Morgunblaðið - 15.04.1986, Page 25

Morgunblaðið - 15.04.1986, Page 25
MORGUNBLAÐÍÐ, ÞRÍÐJUDAGUfe 15.. M „Ekki eintóm föndurkennsla“ - segir Hólmfríður Karlsdóttir á myndbandi þar sem starfsemi Fósturskólans er kynnt FÓSTURSKÓLI ÍSLANDS hefur látið gera myndband um starf- semi skólans. Það verður notað til að kynna skólann framhalds- skólanemendum, og er þetta eitt fyrsta myndbandið sem unnið er í þeim tilgangi. Að sögn Gyðu Jóhannsdóttur skólastjóra Fóst- urskólans er hlutverk þess m.a. að benda á mikilvægi uppeldis- starfa, sérstaklega þó nú á dög- um þegar algengt er að báðir foreldrar vinni utan heimilis. Tilgangur myndarinnar er einnig að beina athygli og áhuga ungs fólks að uppeldi ungra bama, og er bent á að á fyrstu æviárunum er lagður grunnur að þroska ein- staklingsins síðar meir, og ef eitt- hvað fer úrskeiðis er oft erfítt að bæta það seinna á lífsleiðinni. I myndinni er fylgst með kennslu- stundum í Fósturskólanum, rætt við nokkra nemendur og starfandi fóstrur, m.a. Hólmfríði Karlsdóttur, ungfrú heim. Lögð er áhersla á uppbyggingu námsins, en það er ekki „eintóm föndurkennsla" eins og Hólmfríður kemst að orði, heldur byggist námið á kennslu í uppeldis- og sálarfræðum, kennd tónlist, dans eða danshreyfíngar, teikning og nemendur reyna almennt að kynn- ast hugarheimi barnanna. Á mynd- bandinu er lögð áhersla á hve starf- ið er ábyrgðarmikið og krefjandi, og sögðust skólastjóri og kennarar skólans vonast til að í kjölfar þess kæmi aukin umræða um uppeldis- menntun og gildi hennar. Myndbandið er unnið hjá Kynn- ingarþjónustunni og stjómaði Krist- ín Pálsdóttir töku myndarinnar. Morgunblaðið/Bjarnj Gyða Jóhannsdóttir skólastjóri Fósturskólans kynnir myndband um starfsemi Fósturskólans. Framfaraf élag Breiðholts III: íþróttafé- lög slagæð heilbrigðs æskustarfs „ÞAÐ má öllum ljóst vera, að starfsemi íþróttafélaga í hinum ýmsu hverfum borgarinnar er slagæð heilbrigðs æskustarfs,“ segir í áskorun aðalfundar Fram- farafélags Breiðholts III, sem haldinn var í Gerðubergi 27. febrúar sl. í askoruninni segir ennfremur: „Fundurinn skorar á borgaryfírvöld að aðstoða íþróttafélagið Leikni við að koma upp bað- og búningsað- stöðu við íþróttavöll félagsins. Jafn- framt álítur fundurinn, að Iþrótta- félagið Leiknir skuli að öðm jöfnu hafa forgang að íþróttahúsum hverfisins.“ í fréttatilkynningu frá Fram- farafélagi Breiðholts III segir, að tilgangur félagsins sé að vinna að framfara-, hagsmuna, félags-, æskulýðs- og menningarmálum hverfisins, auka samhug og sam- starf íbúanna og vinna að fegmn og prýði hverfisisns. Síðan ségir hvernig félagið hefur framfylgt þessari stefnu með því að láta heil- brigðismál, umhverfismál, þjónustu og íþrótta- og félagsmál til sín taka. Ný stjórn var kjörin á aðalfundin- um. Hana skipa: Hjálmtýr Heiðdal formaður, Þómnn Guðmundsdóttir varaformaður, Ragnar Magnússon ritari, Jóhann Arnfinnsson gjaldkeri og meðstjórnendurnir Erlendur Jó- hannsson, Eysteinn Haraldsson, Gísli Jónsson, Jóhanna F. Björns- dóttir, Magnús Eggertsson, Sigríð- ur Brynjólfsdóttir og Þórdís K. Pét- ursdóttir. meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 ODYRU VINSÆLU SUNDFÖTIN KOMIN Einnig úrval af nýjum sumarfatnaði. Heildsölubirgðir Kristián G. Gíslason hf. Sími: 91-20000. &T° afs ff°Uu m Austurstræti 8 Bladburöarfólk óskast! AUSTURBÆR Þinghottsstræti o.fl. SIEMENS Nýja compact hrærivélin hrærir hnoðar blandar þeytir brytjar rifur raspar tætir sker Henni veröurþú að kynnast. Smith & Norland, Nóatúni 4 Sími 28300. Húnersma samtsvokná

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.