Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. APRÍL1986
32
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fróttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið.
Samstarfið við
Evrópubandalagið
egar litið er á umræður
um utanríkisviðskipti hér
á landi, gætu menn auðveld-
lega dregið þá ályktun af því,
að viðskiptin við Sovétríkin
væru það, sem mestu skiptir
fyrir afkomu íslenska þjóðar-
búsins. Því fer víðs fjarri. Af
einstöku útflutningslandi eru
Bandaríkin mikilvægust, en
þangað fóru 27,02% útflutn-
ings á síðasta ári. Af við-
skiptasvæðum er markaður
Evrópubandalagsins (EB)
hinn mikilvægasti, þangað
fluttum við 39,30% af afurðum
okkar 1985, 48,84% sé út-
flutningurinn til Spánar og
Portúgals talinn með, en lönd-
in gengu í bandalagið nú um
áramótin. Meirihluti innflutn-
ings kom frá EB-löndunum
12 á síðasta ári eða 52,74%.
Til Sovétríkjanna fluttum við
aðeins 6,73% af heildarút-
flutningi.
Umræðumar um viðskiptin
við Sovétríkin eiga að veru-
legu leyti rætur að relqa til
þess, að þau eru rekin á póli-
tískum forsendum af Sovét-
mönnum og íslenskir ráða-
menn bregðast ókvæða við,
þegar því er hreyft, hvort ekki
sé unnt að beina olíuinnkaup-
um annað. Athyglin hefur
beinst að samskiptunum við
Evrópubandalagið undanfarið
vegna þess, að það hefur lagt
toll á saltfísk. Hann hefur
áhrif á mikilvæg viðskipti
okkar við ýmsar bandalags-
þjóðir og þá einkum Portúgali.
Fram hefur komið, að Evr-
ópubandalagsmenn hafí
áhuga á því að nota tollinn til
að afla aðildarríkjum banda-
lagsins veiðiheimilda í ís-
lenskri fískveiðilögsögu. Fisk-
veiðistefna bandalagsins er
samin af meginlandsveldum,
sem hafa engan skilning á
viðhorfum þeirra, sem lifa á
sjávarútvegi. Menn gætu rétt
ímyndað sér, hvort Norðmenn
og Islendingar gætu samið
reglur um samnýtingu á vín-
ekrum, sem samrýmdust sjón-
armiðum vínræktarbænda á
Spáni eða annars staðar.
Alhliða samskipti íslands
og EB hafa ekki verið ofarlega
á dagskrá íslenskra stjórn-
mála undanfarin ár. Athyglin
hefur fremur beinst að því,
sem ágreiningur er um, en
hinu, sem sameinar. A eftir
Norðurlöndum leggja íslend-
ingar mesta áherslu á náið
samstarf við ríkin í Vestur-
Evrópu. Innan EB er að fínna
markað með 320 milljónum
íbúa, þar býr 91% þess fóíks,
sem nýtur lýðræðislegra
stjómarhátta í álfunni. Fyrir
utan hlutlausu ríkin fjögur,
Sviss, Austurríki, Svíþjóð og
Finnland, eru Noregur og ís-
land utan bandalagsins. Fær-
eyjar og Grænland hafa sér-
stakt samband við bandalagið
vegna tengsla sinna við Dan-
mörku. Danir hafa nýlega
endurstaðfest aðild sína að EB
í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess
sjást merki í Noregi, að þar
sé málið að komast aftur á
dagskrá, en 1972 felldi meiri-
hluti Norðmanna tillögu um
aðildaðEB.
Endanlega ræðst stefna
bandalagsins af ákvörðunum,
sem teknar eru í höfuðborgum
aðildarríkjanna, þangað eigum
við að snúa okkur, ef vanda-
mál krefjast úrlausnar, sam-
hliða því sem rætt er við tals-
menn bandalagsins.
Þótt tekist sé á um loðnu-
kvóta og saltfísk- eða sfldar-
tolla við Evrópubandalagið,
má það ekki gleymast, hve
gífurlega mikla hagsmuni við
höfum af góðum alhliða sam-
skiptum við aðildarríki banda-
lagsins. Umræður um íslensk
utanríkismál hafa af eðlilegum
ástæðum tekið mikið mið af
afstöðunni til Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna. Á meðan
ríkiseinokuninni er ekki aflétt
af innflutningi á olíu og látið
er eins og afkoma okkar ráðist
af því, að Sovétmenn geti farið
sínu fram með vísan til við-
skiptanna, verður haldið
áfram að gagnrýna þennan
þátt utanríkisviðskiptanna.
Tengslin við Evrópubanda-
lagið ber okkur að rækta og
efla með hliðsjón af gömlum,
sögulegum og menningarleg-
um tengslum okkar við þau
ríki, sem í bandalaginu eru.
Markmið bandalagsins er að
treysta stöðu Evrópumanna í
flestu tilliti í vinsamlegii
samvinnu við önnur lýðræðis-
ríki og með varðstöðu um lýð-
ræðislega stjómarhætti. Sam-
vinna í viðskipta- og efnahags-
málum er leiðin, sem valin
hefur verið að þessu háleita
markmiði.
Lánasjóður íslenskra námsmanna:
Þegar flumbmgan
og óðagot ráða fer
eftir Óla Björn Kárason
ÞAÐ var ónotalegt að lesa
Flokksfréttir, fréttabréf mið-
stjórnar og þingflokks Sjálfstæð-
isflokksins 3. tbl. 1986. Það var
ræða, eða hluti úr ræðu Friðriks
Sophussonar, varaformanns
flokksins, er hann hélt á for-
manna og kosningastjóraráð-
stefnu í Valhöll 7. mars síðastlið-
inn, er olli ónotum. Þar vék hann
að Lánasjóði íslenskra náms-
mann a og þeim vanda sem sjóð-
urinn á við að glíma.
I upphafi benti Friðrik á að eftir-
spum eftir lánum úr Lánasjóðnum
hefur aukist mjög á undanfömum
ámm, og sagði að reiknað væri
með að útlán sjóðsins hafí aukist
um 75% á fjórum árum. Þá sagði
varaformaðurinn: „Utlit er fyrir að
veita þurfí 350 millj. kr. aukafjár-
veitingu í haust þrátt fyrir þá fryst-
ingu sem menntamálaráðherra stóð
fyrir í ársbyijun. An frystingar
hefði íjárvöntun sjóðsins án efa
orðið yfír 500 millj. kr. í haust."
Af orðum Friðriks má ráða að
honum geðjast ekki að því að lána-
sjóðurinn þurfí mikið fé. Og svo
sannarlega er sjóðnum nauðsyn á
miklu fé, til að standa við þær
skuldbindingar sem hann hefur
lögum samkvæmt við íslenska
námsmenn. Þessi lög voru sett árið
1982 og einn höfunda þeirra er
Friðrik Sophusson.
Endurskoðun er
nauðsynleg
Það er ekki aðeins skynsamlegt
heldur einnig nauðsynlegt að endur-
skoða það sem gert hefur verið og
lagfæra það sem miður fer. En sá
flumbrugangur og það óðagot sem
einkennt hefur endurskoðun á lög-
unum frá 1982, að frumkvæði
menntamálaráðherra, bendir ekki
til að betur takist til með lagasetn-
inguna nú en 1982.
Vonbrigði
Það voru vonbrigði að lesa ræðu
Friðriks, því ég átti von á skilningi
og vinsamlegum ummælum um
námsmenn.
Þegar ég tók virkan þátt í starf-
semi Vöku, félags lýðræðissinnaðra
stúdenta og Stúdentaráðs átti ég
þess kost að ræða nokkrum sinnum
við Friðrik um málefni, Vöku og
stúdenta. Þá fannst mér hann búa
yfír þekkingu og skilningi á þörfum
Háskóla íslands og Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna. En svo virðist
sem þessi þekking og skilningur
hafí sljóvgast á síðustu misserum,
því miður fyrir háskólann, stúdenta
ogþó einkum Sjálfstæðisflokkinn.
Friðrik Sophusson sagði meðal
annars í fyrmefndri ræðu:
„Menntamálaráðherra hefur enn
ekki lagt fram nýtt frumvarp um
LÍN. Mér er hinsvegar kunnugt um
að hugmyndir hans gengu fyrst og
fremst út á það að lánin endur-
greiddust á ákveðnum áraijölda og
bæru hóflega vexti. Kostir slíkra
breytinga yrðu m.a.: 1) Námsmaður
bæri meiri ábyrgð á námsvali sínu.
2) Máli skiptir hversu langt nám
er valið, hve dýrir skólar og náms-
lönd. 3) Námsmaður gæti ávallt séð
hversu mikið hann þarf að endur-
greiða og það ræðst alfarið af því
hve hátt lánið er. 4) Hvatinn til að
afla sem mestra tekna með námi
eða í leyfum ykist til þess að lækka
skuldina."
Það er eftirtektarvert að Friðrik
talaði í fortíð þegar hann fjallaði
um hugmyndir menntamálaráð-
herra. Greinilegt er að hann hefur
gefíð upp alla von um að lögunum
um lánasjóðinn verði breytt að sinni,
af ástæðum sem flestum ættu að
vera ljósar. Tvær fyrstu röksemdir
Friðriks um kosti þess að lán skuli
endurgreidd að fullu í ákveðinn ára-
ijölda, í stað þess að eftirstöðvar
fymist að 40 árum liðnum og að
vextir leggist við lán, sem nú eru
vaxtalaus, ganga hreinlega ekki
upp. Þó er ég fyllilega sammála um
að greiða eigi lánin að fullu.
Fullyrðing varaformannsins um
að breytingamar verði til þess að
námsmaður beri meiri ábyrgð á
því hvaða nám hann leggur stund
á em undarlegar. Um það verður
ekki deilt að líklegast em þeir til
er láta sig engu skipta hvað þeir
læra, eins og látið er liggja að, en
slíka námsmenn er hægt að telja á
fíngmm. Það undarlega við rökin
er, að sá, er setur þau fram, skuli
TEKJUR HINS OPINBERA í OECD RIKJUM
% HLUTFALL AF VERGRI LANDSFRAMLEIÐSLU
MEÐALTAL 1980-1982
ÍSLAND
DANMÖRK
FINNLAND
NOREGUR
SVÍÞJÓÐ
OECD. EVR.
BANDARÍKIN
OECD. ALLS
ÓBEINIR SKATTAR
SUNDURLIÐUN TEKNA
TEKJUSKATTAR EIGNASKATTAR
10 15 20%
ISLAND
DANMÖRK
FINNLAND
NOREGUR
svíÞjóð
OECD. EVR.
BANDARÍKIN
OECD. ALLS
O 5 10 15
Sii
Opinber umsvif:
Samneyzla 52% af út-
gjöldum hins opinbera
Tekjur og gjöld hins opinbera lægri hér en í
grannríkjum sem hlutfall af landsframleiðslu
Heildartekjur hins opinbera,
ríkis og sveitarfélaga, vóru
33,6% sem hlutfall af lands-
framleiðslu 1980-83. Þetta hlut-
fall var 32,6% af landsfram-
Ieiðslu á árabilinu 1974-79. Hlut-
ur óbeinna skatta (í verði vöru
og þjónustu) var 71% af heildar-
sköttum, samanborið við 31% að
meðaltali í OECD-ríkjum. Hlutur
tekjuskatts af landsframleiðslu
var hinsvegar 6,8% hér á landi
samanborið við 14,2% að meðal-
tali í helztu OECD-ríkjum og
21,2% á hinum Norðurlöndunum.
Heildarútgjöld hins opinbera
vóm 33,6% sem framleiðslu 1980-
83 en vóm 32,6% 1974-79.
Hlutfall skatta í heild af vergri