Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986 S veitarslj órnarkosningar í Bessastaðahreppi á Alftanesi Leikfimihús við Álf tanesskóla eins og það er fyrirhugað. eftirAndreas Bergmann í Bessastaðahreppi á Álftanesi fara nú ffam í vor í fyrsta sinn pólitízkar listakosningar til sveitar- stjómar. Því er mikilvægt fyrir íbúa hreppsins að vel takist til um val á mönnum í hreppsnefnd í kosningun- um, og þess vegna nauðsynlegt að átta sig á öllum aðstæðum í hreppn- um við upphaf kosningabaráttunn- ar. Inngangnr. Eins og áður er að vikið hafa kosningar til sveitarstjómar í Bessastaðahreppi æfinlega verið óhlutbundnar, þ.e. kosnir hafa verið menn en ekki listar. Á þessu varð þó breyting í síðustu sveitarstjóm- arkosningum árið 1982. Stuttu fyrir kosningamar lýstu allir þáverandi hreppsnefndarmenn því yfir, nokkuð óvænt, að þeir myndu ekki gefa kost á sér í hrepps- nefnd að nýju. Var fljótlega farið að svipast um eftir æskilegum arf- tökum þeirra. Þá spurðist það út, að vinstri menn í hreppnum hyggð- ust koma saman lista og stefna á listakosningar. Brá þáverandi odd- viti skjótt við og kallaði saman nokkum hóp fólks, sem battzt samtökum um að leggja fram annan lista, og varð það úr. Af einhveijum ókunnum ástæðum varð ekkert af hinu framboðinu og kom því ein- ungis fram einn listi fyrir kosning- amar og varð hann sjálfkjörinn. Þessi listi var ekki boðinn fram í nafni neins stjómmálaflokks, enda engin slfk félög þá til í hreppnum. Það kom svo í ljós, eftir að hin nýja hreppsnefiid tók til starfa, að við val sitt á mönnum í nefndir á vegum hreppsins, var ekki farið eftir póli- tízkum skoðunum þeirra. Af framansögðu er ljóst, að flokkapólitík hefur ekki blandast mikið í sveitarstjómarmál í Bessa- staðahreppi, þar til nú. Hins vegar er jafn ljóst, að hér hafa menn stjómað um langt árabil, sem að- hyllast sjálfstæðisstefnuna, og má í því sambandi nefna að þrír síðustu oddvitar sveitarinnar eru allir flokksbundnir sjálfstæðismenn og auk þeirra hafa venjulega verið fleiri sjálfstæðismenn f hrepps- nefnd. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Hvar sem litast er um í sveitarfélaginu sér þess stað að hér hefur verið stjómað með ráðdeild, en ríkri framkvæmda- gleði. Sem dæmi má nefna að þegar fyrsti hluti Álftanesskóla var tekinn í notkun haustið 1978, fullbúinn, átti hreppurinn hann skuldlausan. Viðhorf stjómenda hreppsins hafa ætíð verið, að fyrst skuli tekn- anna aflað en síðan eytt. Þá hefur það einnig verið ríkjandi stefna ráðamanna hér, að halda útsvars- álagningu í lágmarki og hefur hún í mörg ár verið 10%. Þannig hafa íbúar Bessastaðahrepps notið þeirr- ar lágu útsvarsálagningar, sem íbú- ar margra annarra sveitarfélaga voru loks að fá, í tengslum við kjarasamningana nú á dögunum. Af öllum ffamangreindum atriðum sést vel, að hér í sveit hefur sjálf- stæðisstefnan ráðið ríkjum við stjóm sveitarfélagsins á liðnum árum, þ.e. að eyða sem minnstu fé í alls konar óþarfan rekstur, en nýta fjármuni skattborgaranna til fram- kvæmda, íbúunum til gagns og heilla. Núverandi hreppsnefnd Sú hreppsneftid, sem hverfur frá völdum nú í vor, hefur dyggilega fetað í fótspor fyrirrennara sinna, hvað varðar ráðdeild og fram- kvæmdagleði. Þegar hún hóf störf eftir síðustu kosningar hafði sveit- arfélagið verið að breytast á undan- gengnum ámm úr sveitarhreppi í þéttbýlishrepp, með þeim breyting- um og vaxtarverkjum sem því fylgja fyrir flest sveitarfélög. Má fullyrða, að einnig hér hafi vel til tekist, að sameina hagsmuni þeirra íbúa, sem hér vom fyrir, og hinna sem nýflutt- ir em. Til marks um þetta er aðal- skipulag Bessastaðahrepps, sem unnið hefur verið ötullega að allan starfstíma núverandi hreppsnefnd- ar og var staðfest af ráðherra nú í upphafi ársins. Auk aðalskipulags- ins hefur verið unnið að fjölda þarfra mála, svo sem mikilli gatna- gerð og endurskipulagningu á þeim málaflokki, stoftiun tónlistarskóla, stofnun gæzluvallar og síðast en ekki sízt afhendir hreppsnefndin hreppsbúum 2. áfanga Álftanes- skóla fullbúinn, skuldlausan, þegar hún hverfur frá. Mun skólabygging- in duga fyrir allt að 1.400 manna byggð, að mati skólanefndar, skóla- sljóra og sveitarstjóra, en íbúar í hreppnum em nú um 750. Að mati sömu aðiia á næsta stórverkefni hreppsins að vera bygging leik- fimihúss og sundlaugar. Félagsheimili — íþróttahús Nokkm fyrir síðustu sveitar- stjómarkosningar, árið 1982, upp- lýstist, að þáverandi hreppsnefnd hafði látið hanna félagsheimili. Bygging þessi var viðbygging við gamla Bjamastaðaskólann og var hugsuð aðstaða fyrir leikfimi ( hús- inu. Það hafði lengi verið á dagskrá að byggja félagsheimili, en fram- kvæmdin orðið að víkja vegna byggingar Álftanesskóla, sem nú var á lokastigi. En nú var orðin breyting á viðhorfí fólks. Fannst mörgum augljóst að skynsamlegra væri að stefna að byggingu íþrótta- húss með félagsaðstöðu pg velja byggingunni stað á lóð Álftanes- skóla. Vorið 1982 var haldinn §öl- mennur borgarafundur um þetta mál, þar sem hreppsnefnd mætti og urðu Ijörugar umræður á fundin- um, en í lok hans var eftirfarandi tillaga samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum gegn 3. „Almennur borgarafundur íbúa Bessastaðahrepps, haldinn 17. apríl í Bjamastaðaskóla, skorar á hreppsnefnd að láta kanna ítarlega hvort ekki sé gmndvöllur fyrir byggingu og rekstri íþróttahúss við Álftanesskóla, með félagsaðstöðu, sem fullnægt geti þörfum íbúa hreppsins til félagsstarfs og (þrótta- iðkana, áður en hafíst er handa um „Af öllu framansögdu er ljóst, að íbúar Bessa- staðahrepps hafa um tvo kosti að velja við s veitarstj órnarkosning- arnar nú í vor. Sá fyrri, og betri, er áframhald- andi styrk stjórn sjálf- stæðismanna, þar sem ráðdeild, framfarasinn- uð uppby ggingarstefna ræður ríkjum.“ byggingu félagsheimilis við Bjama- staðaskóla. Komi í ljós að bygging íþróttahúss sé fjárhagslega viðráð- anleg beinir fundurinn því til hreppsnefndar að frekar verði ráðist i byggingu íþróttahúss með félagsaðstöðu heldur en fé- lagsheimilis. Fallist hreppsnefnd eigi á þau tilmæli, er það skoðun fundarins að almenn atkvæða- greiðsla eigi að fara fram um málið meðal atkvæðisbærra íbúa Bessa- staðahrepps." Flutningsmaður tillögunnar var núberandi formaður skólanefndar Eggert Á. Sverrisson. Afstaða hreppsbúa var því ljós í þessu máli, þegar núverandi hreppsnefnd tók til starfa, enda var það eitt af hennar fyrstu verkum að kjósa undirbúningsnefnd í málið. Tók nefndin þegar til starfa. Varð nefndarmönnum fljótt ljóst, að lítið sveitarfélag, eins og Bessastaða- hreppur er, gæti ekki ráðist í bygg- ingu íþróttahúss af fullkomnustu gerð. Hér yrði því að vera um ein- hvers konar málamiðlun að ræða til að bæta úr mjög brýnni þörf. Tók nefndin nú að kynna sér teikn- ingar af íþróttahúsum, innlendar og erlendar, og ferðast í nágranna- sveitarfélögin að skoða (þrótta- mannvirki, tala við forstöðumann þeirra og leita álits á því, sem betur hefði mátt fara í viðkomandi hús- um. Árangurinn af öllu þessu mikla starfi varð svo skýrsla, sem nefndin sendi frá sér, sem varð eins konar óskaiisti til arkitekts hússins, um það hvers konar hús hreppsnefnd vildi byggja. Fullyrt er, að hér hafi frábærlega vel verið að verki staðið. Þaulhugsað um nýtingu hússins og ekki siður að hafa kostnað sem minstan. Arkitekt Álftanesskóla, Guðmundi Kr. Kristinssyni, var sfð- an falið að teikna íþróttahúsið og tókst honum ágætlega að útfæra hugmyndir nefndarmanna um húsið auk þess sem það varð í hans höndum ijómandi falleg bygging, að mati allra þeirra sem til þekkja. Húsið er um l.lOOm 2 að stærð, eða svipað og hús TBR við Gnoðar- vog í Reykjavík, en vegna mikillar lofthæðar, skapast lými fyrir ofan böð og búningsherbergi, sem nýtt verður fyrir félagsaðstöðu. Þar er reiknað með ágætum samkomusal, herbergjum fyrir félög, gufubað, ljósalampa o.fl. Að mati undirritaðs er íþróttahús þetta bylting við gerð slíkra mannvirkja fyrir lítil sveitar- félög og er áreiðanlegt að sveitar- stjómarmenn gætu haft mikið gagn af því að kynna sér, hvemig hér hefur verið staðið að málum. Að lokum skal þess getið, að gert er ráð fyrir, að hægt sé í framtíðinni, að lengja húsið þannig, að unnt sé að koma upp fullkomnum keppni- svelli í boltaíþróttum, með tilheyr- andi áhorfendastæðum. Þannig er engum Ieiðum lokað. Komandi sveitarstjórn- arkosningar Eftir síðustu sveitarstjómarkosn- ingar varð ljóst, að næsta skref í framboðsmálum í Bessastaðahreppi yrði, að hér myndu verða pólitízkar listakosningar. Sjálfstæðismenn hér í sveit höfðu verið í félagi með Garðbæingum í Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar og Bessastaðahrepps, en nú þótti sjálfsagt að stofna sér- stakt félag á Álftanesi, sem var svo gert 14. febrúar 1984, með góðum stuðningi fyrri félaga okkar ( Garðabæ. Frá upphafi var ákveðið að félagið stefndi á framboð við sveitarstjómarkosningamar nú í vor og hefur félagið starfað af miklum krafti frá í haust, að undir- búningi framboðs. Um mánaðamót- in feb./marz efndi félagið til próf- lq'örs fyrir alla stuðningsmenn sjálf- stæðisstefnunnar ( hreppnum og á almennum fundi í félaginu, sem haldinn var 19. marz sl., var fram- boðslisti félagsins samþykktur ein- róma, en hann er að mestu leyti byggður á úrslitum próflqörsins. Er óhætt að segja að hvert sæti listans skipi ágætis fólk, sem hefur reynslu í sveitarstjómarmálum, verklegum framkvæmdum, æsku- lýðs- og félagsmálum og síðast en ekki s(zt reynslu í alls konar al- mennum rekstri, sem sannarlega er ekki vanþörf á við opinberan rekstur. „Hagfsmunasamtök Al- þýðubandalagsins í Bessastaðahreppi" Að sjálfsögðu reiknuðu sjálf- stæðismenn við andsvari við fram- boði sínu enda stóð ekki á því. í febrúar sl. komu saman nokkrir alþýðubandalagsmenn í hreppnum og stofnuðu með sér samtök sem þeir kalla „Hagsmunasamtök Bessastaðahrepps". Telja þeir sam- tök sín ópólitísk, hvað sem það á nú að merlq'a. Forsprakkar samtak- anna munu hafa gert sér ljóst í byijun, að hugsjónir Alþýðubanda- lagsins eiga ekki upp á pallborðið hjá íbúum Bessastaðahrepps, frekar en flestum öðrum landsmönnum, og notuðu þess vegna alkunna aðferð kommúnista og gáfu félags- komi þessu hið sakleysislega nafn, í þeim tilgangi einum, að freista þess að fleka íbúa hreppsins til liðs við sig. Forystumenn samtakanna hafa að vísu mótmælt öllum fullyrð- ingum í þessa átt, en átt í vök að veijast, enda hafa samtökin nú fengið sitt rétta nafn í hreppnum, þ.e. „Hagsmunasamtök Álþýðu- bandalagsins í Bessastaðahreppi". Samtökin staðfestu svo nafngift þessa eftirminnilega, með útgáfu fréttabréfs sem borið var í hvert hús ( hreppnum fyrir nokkru. Þar er birtur listi yfir stjóm samtakanna og aðra forystumenn þeirra. Hver einasti aðili, sem þar er nefndur, er vel þekktur fyrir mjög vinstri sinnaðar skoðanir, svo ekki sé meira sagt, og er nú þegar ljóst að S samtökum þessum er ekki rúm fyrir borgaralegar skoðanir. I prófkjöri sjálfstæðismanna gerðu nokkrir yfirlýstir stuðnings- menn þessara samtaka sig ómerki- lega í augum hreppsbúa, með því að mæta í prófkjörið og taka þátt f þvf, þó vandlega hefði verið aug- lýst að það væri aðeins fyrir stuðn- ingsmenn sjálfstæðisstefnunnar í hreppnum. Lýsir þessi verknaður vel innræti þeirra pömpilta. í viðtali við formann samtak- anna, Hildi Rögnvaldsdóttur, í Morgunblaðinu 2. apríl sl. segir hún að samtökin muni leggja áherzlu á að halda landsmálapólitík fyrir utan kosningabaráttuna ( vor. Hvílík hræsni. En aumingja konunni er . vorkunn. Hver treystir sér að veija störf Alþýðubandalagsins í ríkis- stjómunum á ámnum 1971-74 og frá 1978-83. í dag er öllum orðið ljóst hvílíkar hörmungar stefna þessa flokks er búin að leiða yfir þjóðina. Að sjálfsögðu gilda nákvæmlega sömu lögmál í sveitarstjómarmál- um og landsmálapólitík. Bessa- staðahreppur kom sem betur fer vel út úr því verðbólgufári og skuldasöfnun, sem stefna Alþýðu- bandalagsins leiddi af sér, og er það eingöngu varfærinni fjármálastjóm hreppsnefnda hér að þakka. En formanni „Hagsmunasamtaka Al- þýðubandalagsins í Bessastaða- hreppi" skal iofað því, að íbúar Bessastaðahrepps verða í kosninga- baráttunni vandlega varaðir við því að hleypa þessum öflum til áhrifa í hreppnum. Enn um íþróttahús „Hagsmunasamtök Alþýðu- bandalagsins í Bessastaðahreppi" hafa nú tekið sér fyrir hendur að koma ( veg fyrir byggingu íþrótta- húss í hreppnum og gert það að kosningamáli. í áðumefndu frétta- bréfi samtakanna birtist grein um það mál, sem skrifuð er af slíkri vanþekkingu og svo uppfull af sleggjudómum og ósannindum, að engin furða er að greinarhöfundur þorir ekki að láta nafns síns getið. Fullyrt er að 4 hreppsnefndarmenn, sem allir eru flokksbundnir sjálf- stæðismenn, hafi notað meirihluta- vald sitt til að ráðast í byggingu 2.100m 2 íþróttahúss og ætli að eyða til þess 18 milljónum króna á næstu 12 mánuðum. Auk þess er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.