Morgunblaðið - 15.04.1986, Side 27

Morgunblaðið - 15.04.1986, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1986 27 , Morgunblaðið/Amór Islandsmeistarinn Sigtryggur Sigurðsson náði ekki að komast í lió[) útvaldra. Hann spilaði við Jakob R. Möller í undankeppninni. Andstæðingarnir eru Örn Scheving og Steingrímur Steingrímsson. Svipmynd frá undankeppninni. Undankeppni íslandsmótsins í tvimenningi: Guðmimdur Páll Arnarson og Þorgeir Eyjólfsson langefstir Guðmundur Páll Arnarson og Þorgeir Eyjólfsson sigruðu í undankeppninni í tvímenningi sem spiluð var um helgina í Gerðubergi. Alls tóku 116 pör þátt í keppninni sem var spiluð í þremur lotum eftir Mitchell- fyrirkomulagi. Þorgeir og Guðmundur Páll vermdu 3. sætið þar til í lokaum- ferðinni er þeir náðu afgerandi forystu. Þeir félagar hlutu 1325 stigen meðalskor var 1092. Spilað var um 24 sæti í úrslita- keppninni sem fram fer helgina 26.-27. apríl nk. Flest pörin í úrslitunum eru af Stór-Reykjavík- ursvæðinu eða 22. Eitt par er frá Selfossi og eitt af Suðurnesjum. Eftirtalin pör spila í úrslita- keppninni: Þorgeir Eyjólfsson — Guðmundur Páll Amarson 1326 Valgarð Blöndal — Ragnar Magnússon 1293 Sverrir Kristinsson — Ingvar Hauksson 1287 Jón Þorvarðarson — Þórir Sigursteinsson 1269 Örn Arnþórsson — Guðlaugur R. Jóhannsson 1263 Arnór Ragnarsson — Sigurhans Sigurhansson 1262 Stefán Pálsson — Rúnar Magnússon 1249 Stefán Guðjohnsen — Þórir Sigurðsson 1238 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 1236 Hennann Lárusson — Ólafur Lárusson 1232 Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Pálsson 1228 Bemharður Guðmundsson — Tryggvi Gíslason 1221 Guðmundur Pétursson — Jaquie McGreal 1220 Magnús Ólafsson — Páll Valdimarsson 1213 Svavar Björnsson — KarlLogason 1213 Þórarinn Sigþórsson — Sigurður Sverrisson 1181 Jömndur Þórðarson — Sveinn Þorvaldsson 1197 Magnús Halldórsson — Guðmundur Auðunsson 1191 Jón Páll Sigutjónsson — Sigfús Örn Árnason 1186 Björn Eysteinsson — Guðm. Sv. Hermannsson 1182 Jón Baldursson — Sigurður Sverrisson 1181 Árni Alexandersson — Hjálmar S. Pálsson 1176 Erla Siguijónsdóttir — Kristjana Steingrímsdóttirll75 Ragnar Björnsson — Sævin Bjarnason 1175 Varapör: Oddur Hjaltason — Hrólfur Hjaltason 1169 Haukur Hannesson — Ármann J. Lámsson 1165 Kristján Blöndal — Jónas P. Erlingsson 1164 Jón Hjaltason — . Hörður Arnþórsson 1163 Nokkur af okkar sterkustu pömm urðu að sætta sig við að lenda í hóp varaparanna og þaðan af neðar í hópnum en aftur á móti nokkur pör sem spila nokkuð óvænt í úrslitum. Má þar t.d. nefna Árna Alexandersson og Hjálmar S. Pálsson, Jömnd Þórð- arson og Svein Þorvaldsson, Magnús Halldórsson og Guðmund Auðunsson og kannski ekki hvað sízt undirritaðan og Sigurhans Sigurhansson sem komu á óvart í keppninni og vom t.d. í öðm sæti eftir tvær lotur. Keppnisstjóri var Agnar Jörg- enssen og honum til aðstoðar í tveimur síðustu lotunum Vilhjálm- ur Sigurðsson. Reiknimeistari var Vigfús Pálsson. Mótið fór snurðulaust fram í alla staði. Einum keppanda var vísað frá keppni í upphafí móts vegna ölvunar og eitt par skilaði sérekki eftirfyrstu lotuna. Kaffjpokinn sem heldur ekki uatni Danski KAFFE FILTER-pokinn er sá sterkasti á markaðinum. Pú þarft hvorki að bretta upp á kantana svo hann rifni ekki, né nota tvo poka, til að uppáhell- ingin heppnist vel. KAFFE FILTER rifnar ekki, en heldur samt ekki vatni. KAFFE FILTER-pokunum er pakkað í látlausar umbúðir, sem gera það að verkum að verðið er nánast helmingi lœgra en á öðrum kafþpokum. NOTAÐU STERKASTA OG ÓDÝRASTA KAFFIFOKANN A MARKAÐINUM.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.