Morgunblaðið - 10.04.1986, Side 27

Morgunblaðið - 10.04.1986, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL1986 27 Undir stórri sviðsmynd: Síg'aunakonan Azucena. mig inn í hlutverkið. Mér fínnst ákveðinn styrkur í því fólginn að vera tvær um hlutverkið. Við getum borið okkur saman þó svo að við túlkum hlutverkið ekki eins.“ — Á óperan erindi til íslend- inga? „Já, alveg tvímælalaust. Tónlist- in er stórkostleg. í henni eru fjöl- margar laglínur sem allir kunna eða muna frá því einhvem tíma. Verdi getur haldið athygli áhorfenda vakandi í langan tíma. Hann sleppir ekki hendinni af áhorfandanum frá því að sýningin hefst þar til tjaldið fellur." „Söngvarinn veröur að hafa auðugt ímyndunarafl“ „Þetta hlutverk er geysilega erf- itt en um leið stórkostlegt tækifæri. Ung manneskja héldi það ekki út að syngja þetta hlutverk frá upphafi til enda. Þetta er hlutverk átaka, bæði fyrir röddina og líkamann. Ég held að söngvarinn verði að búa yfír nokkurri lífsreynslu til að þola hlutverkið," segir Hrönn Hafliða- dóttir, en hún leikur sígaunakonuna Azucenu á móti Sigríði Ellu Magn- úsdóttur. „Hlutverk á borð við þetta hefur gífurlegt gildi fyrir söngvarann. Segjum til dæmis að hann sé að leita fyrir sér erlendis, þá er stór- kostlegt að geta látið fylgja að hann hafí sungið hlutverk Azucenu í II Trovatore. Það getur opnað dyr.“ — Hvaða skoðun hefur þú á Azucenu? „Hlutverkið er sem slíkt alveg stórkostlegt. Mér finnst ég hafa átt nokkuð gott með að setja mig inn í það og þetta umhverfi, sem það á heima í. Þó er nauðsynlegt að hafa auðugt ímyndunarafl til að geta komið því til skila til áhorf- enda. Ég gæti vel ímyndað mér sí- gaunakerlingu á 15. öld. Azucena virkar sem gömul nom. Ég held að það sé rangt. Hún er ekki nom, heldur gömul kona sem hefur þurft að bera þungan kross alla sína ævi, mikla byrði. Hún sá móður sinni kastað á bál og á það sama bál fleygir hún óvart bami sínu. Þetta leyndarmál ber hún innra með sér.“ — Náið þið að setja saman heilsteypta óperu? „Já, það held ég tvímælalaust og ég er mjög ánægð með árangurinn. Eg held að leikendurnir hafi náð mjög góðu sambandi sín á milli. Ég veit að fólk á eftir að njóta þessarar sýningar. Aríumar eru margar hveijar gullfallegar og mjög vel þekktar. Sama má segja um sam- sönginn og kórana. Jú, það er vel þess virði að koma í Óperuna." „Verulega ánægður“ „Ég kem fram í byijun og fer með hlutverk hálfgerðs sögumanns, sem segir sögu síðustu 20 til 30 ára og býr þannig til þann gmnn sem óperan byggir á,“ segir Viðar Gunnarsson, en hann leikur Ferr- ando. Þetta er fyrsta meiriháttar hlutverk Viðars í óperu. „Það er verulega gaman að tak- ast á við þetta hlutverk, gaman að fá svona stórt tækifæri. Ég hef sungið sem gestasöngvari í Carmen og síðan í Grímudansleik. En þetta er fyrsta stóra hlutverkið sem ég fæ. Ég kom hingað úr óperuskólan- um í Stokkhólmi 1984." — Telur þú að II Trovatore nái til íslendinga? „Á því er nú enginn vafi. Fjöl- margir eiga að kannast við einhvem hluta tónlistarinnar og þeir sem hafa almennt áhuga á tónlist kunna að meta þessa óperu." „Miklar rann- sóknir að baki“ „Ég þurfti að leggja í nokkrar rannsóknir á spænskum aðstæðum til að getað unnið sannfærandi sviðsmynd og búninga. Ég hafði þó frekar lítinn tíma til stefnu, því um jólin var ákveðið að ég tæki að mér búninga og leiktjöld," sagði Englendingurinn Una Collins, sem sér um gerð leiktjalda og búninga. Collins hefur starfað nokkuð hér á landi. Hún hefur hannað leikmynd og búninga fyrir Leikfélag Akur- eyrar, Þjóðleikhúsið og Islensku óperana, t.d. Carmen og Leður- blökuna. Una er talin mjög fær í sinni grein. Til dæmis má nefna að þeir sem til þekkja hafa spurt hvort leikmynd og búningar komi erlendis frá, en því er aldeilis ekki að heilsa, því hvort tveggja er að langmestu leyti hannað og unnið hér á landi. . „Það er nokkuð erfitt að vinna fyrir svona lítið svið eins og er í íslensku óperanni. Atriðin era _8, öll með mismunandi sviðsmynd. Ég hef komið því þannig fyrir að leik- myndina er hægt að færa til án mikilla erfiðleika. Það auðveldar sviðsbreytingar milli atriða. En þetta er 19. aldar ópera, byggð á þeim hugmyndum sem menn höfðu á miðöldum á þeim tíma. Þær hugmyndir mótuðust af ljósrauðum rómantískum bjarma. Þetta er því 19. aldar tilbúningur á atburðum frá 15. öld.“ „Ég hef unnið mikið og náið með Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra og David Walters ljósahönnuði. Ég fékk mjög fljótlega hugmynd um hvemig leikmyndin ætti að vera. Tónlistina þekkti ég vel, en samt hef ég_ aldrei séð óperana flutta á sviði. Ég gerði svo uppköst og Þór- hildur gerði sínar athugasemdir við þau. Þá var ég í Englandi og Þór- hildur hér á íslandi. Mér finnst ég verða að þekkja fólkið og hlutverk þeirra áður en ég ákveð búninga þess. Ég hef lært að vinna á þennan hátt. Aðrir bún- ingahönnuðir vinna á annan hátt, en það get ég ekki. Hulda Kristín Magnúsdóttir starfar með mér að búningagerð. Ég teikna mínar hugmyndir og hún tekur við þeim og lýkur við hönnun- ina og sér um að stjóma saumastof- unni. Þar starfa fimm saumakonur, aldeilis frábærar. Þær þekkja fólkið og hafa verið mjög hjálplegar." „Sjálftæður listamaður „Ljósahönnuður er sjálfstæður listamaður sem vinnur að gerð leiktjalda með leiktjaldahönnuði og að sjálfsögðu leikstjóra. Vinnan við II Trovatore hófst í janúar. Ég vildi vera með frá byijun, en það tel ég vera ákaflega mikilvægt. Una Colí- ins var í Englandi og sendi reglu- lega skissur og uppástungur um leiktjöld og við Þórhildur fóram yfir þær og ég mótaði smám saman hugmyndir um lýsinguna, sem gegnir miklu hlutverki í sýning- unni,“ sagði David Walters, ljósa- hönnuður. „Sögulega séð er starf ljósa- meistara ákaflega stutt. Fyrir 100 áram ákvað leikstjórinn leiktjölkd og smávægilega lýsingu rétt fyrir frumsýningu. Sama var þegar raf- magnið kom til sögunnar; á síðustu stundu var kallað á rafvirkja til að setja upp ljós. Nú er annað upp á teningnum. Ljósin skipta gífurlega miklu máli og vinnur ljósahönnuður mjögnáið með leiktjaldahönnuði. Það er mjög erfitt að vinna við ljósin í þessari sýningu. Sviðið er lítið, frekar flatt. Það hefur enga dýpt og fyrir vikið er erfitt að greina fólk og leikmynd með ljósum. Þess vegna varð að vinna leikmynd- ina á þann hátt að sviðið nýttist að fullu." — Ert þú ánægður með þitt starf að þessari sýningu? „Bæði og. Eftir á sér maður alltaf eitthvað sem mátti betur fara. Efniviður leikmyndarinnar er óvenjulegur og gefur mikla mögu- leika. Sviðið er bara svo lítið. Óll óperasvið í sögunni hafa verið stór og fyrir stór svið era flestar óper- umar skrifaðar. Þannig á það að vera að mínu mati.“ Sáttafundur með starfs- fólki á veitingahúsum SÁTTASEMJARI reynir nú að miðla málum í deilu þriggja laun- þegafélaga. Eitt þeirra hefur boðað til verkfalls á hádegi á föstudag. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, sagði í samtali við Morgunblaðið, að í dag klukkan 13 yrði fundur með starfsfólki á veit- ingahúsum, en það hefði boðað verkfall á föstudag. Klukkan 9.30 á föstudag yrði síðan fundpr með Skipstjórafélagi íslands. Á þriðju- dag hefði verið fundur með bfl- stjórafélaginu Sleipni og annar fundur yrði ekki fyrr en eftir helgi. Hvoragt síðamefndu félaganna hefði boðað til verkfalls. Ra ÐSTEFNA UM VANDA ÍSLENSKRAR TUNGUÁ VORUM DÖGUM Vísindafélag íslendinga gengst fyrir ráðstefnu um vanda íslenskrar tungu á vorum dögum laugardag- inn 12. apríl 1986. Ráðstefnan verður haldin í Norræna húsinu og hefsi kl. 9.00 að morgni og . stendur fram eftir degi. f> J\ G S §C Ft Á : FYRIR HADEGI: Ráðstefnan sett. Höskuldur Þráinsson prófessor: Málrannsóknir og málvöndun. Baldur Jónsson prófessor: (slenska stafrófið. Gyða Sigvaldadóttir fóstra: Hvað geta dagvistarheimili gert til að örva málþroska og málskilning barna? Guðmundur B. Kristmundsson kennari: Móðurmálskennsla á krossgötum. Þórhallur Guttormsson cand. mag.: Hugleiðingarum móðurmáls- kennslu íframhaldsskóla. Indriði Gíslason lektor: Hvaða kröfur þarf að gera til móðurmáls- kennara? Margrét Jónsdóttirfréttamaður: Menntun og málfarfréttamanna. Kristín Þorkelsdóttirauglýsingateiknari: Nýburarog innflytjendur. EFTIR HÁDEGI: Þórarinn Eldjárn skáld: Að yrkja á íslensku. Helgi Hálfdanarson þýðandi: Um þýðingar. Ólafur Halldórsson handritafræðingur: Hvað getum við lært af málfari á bókmenntum fyrri alda? Halldór Halldórsson pröfessor: Þörf á nýyrðum og sigurlíkur þeirra. Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri: íslenskar nafngiftir síðustu áratuga. Þórhallur Vilmundarson prófessor: Fyrirtækjanöfn. Að erindum loknum verða frjálsar umræður. Fundarstjóri verður Stefán Karlsson handritafræðingur. Ráðstefnan er öllum opin. IBM System / 36 QUERY/36 Query/36 er gagnasafnskerfi hannaö fyrir tölvur af geröinni IBM System/36. Meö Query getur notandi unnið meö sín gagna- söfn sjálfur án aðstoðar kerfisfræðinga. Notandinn getur bæöi búið til fyrirspurnir, eöa útbúiö prentlista og jafnvel breytt skrám þeim sem geymdar eru á diskum tölvunnar. Markmið: Tilgangur þessa námskeiðs er aö kenna notkun Query/36 þannig aö þátt- takendur geti að námskeiði loknu unnið hvers konar fyrirspurnir á skrám þeim sem þeir hafa aðgang að. Efni: - Skráakerfi S/36 - Uppbygging skráa - Grundvallaratriði Query/36 - Skipanir í Query - Tengsl við IDDU K í 1 - Fyrirspurnir - Utprentun - Uppfærsla á skrám Leiðb.: Ragna Sigurðard. Guðjohnsen Pátttakendur: Námskeiöiö er ætlaö notendum Syst- em/36 sem áhuga hafa á aö kynnast og notfæra sér þaö mikla hagræði sem notkun gagnasafnskerfa hefur í för með sér. Tími: 14.-16. apríl kl. 13.30-17.30 A, Stjórnunarfélag íslands JEESEKK. Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66_

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.