Morgunblaðið - 15.04.1986, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.04.1986, Qupperneq 16
______________lr*Jivi*A*-u-u/njmv 10.^ Hver Loftiir var... Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir í Bæjarbíói Galdra-Loft eftir Jó- hann Siguijónsson. Ljós: Lárus Björnsson. Tónlist: Jóhann Morávek. Búningar: Alda Sigurðardóttir. Leikmynd og leikstjórn: Arnar Jónsson. Galdra-Loftur er eitt þekktasta leikverk Jóhanns Sigurjónssonar og eitt þeirra sem allra oftast hafa verið flutt: um þessi sjálfsögðu sannindi þarf ekki að hafa mörg orð. Fram eftir árum hefur Galdra- Loftur verið skilgreindur á ýmsa vegu eins og leikstjóri skrifar um í leikskrá. Hann bendir á að framan af er túlkunin ekki fjarri Fást- goðsögninni með ofurmennis- hugmjmdir Nietsche að leiðarljósi. Sagt er að Jóhann Siguijónsson hafi frá upphafí ætlað sér annað með Loft og hafí viljað láta leggja megin-áherzlu á unggæðishátt og ráðleysi skóiapiltsins sem fer að fást við kukl og missir það út úr höndum sér, veiklyndur drengur sem hefur búið við þrúgandi aga föður síns og alia tíð reynt að fara á bak við hann en varpa síðan ábyrgðinni yfír á hann þegar fór að syrta í álinn. Hvað sem þessu nú líður vakti athygli sýning Leiksmiðjunnar fyrir einum átján árum þar sem Arnar Jónsson fór með hlutverk Lofts og braut upp hina hefðbundnu ofur- mennistúlkun og færði Loft nær þeirri lýsingu sem hér að ofan hefur verið vitnað í. Sú sýning féll í fijóan jarðveg á þeim tíma að mig minnir, en þar með er ekki sagt að ekki megi reyna að finna fjölbreyttari túlkunarleiðir. Það er að segja gefí textinn tilefni til að hægt sé að fara höndum um Loft á marga mismunandi vegu. Eftir því sem ég sé Galdra-Loft oftar fínnst mér textinn æ magrari. Hugmynd höf- undarins, að gera leikverk eftir sögunum um Loft, er vissulega spennandi. En Galdra-loftur er eins og persónan sjálf, brotasilfursmolar af illu og góðu, persónusköpun er daufleg frá höfundarins hendi og eftir sýninguna í Hafnarfirði fínnst mér þessi 1968-kenning um Galdra-Loft fái ekki staðist — nema með langtum skólaðri leikurum en LH hefur á að skipa. Davíð Þór Jónsson hefur óörugga framsögn og ekki alltaf nægilega skýra og var það til baga og tök hans á persónunni voru fálmandi og óljós. Guðný Dóra Gestsdóttir átti vand- aðan leik í hlutverki Steinunnar og hefði þó mátt vera ögn hatursfyilri undir lokin. Vigdís Gunnarsdóttir var nett í hlutverki biskupsdóttur, en ást hennar á Lofti komst nú einhvem veginn ekki í gegn. Óiafur hinn góði og væni var í höndum Atla Geirs Grétarssonar, sem ég hef séð í ýmsum hutverkum og gera margt vel. Hann var í vand- ræðum með Ólaf, framsögn hans viðvangingslegri en vænta hefði mátt af svo þjálfuðum leikara og handahreyfíngar klúðurslegar. Jón Páll Þorbergsson var ráðsmaðurinn, faðir Lofts, og var ábúðarmikill í fasi en varla meira. Leikmjmdin var einföld og átti ágætlega við. Bún- ingar virtust mér takast vel, nema þessar kjmdugu prjónahúfur á Dísu og móður hennar biskupsfrúnni voru heldur hallærislegar. Leikstjóm Amars Jónssonar dregur dám af því að hann er að nokkru leyti að rejma að færa áhorfendum Loft Leiksmiðjunnar og vegna þess að aðalleikari ræður ekki jrfír þeirri tækni og þeirri textaframsögn sem em frumskil- yrði þess að þetta takist. Staðsetn- ingar em oft góðar, en útgöngur nokkmm sinnum vandræðalegar. Lýsing þótti mér ágæt. Ekki er vafí á að lagt hefur verið upp með metnað í farangri og mikið af leikgleði. Siíkt er jafnan vert allrar athygli og virðingar og undir- tektir áhorfenda á fmmsýningu vom mjöggóðar. Úr Galdra-Lofti: Loftur (Davíð Þ6r Jónsson) og Steinunn (Guðný Dóra Gestsdóttir). KOTASCIA NEYSLUTILLÖGUR: Morgunveröur: Borðið hana óblandaða beint úr dósinni. Hádegisverður: Setjið kúf af KOTASÆLU ofan á hrökkbrauðsneið eða annað gróft brauð og þar ofan á t.d. tómatsneið, papriku- sneið, blaðlauk, graslauk, karsa eða steinselju og kryddið t.a.m. með svörtum pipar. Kvöldveröur: Saxið niður ferskt grænmeti og notið KOTASÆLU í stað salatsósu. Ef þið viljið meira bragð, getiö þið bætt við sítrónusafa og kryddi. Athugið aö: 1. í 100g af KOTASÆLU eru aðeins 110 he (440 kj). 2. í KOTASÆLU eru öll helstu næringarefni mjólkurinnar. 3. KOTASÆLA er mjög rík af próteini og vítamínum. 4. KOTASÆLA er óvenju saðsöm miðað við aðrar fitulitlar fæðutegundir. 5. Notkunarmöguleikar KOTA- SÆLU eru nær óteljandi. KOTASCIA fitulítil og freistandi 9.107 Atvinnuleysi með minna móti í MARZMÁNUÐI sfðastliðnum voru skráðir tæplega 18.000 atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Þetta jafngildir því að rúm- lega 800 manns hafi verið at- vinnulausir allan mánuðinn, sem svarar til 0,7% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði f mán- uðinum. Skráðum atvinnuleysis- dögum fækkaði um 6.000 frá mánuðinum á undan og atvinnu- lausum úr 1.100 í 800. Samkvæmt upplýsingum vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins voru skráðir atvinnuleys- isdagar í marz síðastliðnum 28.000 færi en í sama mánuði í fyrra, en þá gætti áhrifa af verkfalli sjó- manna og voru þá alls skráðir 46.000 atvinnuleysisdagar. Að meðaltali hafa síðastliðin 5 ár verið skráðir í marzmánuði 28.000 at- vinnuleysisdagar og segir í yfirliti vinnumálaskrifstofunnar að at- vinnustigið nú verði því að teljast með betra móti. Árið 1982 voru 618, 0,6% af mannafla, atvinnulausir í marz, 1983 1.406, 1,3% af mannafla, 1984 1.777, 1,6% af mannafla, 1985 2.104, 1,8% af mannafla og nú 823 eða 0,7% af mannafla. I marzmánuði nú voru 297 atvinnu- lausir á höfuðborgarsvæðinu, 178 á Norðurlandi eystra, 81 á Suður- landi, 78 á Suðumesjum, 68 á Norðurlandi vestra, 63 á Austur- landi, 53 á Vesturlandi og 6 á Vestfjörðum. Fjölskylduvernd og náin samskipti í brennidepli Fjölskylduvemd og náin sam- skipti verða til umræðu á nám- skeiðum dagana 28.—30. apríl nk. Þá koma hingað til lands þau Barbro Lennéer-Axelson sál- fræðingur og Hans Nestius for- maður RFSU. Þau halda hér tvö námskeið og einn fræðslufund á vegum fræðsiu- og ráðgjafar- þjónustunnar Tengsla sf. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF Fjölskylduvemd, hjónabandið og framtíðin: Ný viðhorf, nýjar lausnir verður jrfirskrift fyrra námskeiðs- ins. Þar verður flallað um vænting- ar og vonbrigði í nánum tengslum nútfmafólks, um ástina, hversdags- leikann og kynlífið. Kynntar verða hugmyndir um fi æðslu og forvam- arstarf með áherslu á geðvemd fjölskyldunnar. Síðara námskeiðið tekur fyrir efnið fagleg vinnubrögð, starfs- hlutverk og einkalíf. Þá verður einn fræðslufundur þar sem verður rætt um brejrtta stöðu karlmannsins í einkalífi og atvinnu- lífi. Það sem einkum verður tekið fyrir er mótun karlmannshlutverks- ins, hefðbundið karlmannshlutverk; takmarkanir þess og ágæti í einka- lífí og starfi. Einnig verður rætt um karlmanninn í tengslum við klámiðnaðinn svo og tilfínningar karla og viðhorf þeirra til kvenna. Loks verður rætt um „nýja karl- manninn", hvemig er hann, hveiju er æskilegt að brejita og hvað er mögulegt. Námskeiðin em ætluð öllum þeim sem láta sig varða málefni flöl- skyldunnar og vellíðan í starfi, sér- staklega starfsfólki á sviði félags-, heilbrigðis- og uppeldismála.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.