Morgunblaðið - 15.04.1986, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.04.1986, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL1986 47 Utfali «"sSsTonenUd9ef Apple steig risaskref ffam úr keppinautum sínum þegar LaserWriter kom á markað, því með honum voru sameinaðir þægindi og lipurð einkatölvunnar og útlitsgæði hins prentaða máls. Nú þarftu ekki lengur að sætta þig við slæmar tölvuútskriftir, LaserWriter sér um, að allt sem þú þarft að prenta lítur út fyrir að koma beint úr prentsmiðju, hvort sem það eru skjöl, bréf, skýrslur, ársskýrslur, upplýsingablöð, bæklingar, tímarit eða annnað sem þú þarft að senda frá þér og það er sama hvort innihaldið er tölur, töflur, línurit, texti eða myndir öllu skilar LaserWriter með nánast sömu gæðum og prentsmiðja. Timaritið Skinfaxi og Hagtíðindi eru sett á Macintosh og prentuð út á LaserWriter. SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Með AppleTalk getur þú tengt margar Macintosh Plus við LaserWriter og harðdisk og þannig breytt skrifstofunni í afar öfluga og samstæða starfseiningu sem er tilbúin að fást við hvaða vandamál sem er. ■ • 11 GOÐAR FRETTIR FYRIR AUGLÝSINGASTOFUR, ÚTGEFENDUR OG FYRIRTÆKl SEM GERA MIKLAR KRÖFUR UM GÆÐI. Macintosh Plus vegur aðeins 9 kg og er með innbyggt handfang svo það er einfalt að flytja hann til. Skipanir velur þú með hjálp músarinnar frá valmyndinni efst á skjánum þú þarft því ekki að leggja á minnið fjölda ólíkra skipana. Heilbrigð skynsemi er allt sem þarf. Myndir og tákn birtast á skjánum, svört á hvítu, en það er sú litasamsetning sem er þægilegust fyrir augað. Þú getur stillt birtumagnið með rofa sem er framan á tölvunni. Aukadrif einfaldar flutning á upplýsingum milli disketta, og einfaldar þér að taka nauðsynleg afrit af mikilvægum upplýsingum. Með aukadrif getur þú haft tværdiskettur í gangi í einu og vinnan gengur hraðar og betur. Illl lilllit Lyklaborðið tengist tölvunni með léttri snúru, svo að þú getur haft það þar sem þægilegast er fyrir þig. Auk venjulegra ritvélalykla eru í borðinu talnalyklar og stefnulyklar fyrir bendilinn. Vegna hugvitsamlegs kælibúnaðar þarfnast Macintosh Plus ekki háværrar viftu eins og flestar einkatölvur. Macintosh þegir þegar þú hugsar. Með "Switcher" getur þú notað samtímis allt að 8 mismunandi forrit. Þannig getur þú t.d. unnið með reikniforrit og síðan flutt niðurstöðumar úr því yfir í ritvinnsluforrit á augnabliki. Forrit og upplýsingar (þ.e. texta, útreikninga, myndir eða línurit) geymir þú á diskettum sem eru 9x9 cm að stærð. Hver disketta geymir upplýsingar sem svarar til 400 bls. A4. Þegar þú setur diskettu í Macintosh Plus les hann upplýsingar af henni yfir í innra minni sitt sem er stærra en sem svarar 500 bls. A4 og allar upplýsingamar era tilbúnar til vinnslu. Harðdiskurinn HD 20 er aukabúnaður. í honum getur þú geymt mikið magn upplýsinga sem era ætíð tilbúnar í aðgengilegu formi. Harðdiskurinn getur geymt upplýsingar sem svara til 10.000 vélritaðra blaðsíðna í stærð A4. Með músinni stjómar þú bendlinum á tölvuskjánum. Með því að hreyfa músina til á skrifborðinu flyturðu bendilinn til, og með því að ýta á takkann á músinni gefurðu tölvunni skipanir um vinnslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.