Morgunblaðið - 29.05.1986, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MAI1986
59
Kveðjuorð:
Kristfán B. Sig-
urðsson Armúla
Laugardagurinn 5. aprfl síðast-
liðinn líður mér seint úr minni.
Morgunn hans lofaði góðu og leyst
hafði af jörðu um nóttina, en
umhleypingar í veðri og eigi sýnt
hvað verða vildi veðurs. Það hallar
af hádegi og klukkan verður 15.00,
en er hún nálgast fullnað hinnar
sextándu stundar hringir síminn og
mér hlær hugur í brjósti með því ég
átti von á vinarhringingu hér úr
héraðinu, gekk að símtólinu og
lyfti...
Hvflfld reiðarslag! Kollegi minn
og vinur á ísafírði tjáir mér voðavið-
burði: Flugvél hafði farizt í Ljósu-
fjöllum og Kristján á Ármúla var
meðal farþega.
Semma vors 1982 renndi ég heim
að Armúla, er ég kom fyrir Kalda-
lón, af Snæfjallaströnd, að hitta og
heilsa hinum nýja landnema og
fjölskyldu hans. Það var málningar-
lykt í stofum og hreingeming í
gangi, en fjör í auga og gleði ríkj-
andi, fullt að gera, fögnuður starfs
og vors. Þannig man ég hinn látna
vin minn enn í dag. Með okkur tók-
ust þá þegar góð kynni, sem áttu
þó eftir að aukast því ekki leið á
löngu áður en hann tók að sér
organistastörf við Melgraseyrar-
kirkju, en ekki aðeins þar, heldur
var strax til hans leitað á aðrar að
fara; Nauteyri, Unaðsdal, Vatns-
§örð. Brást hann ævinlega vel við
og var ekkert sjálfsagðara. Með
honum var afar gott að starfa og
viðmót hans allt lifandi og hlýtt.
En organisti í sveit gengur ekki
aðeins í kirkjuna til að spila þar við
embættið, heldur liggur bak við
mikil æfíng og veit ég að söngæf-
ingamar á Armúla vom mönnum
mikið tilhlökkunarefíii, eins og frú
Ása Ketilsdóttir á Laugalandi tekur
fram í ágætri minningargrein um
Kristján. Er augljóst að þetta starf
hans svo og önnur ýmis, og þá eigi
síður viðkynninguna við þau hjón á
Ármúla, hefur söfnuðurinn metið
að verðleikum. Sést þetta berlega
á minningargreinum þeim er um
hann vom ritaðar af heimamönnum
og nágrönnum hans. Fyrir hönd
safnaðanna hér í prestakallinu vil
ég þakka þetta óeigingjama starf
hans. Er því ekki að leyna að frá-
fall hans var mikið áfall kirkjulegu
starfí og vandséð hversu fylla skal
það skarð er nú er orðið.
Kristján heitinn var athafnamað-
ur. Hann vildi líf og umsvif. Eitt
sinn, nú fyrir tæpu ári, rakti hann
fyrir mér hugmyndir sínar um verk-
lega hluti og framfarir í sveit sinni
og er ekkiað efa að þeir draumar
hans hefðu orðið að vemleika, og
eiga e.t.v. eftir að verða það. hitt
mun þó öllum ljóst, að með honum
hvarf sá aflvaki og vilji er líklegast-
ur var, að til að dygði holdtekju
hugmynda þeirra er hann gekk
með. Á einni stundu er hann lýsti
draumi sínum um stóra hluti og
ræddi möguieika þá er fyrir hendi
vom, sá ég í honum mann vorsins
og birtunnar, mann stórræða og
breytileika, mann sem unni héraði
sínu og skildi hvers var þörf, mann
áræðni og hvatleika.
Ég varð þess áskynja er á leið
kynni okkar að hann ól með sér
djúprætta trú, eða öllu heldur fínnst
mér að hann hefði getað sagt með
Einari Ben:
„ég á mér djúpan grun, sem nóttin elur
og veit ég ekki hvort þessi logi
tendraðist af kynnum hans við
samferðamenn, eða bamstrú hans
vitjaði hans og steig uppúr undirvit-
undinni er á leið ævi, nema hvort
tveggja hafí verið. Hvað um það,
þetta lífsviðhorf Kristjáns heitins
hefur létt honum stundir, ef erfítt
var og er vissulega einkenni allra
þeirra er unna lífí og manni á þess-
arijörð.
Við sáumst síðast á Melgraseyri.
Hann kvaddi mig í anddyri hússins
og gekk rösklega niður tröppumar
og settist I bifreið þá er ók honum
á flugvöllinn; hann hafði spilað sinn
síðasta sálm ... Ég sé í grein vinar
míns Engilberts á Hallsstöðum,
stuttri en gagnorðri, að hann segist
vart hafa harmað fráfall annars
manns fremur, sér óvandabundins.
Undir þetta get ég tekið, þótt ég
hafí staðið yfír moldum margra
Djúpmanna, mér meira eða minna
kærum eftir atvikum. En hér kemur
ekki til aðeins góð viðkynning við
Kristján, heldur og dálítil eigingimi:
Á þennan mann gat ég og söfnuð-
imir alltaf treyst. Við höfum, og
getum fengið, góða oggilda bændur
í Djúp. En ég læt ósagt að neinn
þeirra hafí af Guði vorum þegið
náðargáfu söngs og hljóðfæraleiks.
Vil ég enn þakka allt hans framlag
til guðsþjónustuhalds í Vatnsíjarð-
arprestakalli, og mun í því tilliti
lengi til munað þeirra ára er hans
naut við.
Fjösum eigi lengi um hverfulleik
þessa lífs. Menn segjæ Ó hversu
undarlegt, ... eða taka sér í munn
hið gamai-gríska: Sá, sem nýtur
hylli guðanna, deyr ungur, lítum
heldur á þennan voðaviðburð sem
eina áminning til okkan
„Hvað vitum vér menn? Eitt vermandi Ijóð,
ein veig ber vort líf undir tæmdum dreggjum.
- Hvað vill sá sem ræður?“
(EinarBenediktsson)
og minnumst þeirra sanninda að {
vom lífí er fátt, er fulltreysta má.
Hér fyrr í dag komu 3 ungar
stúlkur af Drangajökli. Þær höfðu
gist hjá Gerði ekkju Kristjáns heit-
ins, en þau höfðu drifið upp gistiað-
stöðu ( hinu gamla læknishúsi
Kaldalóns. Var það eitt gott fram-
tak af þeim hjónum, með því Arm-
úli var í gamla daga vissulega
endastöð og getur verið það enn í
ýmsum tilfellum, eða staður áning-
ar og hvíldar. Rómuðu þær mjög
móttökur allar og veit ég að allt
mun þar af myndarskap búið. Mun
það jafnan verða talið happ og gifta
hvers og eins er hlýtur góðan lífs-
fömnaut og var Kristján heitinn í
þessu efni hamingjumaður. Vil ég
enda þessar línur mínar með samúð-
arkveðju til Gerðar og bamanna á
Armúla. Lifíð heil.
Að kveldi hvitasunnudags annars
síra Baldur Vilhelmsson
OlafurHelgi
Helgason - Minning
Fæddur 7. október 1925
Dáinn 21. maí 1986
Kveðja
í dag kveðjum við Óla afa. Nú
er hann dáinn og kominn til Guðs.
Við emm enn svo ung að við eigum
erfítt með að skilja það.
Óli afí var svo þolinmóður og
hafði alltaf tíma fyrir okkur. Við
eigum eftir að sakna þess að sjá
hann ekki í Heiðnaberginu eða í
sveitinni að dytta að bátnum sínum.
Við þökkum afa fyrir allar stund-
imar sem við áttum með honum.
Guð blessi minningu hans og styrki
ömmu við missi afa.
Ástarfaðirhiminhæða,
heyr þú bama þinna kvak.
Ennídagogalladaga
í þinn náðar faðm mig tak
(Þýtt Steingr. Thorst.)
Afabömin
í dag er til moldar borinn bróðir
minn Olafur. Á huga minn leita ótal
minningar liðinna ára og er þá fyrst
að minnast er við ólumst upp í
Kollsvík fyrir vestan, gegn opnu
hafí, sem böm. En þar var hann
fæddur, ásamt fímm öðmm systkin-
um. Hafið, sandurinn, fjaran og
ekki síst klettamir heilluðu fljótt
ungan dreng eins og aðra sem ólust
upp í þessari, þá afskekktu byggð.
Kollsvíkin var okkur bömunum eins
og stór heimur út af fyrir sig, með
öllum þeim breytileika sem hafíð
getur sett á svið.
Drengir og telpur fóra fljótt að
vinna í þá daga, ekki síður en nú,
en oft mikla erfíðisvinnu. Óli fór
snemma að bera björg í bú. Það
var einmitt atvik á vordögum seinni
hluta maímánaðar sem kemur upp
í huga minn nú. Óli mun þá hafa
verið á þrettánda ári. Hann hafði
verið sendur til að smala Hryggi
sem eru norður undir Blakknesi,
hann var ævinlega óhræddur við
að klifra. Fuglinn var þá að byija
að verpa, en Óli hafði verið lengi í
burtu og voram við orðin óró þegar
hann kom heim, með um fímmtíu
egg í jakkaermunum, sem hann
hafði bundið fyrir.
í níu ár var ég yngst og ÓIi fímm
áram eldri, svo ég fylgdi honum
dálítið eftir við leik og störf. Oft
var hann að smíða eitt og annað
sem ég varð að fá að vita hvað
ætti að verða.
Ungur fluttist óli til Reykjavíkur
og gerðist bifreiðarstjóri á Hreyfli
og gegndi því starfí til dauðadags.
Hann setti metnað sinn í að eiga
góða bfla og hugsa vel um þá, hann
var hið mesta snyrtimenni. Einmitt
nú hafði ég verið að ráðfæra mig
við hann um bflakaup. Hann studdi
mig með ráðum og dáð og dró ekki
úr mér með það. Ég trúi því að
hann fylgist með mér þegar ég fer
út að keyra. Hann keyrði öll sín ár
áfallalaust sjálfur.
Árið 1953 gekk hann að eiga
eftirlifandi eiginkonu sína, Guðrúnu
Ólafsdóttur, ættaða úr Reykjavík.
Þau eignuðust sex mannvænleg
LíneyHarðar-
dóttir - Minning
Fædd 16. október 1963
Dáin 19. maí 1986
Líney Harðar er dáin. Hversu
orðin era lítils megnug og minning-
amar margar. Við heimilisfólkið í
Iðumörk 4 fínnum okkur öll fátæk-
ari, þar sem gengin er á braut í
blóma lífsins frænka okkar og vin-
kona.
Við eram innilega þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast jafn
traustum vini og hún var, er hún
dvaldi hjá okkur, þau sumur sem
hún ásamt frænkum sínum vann
„uppi á Elló“. Við biðjum þess að
algóður Guð styrki unnusta, for-
eldra og systkini á þessari erfíðu
stund.
Þaðsorgarél
mittþvingarþel,
viðþighlýtégaðskilja.
Þó fínni ég hel,
þáfarðuvel,
fagurleithnngaþilja.
(Höf. Stef.Ólafsson)
Tonuni, Disa og börn.
Leiðrétting
í minningargrein Torfa Hjartar-
sonar um Skapta Jónsson, skip-
stjóra, féll niður kafli. Um leið og
Morgunblaðið biðst velvirðingar á
þessum mistökum endurbirtir það
hluta greinarinnan
Um áramótin 1956 og 1957 varð
mikil breyting á lífi Skapta og fjöl-
skyldu hans. Hann réðst þá til
Matvæla- og landbúnaðarstoftiunar
Sameinuðu þjóðanna, FAO, sem
hefur aðsetur í Róm, sem fiskveiði-
ráðunautur fyrir Indland. Varð
hann f fyrstu ráðinn til eins árs en
ráðningin síðan framlengd á
tveggja ára fresti, þannig að hann
var við þessi störf í Indlandi til
haustsins 1960 eða hátt á íjórða
ár. Var starf hans í því fólgið að
ferðast milli útgerðarbæja á ýmsum
stöðum í landinu, fara á sjó með
fiskimönnum, kenna þeim að hag-
nýta sem best nútímatækni við físk-
veiðar þær, sem stundaðar vora f
landinu og veita fískimönnum og
stjómvöldum ýmiss konar ráðgjöf.
Skapti vann á þessum árum á
mörgum stöðum á vesturströnd
Indlands. Fjölskylda hans var með
böm, sem öll era gift eða í sambúð
og farin að heiman. Fyrsta heimili
þeirra hjóna var f Engihlíð 12. Á
erfíðum stundum stóð það hús mér
opið sem ekki gleymist og hér skal
þakkað. Síðan hef ég verið aufúsu-
gestur á heimili þeirra og ekki síst
eftir að þau reistu sér yndislegt hús
að Heiðnabergi 8, stutt frá mínu
heimili. Þar lagði Óli gjörva hönd
á plóginn, þar leið manni vel og
ekki lét hún Dúnna sitt eftir liggja
til að skapa fjölskyldu sinni notalegt
heimili.
Fyrir nokkram áram komu þau
hjónin sér upp sumarbústað nálægt
æskustöðvum Óla, þar sem þau
nutu saman dvalar á sumrin. Það
var í einni slíkri ferð, nú um hvíta-
sunnuna, að maðurinn með ljáinn
kom svo óvænt. Þeir sem eftir lifa
trúa því varla að svo skjótt geti
brugðið sólu. Við sem til þekktum
vissum að Óli gekk ekki heill til
skógar allt frá árinu 1972. En upp
stóð hann eftir hvert áfallið á fætur
öðru og vann sín verk eins og áður.
Árin urðu aðeins sextíu, sem okkur
sem eftir stöndum fínnst allt of fá.
Ég bið bróður mínum blessunar
í æðri heimi með hryggð í hjarta
yfír ótímabæru fráfalli. Ég veit að
á móti honum verður tekið af þeim
sem á undan era famir. Kæra mág-
konu, böm, tengdaböm og bama-
böm bið ég Guð að styrkja í þeirra
miklu sorg. Minningin lifír um góð-
an dreng.
Dóra systir
honum í Indlandi mikið af tfmanum
og bjuggu þau á ýmsum stöðum
svo sem í Rajkot, Bombay og Rat-
nagiri.
Er Skapti fór frá Indlandi haustið
1960 var hann ráðinn af FAO sem
fiskveiðiráðunautur fyrir Argent-
ínu. Hafði Qölskyldan þá aðsetur í
borgunum Mar del Plata og Raw-
son, en sjálfur vann hann á ýmsum
stöðum á ströndinni.
Er dvölinni í Argentínu lauk réð
FAO Skapta fiskveiðiráðunaut fyrir
Uraguay og áiðan fyrir Brasilfu. í
Uraguay hafði fjölskyldan aðsetur
í Montevideo en í Brasilfu í Floriario-
polis, Rio de Janeiro og Recife.
Sjálfíir ferðaðist Skapti til fjölda
staða á ströndinni og að Amazon-
svæðinu til að leiðbeina fískimönn-
um og vinna með þeim.
Alls var Skapti um 7 ár í Suður-
Ameríku að þessu sinni. Er hann
fór þaðan sendi FAO hann aftur til
Indlands í nóvember 1967. Fór hann
þá fyrst til Delhi en síðan til Cochin
til að aðstoða við skóla eða þjálfun-
arstöð, sem þar var rekin. Þaðan
fór hann til Madras á austurströnd
Indlands.
Eftir um þriggja ára dvöl í Ind-
landi sendi FAO Skapta sem físk-
veiðiráðunaut til Perú. Var hann
þar að störfum með aðsetur í Lirite
til vors 1973. Kom hann þá heim
um tíma og var búinn að segja upp
störfum sínum hjá FAO. Hann var
þá beðinn að fara sem fískveiðiráðu-
nautur til Sómalíu. Var hann þar
að störfum fyrir FAO frá því
snemma árs 1974 til 1975, en þá
kom hann heim alfarið. Hafði hann
þá starfað á vegum Sameinuðu
þjóðannaí 17 ár.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis-
og minningargreinar til birt-
ingar endurgjaldslaust. Tekið
er við greinum & ritstjóm blaðs-
ins á 2. hæð í Aðalstræti 6,
Reykjavík ogá skrifstofu blaðs-
ins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hina
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð um
hinn látna. Leyfílegt er að birta
ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi
og skal þá höfundar getið. Sama
gildir ef sálmur er birtur. Megin-
regla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.