Morgunblaðið - 29.05.1986, Side 22

Morgunblaðið - 29.05.1986, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986 Davið Oddsson borgarstjóri svarar spurningum lesenda Spurt og svarað um borgarmál LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Davíö Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista sjálfstæðisfólks í borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 31. maí næstkom- andi, svarar spurningum í Morgunblaöinu um borgarmál í tilefni kosninganna. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaösins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyrir borgarstjóra, sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, rit- stjórn Morgunþlaösins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsynlegt er, að nafn og heimilisfang spyrjenda komi fram. Brúnaland-Búland Svava Jónsdótdr, Brúnalandi 4, Fossvogi, spyr: Ógirt og óhirt svæði, sem heyrir til Brúnalandi, liggur að lóðum okkar íbúa við Búland nr. 2, 4, 6 og 8. Svæði þetta er svað í bleytu og þaðan sækir njóli inn á Ióðir okkar. Eftir þvi sem ég veit best stóð til að Ieggja göngustíg um þetta svæði og tyrfa að öðru leyti. Beðið hefur verið eftir fram- kvæmdum f 16 ár. Ég hafði samband við skrifstofu borgar- verkfræðings um þetta mál fyrir nokkrum árum. Svör lutu að þvf, ef ég hef skilið þau rétt, að íbúar Brúnalands hefðu lagfæringarkvöð á þessu svæði. Ég spyr nú okkar ágæta borg- arstjóra, hvort ekki sé tíma- bært að borgin gangi fram f lagfæringu á þessu svæði? Svar: Eins og bréfritari réttilega bendir á er svæðið þama framan við lóð- imar heldur óhijálegt. Skv. lóða- skilmálum tilheyrir þetta svæði lóðarhöfum við Brúnaland. Þeir eiga að ganga frá gangstíg neðan við umræddar lóðir og svæðinu þar fyrir neðan að bflskúrum sín- um. Munu borgaryfírvöid enn einu sinni þrýsta á um að þeir uppfylli þessa skilmála með því að útvega þeim verktaka í þessar fram- kvæmdir gegn greiðslutryggingu af þeirra hálfu. Bent skal á að íbúar við Búland 2, 4, 6 og 8 eiga líka eftir að ganga frá sinni lóð framan við bflskúrana vestan við nr. 2, en borgin mun gera við malbikið á stfgnum upp að þeim frá Brúnalandi. Heilsugæslustöð í Breiðholti I Þór Erlingsson, Réttarbakka 21, spyr: 1. Fyrir meira en 10 árum var sagt, að heilsugæslustöð fyrir Breiðholt I væri tilbúin til útboðs. Sfðan hefur heilsu- gæsluaðstaða risið f Breiðholti III og vfðar. Hvenær fáum við f Breiðholti I heilsugæslustöð? 2. í hljóðvamargarði við Stekkjarbakka voru á sínum tfma gróðursett tré. Þau hafa þrifist mjög illa, enda fengið litla umönnun. Væri ekki hægt að bæta þar um, endumýja og laga? 3. I svonefndri Mjódd er að rfsa heilmikið þjónustuhverfi. Þyrfti ekki að tengja það betur göngustígakerfi Breiðholts I með t.d. göngubrautum yfir Stekkjarbakka? 4. Samkvæmt skipulagi er lögreglustöð ætlaður staður í Mjóddinni. Hvenær má vænta þess, að hún rísi? Svör: 1. Það er rétt að undirbúningur undir byggingu heilsugæslustöðv- ar í Breiðholti I hófst á síðasta áratug og var hönnun næstum lokið. Stöðin var staðsett í Mjódd- inni og mun hugsunin hafa verið sú að byggja fyrst stóra heilsu- gæslustöð í Breiðholti I sem þjón- aði því hverfi og Breiðholti II en síðan væri byggð minni stöð í Breiðholti III. Samkvæmt lögum greiðir ríkis- sjóður 85% af stofnkostnaði heilsugæslustöðva og fékkst fyrsta framlag úr honum til þessa verkefnis árið 1978 en dugði þó hvergi nærri fyrir hönnunarkostn- aði. Ekkert framkvæmdafé fékkst næstu árin og á þessu kjörtímabili var endanlega hætt við að byggja samkvæmt þessum hugmyndum vegna þess að mannvirkið þykir of stórt og of dýrt. Árið 1983 var stofnuð byggingamefnd heilsu- gæslustöðva í Reykjavík og var samþykkt að tillögum hennar að forgangsröð í byggingarmálum heilsugæslustöðva í Breiðholti væri þessi: 1. Heilsugæslustöð við Hraun- berg (hjá Gerðubergi) f Breiðholti III. 2. Heilsugæslustöð í Selja- hverfí (nálægt Seijahlíð) í Breið- holti II. 3. Heilsugæslustöð í Mjódd. Þessar stöðvar verða allar í húsum sem eru innan við 1000 m2 hver um sig en gömlu hug- myndimar um stóra heilsugæslu- stöð í Mjódd miðast við meira en helmingi stærra hús. Fram- kvæmdir em nú hafnar við Hraun- berg og hefur borgarsjóður veitt á þessu ári mun meira fé til þessa verkefnis en lög skylda. Lóðin í Mjódd er nú miðuð við álíka stóra stöð og við Hraunberg en mun samkvæmt ofanskráðu bfða uns lokið er framkvæmdum í Hraun- bergi og Seljahverfi. 2. Jú. 3. Mjóddin á að tengjast göngustígakerfí Breiðholts I á tveimur stöðum. í fyrsta lagi með aðalgöngustfg er liggur úr Breið- holti I, nokkum veginn beint í vestur yfír Stekkjarbakka skammt sunnan við verslunina Víði. Gert er ráð fyrir þeim mögu- leika að Stekkjarbakki verði í framtíðinni §órar akreinar á þess- um stað og stígurinn settur f göng undir Stekkjarbakka. í öðm lagi er gert ráð fyrir göngustíg með- fram Álfabakka að sunnanverðu, er tengir Breiðholt I við Mjóddina. Gera verður ráð fyrir, að sett verði upp umferðarljós á mótum Álfa- bakka og Steklqarbakka, en þau munu um Ieið leysa vandamál gangandi á þeim stað. 4. Dómsmálaráðuneytinu var ætluð lóð í Mjódd og er enn, en ákvörðun um byggingarfram- kvæmdir hefur ekki verið tekin. Seljahverfi Hrefna Birgitta Bjamadótt- ir, Seljabraut 30, spyr: a) Hefur borgarstjóri kynnt sér aðstöðuna kringum Kjöt & físk? Það er leikvöllur þaraa. Bílar sem ferma vörur bakka upp að leikvellinum. Böra era þarna í stöðugri hættu af þeim sökum. a) Nei. En mér er kunnugt að íbúar hafa nýverið kvartað undan umferð á lóðinni sem ekki er frá- gengin og hefur borgarverkfræð- ingsembættið skrifað verzlunar- eiganda bréf, þar sem óskað er að lokið verði við lóðina. b) Á að setja gangbraut úr Seljahverfi i Fellahverfi ofan við bensfnstöðina? b) Þama er áformað að setja gangbrautarljós, þó ekki á þessu ári. Gangbrautir jrfír fjórar ak- reinar eru taldar hættulegar vegna framúraksturs. Þær geta jafnvel gefíð falskt öryggi. Sebra- gangbraut á þessum stað hefur þó verið til athugunar sem bráða- birgðalausn og þá með stærri skiltum en almennt eru notuð. c) Verður gengið frá gang- braut að viðkomandi skóla fyrir böra úr Jakaseli og Selunum upp í Rjúpnahæð ofan við Jaka- sel? c) Sebragangbraut á upp- hækkaðri hraðahindrun verður gerð í sumar á Jaðarsel við Jaka- sel. Gæsluvöllur við Háteigsveg Svanhvit Óladóttir, Meðal- holti 10, spyr: a) Þar sem baraafjöldi hefur aukist mjög hér undanfarin ár langar okkur, íbúa í hverfinu að fá svar við því hvort ekki standi til að opna aftur gæslu- völlinn, sem stendur á milli Háteigsvegar og Meðalholts, með gæslu og þá hvenær? Svar: Gæsluvöllurinn við Háteigsveg var lokað sem gæsluvelli 1. mars 1984 vegna þess að hann var ekki sóttur. Það á að opna gæslu- völlinn aftur nk. mánudag, 2. júní. b) í beinu framhaldi af und- irskriftum, sendum borgar- stjóra sl. ár, vil ég spyrja hvort og þá hvenær standi til að koma upp gangbrautarljósum á mót- um Lönguhlíðar og Háteigsveg- ar þar sem nú er markt gang- braut? Einnig vil ég spyija hvort vænta megi hraðahindr- ana við Háteigsveg og þá hve- nær? Svar: Samþykkt hefur verið í um- ferðamefnd og borgarráði að setja gangbrautarljós á Lönguhlíð sunnan Háteigsvegar. Verða þau sett upp fyrir næsta vetur. Hraða- hindranir verða settar á Háteigs- veg vestan við Meðalholt og sitt hvoru megin við Æfinga- og til- raunaskólann. Verður það gert fyrrihluta sumars. Mikligarður Steinunn ísfeld Karlsdóttir, Skipasundi 53, spyr: Mig langar til þess að bera upp fyrirspura til Daviðs, borg- arstjóra, og nota þetta ágæta tækifæri, sem hann býður okkur borgarbúum, þ.e. að svara hér á siðum Morgun- blaðsins. Ég bý við Skipasund í Reykjavík, nánar tiltekið á horai Skipasunds og Holtaveg- ar. Ég flutti hingað á miðju sumri 1979, þá með tveggja ára dóttur og gat ég ekki betur séð en að þetta væri þokkalegasta fbúðarhverfi. Þvf miður hefur sú ekki orðið raunin á þvf nú líður varla sá dagur, að ég hrökkvi ekki f kút þegar bremsufskur berst inn um gluggann og ég veit að dóttir mín er úti. Fyrir nokkrum árum var haldinn íbúafundur f þessu hverfi vegna fyrirhugaðrar byggingar á skrifstofuhúsnæði fyrir Sambandið við Sundin. Það var i fyrsta og eina sinn sem ég hef farið f kröfugöngu, en við íbúamir þyrptumst um kröfuspjaldið til mótmæla og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.