Morgunblaðið - 29.05.1986, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 29.05.1986, Qupperneq 54
P’g4 DÆLUR úr ryðfríu stáli • 1 og 3ja fasa. • Til stýringar á vatnsrennsli. • Einstök gæði, góð ending og fágað útlit. = HÉÐINN = VÉLAVERSUJN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA- LAGER ESAB RAFSUÐU TÆKI,VIR OG FYLGl HLUTIR vjlfe FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR GÆÐUM OG ÞJÓNUSTU = HÉÐINN = VÉLAVERSUJN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER ESAB h 'óHor JaM .ce SUOACfTTTMMT’? .GiaAjaKUOÍÍOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1986 Hnefahögg í andlit kvenna eftir Huldu Bjarnadóttur Á kvennadaginn, 24. október sl., lét sú ríkisstjóm er nú situr að völdum sér sæma að löðrunga konur landsins á heiðursdegi þeirra, með þeim endemum að lengi mun I minnum haft. Með bráðabirgða- lögum setti hún verkfallsbann á flugfreyjur sem vom f löglegu verk- falli til áréttingar kjaramálum sín- um og valdi til þess kvennadaginn, sem hana rak engin nauður til. Aðspurður sagðist Matthías Bjamason ráðherra ekkert hafa velt því fyrir sér, hvort þessar aðgerðir myndu kannski koma illa við Vigdísi forseta, sem þurfti að undirrita plaggið til þess að lögum yrði, og var ekkert að víla fyrir sér að neyta aðstöðu sinnar út í ystu æsar til þess að fá áritun forsetans. Slíkt var offorsið. Engum af sam- ráðherrum hans datt í hug að vara hann við þvílíku smekkleysi. Við afgreiðslu laganna á Alþingi þögðu alþingiskonur Sjálfstæðis- flokksins þunnu hljóði. Ekki voru þær að mögla heldur beygðu sig í auðmýkt fyrir karlaveldinu eins og sómakærum flokkskonum sæmir, en ekki trúi ég því að þær hafí allar tekið þátt í þessu athæfí með glöðu geði. Þingmenn Alþýðuflokksins studdu aðgerðina nema Jóhanna Sigurðardóttir. Þeir sem mótmæltu voru: Alþýðubandalagið, Bandalag jafnaðarmanna, Jóhanna Sigurðar- dóttir og Samtök um kvennalista. Þegar ríkisstjómin greip til þess gerræðis að afnema vísitöluna á laun án þess að láta það sama gilda um raunvextina, afsakaði Stein- grímur Hermannsson sig með því sama og Matthías, að hann hefði ekki hugleitt afleiðingamar. En eins og alþjóð veit varð þetta „hugsunar- leysi“ Steingríms til þess að stór hluti þjóðarinnar komst á vonarvöl. Svo stæra þessir ráðamenn sig af því þrekvirki að hafa lækkað verð- bólguna. En hveijir vora látnir blæða? Hvergi hef ég séð að þeim fómarlömbum gerræðisins, sem verst vora leikin, húsbyggjendum og húsnæðiskaupendum, hafí verið bættur skaðinn svo nokkra nemi, enda allar uppboðsauglýsingamar, sem þekja síður dagblaðanna dag hvem, sönnun þess. Þrátt fyrir ít- rekaðar áskoranir um að stöðva nauðungarappboðin hefír ríkis- stjómin ekki látið sér segjast heldur skellt skollaeyram við, og hún hefír ekki heldur skilað fólkinu þeim peningum sem ranglega vora af því hafðir. Það er vandséð hvað slíkir menn hafa að gera í ráðherrastóla, sem þrátt fyrir ijölda ráðgjafa og að- stoðarmanna á hveijum fingri gera slík axarsköft og sjá ekki afleiðing- ar gjörða sinna fyrr en í óefni er komið, og afsaka sig þá með því að þeir hafí ekki hugleitt málin nægilega. Allt er þetta auðvitað fyrirsláttur til þess eins að slá ryki í augu manna. Þeir vissu hvað þeir gjörðu og lögðu sitt lóð af mörkum með þeim afleiðingum að fátækt jókst á íslandi og var hún þó næg fyrir. Það er vitað mál að stór hluti kvenna býr við fátæktarkjör og er stærsti láglaunahópur í landinu. Það var rætt við fískverkunarkonu í sjónvarpinu á dögunum. Mánaðar- laun hennar vora, eftir sjö ára starf, 17.060 krónur og í árslok, þegar allar hækkanir verða komnar á launin hennar verða þau 19.272 krónur á mánuði að viðbættum smábótum, sem eiga að greiðast tvisvar á árinu og munar sáralítið um. Margir aldraðir draga fram lífíð við bág kjör og lélegar aðstæður. Sama gegnir um öryrkja og fatlaða að ógleymdum mörgum listamann- inum. Þetta era olnbogaböm þjóð- félagsins. Við eigum skáld og lista- menn á heimsmælikvarða en hvem- ig búum við að þeim sumum hveij- um? Á hátíðis- og tyllidögum gum- um við af verkum þeirra og laugum okkur í frægðarljóma þeirra, en þá era þeir oftast dauðir. í lifanda lífi löptu þeir flestir dauðann úr skel og svo er ennþá, því miður. Mér dettur sérstaklega í hug þeir lista- menn sem hafa ekki fastar mánað- artekjur af listsköpun sinni. Tökum sem dæmi rithöfund. Það getur tekið hann eitt eða fleiri ár að skrifa eina bók. Á hveiju á hann að lifa á meðan? Höfum við nokkuð hugleitt það, eða myndlistarmaður, svo ég taki annað dæmi. Hann verður að viða að sér rándýra efni, sem hann þarf á að halda við list- sköpun sína, og gera fjölmargar myndir eða verk áður en hann getur haldið sýningu og allsendis óvíst hvernig sölu myndverkanna reiðir af. Á hveiju á hann að lifa? Þess vegna verður að krefjast þess að fólk, sem hefir listsköpun að ævi- starfi og eins er ástatt um eins og ég hef tilgreint, verði sett á föst mánaðarlaun sem ríkið greiðir því. Það er kominn tími til að þetta fólk sé ekki talið ómagar af samfélaginu eins og gert hefír verið hingað til. Kjarasamningamir, sem gerðir vora í febrúar sl., era launþegasam- tökunum og ríkisstjóminni, sem lagði blessun sína yfír þá, til stór- skammar. Hvemig dettur mönnum í hug að bjóða vinnandi fólki upp á slík smánaríaun? Hvemig á þetta fólk að draga fram lífíð með rúm- lega 19 þúsund krónur á mánuði, eins og dýrtíðin er mikil í landinu? Þetta nægir rétt fyrir húsaleigunni, a.m.k. fyrir það fólk sem heldur heimili, eins og t.d. einstæðar mæður og fleiri. Treysta þeir sér, sem undirrituðu samningana, að lifa af þessum launum? Þeir sem samþykktu kjarasamninginn, þegar hann kom til afgreiðslu Alþingis, vora: Alþýðuflokkur, Alþýðubanda- lag, nema Guðrún Helgadóttir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur. Þeir sem sátu hjá vora: Bandalag jafnaðarmanna, Guðrún Helgadóttir og Samtök um kvenna- lista. Hulda Bjamadóttir „Kvennaframboðið héit velli og hef ir þegar haft gifurleg áhrif á stjórnmálavettvangin- um eins og sjá má af óvenjumikilli þátttöku kvenna í kosninga- slagnum nú undanfar- ið. Allt eru þetta áhrif frá Kvennaframboð- inu.“ Við gerð flestra kjarasamninga hafa hátíðleg loforð verið gefín um að rétta hlut þeirra lægst launuðu, en litlar orðið efndimar. Láglauna- fólk í landinu getur ekki lengur beðið eftir sömu tuggunni, „að nú eigi að fara að bæta hag þess". Það getur ekki sóað lífí sínu í áratuga bið eftir einhveijum svikaloforðum. Konumar verða að rísa upp og karlamir með. Það er einnig þeirra hagur, bæði beinn og óbeinn, að kjör kvenna verði bætt. Það era nægir peningar til í landinu til þess að hægt sé að greiða fólki lífvænleg laun ef vilji er fyrir hendi. Það sést best á öllum fjáraustrinum út og suður, sem eytt er í ýmislegt fá- nýti, sem látið er sitja í fyrirrúmi og öllu fjármálabraskinu og §ár- málasvindlinu, sem viðgengst í landinu. Ég heyrði einhvers staðar nefnda „þjóðarsátt" í sambandi við febrúar- samninginn. Aldrei hef ég heyrt annað eins öfugmæli. Þótt laun- þegasamtökin og ríkisstjómin hafi komið sér saman um að hespa þessa samninga af, þá er engin þjóðarsátt þar að baki, öðra nær. Halda menn að um þriðjungur þjóðarinnar, sem á varla málungi matar, sé ánægður með samningana? Ekki alls fyrir löngu heyrði ég einhveija háspekinga ræðast við í útvarpinu um fátækramálin. Það var nú meiri þvælan. Nær hefði verið að fá bæjarstjórann í Bolung- arvík til að fjalla um þau mál. Hann tók þá stórmannlegu ákvörðun, að enginn bæjarstarfsmaður í Bolung- arvík skyldi hafa lægri laun en 30 þúsund krónur á mánuði. Þetta er maður sem skilur kjör hinna lægst launuðu og er ekki í vandræðum með að koma orðum að því, hvað fátækt er, eins og sýndi sig er hann kom fram í sjónvarpinu og skil- greindi afstöðu sína til þessara mála. Það er eitt af því viturlegasta sem ég hef heyrt í sjónvarpinu og skora ég á það að endursýna þátt- inn. Ekki er mér kunnugt um að þessi maður hafí fengið hrós í hnappagatið fyrir framtak sitt. Þessi brautryðjandi ákvörðun bæj- arsljórans í Bolungarvík á eftir að skila víðtækari árangri en margur hyggur. Vandséð er, hvernig laun- þegasamtökin og/eða ríkisstjómin taka á þessum málum. Ég held að þeir þurfí að fara að leggja heilann í bleyti og endurskoða títtnefíidan kjarasamning áður en hann hrynur til granna. En fyrsta krafa til ný- skipaðs borgarstjóra hlýtur að verða 30 þúsund króna lágmarks- laun til borgarstarfsmanna. Ekki krónu minna. Með tilkomu Kvennaframboðsins varð gjörbylting í íslenskum stjóm- málum. Því var ekki spáð löngum lífdögum í fyrstu. Margir héldu að hér væri um bólu að ræða sem fljótt myndi hjaðna, en reyndin varð önnur. Kvennaframboðið hélt velli og hefír þegar haft gífurleg áhrif á stjómmálavettvanginum eins og sjá má af óvenjumikilli þátttöku kvenna í kosningaslagnum nú und- anfarið. Allt era þetta áhrif frá Kvennaframboðinu. Flestir stjóm- málaflokkamir hafa keppst um að beita konum fyrir sig í væntanleg- um kosningum og aldrei hafa jafn margar konur og nú látið til sín heyra í fjölmiðlum og á fundum, flokkum sínum til framdráttar. Allt er þetta gott og blessað en hrædd er ég um að það verði karlamir sem taka ráðin þegar leiknum er Iokið. Með Kvennaframboðinu komu ný sjónarmið, nýtt gildismat á flestum hlutum. Heimilinu og ijölskyldunni skyldi skipað í öndvegi. Hlúð skyldi að lítilmagnanum í þjóðfélaginu, hlúð skyldi að öiyrkjum, fötluðum og öldraðum, bættur hagur þeirra lægst launuðu svo þeir geti búið við mannsæmandi kjör, bættur hagur kvenna, bætt heilsuþjónusta, byggð fleiri bamaheimili. En aftur á móti hafnað reykspúandi stóriðju, en stutt við bakið á þeim sem vilja stunda smáiðnað, lögð meiri rækt við umhverfísmál og umhverfís- vemd. Og hafnað kjamorku í hvaða mynd sem er, svo fátt eitt sé talið. Eða með öðram orðum, áhersla lögð á að skapa fegurra og betra mann- líf þar sem hver einstaklingur fær notið sín. í hinum harða og kalda heimi sem við búum í held ég, að fátt sé jafti mikilvægt og að hyggja betur að hinum mannlega þætti í tilver- unni. Með því sköpum við betri heim. Þess vegna ætla ég að kjósa Kvennalistann. Höfundur hélt eríndi og skrífaði ýmsar greinar um kvenréttinda- mál, sérstaklega á árunum 1956- 1969oghefuralla tfð látið rétt- indamál kvenna tilsín taka. Stúdentasamband VI Stúdentafagnaður VÍ verður haldinn 1 Átthagasal Hótel Sögu föstudaginn 30. maí, og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Aðgöngumiðar fást á skrifstofu Verzlunarskólans við Ofanleiti og við innganginn. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku í borðhaldinu til fulltrúa hvers afmælisár- ___________ gangs fyrir fimmtudagskvöld. stjímin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.