjón- ustufyrirtækja, séu geysilega mikl- ir. Ai þessum sökum þyki ekki verða hjá þvi komist að eyða þeirri réttaróvissu sem nú er komin upp í þessum efnum með því að kveða skýrar á um skattskyldu eigin þjón- ustu en gert er í núverandi lögum um söluskatt. Fj órir varamenn á þingi Geir Haarde á þingi í fyrsta sinn Fjórir vara- þingmenn hafa tekið sæti á Alþingi i vik- unni og hafa þrír þeirra set- ið fyrr á þessu þingi sem vara- menn. í gær tók Geir Haarde, aðstoðarmaður fjármála- ráðherra, sæti Péturs Sigurðssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins f Reykjavík. Hann er fjórði varaþing- maður flokksins í borginni og hefur ekki setið á þingi fyrr. Jón Magnússon, lögmaður, tók á ráðuneytið ætlast til þess að þau fyrirtæki, sem annast dreifíngu og sölu búvöru á erlendum mörkuðum, haldi uppi kynningu og auglýsinga- starfl. Ráðuneytið hefur auk þess skipað markaðsnefnd landbúnaðar- ins og ráðið starfsmann til nefndar- innar. í svari ráðherra kemur og fram að „lfklegust" er sala mjólkur, mjólkurvöru, grænmetis og eggja, þegar litið er til grænlenzks mark- aðar. Flytja yrði slíka vöru flugleiðis þar eð flutningar á sjó eru háðir einkaleyfi Verzlunar grænlenzku heimastjómarinnar, og eins og málum er háttað nú, yrðu sjóflutn- ingar að fara í gegnum Alaborg. Gera má ráð fyrir að fá 85% af grundvallarverði mjólkurvöru. Umfang skattsvika Jóhanna Sigurðardóttir (A.-Rvk.) spyr fjármálaráðherra: „Má vænta þess að niðurstöður starfshóps, sem vinnur að úttekt á umfangi skattsvika, verði lagðar fyrir Alþingi fyrir þinglok, en samkvæmt þingsályktun þar að lút- andi, sem samþykkt var 3. maí 1984, áttu niðurstöður að liggja fyrir 1. marz 1985?" „Frjóvgnð egg í stað sæðis“ Tveir þingmenn Framsóknar- flokks, Jón Kristjánsson og Davíð Aðalsteinsson, flytja til- lögu til þingsályktunar um end- urskoðun laga nm innflutning búfjár. „Endurskoðun Iaganna taki mið af þeim breytingum sem orið hafa á tækni við flutning erfðaefnis búfjár og athuguð verði sérstaklega sú grein lag- anna sem varðar tegundir naut- gripa sem innflutningur er heim- ill á. Nefndin ljúki störfum fyrir l.októbernk. í greinargerð segir m.a. að það taki „10 ár að hreinrækta kyn með notkun sæðis". Ennfremur: „Nú hefur tækni fleygt svo fram ( notk- un erfðaefnis búfjár sem felst f því að notuð eru ftjóvguð egg í stað sæðis. Með þessari aðferð næst skjótur árangur og hreinræktaður gripur fæst við fyrsta burð.“ „Ástæða er til þess að taka fram,“ segja flutningsmenn, „að áfram mun þurfa að nota sóttvam- arstöðina í Hrísey þótt breyting verði í þessu efni þannig að ekki verði slakað á þeim sóttvamarkröf- um sem sjálfsagðar era.“ Heildverslun — umboðsverslun Til sölu 50% eignarhluti í góðri heildverslun á besta stað. „Góð viðskiptasambönd — velta — góðir tekju- möguleikar." Verðhugmynd: 2,5 millj., sem mega greið- ast á næstu 3 árum. Tilvalið tækifæri fyrir duglega konu eða karlmann. Æskilegt að nýr aðili geti séð um sölu og stjórnun heildverslunarinnar. Umsóknir merktar: „Góð velta — 033“ sendist Morg- unblaðinu fyrir 15. aprfl 1986. IBM System/36 DISPLAYWRITE/36 Displaywrite ritvinnslukerfið er hannað með Displaywriter ritvinnslutölvuna sem fyrirmynd. Þetta kerfi, sem verður notað jafnt á IBM-4300 tölvur, IBM System/36 tölvur og IBM-PC tölvur, er nú tilbúið á S/36. Markmið: Tilgangur þessa námskeiðs er tvíþættur. Annars vegarað þjálfa þátttakendur í notkun Displaywrite/36 og hins vegar að kenna uppsetningu skjala og bréfa með sérstöku tilliti til þeirra möguleika sem DW/36 býður upp á. Efni: Valmyndir S/36 • Skipanir kerfisins • Æfingar • íslenskir staðlar • Prentun • Útsending dreifibréfa með tengslum við Query/36 • Tengsl við önnur kerfi. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað öllum notendum IBM tölva sem áhuga hafa á að kynnast þessu nýja kerfi og möguleikum sem það býður upp á. Tími og staður: 21 .-23. og 25. apríl kl. 13.30-17.30 Ánanaustum 15 Leidbeinandi: Ragna Sigurðardóttir, Guðjohnsen. Stiórnunarfélaa islands Ánanaustum 15 Sími: 6210 66 mánudag sæti Alberts Guðmunds- sonar, iðnaðarráðherra, sem er er- lendis. Jón er þriðji varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins (Reykjavík, en fýrsti varaþingmaður gat ekki tekið sæti og annar varaþingmaður, Guðmundur H. Garðarsson, situr þegar á þingi i Qarveru Friðriks Sophussonar. Á mánudag tók Jón Sveinsson, lögfræðingur, einnig sæti Davíðs Aðalsteinssonar, þingmanns Fram- sóknarflokksins ( Vesturlandskjör- dæmi og Kristófer Már Kristinsson, kennari, tók sæti Guðmundar Ein- arssonar, landskjörins þingmanns Bandalagsjafnaðarmanna. A Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 Sími: 6210 66 BOKFÆRSLA Tími og staður; 14.-18. aprfl kl. 8.00-13.00, Ánanaustum 15 Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur geti að þvl loknu fært almennt bókhald og fengið nokkra innsýn í gerð rekstraryfirlita. Efni: — Meginreglur tvíhliöa bókhalds meö færslum í sjóöbók, dagbók, viðskiptamannabækur og aðalbækur. — Gerö rekstraryfirlita og uppgjörs. 01 Námskeiö þetta er einkum fyrir þá er hafa litla sem enga bókhaldsmenntun. i Leiðbeinandi: Þorvaidur Ingi Jónsson, viðskiptafræðingur. Deildarstjóri í ríkisbókhaldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.