Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.05.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986 Davið Oddsson borgarstjóri svarar spurningum lesenda Spurt og svarað um borgarmál LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Davíö Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista sjálfstæðisfólks í borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 31. maí næstkom- andi, svarar spurningum í Morgunblaöinu um borgarmál í tilefni kosninganna. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaösins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyrir borgarstjóra, sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, rit- stjórn Morgunþlaösins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsynlegt er, að nafn og heimilisfang spyrjenda komi fram. Brúnaland-Búland Svava Jónsdótdr, Brúnalandi 4, Fossvogi, spyr: Ógirt og óhirt svæði, sem heyrir til Brúnalandi, liggur að lóðum okkar íbúa við Búland nr. 2, 4, 6 og 8. Svæði þetta er svað í bleytu og þaðan sækir njóli inn á Ióðir okkar. Eftir þvi sem ég veit best stóð til að Ieggja göngustíg um þetta svæði og tyrfa að öðru leyti. Beðið hefur verið eftir fram- kvæmdum f 16 ár. Ég hafði samband við skrifstofu borgar- verkfræðings um þetta mál fyrir nokkrum árum. Svör lutu að þvf, ef ég hef skilið þau rétt, að íbúar Brúnalands hefðu lagfæringarkvöð á þessu svæði. Ég spyr nú okkar ágæta borg- arstjóra, hvort ekki sé tíma- bært að borgin gangi fram f lagfæringu á þessu svæði? Svar: Eins og bréfritari réttilega bendir á er svæðið þama framan við lóð- imar heldur óhijálegt. Skv. lóða- skilmálum tilheyrir þetta svæði lóðarhöfum við Brúnaland. Þeir eiga að ganga frá gangstíg neðan við umræddar lóðir og svæðinu þar fyrir neðan að bflskúrum sín- um. Munu borgaryfírvöid enn einu sinni þrýsta á um að þeir uppfylli þessa skilmála með því að útvega þeim verktaka í þessar fram- kvæmdir gegn greiðslutryggingu af þeirra hálfu. Bent skal á að íbúar við Búland 2, 4, 6 og 8 eiga líka eftir að ganga frá sinni lóð framan við bflskúrana vestan við nr. 2, en borgin mun gera við malbikið á stfgnum upp að þeim frá Brúnalandi. Heilsugæslustöð í Breiðholti I Þór Erlingsson, Réttarbakka 21, spyr: 1. Fyrir meira en 10 árum var sagt, að heilsugæslustöð fyrir Breiðholt I væri tilbúin til útboðs. Sfðan hefur heilsu- gæsluaðstaða risið f Breiðholti III og vfðar. Hvenær fáum við f Breiðholti I heilsugæslustöð? 2. í hljóðvamargarði við Stekkjarbakka voru á sínum tfma gróðursett tré. Þau hafa þrifist mjög illa, enda fengið litla umönnun. Væri ekki hægt að bæta þar um, endumýja og laga? 3. I svonefndri Mjódd er að rfsa heilmikið þjónustuhverfi. Þyrfti ekki að tengja það betur göngustígakerfi Breiðholts I með t.d. göngubrautum yfir Stekkjarbakka? 4. Samkvæmt skipulagi er lögreglustöð ætlaður staður í Mjóddinni. Hvenær má vænta þess, að hún rísi? Svör: 1. Það er rétt að undirbúningur undir byggingu heilsugæslustöðv- ar í Breiðholti I hófst á síðasta áratug og var hönnun næstum lokið. Stöðin var staðsett í Mjódd- inni og mun hugsunin hafa verið sú að byggja fyrst stóra heilsu- gæslustöð í Breiðholti I sem þjón- aði því hverfi og Breiðholti II en síðan væri byggð minni stöð í Breiðholti III. Samkvæmt lögum greiðir ríkis- sjóður 85% af stofnkostnaði heilsugæslustöðva og fékkst fyrsta framlag úr honum til þessa verkefnis árið 1978 en dugði þó hvergi nærri fyrir hönnunarkostn- aði. Ekkert framkvæmdafé fékkst næstu árin og á þessu kjörtímabili var endanlega hætt við að byggja samkvæmt þessum hugmyndum vegna þess að mannvirkið þykir of stórt og of dýrt. Árið 1983 var stofnuð byggingamefnd heilsu- gæslustöðva í Reykjavík og var samþykkt að tillögum hennar að forgangsröð í byggingarmálum heilsugæslustöðva í Breiðholti væri þessi: 1. Heilsugæslustöð við Hraun- berg (hjá Gerðubergi) f Breiðholti III. 2. Heilsugæslustöð í Selja- hverfí (nálægt Seijahlíð) í Breið- holti II. 3. Heilsugæslustöð í Mjódd. Þessar stöðvar verða allar í húsum sem eru innan við 1000 m2 hver um sig en gömlu hug- myndimar um stóra heilsugæslu- stöð í Mjódd miðast við meira en helmingi stærra hús. Fram- kvæmdir em nú hafnar við Hraun- berg og hefur borgarsjóður veitt á þessu ári mun meira fé til þessa verkefnis en lög skylda. Lóðin í Mjódd er nú miðuð við álíka stóra stöð og við Hraunberg en mun samkvæmt ofanskráðu bfða uns lokið er framkvæmdum í Hraun- bergi og Seljahverfi. 2. Jú. 3. Mjóddin á að tengjast göngustígakerfí Breiðholts I á tveimur stöðum. í fyrsta lagi með aðalgöngustfg er liggur úr Breið- holti I, nokkum veginn beint í vestur yfír Stekkjarbakka skammt sunnan við verslunina Víði. Gert er ráð fyrir þeim mögu- leika að Stekkjarbakki verði í framtíðinni §órar akreinar á þess- um stað og stígurinn settur f göng undir Stekkjarbakka. í öðm lagi er gert ráð fyrir göngustíg með- fram Álfabakka að sunnanverðu, er tengir Breiðholt I við Mjóddina. Gera verður ráð fyrir, að sett verði upp umferðarljós á mótum Álfa- bakka og Steklqarbakka, en þau munu um Ieið leysa vandamál gangandi á þeim stað. 4. Dómsmálaráðuneytinu var ætluð lóð í Mjódd og er enn, en ákvörðun um byggingarfram- kvæmdir hefur ekki verið tekin. Seljahverfi Hrefna Birgitta Bjamadótt- ir, Seljabraut 30, spyr: a) Hefur borgarstjóri kynnt sér aðstöðuna kringum Kjöt & físk? Það er leikvöllur þaraa. Bílar sem ferma vörur bakka upp að leikvellinum. Böra era þarna í stöðugri hættu af þeim sökum. a) Nei. En mér er kunnugt að íbúar hafa nýverið kvartað undan umferð á lóðinni sem ekki er frá- gengin og hefur borgarverkfræð- ingsembættið skrifað verzlunar- eiganda bréf, þar sem óskað er að lokið verði við lóðina. b) Á að setja gangbraut úr Seljahverfi i Fellahverfi ofan við bensfnstöðina? b) Þama er áformað að setja gangbrautarljós, þó ekki á þessu ári. Gangbrautir jrfír fjórar ak- reinar eru taldar hættulegar vegna framúraksturs. Þær geta jafnvel gefíð falskt öryggi. Sebra- gangbraut á þessum stað hefur þó verið til athugunar sem bráða- birgðalausn og þá með stærri skiltum en almennt eru notuð. c) Verður gengið frá gang- braut að viðkomandi skóla fyrir böra úr Jakaseli og Selunum upp í Rjúpnahæð ofan við Jaka- sel? c) Sebragangbraut á upp- hækkaðri hraðahindrun verður gerð í sumar á Jaðarsel við Jaka- sel. Gæsluvöllur við Háteigsveg Svanhvit Óladóttir, Meðal- holti 10, spyr: a) Þar sem baraafjöldi hefur aukist mjög hér undanfarin ár langar okkur, íbúa í hverfinu að fá svar við því hvort ekki standi til að opna aftur gæslu- völlinn, sem stendur á milli Háteigsvegar og Meðalholts, með gæslu og þá hvenær? Svar: Gæsluvöllurinn við Háteigsveg var lokað sem gæsluvelli 1. mars 1984 vegna þess að hann var ekki sóttur. Það á að opna gæslu- völlinn aftur nk. mánudag, 2. júní. b) í beinu framhaldi af und- irskriftum, sendum borgar- stjóra sl. ár, vil ég spyrja hvort og þá hvenær standi til að koma upp gangbrautarljósum á mót- um Lönguhlíðar og Háteigsveg- ar þar sem nú er markt gang- braut? Einnig vil ég spyija hvort vænta megi hraðahindr- ana við Háteigsveg og þá hve- nær? Svar: Samþykkt hefur verið í um- ferðamefnd og borgarráði að setja gangbrautarljós á Lönguhlíð sunnan Háteigsvegar. Verða þau sett upp fyrir næsta vetur. Hraða- hindranir verða settar á Háteigs- veg vestan við Meðalholt og sitt hvoru megin við Æfinga- og til- raunaskólann. Verður það gert fyrrihluta sumars. Mikligarður Steinunn ísfeld Karlsdóttir, Skipasundi 53, spyr: Mig langar til þess að bera upp fyrirspura til Daviðs, borg- arstjóra, og nota þetta ágæta tækifæri, sem hann býður okkur borgarbúum, þ.e. að svara hér á siðum Morgun- blaðsins. Ég bý við Skipasund í Reykjavík, nánar tiltekið á horai Skipasunds og Holtaveg- ar. Ég flutti hingað á miðju sumri 1979, þá með tveggja ára dóttur og gat ég ekki betur séð en að þetta væri þokkalegasta fbúðarhverfi. Þvf miður hefur sú ekki orðið raunin á þvf nú líður varla sá dagur, að ég hrökkvi ekki f kút þegar bremsufskur berst inn um gluggann og ég veit að dóttir mín er úti. Fyrir nokkrum árum var haldinn íbúafundur f þessu hverfi vegna fyrirhugaðrar byggingar á skrifstofuhúsnæði fyrir Sambandið við Sundin. Það var i fyrsta og eina sinn sem ég hef farið f kröfugöngu, en við íbúamir þyrptumst um kröfuspjaldið til mótmæla og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.