Morgunblaðið - 15.04.1986, Side 61

Morgunblaðið - 15.04.1986, Side 61
'MORGtJNBLAÐn3, ÞRl|)JUDA(?UR/15. APRÍL1986 Unnarsdóttir, fagna sigri. Rósa Ólafsdóttir stendur fyrir aftan hana ásamt Júlíusi Guðinundssyni. Bæði urðu meistarar i sínum þyngdar- flokkum og Julíus jafnframt íslandsmeistari unglinga. „Alltaf ágreiningiir umúrslit“ — segir Valbjörn Jónsson VALBJÖRN Jónsson vaxtar- ræktarmaður úr Reykjavík fór verst útúr því að Jón Páll mætti óvænt til keppni með stuttum fyrirvara. Hann lenti f sama flokki, sem hann hefði annars verið öruggur um að sigra og hefði því getað keppt um íslands- meistara yfir heildina. Morgun- blaðið spjallaði við hann um heildar úrslitin í karlaflokki. „Bæði Sigurður Gestsson og Jón Páll eru nokkuð frá sínu besta, en ég tel að Jón hefði hiklaust átt að vinna. Hann hafði meiri vöðva- massa en Sigurður sem var mun flatari að vexti. Það verður að muna það að dómaramir dæma náttúrulega eftir sínum smekk. Ég er ekki að álasa Sigurði, hann er góður keppnismaður. Þar sem að- eins eitt mót er ár hvert er alltaf ágreiningur um úrslit, þegar svona jafnt er á með keppendum. Mér fannst ótækt að Akureyringar ættu meginhluta í dómnefnd." sagði Valbjöm. „Það er stutt síðan Jón Páll ákvað að keppa og kannski hafa einhveijir dómaranna haft það að leiðarljósi að hann mætti ekki vinna, íþróttar- innar vegna. Finndist blóðugt að einhver gæti náð sér upp á hálfum mánuði, komið og unnið. Ég vissi að Jón myndi vinna mig, en var engu að síður jákvæður fyrir því að hann myndi keppa, en það vom ekki allir dómaramir. Annars er ég ánægður með mótið. Kári Elísson var t.d. sérstaklega skemmtilegur og náði sér vel á strik á stuttum tíma eins og Jón Páll.“ sagði Val- bjöm. „Var hrædd- ur en sig- urviss“ — sagði íslandsmeistari unglinga Júlíus Guðmundsson „MÉR líður rosalega vel eftir sigurinn. Þetta var hrikalega spennandi og það hefur aldrei verið jafnmikil keppni," sagði íslandsmeistari unglinga og sig- urvegari í flokki unglinga yfir 75 kg. Einar Guðmann frá Akureyri kom þeim Júlíusi og ívari Hauks- syni frá Reykjavík í opna skjöldu. TVeir hinir síðamefndu höfðu búist við að eigast við um toppsætið. „Hann er rosalegur, ég hef aldrei séð svona fætur." sagði ívar. Einar hafði þjálfast gífurlega frá fyrra ári, sem nægði til að leggja ívar að velli, en Júlíus var hinsvegar bestur þeirra, þrátt fyrir allt. „Ég var hræddur en sigurviss á meðan keppnin stóð,“ sagði Júlíus. Ég ætla að taka mér hvíld frá vaxtar- rækt á næsta ári, en koma síðan aftur öllu meiri á skrokkinn síðar. Það er gaman að finna fyrir skrokknum og hafa stjóm á vöðvun- um. Þess vegna er ég að þessu, síðan er alltaf gaman að vinna." „Var engan veginn örugg um að vinna“ — segir Marta Unnarsdóttir íslandsmeistari kvenna „ÞAÐ var stórkostlegt að vinna eftir allt sem maður er búinn að leggja á sig. Æfa eins og skepna og geta ekki borðað nema sér- stakt fæði. Ekkert súkkulaði_“ Svo mælti Marta Unnarsdóttir íslandsmeistari kvenna og sigur- vegari í þyngri kvennaflokki. „Eg hefði ekki viljað búa með sjálfri mér síðustu vikumar" sagði Marta um leið og hún nartaði í brauðsneið þá fyrstu í langan tíma með smjöri. „Mataræðið var hræðilegt, svo sér- hæft og það fór í skapið á mér. Ómerkilegustu smáatriði fóm í taugamar á mér, en það gleymist allt þegar sigurinn er í höfn. Ég var engan veginn öragg um að vinna, hefði verið ánægð að komast bara í úrslit. Andstæðingamir vora mjög góðir. Ég fann mig vel á svið- inu, sönglaði jafnvel með sumum lögunum, sem spiluð vora á meðan á sýningu stóð. Ég hef öðlast meira sjálfstraust með því að keppa og svo er alltaf gaman að fá viðurkenn- ingu fyrir erfiði,“ sagði Marta og kvaðst hún einnig ætla að halda titlinum sterkasta kona landsins á næsta kraftlyftingamóti. B I N C 0 Bein útsending í Borgaraesi. Stjóraendur bingósins Þórður Ing- ólfsson og Árai Sigmundsson og upptökustjórinn Hörður Jóhanns- son. Borgarnes: Bingó í beinni útsendingu Borgarnesi. í VIKUNNI hélt knattspyrnu- deild Umf. Skallagríms í Bor- garnesi bingó í beinni útsend- ingu í kapalkerfi Útvarps-, sjónvarps- og vídeófélags Borg- arness, ÚSVB. Þetta er fyrsta beina útsendingin i kapalkerf- inu, sem hefur verið starfandi í Borgarnesi síðan árið 1981. Tókst þessi útsending mjög vel, þrátt fyrir nokkra byijunarörð- ugleika, sem voru nær allir á tæknilega sviðinu. Spilaðar vora fjórar umferðir í þessu bingói. Þeir sem fengu bingó hringdu í upptökusalinn og var þá farið yfír þeirra spjald. Ef það reyndist rétt þá var sent út létt tónlistarefni í kapalkerfinu á meðan sá heppni hraðaði sér með bingóspjaldið á útsendingarstað- inn að Hrafnakletti 6. Er vinn- ingshafinn mætti á staðinn var slökkt á myndbandinu með tón- listarefninu og hafin bein útsend- ing frá afhendingu vinninga. Að þessu loknu var bingóinu haldið áfram þar til síminn hringdi aftur og einhver annar kallaði bingó ... - TKÞ. BETRA ÚTLIT OG BETRIVELLÍÐAN SNYRTISTOFA LIUU, ENGIHJALLA8, KAUPGARÐI, 2. HÆÐ. KÓP. Stofan býður upp á 10% afmælisafslátt út þennan mánuð, erum með alla almenna snyrtingu, fótsnyrtingu og nudd, ennfremur hina áhrifaríku Cathiodermie-húðmeðferð, brjóstameðferð, augnmeðferð og hálsmeðferð. Símapantanir í síma 46620. VERIÐ VELKOMIN bobob Fyrsta sending seldist upp á mettíma. Nýsending komin, 10 mismunandi lita- samsetningar Bobob er nýtískulegur stóll fyrir nútíma- fólk. 1. Áklæði með 28 mm þykkri bólstr- un, 3 litasamsetningar. 2. 3 litirá grunni. 3. Axlaólar i efri stillingu fyrir 2ja ára og uppúr. 4. Axlaólar í neðri stillingu fyrir aö 2ja ára aldri. 5. 4 punkta öryggisbelti, losnar i 4 lausatauma. 6. Læsing öryggisbelta, ein smella læsir öllum 4. 7. Stálgrind í 3 litum. 8. Festingaólar í gólf sem fylgja, einnig má nota sætabelti í aftur- sæti. 9. Háar hliðar skorða barnið af. 0. Bóistruð seta. Klæðningu er hægt að vernda. 1. Slétturbotn. Armurtil þess að ráða halla stóls- ins. Stillanlegur úr framsæti með fisléttu átaki. Heildsölubirgðir Póstsendum KLAPPARSTÍG 27, SÍMI 19910.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.