Morgunblaðið - 10.04.1986, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10.;APRÍL1986
Pétur J. Petersen:
Arangurokkar
virkilega góður
PÉTUR J. Petersen hertir fyrirliði
FH Iiðsin8 sem um helgina varð
íslandsmeistari í 2. flokki. Hann
var fenginn f stutt spjall eftir að
hann hafði tekið við bikarnum og
IJóst var að honum þótti vœnt um
griplnn þvf hann strauk honum
blfðlega meðan á vlðtali stóð.
„Úrslftaleikurinn við Val var
mjög góður. Valsmenn komu mór
á óvart og spiluðu betur en ág
hafði búist við af þeim. Það var
ekki fyrr en atveg f lok leiksins
sem við náðum að hrista þá af
okkur. Annars er árangur okkar
FH-inga f vetur virkilega góður
og við hðfum uppskorið það sem
við höfum verið að gera f vetur.
Við höfum asft mjög vel f vetur
og haft frábnran þjálfara, Þorgils
Ottar, og þetta hefur fært okkur
íslandsmeistaratftllinn. Við erum
tapiausir f vetur, höfum ekki
tapað stigi og höfum unnið flesta
leikina með talsverðum mun,“
sagði Pátur J. Petersen.
Pátur sagðist ekki vera hlynnt-
ur þvf að hafa riðiaskiptingu f
úrslitakeppninni en f undan-
keppninni vnri „túrnerlngaform-
ið“ ágntt. í úrslitakeppninni vildi
Pátur að allir kepptu við alla og
þá jafnvel f tvöfaldri umferð, þá
fnri varta á milli mála hvaða lið
vnri best.
Pátur sagði að hann hefði nft
handbofta frá þvf hann var 12 ára
gamall og sagðist ákveðinn f þvf
að halda áfram nflngum og
keppninni þvf handbohinn vnrl
sfn uppáhaldsfþrótt. „Flestir
strákarnir f liðinu nfa og keppa
með mfl. FH og framtfð hand-
bottans f FH er vngast sagt mjög
glmst“, sagðlr Pátur J. Petersen
fyririiði FH.
Morgunblaðlð/Sigurgeir
• Þrjú efstu liðin á Islandsmótlnu f handknattlelk 2. flokks. Sigurvegarar FH eru neðst á myndinni, sfðan
Valsmenn sem urðu f öðru snti og Vfkingamir sem urðu númer þrjú, tróna á toppinum.
íslandsmótið í 2. flokki karla:
2. flokkur karla:
íslandsmeistarar FH
ísiandsmeistarar FH f 2. flokki karla f handknattleik. Aftari röð frá vinstri: Þorgils Óttar Mathiesen
þjálfari, Ólafur Þ. Kristjánsson, Stefán Kristjánsson, Gunnar Beinteinsson, Héðinn Gilsson, Óskar
Helgaron, Bragi Sigurðsson, Ingvar Reynisson og Gils Stefánsson liðsstjóri. Fremri röð frá vinstri:
Bjöm Agúst Björnsson, Hálfdán Þórðarson, Bergsveínn S. Bergsveinsson, Pátur J. Petersen fyrirliði,
Jóhann Reynisson, Ólafur Kristjánsson og Heiðar Hinriksson.
Þórður Sigurðsson:
. Reiknaði
ekki með
þessum
árangri
ÞÓRÐUR Sigurðsson, fyrirílði
Vals, var mjög atkvmðamfkill f
úrslhaleiknum við FH. Þórður var
W. strangri gnslu mest allan leik-
tfmann en þrátt fyrir það skoraði
hann 8 mörk og sýndi glmsileg
tilþrif. „Þessl árangur okkar Vals-
manna er framar okkar bjðrtustu
vonum. Það var visst kæruleysi
yflr okkur þegar við komum tll
keppninnar og enginn reiknaðl
með neinum sárstökum árangrí.
Þegar við svo unnum ÍR f fyrsta
leiknum sáum við að möguleiki
var fyrir hendi að komast f úrslita-
leikinn og þvf vorum við stað-
ráðnir f að standa okkur vel og
það gntti ekki taugaspennings
hjá okkur,“ sagði Þórður Sigurðs-
son.
Um úrslitaleikinn við FH hafði
Þórður þetta að segja: „Við vorum
' yfir nær allan leikinn en héldum
Mjög ánægður
— segir Bjarki Sigurðsson
VÍKINGAR tefldu fram skemmti-
legu liði f úrslitakeppni 2. flokks
um helgina. Uðið hafnaðl f þríðja
sœti keppninnar en ieikur Vfkings
og FH í rlðlakeppninni var einn
af skemmtilegri leikjum mótsins.
FH sigraði þar naumlega 17—16.
Bjarki Sigurðsson átti mjög góða
leiki með Vfkingsliðinu en þessi
efnilegi leikmaður er þegar byrj-
aður að leika með mfl. Vfkings.
Hann var tekinn f stutt spjall.
„Ég er mjög ánægður með ár-
angur okkar í þessu móti og hann
er raunar betri en við reiknuöum
með. Við töldum ekki möguleika á
því að við næöum þetta langt. Við
stóðum vel í FH og hefðum verð-
skuldað jafntefli í þeim leik. Annars
er FH tvímælalaust með besta liðið
í 2. flokki," sagði Bjarki Sigurðs-
son. Bjarki taldi aö þakka mætti
árangurinn góðri samheldni í liðinu
og mjög góðum þjálfara, Páli
Björgvinssyni. Hann var ekki alveg
sáttur við fyrirkomulag úrslita-
keppninnar frekar en aðrir kollegar
hans sem rætt var við í Eyjum.
Bjarki vildi að allir lékju við alla en
með núverandi fyrirkomulagi væri
ekki endilega víst aö besta liðið
sigraði. „Þetta er búið að vera
strangt og erfitt. Við vorum alveg
búnir eftir að hafa leikið þrjá leiki
á laugardaginn," sagði Bjarki Vík-
ingurSigurösson.
- hkj
ekki haus á lokamínútunum. Ætli
við höfum ekki hreinlega sprungið
enda erum við gjörsamlega æf-
ingalausir. Viö keyröum stanslaust
á kerfum allan leikinn og það
reyndist okkur vel. Héngum á
boltanum og þá náði FH ekki að
beita sínu sterkasta vopni, hraða-
upphlaupunum. Þeir hafa verið að
keyra yfir liðin með hraðaupp-
hlaupunum en við náðum að
stööva þau að mestu. Við Vals-
menn óskum FH-ingum til ham-
ingju með sigurinn, þeir eru vel að
íslandsmeistaratitlinum komnir,"
sagði Þórður Valsari Sigurðsson.
- hkj
FH
V*stmannaay]um.
FH VARÐ fslandsmeistari f 2.
flokki karia f handknattleik um
helgina an úrslftakeppnin fór
fram f Vestmannaeyjum. FH-ing-
ar voru vel að þessum sigrí
komnir, þeir hafa á að skipa ákaf-
lega skemmtilegu liði og f liðinu
eru margir leikmenn sem f vetur
láku með mfl. FH f 1. deildinni.
Liðið sigldi klakklaust gegnum
fslandsmótið án þess að tapa
leik, raunar án þess að tapa stigi,
glæsilegur árangur það.
FH sigraði Val í úrslitaleik móts-
ins, 20—17, en segja má að Vals-
menn hafi komið liða mest á óvart
í keppninni, fáir reiknuðu meö
þeim í úrslitin. Búist var viö að
Stjarnan og ÍR yrðu þau lið sem
gætu velgt Hafnfirðingunum undir
uggum.
Atta lið höföu unnið sér þátt-
tökurétt í úrslitakeppninni í Eyjum
og var þeim raðað niður í tvo riðla.
f A-riðli lóku FH, Víkingur, Stjarnan
og Týr Vestm. en í B-riðli Valur, ÍR,
Selfoss og Þór Vestm. Úrslit leikja
í riðlakeppninni urðu þessi:
A-riAW:
Stjarnan—Víkingur 20:23
Týr-FH 18:26
Týr — Stjaman 17:23
vann
FH-Vlklngur 17:16
Vlklngur—Týr 20:19
Stjarnan — FH 17:26
B-riAill:
Þór—Selfoss 13:16
(R-Valur 20:23
Valur—Selfoss 27:23
IR-Þór 21:16
Selfoss — (R 23:18
Þór —Valur 23:18
í A-riðli hlaut FH 6 stig, Víkingur
4 stig, Stjarnan 2 stig og Týr hlaut
ekkert stig. í B-riðli hlaut Valur 4
stig, ÍR 3 stig, Selfoss 3 stig og
Þór 2 stig. 011 riðlakeppnin var
keyrö áfram á laugardaginn, leikiö
frá 10 til 22.
FH og Valur léku því til úrslita
á mótinu og var þaö jafn og tvísýnn
leikur þar sem sigurínn gat hæg-
lega fallið hvoru liðinu í skaut.
Valsmenn voru lengst af með for-
ustuna á sinni hendi, léku kerfis-
bundið og náðu aö hamla viö
hraðaupphlaupum Hafnfirðing-
anna sem voru þeirra sterkustu
vopn. Staðan í hálfleik var 8—7
Val í vil. Það var ekki fyrr en á síð-
ustu fimm mínútum leiksins sem
FH náöu að yfirstíga spræka Vals-
mennina og innbyrða sigurinn.
Annars náöi Valur aldrei afgerandi
forustu í leiknum og einhvernveg-
inn lá það í loftinu allan tímann að
FH-liðið væri sterkara og aö þeirra
yrði sigurlaunin. Lokatölur leiksins
urðu 20—17-sigur FH. Stefán
Val
Kristjánsson skoraði mest fyrir FH
eða 8 mörk, Pótur J. Petersen
fyrirliði skoraði 4 mörk og Ingvar
Reynisson 3 mörk. Þórður Sigurðs-
son, fyrirliði Valsmanna skoraði
grimmt í leiknum þraft fyrir að
vera í strangri gæslu eða 8 mörk,
Magnús Guðmundsson skoraði 3
mörk. Þjálfari er Þorgils Óttar
Mathiesen, landsliðskappinn
kunni, en Pótur Guðmundsson
þjálfarVal.
Víkingur og ÍR lóku til úrslita um
þriðja sætið og bronsverölaunin á
mótinu. Þetta var hnífjafn leikur
og raunar einn af skemmtilegri
leikjum mótsins. ( hálfleik var jafnt,
10—10, og þegar flautað var til
leiksloka hafði Víkingur eitt mark
yfir, 20—19. Stefán Steinsen var
markahæstur í liði Víkings með 5
mörk en þeir Bjarki Sigurðsson og
Magnús V. Sigurðsson skoruðu 4
mörk hvor. Þeir Orri Bollason og
Matthías Matthíasson skoruðu
flest mörk (R, 4 mörk hvor. Þjálfari
Víkings er Páll Björgvinsson en
Guðmundur Þórðarson þjálfar ÍR.
Mót þetta var hið skemmtileg-
asta, margir góðir leikir og at-
hyglisverðir leikmenn. í mótslok
afhenti Richard Þorgeirsson sigur-
liðunum verðlaun sín.
-hkj.