Morgunblaðið - 10.04.1986, Page 59

Morgunblaðið - 10.04.1986, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986 59 Þessir hringdu .. . •• Oryggi smá- barnaí flugvélum 7240-3738 hringdi: Hvers vegna eru ekki bamabíl- stólar í flugvélum fyrir smáböm sex mánaða til 2—3 ára eða þar til þau ná þeim aldri að geta setið ein, fast spennt í fullorðinssæti? Sannað er hve mikið öryggi er fólgið í því að böm á þessum aldri siiji fast spennt í bflstólum í bflum í umferðinni. Foreldrum er bent á að ekki sé nóg að þau sitji sjálf spennt í öryggisbelti og haldi á baminu í fanginu. Högg við árekstur er svo mikið og gerist svo snöggt að hætta er á að missa bamið úr höndum sér eða að bamið taki höggið af hinu full- orðna og hlífi honum. Er höggið við flugvélahrap ekki enn meira en við árekstur í umferðinni? Hvers vegna erum við því látin sitja með smáböm á fyrrgreindum aldri (fanginu í flugvélum? Mögu- legt hlýtur og verður að vera að bæta úr þessu hið snarasta. Öryggisstólar fyrir smáböm í allar fslenskar farþegaflugvélar strax! Við berum ábyrgð á öryggi bamanna. Þakkið börnunum 9120-2079 hringdi: | Mér finnst ástæða til þess að ' minna fullorðið fólk á að þakka fyrir sig þegar böm standa upp fyrir því í strætisvögnum. Það er alveg jafn nauðsynlegt að þeir eldri séu kurteisir við þá yngri eins og að æskan sýni fullorðnum tilhlýðilega virðingu. Bömin læra jú það sem haft er fyrir þeim. Um daginn fylgdist ég með því þegar tveir ungir drengir létu fínni frú eftir sætið sitt. Hún renndi sér í sætið án þess að segja orð. Ég sagði stundarhátt við drengina hvað þeir væru kurteisir til þess að það mætti verða til þess að frúin rankaði við sér, sem hún gerði þó ekki. Við eigum að virða það sem góð og vel upp alin böm gera fyrir okkur sem eldri emm. Gamli Gullfoss og gamli Ford PA hringdi: „Það fer í taug- amar á mér að heyra menn töngl- ast á að kalla Gullfoss sem kom 1950 gamla Gullfoss. Gamli Gull- foss kom 16. aprfl árið 1915, og það er alls ekki viðeigandi að kalla Gullfoss sem kom 1950 gamla Gullfoss. Eins er það þegar menn tala um gamla Ford og eiga1 við Fordbfla fyrir 1940. Gamli Ford er T-módelið sem smíðað var allt til ársins 1924. Svo kom ný gerð árið 1926 og það er nýi Ford. Þetta ættu menn að athuga og nefna hlutina sínum réttu nöfn- um.“ Góð þjónusta í Alex 7 vinkonur höfðu samband: Við vorum stjö sem tókum okkur saman laugardaginn 5. aprfl á afmæli okkar og ákváðum að borða á Alex við Hlemm. Það var ógleymanlegt vegna góðrar þjón- ustu og veitinga. Viljum við koma á framfæri þakklæti til allra sem vinna á Alex og mælum með staðnum. Gott viðtal við Herbert María Erlingsdóttir hringdi: Mig langar að lýsa ánægju minni yfir þáttunum „Á líðandi stundu", alveg sérstaklega þegar Herbert Guðmundsson var tekinn tali. Það var frábært. Herbert sannaði að hann er albesti íslenski söngvarinn, svo vel svaraði hann fyrir sig. Ef lið lestrar- kennslu Lilja hringdi: „Ég skora á foreldra og kenn- ara í grunnskólanum að efla lestr- arkennslu. Þegar börn og ungling- ar koma fram í útvarpi og sjón- varpi tala þau hratt og óskýrt eins og þau séu alltaf að flýta sér. Það er hrein hörmung að hlusta á sum þeirra á rás 2. Ég held að ef böm læsu meira upphátt í skól- um og heima hjá sér vendust þau frekar á að tala skiljanlega ís- lensku." Dropar við unglinga- bólum bannaðir Ágæti Velvakandi, ég má til með að senda þér lfnu. Þannig er að ég hef átt við ótta- legt vandamál að stríða út af ungl- ingabólum í andlitinu, sem lögðu Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 14 og 1B, mánudaga til föstu- daga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrir- spumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituö, en nöfn, nafnnúmer og heimil- isföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. undir sig stóran hluta þess. Ég var búin að fara til lækna með þetta. Ég fékk fúkkalyf, eina tegund eftir aðra, en ekkert gagnaði, mér bara versnaði. Mér var að lokum ráðlagt að fara í Heilsuhúsið. Ég fékk þar jurtasnyrtivörur frá Annemarie Börlind og nokkur bætiefni. Auk þess var mér ráðlagt að taka inn „Echinaforce-dropa" og líka að bæta þeim í andlitsvatnið. Mér skilst að þeir séu gerður úr jurt sem vinnur á bakteríum og styrkir ónæmiskerfi líkamans. Síðan ég bytjaði að nota þetta hef ég snar-j lagast. Núna vantar mig meira af drop- j unum, en þeir fást ekki lengur í Heilsuhúsinu af því að Lyijaeftirlit ríkisins hefur bannað þá. Þetta finnst mér stórfurðulegt, í rauninni óþolandi yfirgangur. Loksins fær maður jurtameðal sem hjálpar manni að losna við unglingabólu- plágu, sem læknamir gátu ekki einu sinni hjálpað manni með, og þá bannar Lyfjaeftirlit Ríkisins það. Hvemig hafa einhvetjir embættis- menn úti í bæ rétt til að banna mér að nota jurtameðal sem hjálpar mér, jurtameðal sem hægt er að fá óhindrað víðast hvar annars staðar? Ég mundi vilja fá svar við þessu. Siemens-innbygg- ingartæki í eldhús Hjá okkur fáiA þiA öil tœki á sama stað: Eldavél- ar, uppþvottavélar, kæliskápa, frystiskápa, ör- bylgjuofna, kaffivélar, hrærivélar, brauðristar og þannig mætti lengi telja. SIEMENS er trygging ykkar fyrir góðum tækjum og samræmdu útliti. ísienskir ieiðarvísar fylgja með. Smith og IMorland Nóatúni 4, s. 28300. :f • Það borgar sig að skoða vel og „spekúlera“ í verði og gæðum þegar stórkaup eru gerð, og hjá okkur sérðu landsins stærsta úrval af alls- konar sófasettum og sófahornum. Á myndinni er Stoke-hornsófinn, 6 sæta, með úrvalsleðriá slitflötum. Verð aðeins kr. 83»140|— Útborgun k .23.140,- Afborgun kr. 6000,- á mán. 2ja ára ábyrgð IViö tökum aö sjálfsögöu greiöslukortln sem útborgun á kaupsamninga og sem staögreiöslu meö 5% afslætti. HDSGAGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK 1 91-6811 99og681410 Margrét Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.